Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞriðjudagUT 1. júní 1965 Garðyrkjuáhöld í MIKLU ÚRVALI Handsláttuvélar GRASKLIPPUR ORF — HEYHRÍFUR Garðslöngur ÚR GÚMMÍ OG PLASTL SLÖNGUKRANAR SLÖN GUKLEMMUR VATNSÚÐARAR GARÐKÖNNUR SLÖN GUGRINDUR SLÖNGUVAGNAR Handfæravindur NÆLON HANDFÆRI HANDFÆRASÖKKUR HANDFÆRAÖNGLAR GÚMMÍ- OG PLAST- BEITUR SIGURNAGLAR ÍSLENZK Flögg ULL, NÆLON allar stærðir. Verzlun O. ELLINGSEN Ályktanir aðalfundar Vinnuveitendasam- bandsins Á AÐALFCJNDI Vinnuveitenda- sambands Islands, sem haldinn var fyrr í þ-essum mánuði, voru auk þeirra samþykkta, sem þeg- ar hafa verið birtar, m.a. gerðar eftirfarandi ályktanir Um efnahagsmál Aðalfundur Vinnuveitendasam bands íslands, haldinn að Hótel Sögu dagana 13.-15. maí 1965, varar við óhóflegum kröfum á hendur atvinnuveganna og bend- ir á þá hættu fyrir efnahags- kerfi þjóðarinnar í heild ef at- vinnuvegunum er íþyngt um of. Fundurinn bendir á, að sú verð trygging kaups, sem nú er lög- boðin, hefur þegar 1. júní n.k. hækkað allt kaup í landinu um 3,66% frá febrúarkaupi og að, þar sem launajöfnuður kemur til framkvæmda hefur kvenna- kaup hækkað allt að 7,29% mið- að við desemberkaup. Fundurinn telur að eina leið- in til raunverulegra kjarabóta sé aukin þjóðarframleiðsla. Þýðing- armikill þáttur í aukningu henn- ar er áframhaldandi hagræðing til aukningar framleiðni, og fagnar fundurinn þeim áföngum, sem vinnuveitendur hafa náð í ýmsum greinum atvinnurekstrar ú því sviði og hvetur til' áfram- haldandi átaka á þeim vettvangi. Um yfirbcð á vinnumarkaðnum Aðalfundur Vinnuveitendasam bands íslands, haldinn að Hótel Sögu dagana 13.-15. maí 1965, vaarr mjög eindregið við yfir- boðum á vinnumarkaðinum og skorar á alla vinnuveitendur að fara eftir gildandi kjarasamning- um. Telur fundurinn að hvers kon- ar yfirboð auki á glundroða í efnahagsmálum en leysi engan vanda. Um fjárfestingaframkvæmdir Aðalfundur Vinnuveitendasam bands fslands, haldinn að Hótel Sögu dagana 13.-15. maí 1965, varar við hinni miklu þenslu í efnahagslífinu og skorar á ríkis stjórn og borgaryfirvöld að draga úr opinberum fjárfesting- arframkvæmdum á meðan nú- verandi ástand ríkir í atvinnu- málum. Um verðlagsmál Aðalfundur Vinnuveitendasam bands íslands, haldinn að Hótel Sögu dagana 13.-15 maí 1965, á- telur harðlega að enn skuli við- haldið verðlagshöftum á margs- konar framleiðslu og þjónustu. Fundurinn bendir á, að hvers- konar opinber afskipti og verð- lagshöft tefja fyrir verklegri framþróun og aukinni fram- ieiðni, sem íslenzkum atvinnu- vegum er nauðsyn á að auka sem mest. Skorar fundurinn á ríkisstjórn Húsnæði 200 ferm. götuhæð til leigu, fyrir sérverzlanir eða iðnað. — Sími 23395 kl. 9—18 virka daga. INIauðungaruppboð sem auglýst var í 29., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaðsins 1965 á húseigninni nr. 54 við Tunguveg, hér í borg, talin eign Stefáns Arnar Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Loga Guðbrandssonar lögfr. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudaginn 4. júni 1965, kl. 2 síðdegis. * Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 3*a herb. íbúð Til sölu mjög góð við Rauðalæk sér inngangur, tvöfalt gler, sér hita- veita. Westinghouse þvottavéla samstæða í sameign. FASTEIGNA- 0G LÖGFRÆÐISTOFAN LAUGAVEGI 28b,sími 1945C Gísii Theódórsson F asteigna viðskip ti Heimasími 18832. i FASTEIGNA-OG VERÐBRÉFASALA Til sölu 5herb. ibúð • efri hæð 130 ferm. í tvíbýlishúsi v/Lindarbraut ^ Seltjarnarnesi. Selst fokheld. Húsið frágengið að 9 utan. Bílskúrsréttur. ^ Ólaffur Þorgrímsson hri. Austurstræti 14, 3 hæð - Simi 21785 ina að gera hið bráðasta ráðstaf- anir til að fella niður verðlags- höft, þar sem þeim er enn haldið við, svo frjálsræði verði einnig á þessu sviði atvinnulífsins til hagsbóta öllum landslýð, Um atvinnuleysistryggingar Aðalfundur Vinnuveitendasam bands íslands, haldinn í súlna- sal Hótel Sögu, Reykjavík, dag- ana 13.-15. maí 1965, skorar á ríkisstjórn að breyta lögum um atvinnuleysistryggingar. Fundurinn vekur sérstaka at- hygli á að frá tryggingarsj ónar- miði er nauðsynlegt ag sjálfsagt að atvinnuleysistryggingasjóð- urinn sé óskiptur fyrir allt land- ið-, Ýmsar aðrar breytingar eru nauðsynlegar m.a. fullkominn jafnréttisgrundvöllur Vinnuveit- endasambandsins og Alþýðusam- bandsins að stjórn sjóðsins eins og upphaflega var ráð fyrir gert. Leggur fundurinn til að í stjórn inni verði fjölgað upp í 9 þar sem 5 séu kosnir af Alþingi 2 af Vinnuveitendasambandinu og 2 af Alþýðusambandi íslands. Að síðustu er lagt til að greiðsl ur til sjóðsins verði endurskoð- aðar með tilliti til þarfa á hverj- um tíma. Um hagræðingarstarfsemi Aðalfundur Vinnuveitendasam bands íslands, haldinn að Hótel Sögu dagana 13.-15. maí 1965, fagnar þeim áföngum sem náðst hafa í hagræðingarmálum hér- lendis. Fundurihn styður viðleitni framkvæmdanefndarinnar í þá átt að ná samkomulagi við Al- þýðusamband íslands um vinnu- rannsóknir og væntir þess að samkomulag náist sem fyrst. Fundurinn telur að íslenzku at vinnulífi sé brýn nauðsyn á auk inni hagræðingastarfsemi, og að aukin fræðsla og kynning á þess um málum sé afar mikilsverð. Fundurinn þakkar Iðnaðar- málastofnun fslands það frum- kvæði, sem hún hefur átt til kynninga á mikilvægi hagræð- ingamála með þjóðinni og þann stuðning, sem hún hefur veitt framgangL þessara mála. — Kvennaskólinn Framhald af bls. R- brautskráðust ' fyrir 40 árum, gáfu gjöf í Systrasjóð til minn- irigar um látnar skólasystur. Fyr ir hönd Kvennaskólastúlkna, sem brautskráðust fyrir 25 árum, mælti frú Auðbjörg Björnsdóttir, ög fyrir hönd 20 ára árgangsins mælti frú Salóme Þorkelsdóttir. Fyrir hönd 10 ára árgangsins mælti frú Hildur Bjarnadóttir, og frú Elín Tryggvadóttir talaði fyrir hönd 5 ára árgangsins. Full trúar afmælisárganganna fóru viðurkenningarorðum um störf skólans, færðu skólanum vinar- gjafir og óskuðu stúlkunum, sem voru að brautskrást, alls góðs. Forstöðukona þakkaði eldri iiemendum alla þá tryggð, sem þeir hefðu sýnt skóla sínum, og kvað skólanum og hinum .ungu námsmeyjum mikinn styrk að vináttu þeirra og hún væri þeim öllum hvatning. Þá fór fram verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Thoru Melsted hlaut Sigur- björg Björnsdóttir, 4. bekk Z. Verðlaun þessi eru veitt fyrir ágæta ástundun og glæsilegan árangur við bóklegt nám. Einnig hlutu Erna Jóna Arnþórsdóttir og Ásthildur Sigurðardóttir bóka verðlaun fyrir ágætan náms- árangur. Verðlaun fyrir beztu frammistöðu í fatasaumi voru veitt úr Verðlaunasjóði frú Guð- rúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut einnig Sigurbjörg Björns- dóttir. Verðlaun úr Thomsens- sjóði fyrir beztan árangur í út- saumi hlaut Bergljót Kristjáns- dóttir, 2. bekk C. Þá voru veitt verðlaun fyrir beztu ritgerðina á burtfararprófi. Þau verðlaun hlaut Þóra Jóhannesdóttir, 4. bekk Z. Námsstyrkjum hafði verið út- hlutað í lok skólaársins til efna lítilla námsmeyja, úr Systrasjóði 26.000 kr. og úr Styrktarsjóði Páls og Thoru Melsted 2.600 kr, og úr Kristjönugjóf 8.000 kr. Að lokum þakkaði forstöðu- kona skólanefnd og kennurum ágætt samstarf á liðnum vetri og ávarpaði stúlkurnar, sem braut- skráðust, og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum. merkj en sá neðri með plastmerki. Ljósm. Sverrir Guðmundsson. Merktir voru 2000 humrar i leiðangrínum I BYRJUN maímánaðar var far- ið í humarleiðangur á vegum fiskideildar Atvinnudeildar Há- skólans. Aðaltilgangurinn var að merkja leturhumar. Er þetta önnur tilraun til humarmerkinga hér við land. Merkt var í Miðnessjó og á Eldeyj arbanka. Alis voru merkt- ir um 2000 humrar þar af voru 40 hrygnur. Merkin eru tvenns konar: 1. Plastmerki ýmist rauð eða blágræn. Merkið er saumað í humarinn á mótum hala og höfuðbols. Er ætlazt til að merk- ið haldist í þrátt fyrir skelskipti. Svipuð merkingaraðferð hefur verið reynd á humri í sjóbúrúm í Noregi, með góðum árangri. 2. Örvarmerki, blá að lit. Er merkinu stungið í halann ofan til. Það er einnig vonast til að þetta merki haldist, þrátt fyrir skelskipti. Takist þessi merking- artilraun má læra ýmislegt um líf leturhumarsins hér við land. Má þar nefna: 1. Göngur. 2. Vökst, og mun þá jafnframt vera unnt að áætla aldur humars í grófum dráttum. 3. Hrygningu, þ. e. hversu oft kvendýrin hrygna. Haldið verður áfram að merkja humar með þessum merkjum ef árangurinn verður góður. Má þá meta áhrif veiða á stofninn og gera áætlanir um bezta nýtingu hans. Að lokum vill fiskideildin hvetja þá, sem finna merkt dýr til og skrá nákvæmlega niður fundarstað, dýpi, dagsetningu, veiðarfæri og skip og senda síð- an humarinn óskertan með merk inu í, ásamt upplýsingúm til fiskideildarinnar, Skúlagötu 4, Reykjavík. (Frá Fiskideild),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.