Morgunblaðið - 05.05.1965, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
r
Miðvikudagur 5. maí 1965
SUMARIÐ er komið til ftalki.
Bændur hafa þegar slegið sín tún
og hirt góða töðu. Á milli slátta
plægja þeir nýja jörð með hvít-
um uxum.
Kirsuberjatrén eru blómstruð
og rósir, túlipanar og orkideur
láta lífið i kílómetravís fyrir
elskandi og miskunsamar
konur .....
Morgunsól otg sumar í Rám.
Elskuleg hundgá, einsog í ágúst
á Bjarkarlundi. Öskrandi skelli-
nöðruvæl, einsog við Borgartún.
Yndislegur íuglasöngur, einsog
Veturliði Gunnarsson.
prestur í Reykjavik. Og þúsund
svölur leika sér í sólstöfunum.
Ein þeirra sér hreiður hér í
gluggakistunni. Brennandi hita-
byllgja frá Afríku líður yfir borg-
ina og allt í einu er dembandi
rigning einsog þegar mest rign-
ir á bíómyndum. Síðan þrurnur
og eldingar, einsog Thor og
Kristmann í réttarsal, og kon-
urnar tvær sem setið hafa fyrir
utan fegurstu skartgripaverzlun
heims, með sitthvort vaskafatið,
fullt af sígarettustubbum, búandi
til nýjar úr biblíublöðum Síon-
ista, neiðast til að hlaupa í skjól
að hlaupa í skjól á kaffihúsið þar
sem kannski Neró, Soffía Loren
og Thor Vilhjálmsson hafa set-
ið!!! Tveir fjöruigir náungar láta
ekki þrumur og eldingar trufla
sig. Þeir eru dumbrauðir í and-
liti af útigangi, einsog brenni-
steinsalda í slagviðri. Þeir koma
gangandi og spilandi á þesskonar
hljóðfæri sem vart verður lýst.
Annað er einskonar flauta með
útskornum stelpukroppum og
flagsandi dúskum. Sipp og höj.
Hinn hefur fundið sprungið 'bíl-
dekk á Via Appía og igert sér
lúður! úr helming slöngúnnar.
Hann líkist í fasi Jóni mínum í
Möðrudal, sem líka getur spilað
brúðarsöng Bretadrottningar aft-
urábak!!
1 miðri Róm, rétt við spönsku
tröppumar, þar sem báturinn
strandaði, Via Condottin, beint á
móti Café Greco, þar sem Thor-
valdsen, Byron, Goethe, Davíð
og Kjarval, Einar Ben., Mark
Twain og fleiri góðir menn komu
daglega, er Skandinavísk For-
ening til húsa. Það var stofnsett
1860 sem samkomustaður fyrir
norræna listamenn og vísinda-
menn sem hér dvöldu við nám.
íbúðin er á fimmtu hæð, með
svölum til allra átta. Það eru
þrjú herbergi, eldhús, bað og
W.C. Þrjár stórar stofur ásamt
Isiand
sérstökum lestrarsal með nýjum
daighlöðum Norðurlanda. Bóka-
safnið er mjög fyrirferðarmikið
og vandað, með helstu verkum
norrænna höfunda, utan íslands.
Öllum er heimjll aðgangur. Á
laugardagskvöldum eru samkom-
ur hér og kemur þá hver með
sinn mat og vín, og ef einhver
merkilegur maður er á ferð, er
hann gjarnan fenginn til að tala
um sitt merkilega áhugamál. Nú
vill svo til, að íslenzkum lista-
mönnum hefur verið boðið eitt
herbergi hér í tvö ár oig eru þeg-
ar ákveðnir 6 eða 8 málarar. Nú
hefur stjóm þessarar stofnunar
farið þess á leit við mig að segja
nokkur orð hér á samkomu um
fsland, þetta mikla menningar-
land sem enginn kannast við.
Ég sé mig í anda, sem prédikandi
listfræðing, en hef þá afsökun,
að málarinn Rúbens hafði líka
fyrir hobby að vera ambassadör
Belgíu í Madrid. Jafnframt ræðu-
haldinu vildi ég sýna litskugga-
myndir af íslenzkri myndlist og
landslagsmyndir. Og svo þeigar
klappinu löksins verður lokið,
langar mig til að afhenda stofn-
uninni gjöf frá íslendingum. Mér
hefur dottið í hug bækur, hljóm
plötur, litskuggamyndir. Þar
sem íslenzk menning er að mestu
leyti innflutt ítölsk menning,
finnst mér þetta sjálfsögð þakk-
arskuld. Ég nenni ekki að telja
upp nöfn ítalskra snillinga, það
yrði stærri bók en símaskráin.
Og hér kemur kjami málsins.
Það þarf duiglega menn til að
framkvæma þessa 'hugmynd. Út-
vega fegurstu landkynningar-
bækur íslenzkar á norrænu máli,
(öðru en íslenzku) t.d. eftir
Samivel og aðra bók tekna af
þýzkri konu, bók Hjálmars Bárð-
arsonar, Sigurðar Þórarinssonar,
ítalíu Einars Pálssónar, Róma-
veldi eftir Will Durant, lista-
verkabækur Helgafells, skáld-
sögur beztu höfunda okkar þýdd-
ar á frönsfcu, norsku eða sænsku.
Hljómplötur með íslenzkum þjóð-
lögum, og gjarnan plötur með
Bréf frá Veturliða
GunnarssYni
listmálara
léttum nútíma íslenzkum dæg-
urlögum. Því ekki það. Vegna
heilsuleysis er ég neyddur til að
fara héðan 15. maí. Fyrir þann
tíma verða þessir hlutir að vera
komnir hinigað. Ég treysti á ís-
lenzka listunnendur, elskendur
Italía
ítalíu, að halda fund og skipa
framtakssama menn í nefnd,
sem vinnur að þessu með ítölsfc-
um hraða. Sem sagt: STRAX.
Ég leyfi mér að nefna nokkra
menn, sem ég veit að elska ítaliu,
aðrir eru beðnir afsökunar vegna
ítalsks hraða. Kjarval, Kiljan,
Thor Vilhjálmsson, Ragnar í
Smára, Einar Pálsson, Þuríður
Pálsdóttir, Steinunn Briem, Ólöf
Pálsdóttir, Árni Jónsson söng-
vari, Guðmundur Steinsson, Ein-
ar Kristjánsson, Gísli Sigurðsson
ritstjóri Vikunnar, Guðmundur á
Moecacafé, Stefanó, Jón Óskar,
Engilberts, Jón Leifs, Tómas
Arfleiddi Elliheimili
Akureyrar að 200
þúsund krónum
Elín óladóttir
ELÍN ÓLADÓTTER fædd 19.
september 1877, dáin 13. septem-
ber 1063, mælti svo fyrir í erfða
skrá sinni að Elliheimili Akureyr
ar skyldi móttaka kr. 200.000.00
til minningar um foreldra henn-
ar, Sigráði Magnúsdóttur og óla
Guðmundsson, snifckara á Akur-
eyri og skal fénu varið til út-
búnaðar á herbergi, sem bæri
þeirra nafn.
Elín Óladóttir réðist í vist til
Stefáns skólameistara Stefáns-
sonar og konu hans, Steinunnar
Frímannsdóttur að Möðruvölium
í Hörgárdal árið 1897. Árið 1930
flutti hún á heimili Valtýs
Stefánssonar ritstjóra og Kristín
ar Jónsdóttur og vaxui þar að
Guðmundsson, Einar Kristjáns-
son, Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar
Thoroddsen.
Viljið þið gjöra svo vel og
þakka ítalíu fyrir Verdi, Titian,
Medici, Magnelli, Dante, Galileo,
Leonardo, Montessori..
Beztu ljósmyndir sem ég hef
séð teknar í litum á íslandi eru
eftir áhugamenn, Rannveiigu
Tómasdóttir, Magnús Jóhannes-
son, Guðmund Björnsson lækni,
Þorvald Ágústsson, Guðmund
Vilhjálmsson, Rafn HafnfjörS,
Eirík Smith, Benedikt Gunnars-
son, Hákon Sigurgrímsson, Ós-
vald Knudsen, o.fl. o.fl. Má ég
líka biðja ýkkur að senda þessari
stofnun svona tvær myndir hver.
íslenzka peningamenn bið ég
ekki um neitt. Aðeins Ragnar i
SmáFa mun tafcast að vekja þá
upp frá andlegum dauða.
Distiti saludi da Roma.
Beztu kveður.
VeturliðL
hússtörfum af sömu árvekni og
áður þar til yfir lauk.
f minningargrein sem frú
Hulda Á. Stefánsdóttir skrifáði
um Elínu Óladóttur segir m.a.
„Með hljóðlátri iðju sinni vann
hún merkilegt ævistarf. f 66 ár
studdi hún að uppeldi þriggja
ættliða, vakti yfir velferð þeirra
og gaf þeim fagurt fordæmi."
Þessari rausnarlegu gjöf hef-
ur verið veitt móttaka.
(Frá Elliheimili Akureyrar).
4 báfar með
2500 toivn
Stokfcseyri 3. maí.
AFLI hefur verið mjög sæmi-
legur hjá Stokfcseyrarbátum und
anfarna daga, frá 10 og upp í 30
tonn á bát i róðri og eru sjómenn
orðnir almennt ánægðir með út-
komuna á vertíðinni frá því sem
á horfðist. Heildaraflinn frá því
um áramót, miðað við daginn 1
dag, er 2500 tonn af fjórum bát-
um. Hæstir eru Fróði með 677
tonn og Hólmsteinn með 665
tonn.
— Steingrímur.
• FÁNASTENGUR
Á hátíðisdögum er það áber-
andi hve fá hús í Reykjavík
hafa fánastöng. Úti á landi tíðk-
ast víða að fánastöng sé við nær
hvert hús. Auðvitað getur verið
of mifcið af því góða, þegar fáni
blaktir við hvert hús, ekki sízt
þar sem þau standa þétt. En
mér finnst, að Reykvíkinigar
ættu að sinna því meira að
fcoma upp fánastöngum við hús
sín og nota þjóðfánann við há-
tíðleg tækifæri.
• ÚTVARPSFRÉTTIR
Það er venja íslenzka út-
varpsins sem annarra útvarps-
stöðva að býrja fyrst á þeim
fréttum, sem merkastar verða
að teljast — þegar fréttalestrur
fer fram. Þess vegna fannst mér
það smekkleysa, sem ástæðu-
laust er að þaga yfir, er út-
varpið byrjaði á ómerkilegri
frétt frá Skagaströnd í innlenda
fréttalestrinum í hádegisútvarp
inu á sunnudaginn — en sagði
síðan frá flugslysi því er olli
dauða fimm Bandaríkjamanna
hér skammt suður af Reykja-
vík.
• FERÐAMÁL
f lok vikunnar fer fram
að Þingvöllum ferðamálastefna,
hin fyrsta sinnar tegundar hér
á landi. Kominn er tími til að
allir þeir, sem vinna að ferða-
málum, leiði saman hesta sína
og hefji meira samstarf en hinig
að til hefur verið.
Meðal þess, sem nú er þörf
á að gera á sviði ferðamála er
að stofna ferðamálafélög í öll-
um helztu kaupstöðum og byggð
arlögum landsins. Með meiri
og skipulögðum viðbúnaði úti
á landsbyggðinni yrði ekki að-
eins hægt að færa út svið ferða
málanna hér, heldur gætu hin
ýmsu byggðarlög hagnazt á
því að mörgu leyti.
• ÞRJÁR ÁSTÆÐUR
Slifc skipulögð starfsemi
gæti flýtt fyrir margs konar.
uppbyggingu og nauðsynlegri
þróun á hverjum stað varðandi
veitinga- og gistihúsarekstur.
Aukin ferðalög innanlands leiða
til endurbóta á samgöngukerf-
inu, ekki aðeins til hagsbóta
fyrir ferðamennina sjálfa, held-
ur og fyrir þá, sem búa úti um
allt land. í þriðja lagi veitir
ferðamannastraumurinn fólki
tekjur, skapar atvinnu á ýmsum
sviðum — og náinn samganigur
við aðra landshluta jafnt sem
útlönd víkfcar sjóndeildarhring-
inn.
Ferðamálasiefna veldur e.t.v.
engum stökkbreytingum á þessu
sviði, en vafalaust getur hún
stuðlað að framgangi margra
nauðsynjamála.
• MJALDUR
Skátarnir í Hafnarfirði hafa
hval til sýnis um þessar mund-
ir, mjaldur, sem Guðmundur
Halldórsson frá Tjörnesi banaði
á dögunum. Mjaldur mun frem-
ur fágæt skepna. Samt sem áð-
ur finnst mér vafasamur ávinn-
ingur í að sýna dauðan hval. í
Hitt er svo annað mál, að
Hafnarfjarðarskátar hafa sýnt
lofsverðan áhuga á þessum mál-
um, fyrst og frémst með fiska-
sýningunni í vetur — qg von-
andi kemur sá dagur, að hér
rís vel búið fiskasafn — safn lif
andi fiska. Ef mjaldur þeirra
Hafnfirðinga er eitt skrefið 1
þá átt er varla hægt að amast
við því. Það hefði a.m.k ekki
verði á færi þeirra að sýna
sfcepnuna lifandi
BO S C H
þurrkumótorar, þurrkuarmar
og þurrkublöð.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.
6 v
24 v
12 v