Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 11. maí 1965 MORGU N BLAÐIÐ 17 Vilborg Bjarnadottir Minning í DAG verður til moldar borin Vilborg Bjarnadóttir, ekkja Guð- mundar heitins Gestssonar, sem um tvo áratugi til 1940 var portn- er í Menntaskólanum. Vilborg var fædd 13. sept. 1876 í Þykkvabæ í Landbroti, og voru þau systkini 16. Sex ára missti hún föður sinn og fluttist hún þá með móður sinni að Kirkju- foæjarklaustri á heimili Sigúrðar Ólafssonar sýslum'anns og ólst þar upp fram yfir ferrningu. Og síðar var hún um skeið hjá þeim sýslumánnshjónum í Kaldaðar- nesi. Taldi Vilborg sig hafa lært margt á því höfðingsheimili. Um aldamótin fluttist hún til Reykja- víkur, og þar giftust þau Vil- borg og Guðmundur árið 1905. Var hjónaband þeirra mjög far- sælt og þau hjón ákaflega sam- týmd og samhent. Guðmundur var Borgfirðingur og stundaði verkamannavinnu, en Vilborg hafði um nokkur ár brauðútsölu á heimili þeirra á Grundarstíg 15. En 1921 varð hann portner í Menntaskólanum og gegndi því erfiða og erilsama starfi fram yf- ir sjötugt. í sínum fáu og stopulu frístundum starfaði Guðmundur að söðlasmíði í hinu stóra eldhúsi í skólanum, en Vilborg hafði matsölu á heimili þeirra. Var þar því oft margt manna og glatt á hjalla. Eftir að þau fluttust úr skólanum héldu þau þessum störfum áfram meðan heilsan leyfði. Guðmundur dó 1953, tæpra 83 ára,- Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu, gifta Einari Ást- ráðssyni lækni, og Halldóru, sem er gift Sigurði Magnússyni skip- stjóra frá Eskifirði. Afkomendur þeirra Vilborgar og Guðmundar eru nú margir orðnir, og voru allir mjög elskir að ömmu sinni og lángömmu. Vilborg andaðist 8. júní sl., á 89. árinu. Fundum okkar Vilborgar bar fyrst saman haustið 1911, þegar ég, feiminn og uppburðar- lítill sveitadrengur, var sendur til að kaupa hjá henni brauð. Enn er mér minnisstætt hið glaða viðmót hennar, er ég kom í skúr- innganginn, þar sem brauðin voru geymd í skáp. Og oft vék hún að mér vínarbrauðsenda. — Svo fluttist ég af Grundarstígn- um og fullorðnaðist. En 1922, þeg ar ég fór að kenna í Menntaskól- anum, hittumst við aftur, og í frímínútunum fór ég fljótlega að venja komur mínar í eldhúsið til Vilborgar og Guðmundar, þegar mér leiddust lærðar umræður á kennarastofunni. Þar skíðlogaði í stóru eldavélinni, sem sett var upp fyrir konungskomuna 1907. Alltaf var heitt á könnunni hjá Vilborgu og fullar skálar af heit- um kleinum, og við Guðumndur tókum í nefið. — En það voru fleiri en ég, sem komu í eldhúsið. Nemendurnir gengu þar í gegn ýmissa erinda eða erindislaust og voru alltaf velkomnir. Og það voru fleiri en ég, sem fengu klein ur og annað góðgæti í eldhúsinu hennar Vilborgar, svo að stund- um hafði hún ekki við að baka. Margir nemendur voru í fæði hjá henni og fengu gjaldfrest, ef þess þurfti. Og það eru ekki fáir bitarnir og soparnir, sem hún Vil- borg átti í miðaldra mennta- Bændur — Ryðverjið Látið ekki landbúnaðartækin verða ryðinu að bráð. Ryðverjið með undraefninu TECTYL. Fæst á útsölustöðum B. F. um land allt. Ryðvörn mönnum þessa lands. En þeir ’ fengu fleira en þetta, þeir fengu hlýtt og glatt viðmót höfðings- ; hjóna, sem sinntu hvers konar relli, jafnt barnanna í 1. bekk og < herranna og damanna í 6. bekk. En þrátt fyrir það var Vilborg ákaflega ströng og reglusöm og mátti ekkert út af bera um regl- ur skólans. Allir nemendur urðu líka vinir þeirra. Á hverju vori færðu-6. bekkingar. þeim hjón- um bekkjarmyndir, sem Vilborg lét setja í ramma og prýddi með þeim veggi hins hlýlega heimilis þeirra hjóna, líka eftir að þau hjón fóru úr skólanum, og þar voru þær til dauðadags Vilborg- ar. Munu fáir hafa átt jafn stórt safn slíkra mynda. Og þegar þau hjón hurfu úr skólanum leystu nemendur þau út með góð- um gjöfum. Þessir tveir áratugir, sem þau hjón voru í skólanum munu hafa verið hamingjusamasti kafli ævi þeirra, þrátt fyrir mikið strit og mikinn eril. Minningarnar um hin mörgu hjartahlýju ungmenni, sem alltaf áttu þar kærleika að mæta yljuðu þeim til æviloka. Alltaf barst talið að skólanum, og um hann var spurt. Og skól- inn stendur enn í þakkarskuld við þau hjón. Þau áttu sinn ríka og ekki minnsta þátt í að við- halda þeim anda fornra menn- ingarerfða, sem þrátt fyrir allar umbyltingar svífur þó enn yfir öldnum þiljum hins gamla skóla. Báðum var þeim inngróin forn menning bókhneigðrar íslenzkrar alþýðu og eðlileg framkoma, svo að þau sómdu sér hvar sem var, og voru því skólanum hvarvetna til só.ma. Vilborg var kona fríð sýnum og fyrirmannleg, kvik í hreyf- ingum, glaðleg og síglöð, orðvör og umtalsgóð, en þó hispurs- laus og leit björtum augum á líf- ið þó að hún eins og aðrir ættu við sitt að stríða. Með myndar- skap sínum, reglusemi og hjarta- hlýju tókst henni hvarvetna að skapa hlýlegt' heimili, þar sem gott var að vera og gott var að koma, jafnt fyrir unga sem aldna. Það leið öllum vel í návist henn- ar, enda var alla tíð gestkvæmt hjá henni, bæði af skyldum og vandalausum. Hún bar sinn háa aldur ákaflega vel, hafði fóta- vist, hélt sjón og heyrn, hafðl óbrigðult minni og óskerta and- lega krafta og áhuga fyrir líf- inu. Og reglusemin brást henni ekki til hinstu stundar, svo að kvöldið áður en hún dó skrifaði hún nöfn sinna síðustu gesta I gestabókina sína. Og að morgni næsta dags leið hún út af eins og ljós. Og nú er hún farin, sú kona, mér óvandabundin, sem mér hef- ur þótt vænzt um og á svo margt að þakka. Við hjónin þökkum henni meir en hálfrar aldar vin- áttu og tryggð og vottum vanda- mönnum hennar samúð okkar. E. M. HÚN Vilborg amma er dáin. Nú verður ekki lengur til henn ar gengið að sækja okkur styrk í amstri dagsins og börnin mín koma ekki framar með sólskin 1 augunum sínum frá þessari elsku- legu konu. Hún var ein bezt gerða kona, sem ég hef kynnzt. Alltaf glað- lynd á hverju sem gekk með glettnina sívakandi í augnkrók- unum. Stöðugt afsakandi öll asnaspörk mannkindarinnar með skilningsríku umburðarlyndi. Það eru fleiri en krakkarnir mínir og ég, sem vildu líkjast henni og eldast sem hún. Vilborg amma var af 'sama toga og amma fræga mannsins, sem setur saman bækur, og innræ’tti honum að gera engri skepnu mein, hafa það efst í huga, að þeir sem minnstir væru fyrir sér og snauðir, ættu skilið alúð, ást og virðingu góðs drengs umfram aðra menn. Um árabil var hún sem móðir öllum verðandi menntamönnum í Reykjavík, meðan þau hjónin Guðmundur Gestsson, sem látinn ; er fyrir tæpum hálfum öðrum áratug, gættu húsa í gamla, góða ; skólanum við Lækjargötu. Það segja mér eldri menn en ég er, , að hugur þeirra hjóna hafi átt ; Framhald af bls. 21. INTERNATIONAL Nygen striginn í Generol hfólbörðunum losur yður við efftirlurandi óþægindi Krosssprungur af miklum höggum Sprungur af völdum mikils hita Aðeins GENERAL hiólbarðcar eru byggðir með NYGEN striga INTERNATIONAL hjólbarðinn hf. ÍAUGAVEG 178 SÍMI 35260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.