Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ FÖstudagur 4- juní 1965 Loftur Bjarnason: Hiutabréi Eimskips í Fiugfélagi íslands Svar til Arnars O. Johnsons Myndin sýnir togvírana sundurhöggna á spili varðskipsins Þórs í gær. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). Á ___________________________________________^ Auður Auðuns kjörin forseti borgarstjórnar — Kjör í sljórnlr og ne^ndí; 1. JÚNl sl. lýsti ég í viðtali við MorgunhJaðið. viðhorfum mín- um til sölu á hlutabréfum, sem Eimslíipafélag íslands á í Flug- félagi íslands. í Morgunblaðinu í dag beinir Örn O. Johnson, framkvæmda- Stjóri, til mín nokkrum fyrir- spurnum út af viðtali mínu við blaðið og mun ég nú svara þeim að gefnu tilefni. 1. Varðandi 1- spurninguna, þ.e.. hvenær stjó.rnarfundur Eim- skipafélagsins, sem haldinn var 7. maí sl., hafi verið boðaður, skal það tekið fram, að það var gert með bréfi dags. 5. maí. 2. Varðandi 2. spurningu, þ.e. hvort. fundarefnis hafi verið get- ið í fundarboðinu, skal tekið íram að í fundarboðum til stjórn arfunda. í Eimskipafélaginu er fundarefnis aldrei getið og vita stjórnarmeðlimir því ekki fyrir- fram, hvaða mál eru á dagskrá hverju sinni, a.m.k. ekki minni spámennirnir í stjórninni og var mér a.m.k. ekki tilkynnt um það, hvorki munnlega né skriflega, að fyrir fundinum 7. maí lægi kaup- tilboð frá Flugfélagi íslands á umræddum hlutabréfum. 3. Fyrsta máþ sem tekið var fyrir á stjórnarfundinum 7. maí yar kauptilboð frá Flugfélagi ís- lands á hlutabréfum Eimskipa- félagsins í Flugfélaginu, sem var dags. 29. apríl sl. Á fundinum tilkynnti ég, að fyrr um daginn hefði ég hitt Kristján Guðlaugsson, stjórnar- formann Loftleiða h.f., og hefði ég spurt hann, hvort Loftleiðir h.f. hefðu ennþá áhuga á að kaupa hlutabréf Eimskipafélags- ins í Flugfélagi íslands. — Gerði ég þetta vegna þess, að 13. jan. sl bauð Eimskipafélagið Flug— félaginu 800 þús. krónur af hlutafjáreign sinni í Flugfélag- inu á tíföldu verði, og þegar hér var komið voru liðnir rúmlega 3% mánuður frá því að sölutil- boð Eimskipafélagsins hafði ver- íð gert og eins og fyrr segir vissi ég ekki til þess að því tilboð.i hefði verið svarað. En það er ó- venjulegt, að sölutilboð standi svo lengi. — Skýrði ég frá því, að Kristján Guðlaugsson hefði tjáð mér, að Loftleiðir væru reiðu- búnar til að kaupa hlutabréf Eim- skipafélagsins í Flugfélaginu á fimmtánföldu verði. Urðu nokkrar umræður um þessi mál, en síðan var samþykkt að fresta ákvörðunum til næsta fundar. 4. Næsti stjórnarfundur var haldinn 14. maí sl. Lagði ég þá fram tvö skrifleg kauptilboð frá Loftleiðum h.f. Annað var dags. 10. maí sl. og hljóðaði um kaup á allri hlutafjáreign Eimskipa- félagsins í Flugfélagi íslands að nafnverði 1559 þús. krónur á fimmtánföldu verði. — Hitt til- boðið var dags. 12. maí sl. og hljóðaði 1 um kaup á 800 þús. krónum af hlutafénu einnig á fimmtánföldu verði. Á þessum fundi var samþykkt einróma að hafna tilboði Flug- félags Islands. Síðan var tekið fyrir fyrra tilboð Loftleiða h.f. og var það fellt af meirihluta stjórnarinnar. Þá var tekið fyrir síðara tilboðið, sem skemmra gekk og felldi meirihlutinn það einnig. Vona ég að með framanrituðu hafi ég svarað fyrirspurnum Arnar O. Johnson á fullnægjandi hátt. Áður er bent á, að rúml. 3V2 mánuður leið frá því að.Flug- félagi fslands voru boðin hluta- bréf Eimskipafélagsins þar til svar barst. Væri fróðlegt að fá upplýst, hvað olli þessum langa svefni stjórnar Flugfélagsins. Ef stjórn Flugfélags fslands., hefði; svarað sölutilboði Eimskipafélags ins innan hæfilegs tíma, er eng- inn. vafi á þyí að félagið., hefði j fengið bréfin keyf>t á tíföldu verði. Til viðbótar þvi, sem að fram- an sagir, vil ég taka f ram og á- | rétta það sjónarmið mitt, að Éim j skipafélagið eigi að einbeita sér að því verkefni sínu að sinna siglingum, en ef því verður fjár vant, er ekki endalaust hægt að selja skip til að leysa þann vanda og tel ég miklu eðlilegra að þessi umræddu hlutabréf séu seld. Ennfremur vil ég taka fram, að ég hefi alltaf verið hlynntur því að selja Flugfélagi íslands hlutabréf þessi eða starfsmönn- um þess t.d. að einhverju leyti, ef um það gæti orðið samkomu- lag milli félagsins og starfs- mannanna. Sl. haust komu þrír starfs- menn Flugfélagsins til mín og kváðust vera fulltrúar stórs hóps starfsmanna þess og létu í ljós áhuga á kaupum á hlutabréfun- um. Gat ég þess við þá, að mér væri það áhugamál að þeir keyptu bréfin, enda hefir það reynst farsælt hjá Loftleiðum h.f., að margir starfsmenn þess félags eiga verulegan hluta af hlutafé þess. Virtust þeir þremenningarnir ánægðir að samtalinu loknu og þökkuðu það, að þeir hefðu feng ið hrein og afdráttarlaus svör. Út af þeim urnmælum Arnar O. Johnsson í Morgunbl. í dag, að' Loftleiðir h.f. séu að leika það bragð að hindra það, „að starfsfólk Flugfélagsins gæti eign ast helming hlutabréfa Eimskipa félagsins í Flugfélaginu með því að bjóða Eimskipafélaginu fimmtánfalt verð fyrir hlut.abréf in á lokastigi samninga Flugfé- lagsins við Eimskipafélagið um kaup á hlutabréfunum fyrir starfsfólk sitt fyrir tífalt verð“ verður ekki hjá því komizt, að benda á, að í fyrrnefndu kauptil boði Flugfélagsins frá 29. apríl sl., er starfsmanna félagsins hvergi getið og er það tilboð eingöngu gert í nafni félagsins sjálfs. Öll afstaða mín til þessara mála, sem stjórnarmeðlimur í Eimskipafélaginu, mótaðist af því einu að gæta hagsmuna þess og gera hlut þess sem beztan. Hver maður hlýtur að skilja það, að ekki er hægt að selja einum aðila hlutafjáreiign Eimskipafé- lagsins í Flugfélagi íslands á tí- földu verði, .þegar annar aðili býður fimmtánfalt verð. Reykjavík, 3. júní 1965. Á fundi morg.arstjómar í gær var kosinn forseti borgarstjórnar, skrifarar borgarstjórnar og borg- arráð til eins árs. Þá var kjörið í ýmsar nefndir og stjórnar, m.a. 3 fulltrúar í stjórn Landsvirkjun ar. Auður Auðuns var samhljóða endurkjörin forseti borgarstjóm- ar. Við kjör í borgarráð komu fram tveir listar, D listi, sem á voru þau Auður Auðuns, Gísli Halldórsson, Birgir ísl. Gunnars- son og Óskar Hallgrímsson, og G listi, sem á voru Guðmundur Vigfusson og Kristján Benedikts- son. Sá fyrri hlaut 10 atkv., en sá síðari 5 og var því hlutkesti milli Óskars og Kristjáns, sem Kristján vann, en svo fór eininig í fyrra milli sömu manna, Við kjör þriggja manna í stjórn Landsvirkjunar komu fram tvéir listar, á öðrum voru Geir Hall- grímsson, borgarstó'ri, og Birgir ísl. GunnarssOn, en á hinum Sig- urður Thoroddsen. Þeir urðu sjálfkjörnir. Varamenin: Gunn- -laugur Pétursson, Gísli Halldórs- són og Guðmundur Vigfússon. Varaforsetar borgarstjórnar voru kjörnir þeir Þórir Kr. Þórð- arson, 1. varaforseti, og Gísli Halldórsson, 2. váraforseti. Þeir hlutu báðir 9 atkv., en 6 seðlar voru auðir. Skrífarar voru sjálf- kjörnir Birgir ísl. Gunnarsson og Alfreð Gíslason. Varamenn í borgarráð voru sjálfkjörnir þeir Geir Hallgríms- son, Þórir Kr. Þórðarson og Guðjón Sigurðsson af öðrum list- anum, en Adda Bára Sigfúsdóttir og Einar Ágústsson af hinum. í byggingarnefnd voru sjálf- kjörnir Guðmundur H. Guð- mundsson af öðrum lista, en Þor- valdur Kristmundsson af hinum. í heilbrigðisnefnd voru sjálf- kjörnir Birgir ísl. Gunnarsson, Ingi Ú Magnússon og Úlfar Þórð- arson. í hafnarstjórn voru sjálfkjörn- 'ir borgarfulltrúarnir Þór Sand- holt, Guðjón Sigurðsson og Einar Sigurðsson og Einar Ágústsson. Við kjör tveggja manna utan borgarstjórnar í nefndina hlaut listi, sem á voru Hafsteinn Berg- KLUKKAN rúmlega fimm í morgun urðu menn, sem voru að fara á sjó héðan, varir við að reyk lagði upp úr frystihúsinu „Jökull", sem hér er á staðnum. Frystihúsið er í eigu kaupfélags- ins hér og er gamalt, en við hlið þess stendur nýtt frystihús, er ber nafnið Frosti. f hinu gamla frystihúsi er að mestu geymdir ■línustampar fyrir sjómenn með beittri línu og annað þess háttar. Þá eru í húsinu frystihólf fyrir íbúa Raufarhafnar, þar sem þeir geta geymt matvæli sín. Ennfrem ur voru geymd um 70 tonn af salti í húsinu. Talið er að húsið sé ónýtt, þak er hrunið og stopp eyðilagt í veggjum, en þeir standa þó uppi. Húsið, og það sem í því var af vélarbúnaði og vörujn. var tryggt fyrir á þriðju milljón, sjálft hús- ið fyrir rúma milljón. Hólf einstaklinga munu hafa verið um 40 talsins og áttu menn þar hangikjöt, rauðmaga, svið og önnur matvæli, en ekkert af þeim vörum eyðilagðist utan að þær þiðnuðu og að þeim komst vatn. Slökkviliði staðarins tókst fljótt að raða niðúrlögum eldsins. — Veður var gott, nærfellt logn, er eldurinn kom upp. þórsson og Jón Sigurðsson, 10 atkv., en þar sem Guðmundur J. Guðmundsson var emn, 5 atkv. Fór því fram hlutkesti milíi Jóns og Guðmundar og vann sá síöar- nefndi. í framfærslunefnd komu fram tveir listar, á öðrum voru Gróa Pétursdóttir, Guðrún Erlends- dóttir, Gunnar Helgason og Jó- hanna Egilsdóttir. Á hinum list- anum voru Sigurður Guðgeirsson og Björn Guðmundsson. Sá fyrri hlaut 10 atkv., en hinn 5 og var því hlutkesti milli Jóhönnu og Björns, sem Jóhanna vann. Við kjör í útgerð.arráð var sama aðstaða, tveir listar, 10 atkv. gegn 5 og hlutkesti. Á öðr- um listanum voru Sveinn Bene- diktsson, Ingvar Vilhjálmsson, Einar Thoroddsen og Björgvin Guðmundsson. Á hinum (fram- sóknarmenn og kommúnistai að vanda) voru Guðmundur Vigfús-, son og Hjörtur Hjartar. Björgvin varin hlutkesti á móti Hirti. Sama endurtók sig við kjör í æskulýðsráð. ,Á Öðrúm listanurh. voru Auður Eir Vilhjálmsdöttlr, Berndt Berndsen, Ragriar Kjart- ansson og Eyjólfur Sigurðsson!. Á hinum Böðvár Pétursson ög Örlygur Hálfdánarson. Eyjólfur vann hlutkestið móti Örlygi; Endurskoðendur reikniriga borg arinnar voru kjörnir Arl Thorlacius,- Kjartan Ólafssori óg Hjalti Kristgeirsson. í stjórn SparisjóðS ReýkjáVík^ ur og Nágreririis Voru kjörnir Baldvin Tryggvason og Ágúst Bjarnason-. Endurskóðendur sjóðs iris voru kjörnir þeir Ingimundur Erlendsson og Björn Stefánsson. Talið er víst að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstöílu, sem var í miðju húsinu uppi, en mest brann í húsinu þar umt kring. — Einar. Kvlkmyndasýn- ingar Varðbergs í KVÖLD, 4. júni, sýnir Varð- berg á Húsavík 3 kvikmyndir fyrir almenning. Kvikmyndirnar eru „Endurreisn Evrópu“ og „Saga Berlínár", en þær rekja gang mála í álfunni frá styrjald- arlokum, ennfremur myndir „Yfirráðin á hafinu“, sem segir frá sjóhernaði á þessari öld. Öll- um er heimill aðgangur að sýn- ingunni, en hún er liður í kvik- myndasýningum Varðbergsfélag anna um land allt í tilefni þess, áð liðin eru 20 ár frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari. Breiðdalsvík, 3. júní. Vélskipið Sigurður Jónsson landaði hér í dag 500 málum af síld, sem öll fer í bræðslu. Þetta er fyrsta síldin, sem hingað berst á sumrinu. Von er á fleiri bátum riingað í kvöld eða nótt, Þetta er falleg síld, en fitumagn hefir ekki verið atihugað. — PálL Baufarhafnarbruninn. Bruni á Raufarhöfn Raufarhöfn, 3. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.