Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. juní 1965 Valur vann ÍBA 4:2 í góðum leik Glæsileg mörk og af og til góður samleikur Sigur Vals 4-2 er hér innsiglaður. Steingrímur Dagbjartsson (i dökkri pt^su t.v.) skorar 4. mark Vals og Samúel markvörður ekki að gert. (Ljósm. Mibl. Sv. Þ.) Markháir leikir í FH vann Breiðablik 8:0 og KS vann Reyni 3:0 VALTTR ©g Akureyringar áttu skemmtilegan og á köflum ágæt- an leik í 1. deildarkeppninni á Laugardalsvellinum á sunnudag- Inn. Þar mátti sjá tvö gullfalleg mörk og á köflum einnig falleg- an samleik. Valur vann með 4-2. Sú markatala gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins, því lang tímum saman voru Akureyringar betri aðilinn í leiknum, fljótari til, ákveðnari og sýndu oft ná- kvæman og skemmtilegan leik og skemmtileg skot. En Vals- menn höfðu heppnina með sér i byrjun, skoruðu 2 mörk á 10 mín. Og í leikslok voru þeir ákveðnari og betri, en þá var eins og úthald Akureyringa væri þrotið. • MISMONUR MARKVARÐA Það sem kannski réði um úr- 6lit leiksins var mismunur á markvörðum. í marki Vals stóð Sigurður Dagsson (unglingalands liðsmaður í handknattleik) stór og stæðilegur og sýndi afburða góS grip. Reyndi mjög á hann á því sviði en vegna leikaðferðar norðanmanna þurfti hann lítt eða ekki að grípa til eða sýna aðra hæfileika. 1 marki Akur- eyringa var Samúel Jóhannsson og virtist óöruggur og hræddur. • TVÖ MÖRK Á 10 MIN. Samúel verður þó ekki sak- aður um mörkin tvö sem Vals- menn fengu á fyrstu 10 mín. Þau orsökuðust fyrir klaufalegan varnarleik og voru þannig Vals- mönnum ódýr. Hið fyrra kom á 6. mín. Óbein aukaspyrna var dæmd á Akureyri rétt innan víta teigs. Ingvar gaf til Bergsveins sem skoraði efst í hægra hom. Á 10. mín. skoraði Bergsveinn aftur. Sóttu Valmenn upp hægri kant og fyrir klaufalega vörn komst Bergsveinn í dauðafæri og notaði vel. • AKUREVRINGAR JAFNA En smátt og smátt náðu Akur eyringar undirtökunum í barátt- imni og náðu oft fallega upp- byggðum sóknarlotum, sem tóku að ógna marki Vals ískyggilega. Á 28. mín kom svo fyrra mark Akureyringa eftir fallegt upp- hlaup á hægri kanti og þaðan góða fyrir sendingu til Skúla Ág. sem skoraði laglega. Sjö mín. síðar jafna Akureyr- ingar leikinn með glæsilegu marki. Var send há sending fram vallarmiðju og tók Steingrímúr við og sendi knöttinn fyrir fætur Skúla með kollspyrnu. Skúli af- greiddi viðstöðulaust með glæsi- legu skoti. Stóð nú 2-2 og baráttan varð tvísýn. Akureyringar voru mun sterkari aðilinn allt til hálfleiks, þó ekki tækist að skora, og einn- ig framan af síðari hálfleik. Skall hurð nærri hælum er Þorsteinn bakvörður Vals bjargaði skoti Skúla með skalla á marklínu. Vörn Vals opnaðist mjög vinstra megin og brutust Akureyringar þar í gegn æ ofan í æ. Komust þeir oft nærri og m.a. átti Skúli hörkuskot rétt utan'við stöng — en mest munaði um góða mark- vörzlu Sigurðar. • LOKASPRETTUR VALS En rétt fyrir miðjan siðari hálf leik snerist leikurinn skyndilega. Valsmenn ná góðu upphlaupi vinstra megin og gefið er alveg yfir til Reynis á vinstri kanti. Hann lék fallega á bakvörðinn og skoraði stórfallegt mark. Við þetta óx Valsmönnum ás- megin og 5 mín. síðar leikur Ingvar upp hægri kant, sendir fyrir markið og Steingrímur Dag bjartsson skorar auðveldlega, 4-2. Við þetta dró allan mátt úr Akureyringum. Nákvæmnin og dugnaðurinn sem þeir höfðu sýnt var horfinn og það var klaufaskap Ingvars að kenna að leikurinn endaði ekki 5-2 fyrir Val er hann misnotaði gullvægt tækifæri sem Reynir skapaði. • LIDIN Lið Vais var einkennilega mis- lynt í þessum leik — stundum eins og í fýlu, stundum í góðu skapi. Markvarzlan var góð sem fyrr segir, en vörnin oft slök, einkum vinstra megin. Framlín- an var mjög misjöfn, Reynif lang beztur og beittasti maður liðsins og ungu piltarnir Bergsveinn og Steingrímur vel með, þó enn sýni þeir ekki það skap og þá ákveðni sem hefur unga menn upp úr meðalmennskunni. Akureyringar komu á óvart með ákveðni og oft laglegum og allnákvæmum leik. Báru þar af Skúli, Valsteinri og Sævar. En þó skorti mikið á að liðið sé af- gerandi í upphlaupum sínum. Jón er klettur í vörninni en skortir betri hjálparmenn. Fram verðirnir vinna vel en eru oft heldur framarlega — einkum með tilliti til heldur slakrar varn ar. Dómari var Maignús V. Péturs- son og dæmdi mjög vel. — A.St. KltIlllllllllllllllVI1111111111011IIIIIVI||||||I| | Sjólfsmark í j jheimsmeistara-Í keppni É rVEIR leikir í undanrásum \ É heimsmeistarakeppninnar | fóru fram um ht'lgi'na. | í Moskvu léku landslið i | Rússa og Wales. Rússar unnu ; i með 2-1. Sigurmarkið var i i sjálfsmark er annar bakvarða | i Wales skoraði af slysni. | í Búkarest léku Rúmenía og § i rékkóslóvakía. Rúmenar unnu 1 i 1-0. Þar með dofnuðú enn | j líkurnar fyrir því að Tékkar É I nái að komast í lokakeppnina, É é sn í síðustu heimsmeistara- \ \ keppni hlutu þeir silfurverð- É | launin. Tékkar og Tyrkir hafa | é báðir ekkert stig hlotið enri í i 14. riðli. Þar hefur Portúgal | É forystu með 6 stigum en Rúm | | enar hafa 4. •MIIIMIMIIM*ll>llltMIIIII*lllllllllllllllll*ll*l*l*l***lllllllll* Á LAUGARDAGINN hófst keppnin í annarri deild með leik milli F.H. og Breiða- bliks. Fyrir fram var talið að þessi lið væru nokkuð jöfn, en þettá fór á dálítið annan veg þeg- ar í leikinn var komið. F.H.-ing- ar tóku leikinn strax í sínar hendur og í hólfleik var staðan 4:0 fyrir F.H. 1 seinni hálfleik var einstefnuakstrinum haldið áfram og bættu F.H.-ingar þá öðrum 4 mörkum við, en þau hefðu getað orðið fleiri. Minnsta kosti einn bolti var inni, en dóm- ari og línuverðir sáu það ekki og Kópavogsmönnum tókst að hreinsa knöttinn úr markinu. Á sunnudag léku svo í Sand- gerði Reynir og K.S. frá Siglu- M0LAR BORUSSIA Dommund sigraði í þýzku bikarkeppninni. í úrslitum sigraði liðið Alemannia frá Aach- en með 2—0. Fram vann Akranes FJÓRÐI leikur í keppni 1. delld- ar fór fram á Akranesi í gær- kvöldi. Fram sigraði Akurnes- inga með 3 mörkum gegn 2. — Leikurinn var fjörugur, en nokk- uð harður undir lokin. STJÓRN samtaka enskra deild- arliða á laugardaginn að í fram- tíðinnj skyldi það heimilt að setja einn varamann inná í leik deildarliða — og jafnframt að varamaðurinn mætti koma inn á í stað slasaðs manns hvenær sem er í leiknum. Samþykkt þessi var gerð með 3® atkv. gegn 10. Árum saman hefur samskonar friði. Leikurinn hófst kl. 12 á há- degi, og mun hafa gert hátíða- höld í sambandi við sjómanna- daginn að þessi tími sólarhrings- ins var notaður. Siglfirðingar unnu þennan leik með 3:0, en þess' skal getið að þetta er í fyrsta skipti á þessu ári sem þeir koma allir saman og er því þeirra fyrsta samæfing. Sigur þeirra gat orðið stærri, en stór- skyttur þeirra Siglfirðinga voru ekki alveg „dús“ við knöttinn og flaug hann oft á tíðum heldur hátt. Þriðji leikurinn í annarri deild sem fram átti að fara um helg- ina féll niður vegna þoku í Vest- mannaeyjum. Fréttamaður blaðs ins hafði samband við lögreglu- stöðina á sunnudagskvöld kl. 6,45 og fék-k hann þær upplýsingar að þoka hefði tafið allt flug til Eyja í tvo daga. ísfirðingar áttu að leika við heimamenn, en það ver§ur að bíða betri tíma. KR 09 Keflavík mætast í kvöld 1 KVÖLD er næsti leikur í 1. deild. Fer hann fram í Njarð- víkum og milli Keflvíkinga og KR. Margir telja þetta vera ann- an af tveim úrslitaleikjum móts- ins, þó varlegt sé þar um að spá, því KR t.d. hefur enn engan leik leikið í Islandsmótinu. En víst má telja, að þarna verði hörð barátta og vonandi góð. Ferðir verða frá RSÍ kl. 7 i kvöld. tillaiga legið fyrir hjá samtökun- um en ætíð verið felid. í samþykktinni, sem nú verður að hljóta staðfestingu enska knattspyrnusambandsins, er kveð ið svo á að dómurinn eigi að ákveða hvort og hvenær meiðsli eru það alvarleg að skipta megi um leikmann. 2. deild E0P mótið 1. júní E. Ó. P. - mótið 1965 verður hald ið á Melavellinum þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 20.00. — Keppt verður í eftirtöldum íþróttagrein um: 100 m hlaup kvenna, 100 m hlaup drengja, 110 m grindahL karla, 200 m hlaup karla, 800 m hlaup karla, 1500 m hlaup karla, kúluvarpi, sleggjukasti, stangar stökki, langstökki og 1000 m boð hlaupi. Þátttökutilkynningar sendist vallarverði 1 síðasta lagi sunnu- daginn 30. maí nk. Frjálsíþróttadeild K.R. Tvö heimsmet sett TVÖ heimsmet í frjálsum íþróttum voru sett á móti í Modesto í Kaliforníu á sunnu daginn. Hinn gamli garpur í sleggjukasti, Harold Conolly, sem var Olympíumeistari 1956, bætti sitt fyrra heims- met úr 70.66 í 71.07 metra. Langstökkvarinn Ralph Boston, sá er var Olympíu- meistari 1960, bætti sitt heims met í langstökki um 2 senti- metra, stökk 8.36 m. Önnur úrslit urðu þau m.a. »ð Tékkinn Ludwig Danek sigraði í kringlukasti með 62.56 á undan Silvester með 61.28. Harry Jerome vann 100 yarda hlaup á 9.4 og Nel Pender hafði sama tíma. Ástralíumaðurinn Ron Clarke náði bezta tíma ársins í 2 mílna hlaupi é 8.32.0 VaramaSur fái aS koma inn í ieik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.