Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 2
MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 11. maí 1965 !»ær byggingar, sem þörf er mest á, sitji fyrir í rökstuðningi fyrir nauðsyi laganna segir m. a. að brýru nauðsyn beri til að setja bráð» birgðalög um byggingu skóla mannvirkja, þar sem samin hal verið framkvæmdaáætlun un skólabyggingar í því skyni, al þær byggingar verði látnar sitjí fyrir sem þörf er mest á, og tl þess að byggingartími styttist frí því sem verið hefur. Til þess a< hægt sé að nota geymdar fjár veitingar til ákveðinna skóli mannvirkja til framkvæmda vil önnur skólamannvirki sé óhjá- kvæmilegt að fá ofarnefnda laga. heimild. SÉTT hafa verið bráðabirgðalög, þar sem Ríkisstjórninni er heim- 'ilt að fresta gfeiðslu fjárveitinga að einhverju eða öllu leyti til bygginga þeirraskólamannvirkja, sem fyrirsjáanlegt er, að hvorki er hægt að ljúka að fullu né að nothæfum áfanga með fjár- veitingum Aiþingis, sem fyrir hendi erú, og framlögum sveitar- félaga. Skulu þá slíkar fjárveit- ingar geymdar í ríkissjóði, en jafnframt heimiljt að veita lán af þeim til þess að hraða bygg- ingu þeirra skólamannavirkja, sem unnið er að til þess að ljúka þeim sem fyrst. Magnús Jónsson, fjármálaráðhe rra, flytur ræðu sína á hádegisfundi Verzlunarráðs íslands í gaer. —• Sitjandi frá vinstri: Magnús J. Brynjólfsson, kaupmaður, stjómarformaður í Verzlunar ráði íslands; Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri; Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands; EgiII Guttormsson, stórkaupmaður, varaformaður Verzlunarráðs ís lands; Sigtryggur Klemenzson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu neytinu; Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags ísienzkra iðnrekenda ,stjórnarmaður í V. I., og Torfi Hjartarson, tollstjóri. (Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M) Skatta- og tollainnheimta á tímamótum ÍLJr ræðu Magnúsar Jónssonar, fjármála- ráðherra á fundi Verzlunar- ráðs íslands 1 gær MAGNÚS Jónsson, fjármála- ráðherra, hélt ræðu í gær á hádegisfundi Verzlunarráðs íslands í Hótel Sögu. Ræddi ráðherra horfur í skatta- og tollamálum. 1 UPPHAFI ræðu sinnar gat Magnús Jónsson þess, að skatt- ar og tollar gegndu margþættu Mutverki í þjóðfélaginu; í fyrsta lagi öfluðu þeir tekna, sem stæðu undir útgjöldum rík isins; þá hefðu þeir víðtækara gildi, einkum tollar, svo sem til þess að vernda vissar atvinnu- greinar (vemdartollar); og í þriðja lagi væru þeir hagstjórn artæki, notaðir til þess að hafa áhrif á fjármagn, sem i umferð er í landinu, svo sem gert er í Danmörku. Þar eru þeir nú notaðir til að taka fé úr umferð og draga úr efnahagslegri þenslu, með því að innheimta meira en ríkisreksturinn bein- línis krefst. Hér á landi sem víðar hefur þróunin stefnt í þá átt, að horfið er frá beinum sköttum til ó- beinna, með því að skattleggja neyzlu borgaranna. Þetta við- horf byggist á breyttri þjóðfé- lagsaðstöðu, og hafa jafnvel sósaílistar gerzt fylgismenn óbeinnar skattlagningar. Á Vesturlöndum hafa félagslegar ! umbætur valdið aukinni þjóðfé- lagslegri aðstoð við þá, sem verst eru staddir. Þegar kjör manna hafa þahnig verið jöfnuð, er ekki eins brýnt og áður að hafa stighækkandi skatta. Árið 1959 munu beinir skattar 15% af tekjum ríkisins, en árið 1964 aðeins 10%. Ráðiherra kvað skatta hér ekki vera óeðlilega háa, þegar miðað væri við önnur lönd. Ýmsar breytingar hefðu orðið hér á síðari árum til að létta beinu skattana, og dregið hefði verið úr sköttun atvinnurekstr- ar og félaga, sem hefðu verið orðin óbærileg. Fleira þyrfti þó enn að koma til, en skattheimta hér væri alls ekki óeðlilega mikil, þegar litið væri til ann- arra landa. Ýmsir vildu nú afnema beina skatta algerlega, nema í sam- bandi við útsvarsálagningu sveit arfélaga, en slíkt ætti enn langt í land. Fjármálaráðherra sagði allt tekjuöflunarkerfi ríkisins nú standa á alvarlegum tímamótum. Vandlega þyrfti að rannsaka og íhuga öll þessi mál, svo að rík- inu yrðu tryggðar nægar tekjur. Brýn nauðsyn væri á að finna skattheimtuform, sem ekki þyrfti alltaf að vera að breyta, svo að borgararnir vissu, að hverju þeir gengju. Verðbólgu- þróunin hefði stefnt tekjuöflun ríkisins í vanda, sem snúast þyrfti gegn. Um 1500 milljónir króna af tekjum ríkissjóðs eru innheimtar til þess að borga aft ur beint út til almennings í formi niðurgreiðslna og ýmiss konar bóta. Hér væri því um hreina yfirfærslu tekna að ræða. Mjög nauðsynlegt væri nú, að álagning og innheimta skatta og Framihald á bls. 27 LÆGÐARSVÆÐIÐ suður af íslandi færist mjög lítið úr stað, en veldur allhvassri A-átt við suðurströnd lands- ins, þótt kyrrt sé í öðrum landshlutum. í dag hefur ver'ið hlýtt í innsveitum um allt land, t. d. 19 st. á Egils- stöðum og 18 st. á Síðumúla. Á nyrztu annnesjum var hiti um 6 st., enda þokuruðning- ur í lofti. Samninganefndir Iðju og atvi nnurekenda á fundL Nýir Iðjusamningar undirrilaoir SNEMMA í gærmorgun tókust i samningar miili Félags ísl. iðn- rekenda og Iðju í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri um . nýja kjarasamninga. Samkomulagið verður lagt fyrir félagsfundi til staðfesting- ar hjá Iðju í Reykjavík og Hafn arfirði í dag, en væntanlega ekki um sökum hægt að skýra frá fyrr en eítir helgi í Iðju á Akur- efnisatriðum samkomuiagsins eyri. fyrr en á morgun. Félag ísl. iðnrekenda mun einnig taka samkomulagið fyrir á fundi í dag kl. 4.30 í fundarsal Iðnaðarbankans. Ekki er af þess- Iðja í Reykjavík efnir til al menns félagsfundar um sam komulagið í dag kl. 18 síðdegi; í Iðnó. Glæsilegasta bíla- happdrætti ársins — og miðinn aðeins 100 krónur Gerið skii í skrifstoSunni — simi 171^0 — Landsiiappdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.