Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17 Enn um síldveiðar MARGT er enn rætt og ritað um síldveiðarnar eystra, enda ekki að ástæðulausu, því að mikið er í húíL Ekki má þó allt kafna í bollaleggingum, þær stoða lítið einar saman. Eins og eðlilegt er þá vilja allar síldarverksmiðjur og sölt- nnarstöðvar, hvar sem er á land- iinu, klófesta hráefni af Aust- fjarðamiðum og sterkur áróður rekinn fyrir slíkum síldarflutn- ingum og varla að annað komist að í dagblöðunum. T.d. segir „Morgunblaðið“ hinn 17. des. sl. frá aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna: »LÍÚ vill aukna Bíldarflutninga með tankskip- um“. Fyrri hluti þeirrar sam- þykktar frá aðalfundi LÍÚ, sem blaðið vitnar til, er þó um all^ annað, en þar segir orðrétt: „Fundurinn bendir á, að verk- emiðjukostur á Austurlandi og Norðausturlandi sé ónógur í hlut falli við þann flota, sem nú stundar sumarsíldveiðar. Telur J>ví funduriinn að auka þurfi afköst verksmiðjanna á Aust- urlandi og Norðausturlandi, auka þróarrými og byggja nýjar verksmiðjur eða flytja til síldar- verksmiðjuvélar milli lands- hluta“ o.s.frv. Síðan kemur svo áskorun um aukna flutninga. Hinn 16. jan. endurprentar sama blað glefsur úr áramótagrein Sig- urðar Bjarnasonar alþm. í blað- inu Vesturlandi á ísafirði. Þar seg ir m.a.: „Ekkert vit er í því að kasta hundruðum milljóna króna í nýja fjárfestingu til byggingar auknum verksmiðjukosti á Aust- fjörðum, meðan nægur kostur verksmiðja er fyrir hendi á Norð urlandi, hér á Vestfjörðum og á Suður- og Suðvesturlandi'* og áfram: „Engum heilvita manni kemur heldur til hugar, að síld- argöngurnar muni um allan ald- ur fyrst og fremst eða eingöngu beinast að Austfjörðum. í marga áratugi kom sumarsíldin fyrst upp að Vestfjörðum og vestan- verðu Norðurlandi og færði sig síðan austur með landinu**. Þessi tvö dæmi skýrt sig sjálf. Það eru sem sé öll meðul notuð í baráttunni. En hvað gengur þeim til framámönnum í Norð- ur- og Vesturlandskjördæmum að vinna gegn uppbyggingu at- vinnulífs hér fyrir austan? Væri ekki frekar von um árangur, ef þeir einbeittu sér að málefnum sinna eigin byggðarlaga, s.s. síld- arflutningum? Og mikið er það lauglundargeð þingmanna Aust- u rl a ndsk j ördæm is. Samþykktin frá aðalfundi LÍÚ var hárrétt. Það þarf að gera margar ráðstafanir til að mæta veiðimöguleikum síldveiðiflot- ans og mun síðar nánar að vik- ið. — í Morgunblaðinu hinn 13. febrú- ar er svo grein eftir Svein Bene- diktsson „Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi**, fróðleg yfirlitsgrein um veiðiskapinn sl. ár og ýmislegt honum viðkom- andi. Síðasti kafilnn heitir: Aukin afköst og geymslur og auknir flutningar. Þar segir orð- rétt: „í sumar kom það enn einu sinni greinilega í ljós, hve mjög skortir á það, að afköst og þróar- rými verksmiðjanna á Austfjörð- um og Raufarhöfn svari til hinn- ar stórauknu aflagetu síldveiði- flotans. Sést það bezt á því, að annars vegar námu afköst verksmiðj- anna á Austfjörðum og Raufar- höfn sl. sumar aðeins um 26.000 málum á sólarhring og þróarrými þeirra samtals aðeins um 170.000 málum, en hins vegar nam burð- armagn síldveiðiflotans I einni veiðiferð samtals um 300.000 mál um bræðslusíldar**. Þá skýrir Sveinn frá þvf, að Btjórn S.R. hafi farið fram á heim Ðd sjávarútvegsmálaráðherra til •ð auka afköst. þróarrými og af- urðageymslur í fyrrnefndum stöð um, í allt upp á 95 milljónir, en aðeins fengið leyfi ráðherra fyr- ir framkvæmdum á Seyðisfirði og Reyðarfirði, er kosta muni 55 millj., en þó nokkur óvissa enn um fé til framkvæmdanna. Og enn segir Sveinn: „Ég tel, að til þess að tryggja sem bezta afgreiðslu síldveiðiflotans á sum- aróvertíðinni norðanlands og austan þá verði að fylgjast að aukning á afköstum verksmiðj- anna á Austfjörðum og Raufar- höfn, aukið þróarrými, auknar geymslur fyrir afurðir og auknir flutningar á síldinni. Sumir hafa haldið því fram, að auknir flutningar síldarinnar með tankskipum myndu leysa afgreiðsluerfiðleika síldveiðiflot- ans til fulls. Ég tel þetta ekki líklegt." — Og ekki verður annað sagt, en að hér tali maður, sem hefur ná- in kynni og þekkingu á því, sem um er rætt. Skoðanir Sveins Benediktsson- ar og aðalfundur LÍÚ fara hér saman. Ljóst er, hvað síldveiði- flotinn getur aflað, ef möguleik- ar á losun eru fyrir hendi, en frekari rök fyrir málstaðnum eru ekki fram borin. Byggja þgssir aðilar sókn sína virkilega áí§il- viljunum? Sveinn og LÍÚ leggja höfuðáherzlu á það að „tryggja sem bezta afgreiðslu síldveiði- flotans" með sem flestum ráð- stöfunum og gera sér ljóst, að von er um afla. Vísindi hafa lítt sem ekkert verið dregin inní umræður og skrif um þéssi mál. Alþm. Björn Jónsson, sem ásamt öðrum flytur nú frumvarp um síldarflutninga, lætur sér nægja í greinargerð að geta þess, að varla muni nú nokk ur visindamaður, sem muni vilja fullyrða og varla bera fram sem tilgátu, að miðin (aðalsíldveiði- svæðið) verði „um langt skeið staðbundin þar eystra". Björn og Sigurður Bjarnason nálgast það að vera samdóma um síldargöng- urnar, en hvorugur vitnar til vís- indamanna né leggur fram álit þeirra, máli sínu til stuðnings. Tilraunir þingmanna til að bjarga við atvinnumálum heilla landsfjórðunga eru sannarlega virðingarverðar. En þegar þeir í leiðinni kasta rýrð á aðra lands- fjórðunga og vilja leggja hömlur á nauðsynlega uppbyggingu þar jafnvel mðð falsrökum, þá er ó- þarflega langt gengið. Dáist ég enn að langlund og lítillæti þeirra austanþingmanna. En þingmenn hafa raunar oft áður haft til úr- lausnar ýmis vandamál varðandi síldveiðar. Frumvarps um síldar- bræðslustöðvar er getið í Alþing- istíðindum 1928. Það þing var þá kallað „síldarþing" og hafði til umræðu ein 7 frumvörp um þau mál. Svo var að sjá sem fjármála ráðherra þess tíma, Magnús Kristjánsson, hafi verið bjartsýn- ismaður. Það var rætt um bygg- ingu nýrrar síldarverksmiðju hér á landi, þær eldri væru í eigu útlendinga. Hann segir: „En við, sem höfum haft öll skilyrði betri en þeir, höfum ekki treyst okk- ur til að keppa við pá að nokkru leyti, heldur má því tvímæla- laust segja, að þeir hafi haft leyfi til þess að vera einir um það, að ausa af þessari óþrjótandi auðs- uppsprettu vorri, ég leyfi mér að segja óþrjótandL því að það væri hún, ef hún væri réttilega notuð“. En þáverandi dómsmálaráð- herra Jónas frá Hriflu virðist ekki hafa verið sammála. Hann segir: „Sú stjórn, sem elskar síldarútvegsmenn meira en þjóð- ina er viss með að glopra verk- smiðjunni úr höndum sér---------. Hvaða vit er í því, að landið taki 1 millj. kr. lán til að byggja bræðslustöð----------. Á þingi 1926 er rætt um síld- arsölu. Pétur Ottesen segir: „en hitt sagði ég, að mér litist svo á þessa atvinnugrein, að enginn skaði hefði verið fyrir þjóðina, þótt hún hefði aldrei verið rak- in“ (þ.e. síldarútgerðin). Og á þingi 1921 er rætt um út- flutningsgjöld af síld og þá segir þáverandi fjármálaráðherra, Magnús Guðmundsson: „Síldveið arnar eru verstu keppinautar bænda. Þeir kvarta um vöntun á vinnukrafti um sláttinn, hver getur reiknað út það böl, sem af því getur leitt og hefur leitt?“ .. Menn sjá, að það er *%kki hollur atvinnuvegur fyrir þetta land“. En Jón Auðunn Jónsson er ekki á sama máli og segir, að margir Vesiífirðingar séu farnir að stunda síldveiðar: „og sá atvinnuvegur mun verða okkur til blessunar í framtíðinni....“ (Matt. Þórðar.: Síldars. ísl.). Þetta er lítið 'og sundurlaust sýnishorn þess, sem þeirra tíma þingmönnum gat dottið í hug, en þeir höfðu ekki það að styðja sig við í dómum sínum og um- sögnum sem þingmenn 1965. „Auðsuppsprettan", sem Magn- ús" Kristjánsson nefndi svo 1926 er það, sem við í dag köllum síldarstofna og þá fyrst og fremst norsk-íslenzki síldarstofninn, sem margar þjóðir keppast við að ausa af, sem kunnugt er. Nú síð- ustu áratugi hafa fiskifræðingar orðið margs vísari um síldar- göngur þessar. Bjarni Sæmunds- son getur þess 1926, að síldar hafi orðið vart á miðju hafi milli Fær- eyja og íslands, svo að verið getþ, að hún fari alla leið milli þess- ara landa. En 30 árum síðar slær Árni Friðriksson því föstu, að síldin gangi milli fslands og Nor- egs, og að sá stofn sé uppistaðan í sumarsíldveiðum hér við land (Bjarni Sæmundsson: Fiskarnir, II. útg.) Þá strax teiknar Árni „rauða torgið“ ca. 100 þús. ferkm. nýtt veiðisvæði austur af land- inu og nefriir ekki, að hér sé um neitt stundarfyrirbrigði að ræða. En það var fyrst á sl. árþ að okkar skip hófu að sækja á þann sjó, — voru þó aðeins tiltölulega fá skip, þrátt fyrir áeggjan Jak- obs Jakobssonar, fiskifræðings. £5ú reynsla, sem fengin er mun þó trúlega verða til þess, að hart nær 300 íslenzk veiðiskip stundi nær óslitið síldveiðar frá maí- lokum og fram í febrúar. Veiði- geta þessa flota er geysileg, sem vonandi mun koma berlega í ljós næsta veiðitímabil, Og vegna þess, a.ð síldarstofninn, sem á er s.ótt fer nú stöðugt vaxandi þá er sjálfsagt að gera sem flestar ráðstafanir til að nýta þessa miklu möguleika. Að auka síld- arsöltun, frystingu og aðra hag- nýtingu til manneldis eins og kostur er, að stórauka afköst síld arverksmiðja og að skipuleggja síldarflutninga eru allt sjálfsagð- ir hlutir, sem menn ættu að geta sameinazt um. Smáskammtalækn ingar eins og þúsund mála verk- smiðja á Djúpavogi og nokkur flutningaskip á við Þyril, leysa engan vanda, nema sárafárra byggðarlaga, en bera glöggt ivtni um vesaldóm okkar og kotbú- skap. Tvær til þrjár tíu þúsund mála verksmiðjur sunnan Langa- ness hefðu þó gert gagn þeim flota, sem á næstu árum er fær um að skila í land 10—15 milljón- um tunna árlega. Það er lítið vit í að byggja upp síldariðnað, þeg- ar síldarstofninn er þverrandþ en það er enn minna vit í að gera það ekkþ þegar stofninn er á leið up úr öldudalnum. Ástand og stærð síldarstofnsins er þunga miðja málsins og því hefi ég ósk- að eftir umsögn stjórnanda síld- arrannsókna Atvinnudeildar Há- skólans, Fiskideildar, Jakobs Jakobssonar. Því ekki að spyrj* vísindamenn, þegar mikið er | húfi: Þar sem varla er nema manns- aldur, síðan farið var að veiða síld hér við land er eðlilegt, aS minna sé vitað um síldargöngur hér en meðal hinna rógrónu síld- veiðiþjóða. Hins vegar er t.d. ná- kvæmar upplýsingar að fá um síldveiði í Bohuslán í Svíþjóð 1 meira. en þúsund ár. Þar hafa skipzt á veiði- og veiðileysis- tímabiþ en 111 ár hafa liðið milli hámarksaflaára. (Bjarni Sæm- undsson: Fiskarnir). Og svipaða sögu hafa Norðmenn að segja (Olav Aasen og Birger Rasmus- sen í Havet og váre fisker, Bind II). En fram til þessa hafa hug- myndir um síldargöngur hér við land verið að mestu byggðar á getgátum og fyrst 1944 (Árni Friðriksson: Norðurlandssíldin) að greinargóðar skýrslur eru lagðar fram, er styðjast við þekk ingu og rannsóknir. En nú mun öllúm fiskifræðinguín nokkurn veginn bera saman um, hvernig göngum norsk-íslenzka síldar- stofnsins er háttað og að heim- kynni hans séu í hafinu austur af íslandi og má þar vitna í flest þau heimildarrit, sem getið hefir verið hér að framan, — og hefði þótt í öðrum landshlutum hald- góð rök til að réttlæta uppbygg- ingu síldariðnaðar. f áróðri gegn fjárfestingu í síldariðnaði á Aust fjörðum vilja menn gjarnan láta líta svo út, sem síldargöngur fyrir austan séu „tízkufyrir- brigði“, en ættu þó að vita bet- ur. Gott ef ekki er að renna upp tímabil síldveiði á fjörðum inni sumar og vetur. Seinni helming 19. aldar voru sko firðirnir full- ir af síld allan ársins hring — eða líkt og í Bohuslán. En sleppum nú því. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur ritar í 4. tbl. Ægis þ. á. um » Framh. á bls. 21 Stærð norsk-íslenzku síldarstofnanna UNÖIRRITUÐUM hefur borizt beiðni frá oddvita Eskifjarðar- hrepps um greinargerð varðandi stærð norsk-íslenzku síldarstofn- anna, og fer hún hér á eftir. Á undanförnum þremur árum hefur hlutur norska síldarstofns- ins farið ört vaxandi í síld-veið- unum norðanlands og austan eins og sýnt er á töflu 1. Búizt er við framhaldi á þessari þróun a.m.k. næstu tvö árin, þannig að norska síldin ætti að verða um 90% aflans á árunum 1965 og 1966. Undanfarin ár hefur mikið kapp verið á það lagþ að komast að sem nákvæmustum niðurstöð um um stærð norska síldarstofns ins. Á tímabilinu 1953—1959 reyndist árangurinn af íslenzku síldarmerkingunum haldbeztur, en árin 1960—1963 varð vetrar- síldveiðin við Noreg svo óveru- leg, að ekki fengust nægilegar endurheimtur til að halda áfram stofnstærðarútreikningum með þessa'ri aðferð. Hin síðari ár hef ur því verið stuðst við stofn- ákvarðanir sovézkra vísinda- manna, sem framkvæmdar hafa verið á vetursetustöðvum norsku síldarinnar út af Austfjörðum. Við ákvarðanir sínar nota Sov- étmenn bæði neðansjávarljós- myndun og mjög víðtækar mæl ingar með fiskileitartækjum. Niðurstöður þessara stofnákvarð ana eru sýndar á töflu 2. Þar sézt að á árunum 1953—1966 er stofn inn talinn vera um 12,0—13,9 millj. smálestir. Á árunum 1957 til 1962 minnkar hann úr 9,4 millj. í 2,8, en eykst upp I 3,2 millj. smál. 1963 og ixm síðustu áramót er hann kominn í um 5—5,5 millj. smál. Þekking okk- ar á hinum uppvaxandi árgöng- um benda tiþ að stofninn muni enn vaxa á næstu tveimur árum eða fram ti 11967. Ekki er þó bú- izt við, að hann nái sama há- marki og hann náði á árunum 1953—1956, en gera má þó ráð fyrir, að hann verði allt að 6,5 millj. smálestir á næstu tveim- ur árum. Eftir það mun stofn inum hnigna aftur, þar eð árgang arnir frá 1962—1964 eru taldir mjög lélegir. Þessarar hnignunar mun þó einkum gæta, ef enn fleiri lélegir árgangar klekjast á næstu árum, en það er að sjálf- sögðu allt í óvissu og gæti eins vel farið svo, að nýir og sterkir árgangar kæmust svo tímanlega í gagnið, að ekki yrði slík lægð í • stofninum, sem raun varð á á árunum 1960—1963. Á undanförn um 5 árum hefur heildarveiði norskrar síldar (þ.e. Norðmanna, Rússa og íslendinga) numið um 25% af stofnstærðinni. Ef reikn- að er með óbreyttri sókn má þannig búast við að heildarveið- in verði á árinu 1965 um 1,25 millj. smál., en aukist í allt að 1,8 millj. smál. 1966—1967. Á sl. ári nam veiði íslendinga af norskri síld um 370 þús. smál. eða um 1/3 heildarveiðinnar af þessum stofni og verði aðstæður á síldarmiðunum ekki óhagstæð- ar í sumar og í haust ætti að vera unnt að auka þetta magn verulega í samræmi við aukna stærð síldarstofnsins og meiri þátttöku í haust- og vetrarsíld- veiðunum á vetursetustöðvum síldarinnar út af Austurlandi. Hinu má svo ekki gleyma, að síldaraflinn er oft í harla litlu samræmi við stofnstærðina, þar eða torfumyndun og hegðun síld arinnar getur oft haft úrslitaá- hrif á gang veiðanna. Þess skal hér getið, að Rússar gera t.d. ráð fyrir að veiða allt að 450 þús. smál. á árinu 1965 og er það veruleg aukning frá áætlun þeirra fyrir árið 1964. Énn hefur ekki verið unnt að fá eins nákvæma mynd af stærð islenzku síldarstofnanna og þeim norska, en athuganir okkar benda til að þeir muni ekki verða mik- ið yfir 10% sumaraflans við Norður- og Austurland á næstu tveimur árum. Engir verulega sterkir árgangar hafa bætzfí ís- lenzku síldarstofnana nú um nokkurt skeið og er breytinga á styrkleika þeirra ekki að vænta fyrr en svo verður. Að lokum skal það endurtekið^ að þær áætlanir, sem gerðaur hafa verið á þróun norska síldar- stofnsins á næstu árum, eru mið aðar við álíka sókn í stofninn og verið hefur á undanförnum árum. Reykjavík, 26. aprfl 1965. Jakob Jakobsson. TAFLA I Ár íslenzk síld 1962 1963. 1964 53% 29% 13% Norsk síld 47% 71% 87% TAFLA n ^Stærð norska síldarstofnsins 1 milljónum smálesta. Skv. sovézkum mælingum 1 Ár Skv. ísl. síldarmerkingum desember út af 1953 12,5 1954 12,2 1955 13,9 1956 12,0 1957 9,4 1958 6,6 6,1 1959 1960 5,0 1961 2,5 1962 2,8 1963 3,3 1964 5—5,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.