Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐID
Þriðjudagur 1. júní 1965
Sjómanna-
dagurinn
i SJ6MANNADAGURINN v a r
1 haldinn hátíðlegur um land allt
i í fyrradag. 1 Reykjavík voru há-
: tíðarhöldin hin fjölbreyttustu og
• hófust þau með hátíðarmessu í
’ Laugarásbíó en prestur var séra
Grímur Grímsson.
I Því næst var hátíðardagskrá á
i Austurvelli og hófst hún kl. 13.30.
i Fyrst lék Lúðrasveit Reykjavík-
ur aettjarðar- og sjómannalög og
xnyndaðar voru fánaborgir með
1. íslenzkum fánum og fánum sjó-
mannafélaganna. Þá fór fram
I minningarathöfn um drukknaða
sjómenn og minntist þeirra séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup og
Guðmundur Jónsson söng. Siðan
voru flutt ávörp og talaði fyrstur
Guðmundur 1. Guðmundsson ut-
anríkisráðherra. Hann kvað sjó-
mennina geta haldið sjómanna-
daginn hátíðlegan með góðri sam
vizku, því þeir hefðu nú sem svo
oft áður fært þjóðinni björg í bú
og stæði þjóðin í mikilli þakk-
arskuld við þá. Því næst drap
harin á, hve saga íslenzku þjóð-
arinnar væri nátengd hafinu og
þeim er störfuðu við það og
kvað tilveru þjóðarinnar byggj-
ast á hafinu og því sem þar færi
fram. Þá minntist ráðherrann á
hinar þýðingarmiklu got- og upp-
éldisstöðvar sem væru í kring-
um landið, sagði að þessar upp-
eldisstöðvar yrði að vernda frá
#
BRIDGE
□------------------------□
ÞAÐ hefur vakið mikla athygli
erlendis, að ísland sendir ekki
sveitir til keppni í Evrópumót-
inu sem fram fer í Belgíu. Marg-
ir, sem skrifa um brigde í tíma-
rit og dagblöð hafa vakið athygli
á þessu og finnst það einkenni-
legt. Segja má að þeir hafi mikið
til síns máls, það er harla ein-
kennileg ákvörðun hjá Bridge-
sambandi íslands, að senda ekki
sveit að minnsta kosti til keppni
í opna flokkhum.
19 sveitir munu keppa í O'pna
flokknum og 16 eða 17 sveitir í
kvennaflokki. Undirbúningur er
í fullum gangi og er reiknað
með mörgúm áhorfendum.
Lokið er í Frakklandi úrtöku-
keppni fyrir Evrópumótið. Var
hér um að ræða tvímennings-
keppni og urðu þessi pör efst:
1. Delmouly og Chestem.
2. Boulenger og Svarc.
3. Desrousseaux og Théron.
Heimsmeistarakeppnin fyrir
pör fer fram í Amsterdam 6.-15.
maí 1966. Undirbúningur er þeg-
ar hafinn.
Sigurvegarar í meistarakeppn-
inni í Sviss var að þessu sinni
sveit frá Lausanne sem er þann-
ig skipuð: Frú Staffelbach; Catz-
eflis; Fenwick; Gursel og Urban-
evici.
Sænsku meistarakeppninni
lauk nýlega og sigraði sveit frá
Stokkhólmi, sem er þannig skip-
uð: Erwall, Landin, Lindahl og
Nylander.
Sæmundui Kristjáns-
son jarðsettur
Raufarböfn, 31. maí: —
í DAG er verið að jarða Sæmund
Kristjánsson óðalsbónda á Sig-
urðarstöðum á Melrakkasléttu.
Hann var einn af hinum kunnu
Leirhafnarbræðrum. Hann er
jarðaður á Kópaskeri. Sr. Páll
Þorleifsson á Skinnastað jarð
söng.
eyðingu og byggðist framtið þjóð
arinnar á því að það tækist.
Næstur tók til máls Matthías
Bjarnason alþingismaður á ísa-
firði og talaði hann fyrir hönd
útgerðarmanna. Hann sagði m.a.
að það heyrðist oft ög væti gert
mikið úr, að sjómenn og útgerðar
menn ættu í deilum um skipt-
ingu í þeim verðmætum sem skip
in öfluðu. Hann sagði það vera
sannfæringu sína, að þessar deil-
ur þyrftu ekki að vera og mætti
að mestu koma í veg fyrir þær,
ef þessir aðilar tækju upp nán-.
ara samstarf sín á milli en nú
væri. Hann sagði að það ættu
að vera starfandi samstarfsnefnd
ir sjómanna og útgerðarmanna
Og fulltrúar sjómanna þyrftu að
eiga þess kost að fylgjast með
þróun útgerðarinnar og öllum
verðbreytingum sem ættu sér
stað í rekstri hennar. Sjómenn-
irnir ættu í samráði við útgerðar
mennina að leitast við að koma
í veg fyrir óeðlilegar hækkanir
í rekstrarkostnaði útgerðarinnar.
Matthías sagði að sjávarútvegur-
inn þyrfti nauðsynlegá að koma
sér upp hagstofu og væri ekkert
eðlilegra en fulltrúar sjómanna
ættu þar greiðan aðgang að.
Þá tók til máls Jón Sigurðs-
son forseti Sjómannasambands
íslands og ræddi hann m. ar. um
samtök sjómanna, sem hann
sagði vera í mölum, klofin í
þrennt, Farmannasamband ís-
lands, Sjómannasamband íslands
og einstök félög sjómanna sem
væru beinir aðilar að A.S.Í. og
væri aðeins um mjög takmark-
aða samvinnu og samstöðu að
ræða þar á milli.
Að síðustu afhenti svo Pétur
Sigurðsson formaður sjómanna-
dagsráðs heiðursmerki dagsins.
Ekki þótti ástæða til að veita
nein verðlaun fyrir .björgunar-
afrek heldur voru fjórir aldraðir
sjómenn. heiðraðir fyrir störf sín
á íslenzkum skipum um áratuga-
skeið. Þeir voru Jóhann Björns-
son vélstjóri Framnesveg 8A 70
ára, Guðni Pálsson skipstjóri
Stigahlíð 18, 74 ára, Jón Bjarna-
son vélstjóri Kirkjuteig 7, 67 ára
og Sigurjón Júlíusson háseti,
73 ára að aldrL Dagskránni á
Austurvelli lauk svo með því að
Karlakór Reykjavíkur söng nokk
ur lög.
Að hátíðahöldunum á Austur-
velli loknum fór fram kappróður
í Reykjavíkurhöfn og hófst hann
kl. 15.30. Hafði þá mikill fjöldi
fólks safnast saman á Faxagarði
í Togarabryggjunni og í gamla
Battarísgarðinum til þess að
fylgjast með keppninnL
Níu róðrarsveitir tóku þátt í
keppninni og var þeim skipt í
þrjá riðla. í fyrsta riðli kepptu
sveit 3. bekkjar sjóvinnunáms
Lindargötuskólans, sveit 4. bekkj^
ar sjóvinnuverknáms Lindargötu
skólans og skátasveitin Hákarl,
sem sigraði í þessum riðli á tím-
anum 2.52.6.
í öðrum riðli kepptu róðrarsveit
björgunarskipsins Sæbjargar,
róðrarsveit Eimskipafélags ís-
lands og róðrarsveit björgunar-
skipsins Gísla J. Johnsen, sem
hlaut beztan tíman, 2.45.1, en það
var jafnframt bezti tíminn í
keppninni og hlutu þeir því bik-
arinn sem keppt var um, June
Muktel bikarinn.
I þriðja og síðasta riðli keppti
róðrarsv. Ölafs járnhauss á móti
kvennasveitum ísbjarnarins og
kvennasveit Bæjarútgerðar Rvík-
ur og að sjálfsögðu sigraði sveit
Ólaft járnhauss enda var stýri-
maðurinn enginn annar en hinn
víðfrægi skipstjóri og aflakóng-
ur, Helgi sprettur.
Um kvöldið voru svo dansleik-
ir á vegum sjómannadagsráðs í
j flestum danshúsum borgarinnar
I og var þar glatt á hja.'a.
Frá hátíðahöldunum á Austurvelli. Guðmundur Jónsson syngur með undirleik Lúðrasveitar
Reykjavikur.
Þrír aldraðir sjómenn voru heiðraðir á sjómannadaginn. T. v. Jón Bjarnason vélstjóri, Guðni
Pálsson skipstjóri, Rósa Gestsdóttir er tók við verðlaununurti fyrir hönd Sigurjóns Júlíus-
sonar, sem gat ekki verið viðstaddur, því hann er enn starf andi sjómaður, og Jóhann Bjorns
son vélstjóri.
Róðrarsveitin á Gísla J. Johnsen, sem sigraði í kappróðrakeppninni, t.v. Hrafnkell Þórðarson,
Jón Aifreðsson, Eiías Árnason, Jóhannes Briem stýrimaður, Óskar Baldursson, Sigurður Guð
marsson og Þórður Kristjánsson.
haus, reiddi af í keppninni. Á myndinni sést skipshöfnin á Ólafi járnhaus ásamt kærustum.
Helgi sprettur aflakóngur iengst til vinstri ásamt henni Gullu-Maju sinni.