Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur t. júní 1965
J/ /?j/. KTl . /Zoo ',0/°
io/o
HÆÐ fyrir sunnan land og
önnur yfir Norðaustur-Græn-
landi, grunn lægð yfir Græn
landshafi.
Veðurhorfur í gærkvöldi:
Suðvesturland til Vestfjarða
og miðin: SV- og síðar S-
gola, þokusúld. Norðurland
til Austfjarða og miðin: Hæg-
viðri, sums staðar dálítil rign
ing. Suðausturland og miðin:
V-kaldi, þokusúld vestan til.
Austurdjúp: V-gola, dálítil
rigning.
Horfur á miðvikudag: V-
eða SV-átt, þokusúld Suð-
vestanlands.
Frá fundi Varðbergs. Óiafur Egilsson í ræðustól. Til vinstri við hann Asgeir Jóliannesson vaxaior-
maður Varðbergs og Björgvin Guðmundsson, umræðustjóri.
Dregur Gerhardsen
sig í hlé á þessu ári?
— Bratteli kjörinn formaður Verka-
mannaflokksins norska, en því starfi
hefur Gerhardsen gegnt í 20 dr
Á LANDSFUNDI norska
Verkamannáflokksins, sem
haldinn var nú um helgina,
baðst Einar Gerhardsen,
forsætisráðherra, og for-
maður flokksins, undan
endurkosningu. Gerhard-
sen hefur gegnt flokksfor-
mennsku í Verkamanna-
flokknum undanfarin 20
Bratteli er 55 ára. Hann er
fæddur í Nötteröy. Að lok-
inni skólagöngu fékkst hann
við ýmis storf, var m.a. hval-
veiðimaður. Þá hafði hann þeg
ar fengið áhuga á stjórnmál-
um, og lét brátt til sín taka í
samtökum ungra Verkamanna
flokksmanna. 1934 gerðist
hann ritstjóri „Folkets Frihet“
í Kirkenes, en varð síðar rit-
stjóri „Arbeiderungdommen".
= ar.
í stað hans var kjörinn
Trygve Bratteli, fyrrver-
andi fjármálaráðherra, sem
verið hefur varaformaður
Verkamannaflokksins í tvo
áratugi.
Gert er ráð fyrir, að Ein-
ar Gerhardsen hafi í
hyggju að draga sig í hlé
frá stjórnmálum, og skýrði
hann frá því að loknum
landsfundinum, að til
greina gæti komið, að hann
segði af sér embætti for-
sætisráðherra, áður en
langt um liði. Hann mun
þó áfram eiga sæti í mið-
stjórn Verkamannaflokks-
ins.
„Aftenposten" skýrir svo
frá, að kjör Brattelis nú hafi
ekki komið á óvart. Hafi Ger-
hardsen skýrt frá því í við-
tali, skömmu eftir áramótin
síðustu, að hann „teldi lík-
legt“, að Bratteli yrði kjörinn
formaður á næsta landsfundi.
Gerhardsen, forsætisráðherra.
Eftir að styrjöldin hrauzt út
varð hann að snúa sér að öðr-
um störfum, vann verka-
mannastörf í Kristiansund
1940—42, unz Þjóðverjar fang-
elsuðu hann það ár. Sat hann
í fangelsi til stríðsloka.
Gagnfræðingar frá
Akureyri í Noregi
Trygve Bratteli, varaformað-
ur Yerkamannaflokksins í 20
Bratteli var fyrst kjörinn á
þing 1950. Jafnframt tók hann
þá við nefndarstörfum á veg-
um þingsins, en í nóvember
1951 varð hann fjármálaráð-
herra. Því embætti gegndi
hann fram til ársins 1955. Síð-
an hefur hann setið á þingi.
Einar Gerhardsen, forsætis-
ráðherra, mun ekki hafa látið
uppi, hvenær hann hyggist
draga sig í hlé, en strax að
loknum landsfundinum nú
hélt hann í opinbéra heimsókn
til Sovétrikjanna.
Hann kom flugleiðis til
Moskvu á sunnudagskvöld, en
þar mun hann dveljast næstu
10 daga. Mun Gerhardsen eiga
viðræður við Aleksei Kosygin,
forsætisráðherra, og aðra
ráðamenn sovézka. — Þann
tíma, er heimsóknin stendur,
heimsækir Gerhardsen Tasj-
kent, Samarkand, Bukhara,
Krím og Leningrad.
í för með forsætisráðherr-
anum er kona hans, O. C.
Gundersen, dómsmálaráð-
herra, auk annarra sendi-
nefndarmanna,
Gert er ráð fyrir að viðræð-
ur ráðamannanna muni m.a.
fjalla um viðskiptamál. Þetta
er önnur heimsókn Gerhard-
sens til Sovétríkjanna.
Akureyri, 31. maí: —
80 gagnfræðingar frá Gagnfræðá
skólanum á Akureyri ásamt
skólastjóra og nokkrum kennur
um komu heim síðdegis í gær,
eftir velheppnaða för til Noregs,
en þar var dvalizt í nærri 4 daga.
Flogið var beint frá Álasundi til
Akureyrar á tæplega 3 Vz klst.
með norskri leiguflugvél.
Ferðalangarnir voru
heppnir með veður og tókst för
in í alla staði hið bezta. Segja
má að þeir væru bornir á hönd
um heimamanna, svo stórkost-
legar og höfðinglega voru mót-
tökurnar.
Fyrsta daginn, fimantudag, var
farið inn í Geirangursfjörð með
bílum og ferjum og á laugardag
til skólabæjarins Volda og skoð
aður þar m.a. nýjasti og glæsi-
legasti menntaskólinn í Noregi.
Á föstudag var háður knatt-
spyrnuleikur á leikvanginum á
Aksla við norska jafnaldra, sem
sigruðu með 4 mörkum gegn 2.
Um kvöldið hélt bæjarstjórn Ála
sunds öllum hópnum veizlu í
veitingahúsinu Fjelstua. Þar var
mjög skipst á gjöfum og margar ræð-
ur fluttar og svo var dansleikur
á eftir. I fagnaði þessum voru
Framhald á bls. 27
Ráðstefnu Vurð-
bergs lokið
FJÖGURRA daga ráðstefnu
Varðbergs í Borgarnesi um ís-
land og samstarf Atlantshafsríkj-
anna lauk í gær. Á sunnudag
flutti Sigurður, Bjarnason, rit-
stjóri og formaður utanríkismála
nefndar Alþingis, erindi „Um ut-
anríkisstefnu fslands og samstarf
Atlantshafsríkjanna“. Sigurður
rakti þróunina sídan íslendingar
tóku utanríkismálin í eigin hend-
ur. Um árabil hefði hlutleysi ver-
ið grundvöllur utanríkisstefnunn
ar, en í síðari heimsstyrjöldinni
og árunum eftir hana hefði komið
í ljós svo ekki varð um villzt að
hagsmunum íslenzku þjóðarinnar
yrði ekki borgið á annan hátt en
með nánu samstarfi við önnur
vestræn ríki.
Þá var rætt um hlutverk után-
ríkisþjónustunnar. Þeim umræð-
um stýrði Björgvin Vilmundar-
son, aðstoðarbankastjóri, en við-
staddur var Agnar Kl. Jónsson,
ráðuneytisstjóri, sem gaf mjög
fróðlegar upplýsingar. Um kvöld
ið heimsóttu þátttakendur Ás-
geir Pétursson, sýslumann, og
konu hans.
Biluð læsing ?
í FYRRAKVÖLD var stolið bif-
reið í Skálagerði í Reykjavík og
fannst bíllinn í Hafnarfirði. Rétt
áður sást til tveggja manna, sem
fóru um Stóragerði og lögðust
þar á alla bíla og reyndu að kom
ast í þá. Ef bíleigendur á þessum
slóðum hafa orðið varir við bil-
aðar læsingar á bílum sínum, eru
þeir beðnir um að haaf samband
við lögregluna ‘ í Hafnarfirði.
Mánudagurinn var helgaður
efnahagsmálum og málefnura
þróunarríkjanna. Flutti Helgi
Bergs forstjóri og alþingLsmaður,
erindi um „Kfnahag.sþróunina i
Atlantshafsríkjunum Ög aðstöðu
íslands". Gerði hann ítarlega
grein fyrir ástandi í efnahags- og
viðskiptamálum sl. ára og þeim
kostum, sem íslendingar ættii
völ á. I hringborðsumræðum var
síðan rætt um viðskiptahagsmuni
íslands, nú og í næstu framtíð,
m.a. afstöðuna til þeirra efna-
hagsheilda, sem þróazt hafa á
undanförnum árum, markaðs-
rannsóknir og fleira. — Ólafur
Björnsson, prófessor, flutti þvl
næst erindi um „Þróunarlöndin
og Atlantshafsrikin". Hann ræddi
um þá skilgreiningu sem skæri
úr um það hvort telja bæri ríki
til þróunarlanda eða þróað land,
vék að afstöðu Atlantshafsríkj-
anna til margvíslegrar hjálpar-
starfsemi við þróunarlöndin og
gerði sérstakleg'a að umtalsefni
möguleika fslendinga til þátttöku
í slíkum aðgerðum. í umræðum
að ræðu hans lokinni kom fram
mikill áhugi á að íslendingar
legðu nokkuð af mörkum til að
bæta úr því bága ástandi, serú
enn ríkir víða um héifn. Umræð-
um um bæði frafnangreind máþ-.
efni stýrði Tómas Karlsson, rit-
stjórnarfulltrúi. Síðdegis í gær
héldu þátttakendur síðan til
Reykjavíkur og var ráðstefnunni
slitið af Herði Einarssyni, for-
manni Varðbergs, í móttöku hjá
Guðmundi í. Guðmundssyni, ut-
anríkisráðherra. Við það tækifæri
flutti ráðherrann einnig ávarp og
fagnaði þeim vaxandi skilmngi á
utanríkis- og alþjóðamálum, sem
m.a. hefði leitt af starfsemi Varð-
bergs á síðustu árum.
Fulltrúar á Varðbergsfundi: Helgi Gu'ðmundsson, Sverrir Haukur
Gunnlaugsson, Ásgeir Thoroddsen, Þórarinn Sveinsson, Friórik
Sofusson, Páll Bragi Kristjánsson.