Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. júní 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ Hárgreiðsiukonan, sem venju- lega var skrafhreyfin, var af ein hverjum ástæðum óvenju þögul. Hún nuddaði höfuðið á Lutie með sterkum fingrum en sagði ekki neitt. Það var eins og þögn- in úr Barnaskýlinu hefði flutzt með henni hingað, gegn um kvik myndahúsið og hefði sett sig niður við hliðina á hennL Hún var með hroll. — Það hefur einhver gengið yfir gröfina þína, sagði hár- greiðslukonan og leit á hana í speglinum um leið og hún sagði þetta. Og jafnvel undir orðunum heyrði Lutie þögnina. Hún hafði setzt að í næsta básnum. Hún var að biða eftir, að hún færi út. Svo mundi hún ganga með henni eftir strætinu og heim. Eða þá kynni hún að fara þarna út um leið og hún, en alls ekki ganga með henni eftir götunni, heldur einhvernveginn síast inn í íbúðina áður en hún kæmist þangað sjálf, svo að þegar hún opnaði, mundi þögnin bíða henn ar þar. Án forms eða sköpulags. Bara bíða. « 18. kafli. Það var farið að snjóa þegar Lutie fór út úr hárgreiðslustof- unni. Kornin voru svo smá, að það var varla hægt að sjá, að þau væru snjór. Líktust meir regni, nema hvað regnið stakk mann ekki í andlitið, eins og þessar hvössu nálar gerðu. Eftir nokkrar mínútur yrði orðið dimmt.- Langir skuggar gerðu útlínur húaanna ógreini- legar. Ljósin í húsunum voru eins og svolitlar gular klessur, klessur, sem höfðu þó engin áhrif á skuggana, sem fóru sí- stækkandi. Hvíti, fíngerði snjór inn þyrlaðist framhjá gulu ljós- unum í stanzlausum dansi, svo að það var ómögulegt að fylgj- ast með honum, og hana hálf- svimaði. Hávaðinn og lætin á götunni voru þægjleg eftir alla þessa þögn, sem hafði ríkt í hár- greiðslustofunni. Strætisvagnar og vörubílar drundu, þegar þeir stönzuðu við götuhornin. Fólk, sem var að koma úr vinnu, ' rakst á hana. Það var flóð og fjara í skrafinu og hlátrinum, en stundum var þetta rofið af hvin inum í hemlum. % Börnin, sem þutu fram hjá henni gerðu sitt til að auka hávaðann og gauraganginn. Þau voru þarna allsstaðar, hristu um ferðamerkin fyrir framan póst- húsið, stálust upp í strætisvagn ana, börðu sorpílátin utan með kústsköftum, sátu ~í smáhópum í húsadyrum, rissuðu á gang- stéttina með litarkrít. Þau létu áminningar, sem öskraðar voru út um glugga sem vind um eyru þjóta. Strætið var svo yfirfullt, að hún stanzaði oft til þess að rekast ekkí á krakkahóp, og hún fór að hugsa um, hvort Bub hefði leikið sér svona, þegar hann var búinn í skólanum. Hún reyndi að sjá strætið með hans augum, en gat það ekki, vegna þess að teningaspil var í gangi fyrir miðri húsasamstæðunni, og svo heyrði hún glefsur af klámi innan úr knattborðsstofunni, og sá glannalega drengi með öfug- ar húfurnar, sem strunsuðu fram hjá, og allt þetta sá hún með augum hins fullorðna og frá hans sjónarhóli. Það var óhugs- ani að geta ímyndað sér, hvernig þetta leit út í augum Bubs, sem var átta ára. Hann gat hafa orð- iS hrifinn af því, en hann gat líka hafa orðið hræddur við það. Fyrir framan húsið, sem hún átti heima í, var hörkubardagi í fullum gangi. Krakkarnir not- uðu poka fulla af sorpi úr tunn- unum fyrir skotfærL Pokarnir höfðu rifnað og gangstéttin var þakið hverskyns óhroða, sem fýluna lagði af. Lutie smeygði sér gegn um alla þessa ófærð af appelsínu- börkum, kaffikorgi, kartöflu- hýði, fiskbeinum, klósetpappír, blaðadruslum, brotnuni brenni- vínsflöskum, flókahatti og göml um buxum. Kannski hafði Bub tekið þátt í svona hernaðL hugs- aði hún um leið og hún fúlsaði við hroðanum á götunni, kannski hafði svona bardagi átt erindi við ævintýraþrá hans, svo að haim hefði slegizt í lið með þessum krökkum Frú Hedges var í glugganum sínum og hvatti stríðsmennina til dáða. Hún kom auga á Lutie og vissi strax, að hún var fyrr á ferðinni en venjulega úr vinn unni, og ályktaði samstundis, að hún hefði verið að heimsækja Bub eða fara eitthvað hans vegna. — Hittirðu Bub? spurði hún. — Já. Sem snöggvast. — Þú hefur verið í hár- greiðslu, eða hvað? Frú Hedges athugaði svörtu lokkana, sem gljáðu undir húfunni á Lutie. — Þetta fer vel, sagði hún. g—¦BIIIUIBIIIIII II 54 m Hún hallaði sér ofurlítið bet- ur út úr glugganum — úr því að Bub hefur ratað í þessa ágæfu, þá þarftu auðvitað á pen ingum að halda. Það er einn kunningi minn, hr. Junto, «gæt- is maður, hvítur, sem. . . . Röddin dó út og Lutie sneri sér snöggt við og hvarf inn í húsið. Frú Hedges hleypti brún- um. Ef maður þurfti peninga, þá þurfti inaður peninga, og hún gat ekki hugsað sér, að nokkur manneskja snerist svona við, þegar þeir voru á boðstólum. Hún yppti öxlum og sneri aftur athygli sinni að bardaganum, sem var í fullum gangi fyrir neðan gluggann hjá henni. Þegar Lutie gekk upp stig- ann, lagði hún sérstaka áherzlu á hælasmeilina, af því að hljóðið gerði nokkuð til að draga úr hinni sáru gremju, sem hún fann til, og gaf til kynna reiðina, sem sauð í henni. í fyrstunni var það reiðin yfir þvi, að nokkur svört stúlka skyldi vilja sofa hjá hvítum manni, og öfugt. En svo fór hún að hugsa um Junto, sem sérstaka persónu. Junto hafði ekki viljað láta hana fá neitt kaup fyrir sönginn. Frú Hedges þekkti Junto. Boots Smith vann hjá Junto. Þessi lágvaxni maður, sem hún hafði séð í speglinum í kránni, festist í huga hennar reiðin óx og breiddist ú,t og náði nú bæði til Junto og frú Hedges og svo til allrar göt- unnar, sem hafði seilzt til að taka Bub frá henni, og svo náði hún loks til sjálfrar hennar, af því að hún bar nokkra ábyrgð á því, að Bub fór að stela. Þegar hún kom inn til sín stóð hún hreyfingarlaus, ásótt af þessari óhugnanlegu kyrrð, sem þarna var á öllu. Það var of sterk andstæða við hávaðann úti á götunni. Hún opnaði út- varpið og lokaði þvi síðan aftur, því að hún var að reyna að heyra eitthvað gegn um tónlist- ina. Þessi skríðandi vera, sem hún hafði orðið vor við í kvikmynda húsinu og hárgreiðslustofunni, var nú hérna í stofunni hennar. Hún sat á hnúskótta legubekkn- um. Áður hafði þetta enga mynd haft á sér, heldur verið eins og einhver fljótandi leðja eða efni, en nú þegar hún leit til legu- bekkjarins, tók það á sig mynd og fast efni. Hún gat nú séð, hvað það var. Það var Junto. Grátt hár, grátt hörund, stUttur skrokkur, breiðar herðar. Hann sat á legu- bekknum. Kaffiborðið með bláu plötunni var beint fyrir framan hann. Og fæturnir hvíldu fast á gólfdúknum. Ef hún gætti sín ekki, mundi hún öskra upp yfir sig. Hún mundi fara að æpa og ekki geta þagnað, af því að þarna var enginn. Samt gat hún séð hann og þegar hún sá hann ekki, fann hún á sér nærveru hans. Hún leit af honum og svo á hann aftur. Stundum var hann þarna, þegar hún leit þangað og stund um ekki. Hún starði á legubekkinn þangað til hún hafði loks sann- fært sjálfa sig um, að þar hefði aldrei neinn verið. Augun voru að blekkja hana, af því að hún var óstyrk á taugum. Henni datt í hug, að heitt bað mundi koma henni í jafnvægi aftur. En þegar í baðið kom, skalf hún, svo að vatnið gekk í bylgj- um. Kannski ætti hún að hringja til Boots og segja honum, að hún kæmi ekki í kvöld. Kannski yrði hún á morgun laus við þessa sívaxandi reiði og þessa yfirspenntu hræðslu, sem fékk hana til að sjá hluti sem voru alls ekki til og finna' það, sem hvergi var nærri. Já, það var ekki hálftími síð- an hún var að klæða sig og fara í stuttu, svörtu kápuna og setja upp hvíta hanzka. Þegar hún fór í hanzkana fór hún að hugsa um, hvenær hún hefði tekið þessa ákvörðun að fara yfirleitt, hvaða hluti huga hennar hefði valið það, sem hún átti að fara í, jafnvel þessa hvítu hanzka, án þessað hún hugsaði nokkuð um það í raun og veru. Því að, auð- vitað, ef hún færi ekki í kvöld, kynni Boots að snúast hugur. ¦¦»%:•. — Finnst þér ekki gaman að það skuli snjóa, pabbi? Þegar hún hringdi hjá Boots, kom hann strax til dyra, eins og hann hefði verið að bíða eftir henni. — Halló, elskan! sagði hann glottandi. — Feginn, að þú skyld ir koma. Það er héma kunningi minn, sem vil, að þú hittir. Aðeins tveir af lömpunum í stofunni voru logandi. Þeir, sem voru sitt hvoru megin við legu- bekkinn, og þeir köstuðu sterkri birtu á lágvaxinn, hvítan mann, sem sat þar. Hann stóð upp þegar Lutie nálgaðist og tók sér stöðu við gervi-arininn og studdi báðum olnbogum á hilluna. Lutie starði á hann og var ekki viss, hvort þetta væri hinn runverulegi Junto alskapaður, eða hinn, sem hafði setið á legu bekknum heima hjá henni. Hún lokaði augunum og opnaði þau aftur og þarna var hann enn, standandi upp við arininn. Kubbslegi líkaminn skyggði að nokkru leyti á rauða ljósið frá arninum. Boots kynnti hann sem hinn raunverulega Junto. — Hr. Junto, þetta er frú Lutie John- son. Junto kinkaði kolli, og Lutie sömuleiðis. Einhver mynd í speglinum benti niður með þum alfingrunum og um leið hvarf leikvöllurinn handa Bub og svo stóru, loftgóðu stofurnar. „Góð- ur, hvítur herra, þarfnast pen- inga". Hún leit af honum og sagði ekki orð. — Ég þarf að tala við þig, elskan, sagði Boots. — Komdu snöggvast inn í svefnherbergið. . . . Hann gekk áleiðis að dyr- unum, sneri sér svo við og sagði: — Við komum aftur eftir and- artak, Junto. Boots lökaði dyrunum, settist á rúmið og hallaði sér upp að gaflinum. — Ef þú færð mér peningana núna, get ég náð til lögfræðings- ins áður en hann lokar, sagði hún snöggt. Þetta herbergi var eins og stofan, þar voru of marg ir lampar og auk þess voru of margir speglar svo hún sá hann alltaf, hvernig sem hún sneri sér, með útteygðar lappirnar og fullkominn kæruleysissvip á andlitinu. Og þarna var sama hljóðdeyfandi ábreiða á gólfinu. — Farðu úr kápunni þinni og settu þig niður, elskan, sagði hann letilega. Hún hristi höfuðið. Hún gekk ekki lengra inn í herbergið, en stóð og sneri baki að hurðinnL og skynjaði, að ekkert hljóð kom Rýmingarsala — Rýmingarsala Sumarkjólar, verð frá 300 krónum. — Sumar og heilsárskápur. — Dragtir, verð frá 1000.— krónum. Mjaðmapils — Blússur — Töskur. FATNAÖUR, Skólavörðustíg 3. Innheimtustarf Óskum eftir að ráða mann til innheimtustari'a. Vélsmiðjan tiéðinn hf. Seljavegi 2. Til sölu Bantam krani á bíl með 50 feta bómu og 10 fet Jib í ágætu lagi. Ennfremur Caterpillar D8 jarðýta. Selj ast á góðu verði ef um semst. — Upplýsingar í síma 12075, Akureyri, eftir kl. 7 á kvöldin. þaðan sem Junto beið. Hún hafði komið með þessa óhugnanlegu þögn hingað inn með sér. — Ég má ekki tefja, sagði hún. — Ég kom bara til að fá þessa peninga. — Æ, já, peningana, sagði hann. Það var rétt eins og hann væri nú fyrst að muna eftir þeim. — Þú getur hæglega fengið pening- ana, elskan. — Ég er búinn að reikna það út. Junto er svarið við því. Hann gefur þér þá. Eins og skot! Hann smellti fingrum. Hann þagnaði snöggvast, rétt eins og hann væri að bíða þess, að hún segði eitthvað, en þegar það varð ekki, hélt hann áfram: — Þú þarft ekki annað að gera en vera almennileg við hann. Vera góð við hann, meðan hann vill það, oð þá hefurðu tvö hundruð dalina. Og að vera góð við Junto gefur betur af sér en nokkuð annað, sem ég veit. Raufarhöfn UMBOÖSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þórshöf n' Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasöiu. Eskifjörður t BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn", veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður FRU Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- uin. í söiuturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.