Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. júní 1963
Ný landkynningar-
myndabók - Island
NÚ ER komin ný mynda'bók,
með myndum og texta eftir
Hjálmar R. Bárðarson.
Bókin er 208 bls. að stærð, á
alshirtingsbandi og litprentaðri
hlífðarkópu. Alls eru 241 mynd
í bókinni, þar af 50 litmyndir.
Tekti er á 6 tungumálum: ís-
lenzku, dönsku, ensku^ frönsku,
þýzku og spönsku. Á hverju
tungumálanna eru tvær blaðsíð
síður kynningartexti fremst, en
síðan er texti með myndunum á
öllum tungumálunum. Bókin er
prentuð í Hollandi me'ð gravare-
aðferð (tiefdruck).
Efni bókarinnar er fyrst og
fremst landkynning, íslenzkir
atvinnuhættir og íslenzk sér-
kenni í landslagi, hverir og eld
gos.
í stórum dráttum má segja, að
í bókinni sé I myndum farin
hringferð kring um landið, og
reynt er að koma sem víðast við,
þar sem markverða staði er að
sjá, þótt jafnvel í þetta stórri
myndabók væri áð velja og
hafna, því af nógu er að taka.
fyrsta mynd bókarinnar er tákn
ræn mynd af súlubasalti, en síð
an hefst bókin með mynd af
Forsetasetrinu að Bessastöðum,
þá Álftanes og Reykjavík, þar
sem meðal annars eru myndir
frá 17. júní hátíðahöldum, þá eru
siglingar, fiskveiðar, flug. Þá eru
þjóðminjar, og listir, iðnaður,
landlýsingar frá Suðurnesjum,
Súðurlandsundirlendið, . Vest-
mannaeyjar. Síðan er hringiferðin
hafin á Snæfellsnesi, til Vest-
Yfirborgarstjórinn í Miinchen,
dr. Hans Vogel heimsækir isianj
HÉR á fcmdi er staddur um þess-
ar mundir yfirborgarstjórinn í
Miinchen, dr. Hans Vogel. Borg-
arstjórinn kom til tslands sl.
föstudag og mun dveljast hér í
nokkra daga í því skyni að
kynna sér land og þjóð.
Dr. Vogel, sem er 39 ára að
aldri og í flokki Sósíaldemókrata
hefur verið yfirborgarstjóri í
Miinchen frá því í maí 1960, en
borgarstjórnarkosningar fara aft-
að Sósíaldemókratar hefðu nú
meiri von en nokkum tímann
áður til þess að vinna verulega
á í kosningum og að verða jafn-
vel stærsti flokkur landsins, enda
þótt hann fengi ekki hreinan
meiri hluta. Ef þetta yrði, mætti
búast við því, að fullkomíega ný
viðhorf myndu skapast í stj órn-
málum V-Þýzkalands og væri
alls ekki unnt að segja fyrir um
það, hvaða flokkar myndu
mynda stjórn þá.
Varðandi hið svokallaða Spieg-
elmál, sagði borgarstjórinn, að
dómur í því máli, þar sem út-
gefandi blaðsins og ritstjórar
voru sýknaðir af ákæru um
landráð, hafi sýnt, að lýðræði og
skoðunarfrelsi stendur föstum
fótum í V-Þýzkalandi. Ráðherr-
ann, sem stóð fyrir aðgerðunum
gegn Der Spiegel, Franz Jósef
Strauss hefði orðið að víkja úr
ríkisstjóminni vegna gerða sinna.
Rangt væri hins vegar að álíta,
að Franz Jósef Strauss væri hugs
anlegur nýr Hitler. Hann væri
vafalaust maður gæddur miklum
hæfileikum, en um stöðu hans í
stjórnmálum V-Þýzkalandi væri
engu hægt að spá að svo stöddu.
Um nýafstaðna opinbera-heim-
sókn Elísabetar Bretalandsdrottn
ingar og manns hennar, hertog-
ans af Edinborg, sagði dr. Vogel
yfirborgarstjóri, að ekki mætti
ofmeta gildi þessarar heimsókn-
ar. Samt væri enginn vafi á að
þessi heimsókn hlyti að hafa
mikil áhrif á samskipti Breta og
Þjóðverja og eyða tortryggni,
sem til staðar kynni að vera
meðal þessara þjóða gagnvaxt
hvor annarrL
S.l. sunnudag hélt dr. Vogel
fyrirlestur um Múnohen á veg-
um Germaníu, og fór hann fram
í Haskóla íslands. Sýndi borgar-
stjórinn litmyndir af borginni
um lei'ð og gaf áheyrendum, sem
voru margir, skemmtilega og lif-
andi mynd af hinni litríku og
glaðværu höfuðborg Bajerns.
Þess má geta að lokum, að
dr. Vogel er skyldur Konrad
Maurer, sem var mjög þekktur
fræðimaður og sem innti af
hendi ýmsar mikilvægar rann-
sóknir á sögu íslendinga, einkum
á sögu þjóðveldisins. Hér er dr.
Vogel staddur í boði Alþýðu-
flokksins.
Kápumynd bókarinnar.
fjarða, Norðurlands og Aust-
fjarða. Hér kemur inn á milli
nokkur lýsing síldveiða og sildar
vinnslu. Undir lokin er svo fynd
flokkur frá' Surtsey, meðal ann-
ars 3 litmyndir. Bókinni lýkur
með jóla- og áramótamyndum
frá Reykjavík, og sólarlagsmynd
úr óbyggðum. — Kápulitmyndir
frá Vestmannaeyjum, horft til
eru frá Arnarstapa á forsíðu og
lands, á baksíðu.
Verð bókarinnar er kr. 494,50
a'ð meðtöldum söluskatti.
Kvennaskólanum
KVENNASKÓLANXJM í Reykja-
vík var slitið 2:2. maí sl. að við-
stöddu fjölmenni
Forstöðukona skólans, frú Guð
rún P. Helgadóttir, minntist í
upphafi forsetafrúar Dóru Þór-
hallsdóttur og frú Laufeyjar Þor
geirsdóttur, en þær höfðu báðar
átt sæti í skólanefnd, og lauk
forstöðukona miklu lofsorði á
störf þeirra.
Þar næst gerði forstöðukonan
grein fyrir starfsemi skólans
þetta skólaárið og skýrði frá úr-
slitum vorprófa. 231 námsmær
settist í skólann í haust og 41
stúlka brautskráðist úr skólan-
um þessu sinni. Hæstu einkunn
í bóklegum greinum á lokaprófi
hlaut Sigurbjörg Björnsdóttir,
námsmær í 4. bekk Z, 9,18. í 3.
bekk hlaut Elín Hjartardóttir
hæstu einkunn, 9,00, í 2. bekk
Bergljót Kristjánsdóttir 9,14, og
í 1. bekk Ingibjörg Ingadóttir
9,16. Miðskólaprófi lauk 41
stúlka, 63 unglingaprófi, og 64
luku prófi upp í 2. bekk. Sýning
á hannyrðum og teikningum
námsmeyja var haldin í skólan-
um 16. og 17. maí og var mjög
íjölsótt.
Þá minntist forstöðukona á
sjóðsstofnun við skólann. Stúlk-
urnar, sem voru að brautskrást,
stofnuðu minningarsjóð um látna
bekkjarsystur sína Hildi Ólafs-
dóttur, en bún lézt af slysförum
24. janúar 1963, er þær voru í 2.
bekk, og var öllum harmdauðL
Kvennaskólastúlkur, sem
Framhald á bls. 20.
Dr. H>ans Vogel
ur fram 1906. 1 Múnchen er
kjöri borgarstjórans á þann veg
farið, að hann er kosinn beinni
kosningu og er það eina borgin
1 Vestur-Þýzkalandi, þar sem
borgarstjórinn er kosinn þannig.
1 öðrum borgum þar er hann
kosinn af borgarstjórninni.
Aðspurður um kosningarnar til
Sambands V-Þýzkalands, sem
fram eiga að fara næsta haust,
sagði dr. Vogel, að hann álitL
• S J ÓMANNAD AGURINN
Nú er Sjómannadagurinn
liðinn enn einu sinni og gamla
dagskráin verður sett niður í
skúffu — og þar liggur hún í
eitt ár. Síðan verður hún dreg-
in upp aftur á sama tíma næsta
ár — og væntanlega verður
þetta þannig um ófyrirsjáan-
lega framtíð.
Er ekki kominn tími til að
breyta dagskránni eitthvað?
Fólk er fyrir löngu búið að
læra gömlu dagskrána utan að
og þátttaka í hátíðahöldunum
minnkar ár frá ári. Gott er að
halda í gamlar venjur, en af
öllu má of mikið gera.
• TÓNLISTIN
Nú er verið að æfa óperu
í Þjóðleikhúsinu og höfum við
fengið til okkar erlenda söng-
konu eim og oft áður. Ég er
bara að vona að pöntun Þjóð-
leikhússtjóra hafi verið af-
greidd rétt að þessu sinni svo
að ekki þurfi að endursenda
eitt né neitt, eins og í fyrra.
Annars hefur það nú sannazt,
að öðrum en Þjóðleikhússtjóra
getur mistekizt í þessum efn-
um. Það er mál manna, að með
hinum eftirminnilegu tónleik-
um Musica Nova hafi verið
gengið feti lengra. Og ekki er
óeðlilegt þótt ýmsir álykti, að
hinn margnefndi „sjónvarps-
skríll“ okkar hafi átt þar ein-
hvern hlut að málL
• HÓTEL SAGA
Maður nokkur hringdi til
mín og hóf máls á því, að næst-
um allt svæðið umhverfis
Hótel Sögu hefði nú verið
ræktað eða malbikað. Þó væri
einn reitur enn óhirtur: Skik-
inn á milli Shell-benzínstöðvar
innar norðan Sögu — og hótels
ins. Viðkomandi aðilum er þar
með bent á, að ef þessi blettur
yrði ræktaður við fyrsta tæki-
færi væri þar með allt full-
komnað.
• FRIENDSHIP
í fyrri viku fór ég flug-
leiðis vestur á Isafjörð og var
svo heppinn að lenda í hinum
nýja Friendship Flugfélagsins._
Er óhætt að segja, að ekki sé
hægt að hugsa sér fljótari og
þægilegri ferð á milli byggða
á íslandiý
Um enn frekari framfarir i
innanlandsflugi okkar verður
vart að ræða á næstunni, senni-
lega ekki fyrr en flugvellir
okkar úti á landi hæfðu smá-
þotum þeim, sem nú eru að
taka við af skrúfuvélum á
stuttum flugleiðum. — En ó-
hætt er að segja, að með Friend
ship er stigið stórt skref í rétta
átt.
• VESTANFLUG
Tilefni þess að ég minnist
á ísafjörð er hins vegar það,
að nú hefur reynzlan sýnt, að
Vestfirðingar kunna vel að
meta þá þjónustu, sem hin litla
flugvél Vestanflugs, staðsett á
Isafirði, getur veitt. Hún er á
þönum daginn út og daginn
inn: Fer inn í Djúp og sækir
bændur í kaupstaðarferð til
ísafjarðar, flytur sjúklinga frá
kauptúnunum á Vestfjörðum
til Reykjavíkur, fer með far-
þega norður á Strandir — og
fer í áríðandi sendiferðir eftir
varahlutum og öðru fyrir út-
vegsmenn og aðra aðila.
En V^stanflug hefur enn ekkl
getað komið upp flugskýli fyrir
vél sína á ísafirði og er það
vafalaust mikið framfaramál
fyrir Vestfirðinga. Nú hef ég
heyrt að byggja eigi yfir flug-
vélar Tryggva Helgasonar á
Akureyri og væri ekki óeðlilegt
að Vestanflugi yrði á sama hátt
veitt aðstoð til að koma þaki
yfir sína flugvéL
<966«/
AUtaf eykst úrvalið. Nú bjóð-
um vér einnig rafhlöður fyrir
leifturljós, segulbönd, smá-
mótora o. fl.
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3.