Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 4. junf 1965 MORCUNBLAÐIÐ 27 Frá skólaslitum Samvinnuskólans HER er nokkuð kuldaleg( mynd, sem tekin er íyrir | nokkru í Vestmannaeyjum. Þungar og kaldar bárur lemjaj svo aS brimlöðrið rýkur í háa- 1 loft. Snjóhvítt krap og sjávar- froða sleikjast um steina og( hleina. (Ljósm. Sigurgeir Jónasson)./ Gruss ous Island ÞAÐ er alkunnugt, að dr. Alex- ander Jóhannesson hefur, auk annarra kosta sinna, þann, að vera gott skáld, bæði á íslenzku og þýzku, þótt lítið hafi hann sinnt frumsaminni ljóðagerð. Verðlisti Neytendasam- takanna eflir sparnað á heimilum • Fjöldi nýrra félaga i - Neytendasamtökin. FRÁ sl. áramótum hafa mörg hundruð nýrra félagsmanna gengið í Neytendasamtökin, en langmest varð aukningin í sam- bandi við sparnaðarviku samtak anna, er svo var nefnd, en til- gangur hennar var fyrst og fremst sá að auka verðþekkingu fólks og beina því til þess, að það endurskoðaði kaupvenjur sínar. Var í því Skyni birtur ýtarlegur verðlisti yfir helztu matvörur, sem hér eru á boð- stólum, — alls um 400 tegundir — í Neytendablaðinu. Nokkru áður hafði Sveinn Ásgeirsson, formaður Neytendasamtakanna, flutt útvarpserindi um markmið og tilgang sparnaðarvikunnar. Þá v'ar fólk sérstaklega hvatt til að skrifa niður útgjöld sín þessa viku, og opna Neytenda- blaðsins gerð fyrir slíkt bók- hald. • Áhugi — árangur. Óhætt er að fullyrða, að á- bending og framtak Neytenda- samtakanna í þessu efni vakti al menna athýgli og eftirþanka. Verðþekking fólks á daglegum lífsnau'ðsynjum er ótrúlega bág- borin hér á landi. Af verðlist- anum gátu menn ekki aðeins séð, — áður en farið var út að verzla —, hvað hlutirnir kost- uðu, heldur var ekki sízt fróð- legt að geta gert samanburð og kynnt sér, á hverju væri völ. Á- kvörðun um matarkaup verður gjarnan að vana í mikilli fá- breytni. Ýmsir kváðust hafa les- ið listann spjaldanna á mi'lli eins og leynilögreglusögu, sem svo margt ótrúlegt gerðist í . Um árangur þessarar „vakn- ingar" er erfitt að segja, þar sem hann verður trauðlega mæld lir. Þar verður hver að láta í eigin barm, og er því hér með beint til fólks að gera þa'ð, en sparnaðarvikan hófst fyrir tæp- um tveimur mánuðum. Annars gat hver og einn haft sína sparnaðarviku, þegar honum sýndist, og getur ætíð, því að verðlistinn var ekki bundinn við svo skamman tíma, heldur einmitt sendur út í kjölfar síð- ustu verðhækkana á landlbúnað- arvörum. Vitað er þó, að sparn- aðarvikan hafði veruleg áhrif á viðskipti ýmissa verzlana, en aíðan virðast þau fljótt hafa komizt í hið fyrra horf. Annars var tilgangurinnifyrst og fremst sá að hvetja til hagsýni og end- urskoðunar á daglegum kaup- venjum, en ekki bara að kaupa minna í nokkra daga. • Verðlistinn er etin í fullu gildi. Menn geta því enn haft full not af honum til að ef<ia til sinnar fyrstu sparnaðarviku, hafi 'þeir ekki gerzt félagar í Neytendasamtökunum, og af hon um geta menn að sjálfsögðu haft dagleg not. Auk þess er það boð enn í gildi, að menn fá heild arútgáfu Neytendablaðsins fyr'ir árgjald 1965, en upplagið er á þrotum. Bókaverzlanir um Iand allt annast innritun nýrra félags manna. Skrifstofa samtakanna er í Austurstræti 14, símar 19722 og 21666. (Frá Neytendasamtök- unum). Skákþing Akureyrar SKÁKÞINGI Akureyrar er ný- lega lokið. Keppendur í meist- araflokki voru 11. Efstir urðu: 1—2 Halldór Jónsson 7Vz vinn. 1—2 Jón Björgvinsson TVz vinn. 3 Gunnl. Gúðmundssson 7 v. 4 Júlíus Bogason 6% vinning. i 5 Haraldur Ólafsson 6 vinn. 6 Jón Ingimarsson 5 vinn. Efstir í unglingaflokki varð Sveinbjörn Björnsson. Halldór og Jón tefldu' síðan 4 skákir til úrslita og sigraði Halldór með 2Vz vinning gegn IVz og hlaut þar með titilinn skákmeistari Ak ureyrar 1965. (Frá skákfélagi Akureyrar). sennilega mest vegna margvís- legra anna á sínum starfsama lífsferli. En hann hefur þýtt all rnikið, bæði úr þýzku á íslenzku og úr íslenzku á þýzku, einkum marga söngtexta. Hefur hann nú gefið út kver, — „Kveðja frá ís- landi", — með nokkrum þýðing- um íslenzkra ljóða á þýzku, og eru kvæðin hér prentuð á báðum málunum, og mun þetta vera fyrsta íslenzka ljóðabókin, þar sem sá háttur er á hafður og er það til hagræðis við mat á þýðingunum. Hér eru ljóð og brot úr ljóð- um eftir tuttugu og eitt skáld, og finnst mér þýðingarnar á þeim yfirleitt vera prýðilegar. Vil ég þar t.d. nefna „Til Þýzkalands" etfir Sigurð Sigurðsson frá Arn- arholti, „Ég bið að heilsa" og „Sáuð þið hana systur mína" eftir Jónas Hallgrimsson — og hið snilldarlega kvæði Tómasar Guðmundssonar, „Japanskt ljóð." En annars er erfitt að skera úri þ'ví, hvað sé bezt þýtt ÞóttT kvæðin séu mis-erfið, eru þýð- ingarnar nokkuð jafnar að gæð- um. Dr. Hallgrímur Helgason fylg- ir kverinu úr hlaði með greina- góðum og skemmtilegum for- málsorðum. SAMVINNUSKOLANUM Bif- röst var sagt upp 1. maí sl. Fór athöfnin fram í hátíðasal skólans og hófst með þvi, að skólastjóri síra Guðmundur Sveinsson, gerði grein fyrir starfi skólans liðið skólaár. Engar breytingar urðu á föstu kennaraliði skólans, en nýr stundakennari, Mr. Donald Brander, sendikennari, kom að skólanum og annaðist kennslu og þjálfun í enskum framburði og hafði talæfingar með nemendum. í vetur stunduðu nám í skól- anum 72 nemendur, 34 í 1. bekk, en 38 í 2. — Luku þeir allir prófi og stóðust. I 1. bekk hlaut einn nemandi, Þorsteinn Þorsteinsson frá Hofsósi, ágætiseinkunn, 9,10 og 32 I. einkunn. í 2. bekk fengu tveir ágætiseinkunn, Hreiðar Karlsson frá Narfastöðum Suð- ur-Þingeyjarsýslu 9,41, sem jafn- framt er hæsta einkunn í skólan- um á þessu ári, og Halldór Ás- grímsson frá Höfn í Hornafirði, 9,05, 34 hlutu I. einkunn og tveir II. einkuhn. í sambandi við vetrareinkunna gjöf var tekin upp sú nýbretyni að halda skyndipróf í öllum náms greinum mánaðarlega. Þótti þetta gefa góða raun og stuðla að jafn- ari lestri jafnframt því sem nem- endur áttu auðveldara með að átta sig á og fylgjast með fram- förum sínum í einstökum grein- um. Jakob Jóh. Smári. [STANLEY] HEFLAR HAMRAR VINKLAR HALLAMAL BORSVEIFAR SPORJARN — HÚLJARN SVEIFHNÍFAR TAPPASKERAR ÚRSNARARAR DÚKAHNÍFAR AXIR — BORAR RENNIJARN LUDVIG STORR Sími 1-33-33. Umsjónarmenn hlutu bækur að launum fyrir vel unnin störf. Hreiðar Karlsson hlaut bókaverð laun fyrir námsafrek og enn- fremur bókfærslubikarinn fyrir beztan árangur í bókfærslu. — ' Anna Harðardóttir, Akranesi hlaut peningaverðlaun frá Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur fyrir hsestu einkunn í vélritun. Formaður Nemendasambands Samvinnuskólans, Óli Hörður Þórðarson, sölustjóri, afhenti verðlaunagrip, styttu með merki sambandsins, sem gefin er í tu\- efni áttatíu ára afmælis Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrrv. skóla stjóra Samvinnuskólans og veit- ast skal fyrir beztan árangur í samvinnusögu. Að þessu sinni hlaut Hreiðar Karlsson þennan grip. Útboð Tilboð óskast í sölu á ýmsum tækjum í eldhús borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8. Infikaupastofnun * Reykjavíkurborgar. Að þessari greinargerð lokinni voru brautskráðum nemendum afhent skírteini þeirra. Þá lék hljómsveit skólans nokkur lög. Að því loknu fór fram afhend- ing viðurkenninga og verð- launa. f stuttu ávarpi, sem skólastjóri flutti til að þakka þessa gjöf, minntist hann Jónasar Jónssonar og starfa hans í þágu skólans og samvinnuhreyfingarinnar og skýrði frá því, að stjórn^Sam- bands ísl. samvinnufélaga hefði ákveðið að minnast afmælisins með því að gangast fyrir stofnun sérstakrar deildar innan bóka- safns skólans, sem bæri nafn Jónasar og helguð væri almenn- um félagsfræðum og gæti orðið visir að félagsmálabókasafni sam vinnumanna. Hefur stjórnin á- kveðið að leggja fram í þessu skyni áttatíu þúsund krónur á þessu ári. Að lokinni afhendingu. verð- launa söng blandaður kór nem- enda nokkur lög undir stjóra Hauks Gíslasonar, Borgarnesi. Síðan fluttu ávörp tveir úr hópi gesta dagsins. Hrólfur Hali- dórsson, fulltrúi, Reykjavík, tal- aðif yrir hönd 10 ára nemenda, þ.e. þeirra, er brautskráðust síð- astir úr Samvinnuskólanum und- ir stjórn Jónasar Jónssonar, með- an skólinn starfaði í Reykjavík. Færðu þeir skólanum peninga- gjöf í sjóð, sem stofnaður var 1963 og helgaður er minningu Jónasar Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Stefánsdóttur, og 'hef- ur það meðal annars að mark- miði að styrkja brautskráða nem- éndur til utanfarar og framhalds- nánis. Síðari ræðumaðurinn var fulltrúi 25 ára nemenda, Jóhann- es Þ. Jónsson, kaupfélagsStjóri, Suðureyri, sem einnig afhenti peningagjöf í sama sjóð. Að ræð- um loknum flutti frú Ásta Han- sen, Svaðastöðum, Skagafirði, frumort kvæði til skólans, en hún var ein í hópi 25 ára nem- enda, sem heimsóttu skólana þennan dag. Þar næst fluttu stuttar ræður fulltrúar heimamanna staðarins, Ingólfur Sverrisson f.h. nemenda I. bekkjar, Jóhann Ellert Ólafs- son f.h. þeirra, er brautskráðust og Vilhjálmur Einarsson f.h. kennara skólans. Að lokum flutti skólastjóri skólaslitaræðu og skólakórina flutti Söng samvinnumanna und- ir stjórn Hauks Gíslasonar. - Að athöfninni lokinni þágu gestir og nemendur kaffiboð Samvinnu- skólans. Mikið fjölmenni sótti staðinn heim, enda var veður hið fegursta. IMýkomið Aluminium- sorplúgur Alukraft-pappír. x Byggir hf, sími: 3-64-85. r^y I HRINGVER VEFNAÐARVÖRUVERZLUN IMýkomið Þunn ullarjersey efni í Ijósum litum. AUSTURSTRÆTI 4 Sl Ml 17900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.