Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞriðjudagUT 1. júní 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristínsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. RAFORKUFRAM- KVÆMDIR NORÐ- MANNA OG ÍSLENDINGA Fúns og kunnugt er hafa orð- ið geysimiklar framfarir í framleiðslu raforku með kjarnorku og fyrirsjáanlegt - er að þær framfarir muni halda áfram á næstu árum og áratugum, þannig að þess kann að vera skammt að bíða að kjarnorkan verði sam- keppnisfær við vatnsorkuna og ekki verði lengur arðvæn- legt að reisa vatnaflsorku- ver. Með hliðsjón af þeirri þró- un leggja Norðmenn nú of- urkapp á að virkja fallvötn sín. Þeim er ljóst, að kjarn- orkan verður aldrei sam- keppnisfær við vatnsorku frá orkuverum sem hafa verið af- skrifuð að verulegu eða öllu leyti. Þeir hraða virkjunar- framkvæmdum til þess að eiga síðar ódýrustu orkuna sem völ er á, þ.e.a.s. vatnsafls- orku frá afskrifuðum orku- veruro Virkjunarfrarnkvæmdir Norðmanna hafa síðustu árin verið að meðaltali um 600 þúsund kw. á hverju ári, og hafa virkjanir komizt allt upp í 000 þús. kw. á einu ári. Þetta svarar til þess að við íslend- ingar virkjuðum 30 þús. kw. árlega að meðaltalí, og er þá miðað við mannfjöldann, en auðvitað þyrftum við að virkja margfalt meira, ef mið að væri við virkjaniegt vatns- afl hér og í Noregi. 210 þús. kw. Búrfellsvirkjun þyrfti þannig að ljúka á 7 árum til þess að virkjunarframkvæmd ir á mann væru ekki minni hér en þær nú eru í Noregi. Er það meiri hraði en ráð- gerður er við Búrfellsvirkj- unina og sést af því, að við erum sízt of stórtækir, þegar við ákveðum aðgerðir okkar í raforkumálum. En gagnslaust er að virkja án þess að nota orkuna — og raunar ókleift fyrir fjár- magnslitla þjóð, sem engin lán gæti fengið til virkjunar- framkvæmda, sem ekki hefðu traustan fjárhagslegan grund vðll. Norðmenn selja mikinn hluta raforkunnar til ýmis konar málmiðnaðar og kem- ísks iðnaðar, og það sama verðum við íslendingar að gera, ef við á annað borð ætl- um okkur að hagnýta þá auð- legð, sem enn er fólgin í fall- vötnunum. Sú fásinna heyrist að vísu stundum frá mönnum sem af annarlegum ástæðum eru and vígir stóframkvæmdum hér á landi, að við getum jafnvel virkjað Búrfell í minni áföng- um og á löngum tíma eins og að hraða þar framkvæmdum og selja hluta orkunnar til al- umínvinnslu. Ef þannig yrði að farið, yrði raforkan miklu dýrari, og þá yrði líka komið í veg fyrir, að við hröðuðum virkjunarframkvæmdum líkt og Norðmenn gera, og yrðu virkjunarframkvæmdir okk- ar á hvern mann þá aðeins brot af því, sem þær eru í Noregi. Þjóðhollir og framsæknir íslendingar þurfa þess vegna ekki lengi að hugsa sig um, þegar um það er að velja ann- ars vegar að geta hafið stór- virkjanir fallvatnanna og hins vegar hægfara þróun í raf- orkumálum, sem óhjákvæmi- lega hlyti að leiða til þess að við glötuðum þeim tækifær- um, sem við enn höfum til þess að eignast raforkuver, sem í framtíðinni mundu færa okkur ódýrustu orku, sem völ er á. FRAMTAK LOFTLEIÐA 17 nn hefur birzt í verki dugn- aður og framtakssemi Loftleiðamanna. Þriðja Rolls Royce 400 farþegavélin hef- bætzt í íslenzka flugflotann, og er þegar tekin að flytja þúsundir manna um þvert Atlantshafið. Hagur íslands af dugnaði Loftleiðamanna er margþætt- ur. Bæði er um að ræða mikl- ar beinar tekjur landsmanna af þessari starfsemi, og eins höfum við ýmsan óbeinan hagnað af henni. Allir ættu því að geta glaðst yfir vel- gengni Loftleiða. Menn mega líka gjarnan hafa það í huga að þótt pen- ingarnir séu fljótir að koma stórrekstri eins og þeim, sem Loftleiðir hafa með hönd um, þá eru þeir líka fljótir að fara ef á móti blæs. Þess vegna er Loftleiðum það lífs- nauðsyn að geta eignast vara- sjóði og afskrifað vélar sínar, svo að félagið geti staðið und- ir tímabundnum erfiðleikum í harðri samkeppni. Vonandi tekst Loftleiðum y&J UTfl iN UR HEIMI ■ v „Vináttubm" milli Alsír og Marokkö * Ovíst hve margir sækja fund æðstu manna Asíu- og Afríkuríkja EFTIR 18 mánaða gagn- kvæman fjandskap og erj- ur hafa Marokkó og Alsír ákveðið að jafna ágreining sinn og taka upp vinsam- lega sambúð. Hittust þeir fyrir skömmu í landamæra þorpinu Saidia í Marokkó, Hassan II konungur og Ben Bella forseti og ræddu ágreiningsefni landa sinna. Embættismenn hafa skýrt frá því, að leiðtogarnir hafi ákveðið byggingu brú- ar yfir ána Wadi Kiss á landamærunum. Á hún að vera tákn hinnar nýju vin- áttu og bræðralags þjóð- anna og nefnast „Vináttu- brú“. Þetta er eitt af því fáa, sem frétzt hefur af fundi leiðtog- anna, en þeir ræddust við í einrúmi. í sameiginlegri til- kynningu að viðræðunum loknum sagði aðeins, að þeir hefðu rætt sambúð landa sinna og vandamál Asíu- og Afríkuríkja með tilliti til fundar æðstu manna þeirra, sem haldinn verður í Algeirs- borg i júnílok. Embættismenn í Marokkó eru þeirrar skoðunar, að fund ur þeirra Ben Bella og Hass- ans hafi verið mjög mikilvæg- ur. Þeir hafa ekki hitzt síðan 1963, en þá komu þeir saman til fundar í Mali til að semja um vopna- hlé eftir að til átaka hafði komið vegna umdeilds landa- mærahéraðs. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því að vopnahléð var sam- ið, hafa Marokkómenn sakað Alsírbúa um að skjóta skjóls- húsi yfir vinstrimenn, sem hafi á prjónunum áform um að ráða konung þeirra af dög- um. Einnig segja Marokkó- menn Alsírbúa hafa tekið á móti skæruliðum frá Marokkó og þjálfað þá með það fyrir augum, að þeir færu síðan til heimalands síns og steyptu stjórninni. Þessi sama saga endurtekur sig víða um Afríku. Byltingar- sinnuð ríki reyna „að flytja byltinguna út“ til annarra ríkja. í þessu tilviki eru það „hernaðarsinnaðir sósíalistar" í Alsír, sem ekki geta sætt sig við hið lýðræðislega margra flokka stjórnmálakerfi Mar- okkós. Deilur af sama toga spunn- ar hafa vakið ósamlyndi ann- arra Afríkuríkja og óttazt er, að þær komi í veg fyrir að ár- angur náist af ráðstefnunni í Algeirsborg. Til þess að ráð- stefnan heppnist sem bezt og verði honum til álitsauka, vill Ben Bella reyna að lokka sem flestar þjóðir til að sækja hana. Gerir hann því tilraun- ir til að sefa tortryggni hinna hófsamari Afríkuríkja, sem eru fráhverf þátttöku í ráð- stefnunni af ótta við að flækj- ast í mál, sem erú andvíg hags munum þeirra. Eitt af aðalmálunum, sem ráðstefnan mun fjalla um er bein íhlutun um innanríkis- mál annarra ríkja. Er talið að hin róttækari ríki fari þess á leit við ráðstefnuna, að hún samþykki að látin skuli við- gangast íhlutun af hálfu hinna svonefndu „róttæku afla“, og þjóðirnar horfi á undirróðurs- Ben Bella og byltingarstarfsemi kín- verskra kommúnista þegjandi og hljóðalaust. 18 Afríkuríki, þar á meðal flestar fyrrverandi nýlendur Frakka, telja, að þar séu fyrir hugaðar tilraunir til stjórnar- byltinga, og slíkar tilraunir hafa þegar verið gerðar í nokkrum ríkjanna. Þetta ger- ir skiljanlegt, að núverandi stjórnir þessara ríkja óski ekki eftir því að sitja ráð- stefnuna í Algeirsborg og vinna með því að sínum eigin endalokum. Annað vandamál ráðstefn- unnar eru áætlanir Araba- ríkjanna um að hefna sín á V- Þjóðverjum vegna viðurkenn- ingar þeirra á ísrsel. Það er nær fullvíst, að annað hvort Egyptar eða Alsírbúar vekja máls á þessu á ráðstefnunni, en ríkin, sem ekki eru eins róttæk í afstöðu sinni vilja ekki skipta sér af þessu. Flest þeirra hafa vinsamlegt sam- band við Tel Aviv og Bonn, og sambandið við V-Þjóðverja gerir þeim fært að vera í hag- kvæmum tengslum við Efna- hagsbandalag Evrópu. Og þótt frá sé talinn efnahagslegur hagnaður, sem sambandið við þessi ríki veitir, hafa Afríku- ríkin, sem um er að ræða, engan áhuga á að láta flækja sig í baráttu Araba gegn ísrael, enda telja þau hana í hæsta máta óskynsamlega. Talið er að ofangreind vanda mál hafi verið meginástæðan til fundarins í Saidia, og Hass- an hafi komið þar fram sem talsmaður þeirra Afríkjuríkja, sem ekki vilja flækja sig í áð- urnefnd áhugamál hinna rót- tækri. Ekki hefur enn verið opinberlega staðfest í Mar- okkó, að Hassan muni sækja fundinn í Algeirsborg, og gert er ráð fyrir að hann taki ekki endanlega ákvörðun um það fyrr en eftir annan fund með Ben Bella, sem halda á í Alsír innan skamms. Ef Hassan vill og getur feng ið leiðtoga ríkjanna 18 til að sækja ráðstefnuna í Algeirs- borg, er hugsanlegt, að Ben Bella launi honum með því að gera tilslakanir varðandi landamærahéraðið, sem Mar- okkó hefur gert kröfu til og óeirðirnar spunnust út af 1963. (OBSERVER — öll réttindi áskilin) því enn að hagnast nokkuð, og sannarlega ætti öfund í þeirra garð að vera óþörf, þótt hún sé að vísu alltof rík í íslendingnum. Þess vegna eru vissulega ógeðfelld skrif á borð við þau, sem að und- anförnu hafa sézt í kommún- istablaðinu. Nöfn þau, sem Loftleiða- menn velja vélum sínum, eru líka ánægjuleg og stuðla að því að haldið er á lcfti afreks- verkum íslenzkra manna fyrr og síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.