Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLADID Föstudagur 4. júní 1965 .--.....¦¦ ~, „..**,¦,: Landbúnaður •— Sveitirnar — Landbúnaður ÉÉfc^, ............; :„,»„--:,: ..::.--¦;„ .^.:,:ii. ^..j^ :í«:,: ¦ ¦:..^fiM BUNAÐARDEILDIN ENGINN vafi leikur á því, að rannsókna- og tilraunastörf í þágu atvinulífsins er einhver þýðingarmesta starfsemin í hverju þjóðfélagi. Hér er þetta starf í höndum Atvinnudeildar Háskólans. Hún skiptist í þrennt: Búnaðardeild, I Fiskideild Iðnaðar- og byggingardeild. Forstöðumaður Búnaðardeild- ar er Pétur Gunnarsson. Mbl. hefur beðið hahn að segja nokk- uð frá starfi deildarinnar. Varð hann góðfúslega við þeim til- maelum .Fara hér á eftir helztu upplýsingar hans. Búnaðardeildin hóf starfsemi sína árið 1937. Þegar hún var stofnuð voru ráðnir til hennar tveir menn. Síðan hefur starfsliðinu fjölgað mikið og starfði margfaldazt. deildinni í té 19 ha. land í Korp- úlfsstaðatúni fyrir þessa starf- semi. Þar eru framkvæmdir fjöl margar rannsóknir á sviði jarð- ræktar. Á Hesti í Borgarfirði rekur Búnaðardeildin kynbóta- og rann sóknabú í sauðfjárrækt. Á búinu eru um 900 fjár, sem allt er í ýmislegum rannsóknum og til- raunum. — Hvað er nú helzt gert á sviði jarðvegsrannsókna? — Á því sviði er einkum unn- ið að efnagreiningu á jarðvegi. M.a. er reynt *að finna áburðar- þörf ræktaða landsins og bænd- um leiðbeint um áburðarnotkun á grundvelli þess. 1 ár kaupa bændur landsins áburð fyrir ca. 160 milljónir kr. Þetta er ekki lítið fjármagn og því veltur á miklu að bændur fái sem mestar Stöðin að Korpúlfsstöðum Við deildina vinna nú þessir 10 sérfræðingar: Bjarni Helgason við jarðvegsrann sóknir, Björn Sigurbjörnsson við jurtaerfðafræði, Geir Gígja við skordýrarannsóknir, Gunnar Ól- afsson við fóðurrannsóknir, Hall- dór Pálsson við búfjárrækt, Ing- ólfur Davíðssón við jurtasjúk- dóma, Ingvi Þorsteinsson við gróðurrannsóknir, Pétur Gunn- arsson við fóðurrannsóknir, Stefán Aðalsteinsson við búfjár- erfðafræði og Sturla Friðriksson við jurtaerfðafræði. Sem stendur vinnu Jónas Jónsson, kennari á Hvanneyri, í stað dr. Björns Sig- urbjörnssonar, sem dvelst er- lendis. Auk þess vinnur allmargt aðstoðarfólk að rann- sóknum og tilraunum í þágu landbúnaðarins. Sá mikli vöxtur, sem átt hefur sér stað í starfsemi deildarinnar veldur því, að húsa- kostur í húsinu á Háskóialóðinni er orðinn mjög þröngur. Stendur það starfseminni allri fyrir þrif- um. Það er því mikið gleðiefni, að í útjaðri Reykjavíkur, á hinu svo- kallaða Keldnaholti, er nú orðin fokheld myndarleg bygging fyrir þessa starfsemi. Mun það valda tímamótum í landbúnaðarrann- sóknum þegar þær flytja í þessa glæsilegu og væntanlega vel- búnu byggingu. Búnaðardeild hefur komið á stofn Tilraunastöð fyrir jarð- rækt á Korpúlfsstöðum. Stjórn- endur Reykjavikurborgar létu og beztar leiðbeiningar um rétta og hagkvæma áburðarnotkun. í þessu sambandi hafa verið gerðar áburðartilraunir á til- raunastöðinni á Korpúlfsstöðum, öllum tilraunastöðvunum á jarð- rækt, á Bændaskólanum á Hvann eyri og hjá einstökum bændum eða alls á um 30 stöðum víðs vegar um landið. Þá hafa verið gerðar fjölmargar efnagreiningar á grasi bæði úr tilraunum, sem framkvæmdar eru beint á veg- um deildarinnar og frá tilrauna- stöðvum. Efnagreiningar á gras- inu eru gerðar til þess að kanna nýtingu ýmissa áburðartegunda og áhrif þeirra á efnainnihald gróðursins. Milli Búnaðardeildar og Til- raunastöðvanna er mikil og góð samvinna um framkvæmd ým- issa tilrauna. Þá hefur og verið unnið að rannsóknum á eðlis- eiginleikum íslenzks jarðvegs bæði hvað snertir hitastig hans og þann hluta vatnsins í jarð- veginum, sem gróðurinn tekur til sín. Með jurtakynbótum hafa meðal annars verið gerðar ýmsar til- raunir með val fóðurjurta, sem hæfa ísl. staðháttum og kanna hvernig þær' verða nýttar á sem hagkvæmastan hátt. Fjölmargar kál- og fóðurjurt- ir, sem fengnar hafa verið frá erlendum rannsóknarstöðvum og fræsölum, hafa verið reyndar hér. Að fenginni reynslu hefur síðan verið unnt að mæla með ákveðnum stofnum grasa í fræ- blöndur, káltegundum til haust- beitar eða rófum og kartöflum til manneldis. — Geta Islendingar stuðst mikið við útlendar tilraunir? — Þar sem íslenzkt veðurfar sníður gróðrinum þrengri vaxtar kjör hér en í nágrannalöndum okkar, er nokkrum vandkvæðum bundið að velja nytjagróður til ræktunar, sem kynbættur hefur verið við suðlægari aðstæður. Til þess að bæta úr þörf okkar fyrir sérstæðan og oft harðgerðarj gróður, hafa verið notuð innlend grös til kynbóta. í því skyni hef- ur verið safnað miklum fjölda einstaklinga ýmissa grasa og belgjurta sem verið er að bera saman og sem notaður er til framleiðslu á íslenzkum afbrigð- um. Enda þótt í nokkrum tilfell- um hafi tekizt áð fá fram eðils- betri afbrigði tekur tíma að fjölga þeim nógu ört, til þess að þau komi almenningi fljótlega að notum. Fjölmargar korntilraunir eru framkvæmdar til að kanna hyaða kornafbrigði reynast bezt til ræktunar hér, hvað snertir þol þeirra, gæði og uppskerumagn. Einnig eru gerðar áburðartilraun ii með korn. — Eru rannsóknir á beitarþoli lands í höndum Búnaðardeildar? — Já, það er unnið mikið að rannsóknum á gróðurmagni og beitarþoli afréttalanda. Tilraunir eru gerðar með að auka og bæta gróður þeirra og fá á þann hátt hagkvæmari nýtingu á þeim gíf- urlegu verðmætum, sem fólgin eru í sumarbeitafréttarlandanna. í þessu skyni hafa nú verið gerð nákvæm gróðurkort af öll- um afréttarlöndum á hálendi Suðurlands og Arnarvatnsheiði, frá Hverfisfljóti að Stórasandi. A komandi árum verða svo kort- lögð afréttarlönd norðanlands og austan, eftir því, sem unnt reyn- ist. Áætlað er að ljúka því verki á næstu 5 árum. Gróðurkort sýna, hve mikið er gróið á hverjum afrétti og hvers eðlis sá gróður er. Ennfremur sýna þau hvar uppblástur á sér stað og hva-r hans er helzt von. Unnið er nú að útgáfu þessara korta. Ennfremur eru fram- kvæmdar umfangsmiklar rann- sóknir til ákvörðunar á beitar- þoli landsins, mælingar gerðar á uppskerumagni gróðurlendanna, plöntuvali sauðfjár og efnasam- setningu og fóðurgildi beitar- gróðurs á ýmsum árstíðum. — En hvað um skepnurnar — búfjárræktina? Á sviði búfjárræktar hefur ver ið unnið að og gerðar umfangs- miklar rannsóknir á vaxtarlífeðl- isfræði, kjötgæðum og frjósemi sauðfjársins. Einnig hafa í því sambandi verið gerðar margar fóðrunartilraunir til þess að finna hvernig hægt er á hag- kvæmastan hátt að auka og bæta afurðir fjárins með réttri fóðr- un. Lögð hefur verið sérstök á- Atvinnudeild Háskólans herzla á að finna hvar veikasti hlekkurinn í vetrarfóðrun fjár- ins er, hvort hann er að finna í fóðrun og meðferð fjárins fyrri hluta vetrar, um miðjan vetur, síðari hluta vetrar eða um sjálf- an burðinn Oig eftir hann. Gerðar hafa verið beitartil- raunir með sauðfé bæði yfir sum arið og að haustinu á ýmis kon- ar ræktuðu landí. Fitunartilraun- ir með sláturlömb á ræktuðu landi síðla sumars og að haust- inu hafa gefið góða raun. Á Hesti og víðar hefur verið unnið að arfgengisrannsóknum mmmmm sem krefst meiri og fjölþættari menntunar og þekkingar en land búnaðurinn gerir. Á þessu, sem á mörgum öðrum sviðum, hafa orðið gífurlegar breytingar frá því sem áður var, þótt landbúnaður hafi um ald- irnar ávallt verið framkvæmdur af þjóðum, sem staðið hafa fram- arlega að menningú segir Pétur Gunnarsson að lokum. Tilraunastöðin á Keldnaholti Pétur Gunnarsson og hagnýtir erfaeiginleikar rann- sakaðir, meðal annars í sam- bandi við afkvæmisrannsóknir á hrútum. Þá hafa verið gerðar rannsókn ir á gerð og gæðum ullar og lítar erfðum hjá sauðfé. Sérstaklega hefur verið rannsakað hvernig grái liturinn erfist. Á vegum fóðurrannsókna og fóðrunartilrauna hefur verið unnið að rannsóknum á ýmsum inlendum fóðurtegundum, sér- staklega meltanleika þeirra og steinefnamagni. Meltanleikaákvarðanir á heyi hafa mjög mikið hagrænt gildi og gefa nauðsynlegar upplýsing- ai um fóðurgildi þess. Ennfrem- ur hvernig haga beri fóðruninni og hve mikinn fóðurbæti þarf að gefa með heyinu hverju sinni, til þess að fullnægja fóðurþörf grip- anna bæði að magni og efnasam- setningu. Margs konar fóðrunartilraunir hafa verið gerðar bæði- á sauð- fé og nautgripum. Heyverkunar- aðferðir haaf verið rannsakaðar, bæði hraðþurrkun, súgþurrkun og votheysgerð. Reynd hafa ver- ið íblöndunarefni, einkum maura sýra, í sambandi við votheysgerð og gefið góða raun. Þá hefur Búnaðardeildin lög- um samkvæmt eftirlit með fram- leiðslu og sölu á öllum fóður- blöndum. Við lifum á tímum tækni og framfara. í dag er þekkingin svo gildur og þýðingarmikill þáttur i baráttunni fyrir daglegu brauði, að segja má að hún sé alger undirstaða góðrar afkomu. Éig þekki engan atvinnuveg. Ijáfarinu 1 BYRJUN jólaföstu árið 1884 sat presturinn í Gaulverjabæ við ritpúltið sitt o,% skrifaði vini sín- um, héraðslækninum í Vest- mannaeyjum, á þessa leið: • „Fátt gerist hér um sveitir til framfara. Hér í hreppi er nokkuð farið að sinna túnasléttun meira en verið hefur, og er á þó nokkr um bæjum sléttað nokkuð árlega. Annars er allt dautt og dofið í þessari sýslu, félagsmálefni eng- in, engin hugsun um búnaðar- framfarir né verzlunarmál, eng- in hugsun um stjórnar- né kirkju mál." Það er auðfundið, að hinum mælska og framfarasinnaða klerki er mikið niðri fyrir þegar hann ritar þetta. Honum of- býður deyfðin, eymdin og kyrr- staðan. Eini ljósi bletturinn, sem hann sér, er þessi viðleitni bænd- ana að breyta þúfnakröi^unum kringum bæina í greiðfærari tún. Og það er vitanlega engin til- viljun, að þessi alkunni gáfu- og umbótamaður komi auga á þetta. Ræktun landsins, aukin heyöflun og þar með betri fóðrun búpen- ingsins var, eins hún er enn, und- irstaða bættrar afkomu fólksins í sveitunum. Fóðurskorturinn, og þar með fellirinn, hafði frá upp- hafi vega verið skömm og skaði Islendinga. Og þetta mátti að vissu leyti kallast óviðráðanleg^ meðan ræktunin var engin og öll heyöflun bæði spretta og nýt- ing, eingöngu háð duttlungum tíðarfarsins. En litlu sléttu blett- irnir í túnþýfi Flóans, sem sr. Páll í Gaulverjabae getur um í bréfi sínu, voru vottur mikilla vormerkja í íslenzkum landbún- aði. Nú er allt túnþýfi í landina horfið Qg ræktuninni hefur fleygt fram með ævintýralegum hraða. Aldrei hefur verið meira rækt- að heldur en á sl. ári. Líklega rijml. 6 þús. ha. yfir allt landið. Af því ræktuðu bændurnir í Ár- nesþingi, héraði sr. Páls í Gaul- verjabæ, 952 ha. Er það næstum helmingj meira heldur en þeir ræktuðu að meðaltali næstu 4 ár á undan, 1960-1963. Sýna þessar tölur ótvírætt hve djarft bændur sækja fram og hve það er f jarri þeim að láta úr- tölumenn eða bölsýnisprédikara hafa nokkur áhrif á sig. Við skulum vona að á okkar stórhuga og framsæknu ræktun- armönnum sannist það sem Davíð kvað, að „allir þeir sem yrkja sína jörS fá óðalsrétt í lífsins gróðurríki.- ¦H M»5^.r^a<^:iá, 'f liiiltýíaí^tfWii^^ift i •H....W*'--. - ^mm-mméIWM i mimMm j**^^*i**'x;^~~**áMs»í .. . tr-tiö—'::'*^-' toiÖ^tíáiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.