Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID Þriðjudagut 1. júní 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ — Ég hef á tilfinningunni að málarann langi í kaffL yerður það um seinan hjá sum um þeirra. Jafnvel styrjöld get ur ekki breytt því til batnaðar. Mennimir venjast af því að vinna og svo fara þeir loks leið ar sinnar o” finna sér nýjar kon ur. Yngri konur. Og hvað verður svo úr þessu? Hún hafði eitt dæmið fyrir sér. Bub, sem var svo hraustur og vel vaxinn og með svo fallegar tennur . . . hann lendir í óknytta skóla, af því að mamma hans þarf að vinna. Haltu áfram! rak hún á eftir sjálfri sér. Hugsaðu hugsunina til enda. Litlu Henry Chandl- erarnir fara í háskóla og hinir eins og Bub Johnson útskrifast til Sing Sing. *Og þú ýttir undir þetta sjálf með því að vera alltaf að tala um peninga. Og þú sóttist eftir þeim, af því að þú vildir sleppa burt úr strætinu, en fyrst fórstu að sækjast eftir þeim af því að þú heyrðir Chandlerfólkið vera að tala um þá. En þú gleymdir bara einu. Þú gleymdir því, að þú varst svört og þú vanmatst strætið hérna. Og þér datt aldrei í hug, að Bub mundi fá sama viðbjóð og þú á þröngu, dimmu herbergjunum. En auðvitað áttirðu ekki kost á neinum öðrum bústað. Hún barði hnefunum í vegg- inn í æði, en svo hallaði hú« sér aftur að veggnum og fór að gráta. Það var eins og grátur hennar fyllti allan ganginn. Þunnu veggirnir bergmáluðu grát hennar, bæði á hæðinni fyr ir ofan og neðan. Fólk, sem var að koma úr vinn unni, heyrði til hennar, strax þegar það kom inn úr dyrunum. Fótatak þess hægði á sér og stöðv aðist loks alveg, því að það vildi ógjarna verða vitni að þessari sorg. En þegar það kom upp á fjórðu hæð og sá hana raunveru- lega, fylltist það skelfingu, því að hún barði hnefunum í vegg- inn. Gráthljóðið fékk það til að grípa andann á lofti. Hún hélt á hvíta, brakandi pappírsblað- aanHBNBHHHMwn 52 inu í hendinni . . . Og fólkið sá strax, hverskyns var því að vand ræði við réttvísina voru í svona blaði fólgin. Það hafði séð sams konar blöð áður. Fólkið leit undan þegar það sá hana og reyndi að komast svo langt burt, að það heyrði ekki til hennar. Það flýtti sér að loka dyrunum á íbúðunum sínum, en gráturinn barst gegn um þunna veggina og elti það inn um harð læstar dyrnar. Um allt húsið glumdi útvarpið af fullum krafti, til þess að drekkja þessu vel þekkta, en ó- þolandi hljóði En það heyrðist jafnvel gegn um útvarpsglamrið, og fólkið fór að gráta með henni, þegar það heyrði til hennar. Og enn var hert á útvarpinu og loks var einn samfelldur glym- ur um allt húsið. Þegar Lutie loksins hætti að gráta, voru augu hennar rauð og bólgin og aum viðkomu. Hún fór frá veggnum. Hún varð a'ð ná sér 1 lögfræðing. Hann mundi geta sagt henni, hvað gera skyldi. Það var einn við Sjöundutröð, rétt við hornið. Hún hafði séð skiltið hans þar. Lögfræðingurinn var að lesa í blaði þegar Lutie kom inn til hans. Hann starði á hana, eins og til þess að reikna út, hve mikið hann gæti sett upp við hana, og reyndi að geta sér til um erind ið. Líklega hjónaskilnaður, hélt hann. Laglegar konur þurftu allt af að fá skilnað. Honum gramdist þegar hann komst að því, að hann hafði get- ið sér skakkt til. . Hann hlust- aði á hana með eftirtekt, en all- an tímann var hann að reikna út, hve mikið hún mundi geta borgað. Hún var svo vel vaxin, að það var bágt gð segja, hvort fötin hennar voru vönduð eða ódýr. Og eftir því, sem hún kom lengra máii sínu varð hann hissa á, að hún skyldi ekki vita, að hún þarfnaðist ekki lögfræð- ings við svona mál. Hann hélt áfram að krota eitthvað á blað. m — Haldið þér, að þér getið gert nokkuð fyrir hann? spurði hún. — Já, áreiðanlega. . . Hann hélt áfram að krota. . . . „Það ætti að verða auðvelt. Ég skal leggja alla áherzlun á það, að þér vinnið úti allan daginn og barnið verði að vera einsamalt. Drengurinn er bara átta ára. O'f ungur til að hafa siðferðiskennd. Og svo er auðvitað þessi gata. . . — Hvað eigið þér við? Hvaða gata? — Hvaða gata sem er- Hann veifaði hendi út að glugganum, eins og til að benda á allt hverf- ið. — Allsstaðar þar sem eru fá- tækrahveríi og óhreinindi, þar eru líka glæpir. Svo að ef dóm- arinn ec miskunsamur, þá slepp- ur drengurinn. Fær kannski bið- dóm og verður falinn yður á hendur til umsjár. Það kom ofur lítill vonarsvipur á andlitið á henni. — Mín þóknun verður tvö hundruð dalir. Hann sá hræðsluna og vonleysið hrekja burt vonarsvipinn, og flýtti sér að bæta við: — Ég er hér um bil viss um, að ég get fengið hann sýknaðan! — Hvenær þurfið þér að fá greiðsluna? — Innan þriggja daga í síð- asta lagi. Hann fylgdi henni til dyra, og horfði svo á eftir henni eftir götunna. — Því í andskotanum veit hún ekki, að hún þarf alls ekki á neinum lögfræðing að halda? Hann yppti öxlum. Þetta var eins og að tína tvö hundruð, dali upp á götunni! — Og það er engin ástæða til að láta þá liggja, sagði hann upphátt. Hann tók upp blaðið, sem hann hafði krotað á, setti það í umslag, sem hann stakk síðan í vasa sinn, og hélt svo áfram að lesa í blaðinu. 17. kafli. — Tvö hundruð dalir! Tvö hundruð dalir! Lutie endurtók orðin aftur og aftur í hálfum hljóðum, þegar hún var komin út frá lögfræðingnum. Ef þetta væri í dollaraseðlum, mundi það verða stóreflis hrúga af grænum pappír, ef því væri hlaðið upp. Slíkur bunki mundi nægja fyrir hjónaskilnaði, rúm- um með góðum fjöðrum í og dýnum, hlýjum vetrarkápum og skóm, sem ekki væru samstund- is útslitnir. Fyrir það væri hægt að senda krakka í sumarbúðir í tvö sumur. Og nú þurfti hún að ná í svona hrúgu, til þess að bjarga Bub frá vandræða- dreng j askólanum. Hún hafði aldrei þekkt neinn, sem átti svona mikla peninga í einu. Þeir sem hún þekkti áttu aldrei nema rétt fyrir fæði og húsnæði, skófatnaði og strætis- vagnafari en það komst aldrei upp í tvö hundruð dali í einu, handbæra. Ekki mundi pabbi eiga það til. Hans eina eign var íbúð full af blásnauðum leigjendum, lé- legum húsgögnum og þefinum af heimabruggi, en heimabruggið gaf stundum af sér nokkra velkta dollaraseðla, en það nam aldrei svona hrúgu af pening- um. Hann gat ekki einu sinni vísað henni á þá neins staðar, ef hún færi til hans. Og heldur ekki Lil. Aldrei hafði hún séð svona mikið fé samankomið á einn stað, og þurfti þess heldur ekki, því að smáskildingar fyrir einum bjór var allt, sem hún þurfti og hún hafði alltaf getað fundið ein- hvern karlmann einsog pabba, til að skjóta yfir hana skjóls- húsi yfir nóttina og útvega henni of þrönga innikjóla. Hún gekk þangað sem tvær götur komu saman við þá þriðju, svo að úr varð einskonar þrí- hyrningur, sem var þéttsettur bekkjum. Hún settist niður á einn bekkinn og horfði á dag- blaðadruslurnar, sem fuku fyrir vindinum. Moldin undir bekkj- unum var harðtroðin, svo að blöðin skoppuðu yfir hana og vöfðust um trjástofnana eða flæktust í lappirnar á bekkjun- um. Stór kona stikaði framhjá með hund í bandi. Tvö börn börðu í bumbuna á sorpíláti með spýtu. Að öðru leyti var þarna allt autt og tómt. Hún bretti upp kápukragann gegn kuldanum. Jafnvel þótt kalt væri, átti hún betra með að hugsa hér inni. Hún vissi ekki af Tieinu, sem hún gæti fengið tvö hundruð dali fyrir. Skransali kynni að bjóða henni tíu dali fyrir allt sem hún átti inni hjá sér af húsmunum. En hún ætti nú samt að prófa það til hlítar. Hinumegin við hornið voru svona búðir. Hún gat að minnsta kosti kynnt sér verðlag- ið þar. Hún hugsaði til stúlknanna, sem unnu með henni í skrifstof- unni. Hún þekkti enga þeirra verulega vel. Hún hafði bein- línis engan tíma til að kynnast þeim, af því að hún þaut alltaf beint heim úr vinnunni og mat- arhléið var ekki nema þrír stundarfjórðungar. Hún hafði alltaf með sér brauðsnfið til há- degisverðar, og þegar gott var veður, át hún hana úti á bekk í garðinum, en annars inni í hvíldarstofunni, þar sem hún heyrði ekki nema slitur af sam- talinu, sem fram fór. Engar þeirra mundu eiga tvö hundruð dali, jafnvel þó að hún þekkti þær nógu vel til að biðja þær. Þegar búið var að taka af þeim skattana og stríðslánið, var ekki mikið eftir að fara með heim. Flestar þeirra seldu lán- skírteinin eins fljótt og þær gátu, alveg eins og hún, enda var það eina ráðið til að hjara á kaupinu, sem þær höfðu. Af glefsum af samtali þeirra, sem hún hafði heyrt, hafði hún ráðið, að flestar þeirra áttu menn og börn eða þá lasburða foreldra, eða systkini, svo að ein og ein bíóferð var það eina, sem þær gátu leyfti sér af skemmt- anatagi. Maður ætti að geta notið lífs- ins eitthvað meir en svona, hugs aði hún með gremju. Kannski var ekki hollt fyrir fólk að eiga heima í svona stórborg eins og New York, af því að þar þurfti að vinna seint og snemma til þess að hafa í sig og á, og allar frístundirnar fóru svo í heimil- störf, og aldrei var nokkur aur afgangs. Þetta var að minnsta kosti ekki hollt fyrir börn. Hefði hún fengið þessa at- vinnu við að syngja í Casino, hefði aldrei svona farið. Og nú varð henni hugsað til Boots Smith, í fyrsta skipti vikum sam an. Hann mundi eiga þessa pen- ingaupphæð, eða að minnsta kosti geta náð í hana. Hún stóð upp af bekknum, en settist nið- ur aftur. Bún hafði enga ástæðu til að halda, að hann mundi lána henni peningana, bara af því að hún þarfnaðist þeirra. . Það mundi taka langan tíma að end- urgreiða upphæðina og hún var nú heldur ekki svo góður skuld- arstaður. Hálfreið komst hún að þeirri niðurstöðUp að hann mundi lána henni peningana, af því að hún skyldi neyða hann til þess. Það var alveg sama þó að hún hefði ekki séð hann né heyrt síðan um kvöldið, þegar hann sagði henni, að hún fengi ekkert fyrir að syngja. En það var nú sama. Hann skyldi lána henni þessa peninga, af því að það var eina ráðið til að bjarga Bub, og svo var hann eini maðurinn, sem hún þekkti og gat ráðið yfir tvö hundruð dölum í einu lagi. Hún fór inn í næstu tóbaks- búð, fletti símaskránni, hálf- hrædd um, að hann kynni engan síma hafa, eða þá væri með leyninúmer. Þarna kom það. Hann átti heima í Edgecombe- götu. Hún lagði heimilisfangið á minnið, einráðin í að fara til hans í kvöld, af því að hún vildi ekki segja honum erindið gegn um símann. Það var betra að hitta hann og ef hann ætlaði ekki að verða við bón hennar, ætlaði hún að leggja því fastar að honum. Hún valdi númerið, en enginn svaraði. Það var ekkert nema áframhaldandi hringing. Hann hlaut að vera heima. Hún vildi ekki gefast upp. Síminn hélt áfram að hringja og hringja. — Já, svaraði loks einhver rödd, og það kom svo á hana, að hún gat fyrst engu orði upp komið. — Já, endurtók röddin. — Þetta er Lutie Johnson, sagði hún. — Hver? svaraði hann eins og hann kannaðist ekki við hana. — Lutie Johnson, endurtók hún. Og nú lifnaði röddin í hon- um við. Halló, litla mín. Hvar hefurðu verið allan þennan tíma? Hann skildi ekki það,' sem hún sagði, svo að hún varð að byrja aftur á byrjuninni og tala svo hægt, að það líktist mest tal- plötu, sem er að stanza. Hún Rautarhöín UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í Iausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.