Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. maí 1965 CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN 1. KAFLI Brytinn þekkti strax einka- bróður frúarinnar, að því er hann sagði hinum ómanngleggri und- irmönnum sínum. Hann hneigði sig djúpt fyrir Sir Horace, og tjáði honum, frá eigin brjósti, að enda þótt hennar náð væri ekki til viðtals fyrir fjarskyldari aðila, myndi henni ánægja að taka á móti honum. Sir Horace, sem lét sér fátt um þessa undir- gefni finnast, rétti yfirhöfn sína að öðrum þjóninum og hatt sinn og staf hinum, fleygði hönzkun um sínum á marmaraborðið, og sagðist ekki efast um þetta og hvernig liði Bassett á heilsunni? Brytinn, sem stríddi milli ánægj unnar yfir, að nafn hans skyldi munað og vanþóknunarinnar yf- ir kæruleysislegri framkomu Sir Horace, sagði, að heilsan væri eftir vonum, og það gleddi sig að sjá, að Sir Horace virtist ekki deginum eldri en síðast þegar hann hafði þá æru að kynna hennar náð komu hans . . . með léyfi að segja. Hann gekk síðan á undan, hægt og hátignarlega, upp skrautlega stigann til Bláa Salarins, þar sem lafði Ombers- ley hálfdottaði á legubekk við arininn, með sjal yfir fótunum og húfuna greinilega hálffleytta. Hr. Dassett, sem tók eftir þessu, tilkynnti komuna í skipandi tón, eftir miklar ræskingar og hósts- Sir Horace Stanton-Lacy, yð- ar náð. Frú Ombersley hrökk upp af svefninum, starði kring um sig sem snöggvast, eins og hún átt- aði sig ekki á neinu, greip í húf- una, og æpti síðan veiklulega: — Horace! — Halló! Lizzie, hvernig er heilsan? sagði Sir Horace og gekk yfir gólfið og skellti lófan- um á öxl systur sinnar. — Guð minn góður, hvað þú gerðir mig hrædda, sagði hennar náð og tók tappann úr ediks- glasinu, sem hún hafði jafnan innan seilingar. Brytinn hafði horft á þessi um brot með þolinmæði, lokaði dyr unum að systkinunum, sem nú höfðu hitzt aftur og fór til að til- kynna undirmönnum sinum, að Sir Horace væri höfðingsmaður, sem væri mikið erlendis, og að því er honum hefði verið tjáð, væri hann í utanríkisþjónust- unni og hefði með höndum starf, sem væri ofar þeirra skilningi. En á meðan var höfðingsmað urinn að hlýja frakkalöfunum sínum við arininn, taka í nefið og segja systur sinni, að hún væri tekin að fitna. — En við yngj- umst nú hvorugt okkar, bætti hann við til þess að draga úr orðunum. Stór, gylltur spegill var á veggnum gagnvart arninum og um leið og Sir Horace talaði, lét hann augun dvelja ofurlítið við sína eigin mynd, ekki þó af hé- gómaskap, heldur með velvilj- aðri gagnrýni. Þessi fjörutíu og fimm ár höfðu farið vel með hann. Ef hann hefði fitnað eitt- hvað, þá gerði hæð hans, sem var vel yfir meðallag sitt til þess að láta ekki á því bera. Hann var glæsilegur maður að vallarsýn og jarpa hárið var enn laust við alla gráa lokka. Hann gekk allt af glæsilega til fara, en hann var alltof greindur til þess að hlaða á sig skrauti, sem hefði gert líkamlega misbresti enn meir áberandi. Systir hans tók þessari mein- lausu aðfinnslu rólega. Tuttugu og sjö ára hjónaband hafði skilið eftir merki sín á henni, og átta sinnum hafði hún sannað reikuí um eiginmanni sínum ást sína með erfingja, svo að hún var löngu hætt að hugsa um eigið útlit. Heilsan hjá henni var ekki betri en góð og lundarfar hennar var hóglegt og meinlaust, og hún var vön að segja, að þegar maður væri orðin amma, væri tími til kominn að hætta að hugsa um útlitið á sér. — Hvernig líður Ombersley? spurði Sir Horace, meir af kurt- eisi en áhuga. — Hann er aldrei frír við gigt ina, en annars er hann þolan- legur til heilsunnar. Sir Horace tók orðin eins og hann taldi þau töluð. — Hann drekkur of mikið, sagði hann og kinkaði kolli. — Hann hlýtur annars að vera kominn að sext- ugu, svo að ég vona, að þú sért laus við hin vandræðin, er það ekki? — Nei, nei, flýtti systir hans sér að segja. Hliðarhopp Om- berleys lávarðar voru að Vísu hvimleið þegar þau voru framin fyrir allra augum, eins og oftast var, en samt hafði hún aldrei tekið sér þau sérlega nærri. En þar með var ekki sagt, að hana langaði neitt til að ræða þau við bróður sinn, svo að hún veik tal inu við og spurði hann, hvaðan hann kæmi. — Lissabon, sagði hann og fékk sér aftur í nefið. Frú Ombersley varð dálítið hissa. Það voru liðin tvö ár síð- an hinu langvinna Spánarstríði lauk, og henni fannst, að seinast þegar hún hafði heyrt af Horace, hafði hann verið í Vín, og þá vafalaust tekið þátt í ráðstefn- unni þar, bak við tjöldin, en sú ráðstefna hafði tekið sviplegan enda, þegar Skrímslið slapp frá Elbu. — Ó! sagði hún, eins og utan af þekju, — auðvitað áttu hús þar! Því var ég alveg búin að gleyma! Og hvernig líður elsk unni henni Soffiu? — Sannleikurinn er sá, sagði Sir Horace, um leið og hann lok aði tóbaksdósunum og stakk þeim í vasa sinn, — að ég er ein mitt hingað kominn vegna henn ar Soffíu. Sir Horace hafði verið ekkill í fimtán ár og allan þann tíma hafði hann aldrei leitað aðstoðar systur sinnar við uppeldið á dótt ur sinni, og jafnan látið óum- beðnar ráðleggingar hennar eins og vind um eyrun þjóta, en þessi orð hans gerðu hana órólega. Hún sagði: — Já, Horace. Elskan hún Soffía- Það hljóta að vera komin fjögur ár eða meira, síðan ég hef séð hana. Hvað er hún orðin gömul? Hún hlýtur að vera farin að nálgast samkvæmisald urinn! — O, hún er nú lengi búin að vera á honum. Hefur víst aldrei verið annað. Hú,n er tvítug. — Tvítug? æpti frú Ombers- ley, bg tók að reikna á huganum. — Já, hún hlýtur að vera það, því að hún Cecilía mín er nýorð in nítján og ég man, að hún Soff ía þín fæddist næstum ári fyrr. Guð minn góður- Blessunin hún Maríanna! Ó, hún var svo yndis- leg manneskja! Með nokkurri fyrirhöfn dró Sir Horace upp myndina af kon- unni sálugu í huganum. — Já, það var hún, samþykkti hann. — En manni hættir til að gleyma. Soffía er ekki mjög lík henni. Sækir meira til mín. — Ég veit, hvað hún hefur ver ið þér mikil huggun, andvarp- aði frúin. — Og ég skil svo vel, að ekkert gæti verið áhrifameira en þessi ást þín á barninu. — O, það fór nú heldur lítið fyrir henni, svaraði Sir Horace. — Ég hefði alls ekki haft hana hjá mér cf hún hefði verið ó- þæg. En það var hún aldrei . . . Bezti krakki, hún Soffía! — Já, sjálfsagt hefur hún ver- ið betur komin í einhverjum fín um skóla . . . — Ekki aldeilis! Hún hefði aldrei getað orðið fín frökenar tepra, sagði Sir Horace kulda- lega. — Og auk þess er of seint að fara að lesa yfir mér um það mái! En sannleikurinn er sá, Lizzie, að ég er í dálítilli beyglu. Ég ætla að biðja þig að sjá um hana Soffíu meðan ég er í Suð- ur-Ameríku- — Suður-Ameríku? gapti frú Ombersle.y. — Brasilíu. Ég býst nú ekki við að verða lengi, en ég get bara ekki tekið hana Soffíu litlu með mér og ég get ekki skilið hana eftir hjá Tilly, af því að Tilly er dauð. Dó í Vín fyrir einum tveimur árum. Djöfulsins óleik- ur, sem húr, gerði mér með því, en líklega hefur það nú ekki ver ið viljandi. — Tilly? sagði frú Ombersley og vissi hvorki upp né niður. — Æ, guð minn góður, Elisa- bet, vertu ekki að éta eftir hvert orð, sem ég segi! Það er leiðin- legur ávani. Ungfrú Tillingham, kennslukonan hennar Soffíu. — Guð minn góður- Ætlarðu þá að segja mér, að barnið hafi enga kennslukonu? — Vitanlega ekki. Og þarfnast hennar heldur ekki. Ég náði allt af í . einhverja verndarengla handa henni, þegar ég var í Par- ís, og í Lissabon er engin þörf á þeim. En ég get ekki látið hana ganga sjálfala í Englandi. — Nei þó ekki væri! En Hor- ace minn góður, enda þótt ég vildi allt fyrir þig gera, er ég ekki alveg viss . . . — Bull og vitleysa, sagði Sir Horace hressilega. — Hún gæti vertið ágætis félagi fyrir hana dóttur þína . . . hvað hún nú heitir . . . Cecilía. Hún er ágætis sál og ekkert illt til í henni! Þetta hrós frá föðurnum kom systur hans til að depla augum og stynja upp einhverjum ves- ældarlegum mótmælum, en hann lét sem hann heyrði það ekki. — Og það, sem meira er, hún gerir þér enga erfiðleika. Hún hefur höfuðið á réttum stað, hún Soffía mín. Þú skalt engar á- hyggjur hafa af henni. Samkvæmt kynnunum af bróð ur sínum gat frú Ombersley vel trúað þessu, en sjálf var hún eins og hann, geðgóð og kærulít il, svo að hún stillti sig um öll mótmæli. — Já, ég er viss um, að hún er indælis stúlka, sagði hún. — E . . . skilurðu Horace — Og svo er hitt, að við verð- um að fara að sjá henni fyrir manni, hélt Sir Horace áfram og settist á stól við arininn. — Ég vissi alltaf, að ég gat reitt mig á þig. Enda ertu frænka hennar! Og eina stystirin mín í þokka- bót! — Mér hefði ekki verið það nema ánægja -að koma henni á framfæri í samkvæmislífið, sagði frú Ombersley, dreymandi. — En gallinn er sá , . . að ég er dálítið hrædd um, að . . . þú skilur, að þetta var afskaplega kostnaðarsamt með hana Cecil- íu mína í fyrra, og svo giftingin blessunarinnar hennar Maríu skömmu áður, og svo að koma honum Hubert til Oxford og hon um Theodór litla til Eton. — Ef þú ert að hugsa um kostn aðinn, Lizzie, þá skaltu hætta því, af því að ég skal kosta alla vitleysuna. Og þú þarft ekki að kynna hana við hirðina, því að það skal ég sjá um, þegar ég kem heim aftur, og ef þú nennir því ekki, skal ég fá einhverja aðra hefðarfrú til að gera það. En það, sem mér liggur á hjarta í bili, er að hún fái að vera með telp- unum þinum og umgangast við- eigandi fólk . . . þú veizt, hvað ég á við. — Auðvitað veit ég það, og hvað fyrirhöfnina snertir, þá er hún engin. En ég er bara hrædd um, að'ég sé alveg ónýt í þetta. Þú skilur . . . við erum ekki mik ið í samkvæmum . . . og höld um þau sjaidan. — Með svona stelpnahóp ætt uð þið að gera það, sagði Sir Horace blátt áfram. — Já, én ég hef bara engan stelpuhóp, mótmælti hún. — Sel ina pr ekki nema sextán ára og Gertrude og Annabel eru tæpast komnar út úr barnaherberginu. — Ég skil, hvað þú ert að fara, sagði Sir Horace góðlátlega. Þú ert hrædd um, að hún skyggi á Cecilíu. En vertu aldeilis óhrædd! Hún Soffía mín er engin fegurð aropinberun! Að vísu er hún fullgóð . . . meira að segja vil ég meina, að hún sé sæmilega lag leg, en hún dóttir þín er miklu meira. Eða það minnir mig hún væri, þegar ég sá hana í fyrra. Og mér fannst alltaf hann Om- varstu nú aldrei yfir meðallagi! Ogmé r fannst alltaf hann Om- bersley þinn heldur svona kauða legur. Borgarnes Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunölaðs- ins er að Hafnarstræti 92, simi 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess i bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allaii Eyjafjörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins. JAMES BOND í í í Eftir IAN FLEMINC — Þér viljið gera mig að fjárhættu- spilara, herra? Einmitt, en það eru miklar fjár- hæðir lagðar undir. Þú átt að fara í spilavítið í Royale-les-eaux.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.