Morgunblaðið - 05.05.1965, Side 23

Morgunblaðið - 05.05.1965, Side 23
Miðvikudagur 5. maí 1965 MORCU N BLAÐIÐ 23 Tæknin í þágu síldarútvegsins, en ekki nöldur bæjarsijóranna í Neskoupsíað og Seyðisfirði HRÓLFUR Ingólfsson, bæjar- etjóri, Seyðisfirði, skrifar grein í Tímann um síldarflutninga frá ; Austfjörðum, sem á að vera í senn saga síldarinnar og hug- myndir hans og útreikningar um, að nú eigi að hlunnfara Austfirð- i inga og flytja af Austfjarðamið- um síld til fjarlægra landshluta til tjóns fyrir Austfirðinga. Ekki verður mælt með því í þessari grein, að svo verði gert. I En ég tel ástæðu til að fara nokkrum orðum um grein Hrólfs og leiðrétta þar missagnir og t fyrrur, sem úir og grúir af og því ámæli, sem grein þessi kann að i valda, í garð okkar Austfirð- inga. I Grein Hrólfs er raunar eftir- prentun á grein Bjarna Þórðar- Í6onar í Austurlandi 12. marz sl. Þegar ég nefni Hrólf og grein hans, þá á ég við þá báða. Enda eru þeir orðnir samvaxnir og | ítanda nú með krepptan hnefann i gegn því, að síld verði flutt af Austfjarðamiðum. Hún verði veidd og hagnýtt eftir þeirra for- ekrift Hverju þjónar slíkur málflutn- ingur. Ég tala ekki um, ef þessir menn fengju að ráða. Það þjón- er því hlutverki, að stór veiði- . floti Rússa og annara þjóða, sem l veiða í hafinu út af Austfjörð- ! um, geta haft betra næði til að i veiða síldina, sem þeir Hrólfur ©g Bjarni banna að flutt verði af i miðunum í verksmiðjur á Norð- | urlandi og Vestfjörðum, á meðan j bátafloti íslendinga lagi inn á ! öllum fjörðum á Austurlandi og biði eftir löndun þar. ! Það vinnst því tvennt við það, ef Bjarni og Hrólfur réðu. Lönd- unarbiðin mundi stórlama út- gerðarmenn og sjómenn og verka Íþví sem bein rýrnun á tekjur þeirra. Það er bein kauplækkun. Og verksmiðjurnar á Nroður- í landi stæðu ónotaðar, til stór- 1 tjóns fyrir alla aðila, sem yrði Btórkostleg rýrnun á þjóðartekj- unum. Það er furðulegt, að nokkrir menn, og ég tala nú ekki um bæjarstjóra, skuli láta sér detta slítk í hug, því síður að eetja slíkt eftir sig á prent. Að þeir séu á móti því að huga að nýrri tækni, sem gæti að ein- hverju leiti leyst það vandamál oð draga úr löndunarbið eða leysa það spursmál, sem er meg- inmálið til að gera sildarútveg- inn öruggari og tryggja með þeim hætti afkomu útgerðarmanna og sjómanna og mótttökustöðvanna í landi, sem mundi auka að mikl- um mun þjóðartekjurnar. Það er því verðugt hlutverk, eem þeir Bjarni og Hrólfur taka *ér fyrir hendur að vera úrtölu- tnenn með tali sínu, um leið Og þeir skáka sér á bekk sem svört- ustu afturhaldsmenn, sem nokkru einni hafa skotið upp kollinum í þessu landi, sem birtist í því, að iþeir vilja ekki nota nútíma vinnu brögð í síldveiðum. Bjarni Þórðarson segir una sild- erflutningana, að tvær verk- emiðjur að norðan og vestan hafi verið fluttar austur og þær mal- eð þjóðinni gull, í stað þess að grotna niður og síðan segir orð- rétt: „Hvers vegna ekki að halda þessu áfram? Hrjósi mönnum hugur við að reisa nýjar verk- emiðjur, er sjálfsagt að ljá máls 6 því að flytja austur fleiri að- gerðarlausar verksmiðjur að norðan og vestan, í stað þess að íleygja tugum eða hundruðum milljóna í kaup og útgerð flota ef tankskipum með tilheyrandi ÚtbúnaðL** Þetta er hagfræði Bjarna. Það kostar ekkkert að rífa verksmiðj ur og flytja þær austur á land og vinna að því um leið að leggja heil byggðarlög í eyði. Vill Bjarni láta rífa verksmiðjuna í Neskaup stað, ef síldarleysi yrði hér á Austurlandi um nokkur ár. Ég skora á hann að gefa það skrif- legt, svo Norðfirðingar viti um stefnu hans í því máli. Til dæm- is að hún yrði reist á Dagverðar- eyri, þegar sild glæddist þar. — Þannig birtist sósíalisminn og al- þýðustefnan hjá Bjarna Þórðar- syni, að hann heimtar, að at- vinnutæki 1 tveimur landsfjórð- fjórðungum verði rifin og sett niður hér á Austurlandi. En telur tankskip til flutninga á síld í verksmiðjur á milli fjórðunga eða af fjarlægum miðum dragbit á heilbrigða uppbyggingu síldar- iðnaðarins. í staðinn fyrir tank- skipin vill Bjarni vera á ferða- lagi á miUi landshlutanna með kinar U. Björnsson verksmiðjurnar. Hefur nokkurn tíma heyrzt önnur eins botnlaus vitleysa og algjör fyrirlitning á gildi atvinnulífs og mannlífs á landi hér? Ekki er mér kunnugt um það. Fyrirmyndirnar sækir Bjarni til Austur-Berlínar, þar sem múr er reistur til að varna fólki að lifa eðlilegu og frjálsu menningarlífi og að samskonar manntegund og Bjarni Þórðarson og fylgisveinn hans, Hrólfur Xngólfsson, geti hömlulaust beitt því siðleysi og ofbeldi, sem fram kemur í skrifum þeirra. Þessir niðurrifsmenn hafa því ekki gert Austfirðingum greiða. Þeir hafa samþykkt, að síldarverksmiðjur á Austurlandi yrðu rifnar, ef síld arleysi yrði einhvern tíma við- varandi og fluttar þangað, sem síldin þá værL Þeir Bjarni og Hrólfur ættu því að láta sér það að kenningu verða næst, þegar þeir tala um at- vinnumál, að það er ekki nóg að hefja sig til flugs, en geta síðar hvergi setzt. Þess vegna svífa þeir eins og gammar yfir atvinnulífi nefndra landsfjórðunga til að reyna að krækja klóm sínum í einhverja. En finna, að griðastaðir eru fáir og eyðast því upp í sínum eigin ræildómi. Hrólfi verður tíðrætt um síld- arverksmiðjuna i Bolungarvík og segir: „Engan hef ég fyrir hitt, sem gefur mér skýringu á því ævintýri, að byggja þar síldar- verksmiðju.“ Það er engin von til þess, að menn fari að ganga fyrir Hrólf Ingólfsson að skýra það fyrir honum. Hún stendur þar. Er hún eitthvað fyrir Hrólfi? í sömu málsgrein segir: „Má segja ,að verksmiðja þessi hefði verið betur sett á Fljótsdalshér- aðL því að. síldarflutningar þang- að yrðu ábyggilega ódrýari en frá Austfjörðum til Bolungarvík- ur.“ Hrólfur vill koma við í Bol- ungarvík og taka með sér síldar- verksmiðju Einars Guðfinnsson- ar og skáka henni niður á Fljóts- dalshéraði. Það er byggðastefn- an að hlaupa með atvinnutækin á milli byggðárlaga, svo enginn sé öruggur um afkomu sína, sem á að þjóna Hrólfi í atkvæðaveið- um hans. Ég minnist ekki að hafa heyrt annan eins þvætting og þann, sem að framan greinir. En það mun halda nafni Hrólfs á lofti um ókomin ár. Svo bætir H. I. því við, að tilraun Einars Guðfinnssonar að dæla síldinni í tankskip, hafi ekki gefizt vel. Hún tókst eins og öllum er kunn- ugt. Hver hefur upplýst Hrólf um það eða beðið hann að standa átorgi og hrópa ókvæðisorðum að síldarverksmiðjunni í Bolungar- vík og því framtaki að kanna nýjar leiðir að ná síldinni með auðveldari hætti úr síldveiði- skipunum, en verið hefur? Er þetta umbótastefnan, sem sam- þykkt var á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að berjast á móti nýjungum í atvinnulífi þjóðarinnar og Hrólfur Ingólfs- son síðan beðinn fyrir boðskap- inn? Telur Hrólfur það hættu fyrir Austfirðinga, að eitt skip verði í förum til verksmiðjunnar í Bol- ungarvík með síld frá fjarlæg- um miðum? Er eitthvað verra bragð að því, þó að framtaks- menn reyni eftir mætti að halda uppi atvinnu í þeim byggðarlög- um, sem þeir hafa haldið tryggð við og verið atorkusamir atvinnu rekendur? Hann ætti fremur að taak sér slíkan manndóm til fyr- irmyndar og reyna að glæða á- huga hér heima á Seyðisfirði il slíkrar atorku í einni eða ann- ari mynd. K Grein Hrólfs er furðuleg rit- smíð. Annars vegar er ófullnægð framagirni, sem engin takmörk eru sett og fullkomin vanþekk- ing á öllum hagnýtum hlutum í atvinnulífinu samfara því að vera ekki nútímamaður í hugs- unarhætti. Hins vegar er tilraun til að reyna að koma því inn hjá Aust- firðingum, að nú sé verið að und- irbúa innrás annarra landshluta á Austfjarðarmið til að rupla síld- ina þaðan. Á sama tíma, sem hann ætti að sjá í því bæjarfé- lagi, sem hann er bæjarstjóri í, að verið er að stórauka mögu- leika með móttöku síldar með stækkun síldarverksmiðja ríkis- ins og byggingu nrrýar verk- smiðju á vegum annara. Síldveiðar íslendinga hafa tek- ið miklum stakkaskiptum síðustu ár með tilkomu fullkomnari og stærri skipa, sem nú eru búin tækjum, sem gera mögulegt að veiða síld við allt aðrar aðstæð- ur, en áður var. Það er því mögu- legt að stunda veiðarnar á út- hafinu. Þetta hefur g jörbreytt öllum aðstæðum og skapað gerbyltingu í síldveiðum, sem gerir mögu- legt að stunda þær fram á vetur eða þar til síldin færir sig á hrygningarsvæðin við Noregs- strendur. Þannig var þetta á siðastliðnu ári og má þakka það meðal anb- ars Jakobi Jakobssyni, fiskifræð- ing, sem stappaði stálinu í út- gerðarmenn og sjómenn að vera þolinmóðir og halda síldveiðun- um áfram fram eftir hausti. Þetta tókst og jók aflamagn gífurlega, svo skipti hundruðum milljóna króna, og varð til þess að sölt- unarstöðvarnar gátu náð sér upp eftir heldur lélega söltun fram- an af sumri. Súo varð einnig með síldarverksmiðjur og frystihús. Síldarvertíðin stóð frá miðjum júní fram í janúar 1965. Þá lauk lengstu síldarvertíð hér á lartdi. í ágúst og september voru land- legur vegna ógæfta. En þegar veiðin var mest vantaði afsetn- ingarmöguleika, sem rýrðu mjög aflamagnið, eins og oft hefur ver ið. Þess vegna er nú verið að auka afkastagetu verksmiðja á Austurlandi og byggja nýjar og auka þróarrými. Því verður að< halda áfram og styðja að auknu framtaki heimamanna í þeirri viðleitni eftir því sem verðleikar og framtak segir til um. Um það er ekki ágreiningur. En jafnhliða verður að koma aflan- um, sem ekki er hægt að afsetja hér í móttökustöðvar aninars stað ar og nota þannig til hins ýtr- asta alla möguleika, sem fyrir hendi eru til að tryggja flotan- um, að hann geti náð sem mest- um afla á land. Þetta verða Hrólfur og Bjarni Þórðarson að skilja. En ekki að stuðla að því, að maður vegi mann og landsfjórðungur lands- fjórðung. Slík iðja er óvinafagn- aður. Hrólfur segir orðrétt: „Það er vitað, að þessi síldariðnaður á Austfjörðum afkastar a.m.k. ,2 j milljónum mála og tunna af síld j samanber það sem geriðst hér ' árið 1964.“ | Það gerðist, vegna þess að ver- | tíðin dreifðist á langt tímabil eins og áður greinir. Þessu gleym ir Hrólfur. Það kemur því fram j eins og víða í grein hans, að hann hefir ekki verið að hugsa um að ræða þeási mál með það fyrir augum að vanda sig og verða að liði með skrifum sínum. Miklu frekar að stunda blekkingar og j hagræða sannleikanum. • Þeim Hrólfi og Bjarna hrýs hugur við að leysa það spursmál j fjárhagslega að flytja síldina í I tankskipum af veiðisvæði eða úr stórum geymum og flytja hana á : milli staða og telja, að slíkt rýri ' tekjur útvegsmanna og sjómanna og _alls síldariðnaðar. Vitanlega verður að leysa það spursmál I eins og önnur, sem hafa verið ■ leyst, bæði í sambandi við síld- arútveginn sem og aðrar atvinnu greinar. Það ætti ekki að vera 1 erfiðara spursmál að leysa fjár- hagslega möguleika að flytja síld ina á milli staða en leysa öll spursmál, sem við nú höfum fyr- ir augum okkar, svo sem síldar- verksmiðjur, söltunarstöðvarnar og annan þann útbúnað í landL j sem við blasir. Þá hefur ekki j síður orðið mikil framþróun í út- • búnaði og stærð síldveiðiskip- ! anna og svo mörgu öðru. A ' hverju byggist þá öll þessi fram- | þróun? Hún byggist fyrst og • fremst á síldinni. Það er því ekki ", meira að leysa það spursmál fjár hagslega að flytja síldina til á milli staða í verksmiðjurnar og af veiðisvæðinu, ef sú tilraun verður jákvæð, svo að bátarnir geti þá haft næði við veiðarnar, en þurfi ekki allir að transporta í land með aflann, sem stundum getur kostað þá nokkra daga bjð. Það virðist því allt mæla með þvL að greiðar landanir úr veiði- skipunum, sem þýddi mikið meiri afla, yrði góður grunnur til að leysa flutningaspursmálið sam- eiginlega. Vilji engir gera það, eins og þeir Hrólfur og Bjarni ráðleggja og allir oti sínum tota, eins og nú hefur hrokkið óvart upp úr hálsinum á þeim félögum, þá verður það þeirra siðferði sem gildir. Það yrði því öllum til góðs að finna lausn á þessu máli, vegna þess að vegalengdir einar segja ekki til um hagkvæmni í þess- um efnum. Þá minnist Hrólfur á það, að síldin hafi ekki verið flutt austur, þegar hún var fyrír norð- an. Hvers vegns var það fyrst og fremst? Af því að aðstaða var ekki hér til að taka á móti henni. Það hafði engin uppbygging farið hér fram í þá daga og bátarnir ekki þess megnugir að flytja síld- ina langar leiðir. Nú er öldin önnur. Hér er mik- il uppbygging á Austurlandi, sem hefur teygt sig frá Bakkafirði suður á Djúpavog, og sennilegt, að verksmiðja verði einnig reist á Hornafirði, sem væri hag- kvæmt fyrir veiði við Suðurland til dæmis í Skeiðargrunni og Meðallandsbugt. Það verður að greiða fyrir upp- byggingu í fjórðungnum, og heimamenn þurfa líka að muna, að verzzlunaraðstaða og öl fyr- irgreiðsla fyrir flotann þarf að batna, frá því sem nú er, og ganga greiðlega fyrir sér. Það er mikilsvert atriði fyrir alla aðila. Það eina, sem gæti verulega spillt fyrir eðlilegri þróun hér á Aust- urlandi, er hið neikvæða nöldur Hrólfs Ingólfssonar og Bjarna Þórðarsonar. Það, sem mestu skiptir um eðlilegt þróun og upp- byggingu síldariðnaðar og mögu leika á að gera móttöku síldar- innar öruggari með einum eða öðrum hætti, er algjör samstaða í þeim landsfjórðungum, sem liggja að síldarmiðunum. Hrólfur Ingólfsson lætur sér ekki nægja að hagræða stað- reyndum, um leið og hann skreytir grein sína með tölum, sem eiga að reyna að telja fólki trú um, að hann sé ekki aðeins hinn útvaldi til að ræða um síld- ariðnaðinn, heldur einnig hinn mikli talnafræðingur, sem sanni ágæti hans á því sviði sem öðru. Hann ætlar einnig að taka að sér að vera liðsforingi undir stjórn Bjarna Þórðarsonar og birtir því dagskipan sína, sem er á þessa leið orðrétt: „Gagnráð- stafanir eru auðveldar, ef sam- staða næst um þær, en þær þurfa að vera dálítið harkalegar. En hvað skal gera, þegar flotinn birtist til að taka síldina frá vinnslustöðvunum hér og flytja hana til fjarlægra staða? Það jafngildir að taka frá okkur lífs- björgina." Hér er ekki verið með neina tæpitungu. H. I. hefur tekið að sér að hafa fingurinn á gikkn- um norðan Dalatanga. Bjarni sér um hlutverkið sunnan Gerpis. Sá andL sem birtist í grein Hrólfs Ingólfssonar og Bjarna Þórðarsonar til Norðlendinga og \ estfirðinga er dæmigerður um hvers landsbyggðin má vænta, ef sjónarmið þeirra fá að ráða. Þeir hika ekki við að lýsa yfir að Norð lendingar og Vestfirðingar skuli vera nýlendur, sem þeir geti haft í hendi sinni og skuli beittir þeirra kúgunarvaldi. Þetta hyggj ast þeir gera í nafni okkar Aust- firðinga, sem mundi þýða sömu örlög fyrir okkur, ef síldin færði sig um set til Norðlendinga og einhverjir væru þá þar, sem hefðu sama hugarfar. Þeir, sem beita kúgun mega búast við þvl að verða beittir henni, ef vopnin snúast í hendi kúgarans. Ráðið til að eyða slíkum öflum hér út á landsbyggðinni er samstaða landsbyggðarinnar um málefni hennar, sem byggjast verður á því að nota framleiðslumáttinn á sjó og landi til að ná þeim á- föngum í uppbyggingu atvinnu- og menningarlífs, sem tryggja verður með skjótum aðgerðum í samgöngu- og rafmagnsmálum. Engin ráð eru betri til þess en að við, sem búum við hin feng- sælu síldarmið, reynum að vinna að skipulegum vinnubrögðum um að ná sem hagfelldustum árangri og ntýingu sildarinnar í áður- nefndum landsfjórðungum. MeS samstöðu er það hægt en ekki öðru vísi. Upphaf greinar H. I. er: Alþingi ályktar--------, síðan kemur öll greinin og niðurlags- orð á þessa leið: „Alþingi álykt- ar að' skora á ríkisstjórnina a8 hlutast til um það, að síld sú, sem 'heldur sig á Austfjörðum, flytji sig á miðin fyrir Norður- landi hið fysta og eigi síðar en 1. júlí 1965.“ Upphaf greinar- innar er vitni um það, að Hrólfur minna lesandann á, að hann kunni að forma þingályktunartil- lögu. Venja er að byrja á tillög- unum og láta síðan greinargerð fylgja. Hrólfur fer öfugt að ein* og flest það, sem í grein hans er og endar síðan með þingsálykt- unartillögu, sem hann hefur sennilega samið niðri á hafsbotnL þegar hann var að semja sína grein, sem ekki á aðeins að skape honum fylgi a landi heldur einn- ig í sjó. Hvort kjördæmið verð- ur þá fyrir valinu, Austurlands- kjördæmi eða Norðurlandskjör- dæmi. Það fer eftir því í hvoru Framh. á b)s. 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.