Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 28
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað londsins 129. tbl. — Föstudagur 11. juní 1965 I Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað ' ' 'V "///'<'''S/ 7 SVl" ' >//' ',i' 'S.V.W/" ' '' ' ', Fyrir framan eina af vörugeymslum Eimskipafélag-s íslands: G uðmundur J. Guðmundsson segir við fréttamann Mbl.: „Uss, það er alveg óþarfi að taka mynd af mér, ég er ennþá í hörkuvinnu“ Hafnarverkamenn hættu vinnu kl. 3 í gær HAFNARVERKAMENN í Rvík lögðu niður vinnu kl. 3 í gær. Eftir því sem næst verður kom- iat, er hér um að ræða samtök meðal þeirra sjálfra án íhlutun- ar frá stjórn Dagsbrúnar. Allt fór þetta friðsamlega fram, Eyr arvinnumennirnir hættu bara að vinna, stöldruðu við á hafnar- bakkanum stutta stund og ræddu saman og héldu síðan heim á leið. Ekki vildu þeir segja neitt um, hversu langan tíma þeir ætl uðu að vinna næstu daga, sumir töluðu um að hætta kl. 5, aðrir að ekki yrði unnið fyrir hádegi o.s.frv. Með þessu segjast þeir Jeitast við að knýja vinnuveit- endur til samninga. Er talið, að þeir hafi valið þennan dag til aðgerða einkum vegna þess, að yfirvofandi var verkfall á kaup- skipaflotanum frá miðnætti s.I. og því yrði mörg skip að yfir- gefa Reykjavikurhöfn án þess að hafa verið losuð eða lestuð að fullu. Þessi vinnustöðvun náði ekki til afgreiðslu togara. Hafnarverkamenn og forráða- menn Dagsbrúnar telja aðgerðir þessar fullkomlega löglegar, þar sem engir samningar séu í gildi milli Dagsbrúnar og vinnuveit- enda. Vinnuveitendasamband ís lands telur hins vegar að hér sé um algjörlega ólöglegt verkfall að ræða hjá þeim mönnum, sem unnið hafa eitt ár eða lengur og öðlazt þar með eins mánaðar upp sagnarfrest. í tilefni af þessum atburðum átti Mbl. stutt viðtal við Björg- vin Sigurðsson framkvæmdastj. Vinnuveitendasambands íslands; Guðmund J. Guðmundsson vara- formann Dagsbrúnar og tvo hafnarverkamenn. Framihald á bls. 27 50 málverk hafa selzt MJÖG góð aðsókn hefur verið að sýningu Guðmundar Guðmunds- sonar (Ferro) í Listamannaskól- anum. Yfir 2000 manns hafa séð sýninguna og 50 myndir eru þeg- ar seldar. Sýningin er daglega opin frá kl. 1—10 e.h. og stendur til 15. júni. 5 dagar NÚ eru aðeins fimm dagar, þar til dregið verður í glæsi- legasta bilahappdrætti ársins um tvær Ford Fairlane-bif- reiðir, árgerð 1965, að verð- mæti samtals 660 þúsund kr. Nú eru allra síðustu forvöð fyrir þá, sem fengið hafa ser,<ila miða, að gera skil í skrifstofunni í Sjálfstæðishús- inu við Austurvöll, sími 17100. Miðinn kostar aðeins 100 kr., og veitir möguleika á glæsi- legum vinningi. Miðar fást í skrifstofunni, og eru einnig seldir úr hinum stórglæsilegu happdrættisbif- reiðum við Útvegsbankanm. Tryggið ykkur miða í tíma. Landshappdrætti Sjálfstæðisfiokksins. Tregari síld- veiði í gærdag Var að aukast í gærkvöldi — skipin vestur með aflann AFLI síldveiðiflotans aðfaranótt fimmtudagsins varð 58.550 mál, en það voru alls 52 skip sem fengu þennan afla. í gærdag var afli fremur tregur og fá skip að veiðum. Aflinn var þó að aukast í gærkvöldi, en veiðisvæð ið var ca. 140 milur austur af Rauðanúpi. í gærkvöldi voru 10—15 skip á leið til lands og var afli þeirra um og yfir 1000 mál. Gott veður var á miðunum, austan gola og þokusúld. Skipin héldu lan.gflest með afl ann til Eyjafjarðarhafna og Siglufjarðar, þar sem ekki var hægt að taka á móti meiri síld á norðustanverðu landinu eða Silfurlampinn afhentur 14. júní AÐALFUNDUR Félags ísíenzkra leikdómenda var haldinn mið- vikudaginn 9. júji. Stjórn félags- ins var endurkjörin, en hana skipa: Sigurður A. Magnússon, formaðuy, Ólafur Jónsson, ritari, og Gunnar Bergmann, gjaldkeri. Ákveðið var að afhenda Silfur- lampann fyrir leikárið 1S64—65 mánudaginn 14. júní kl. 8:30 e.h. í hliðarsal Þjóðleikhúskjall- arans. Að þessu sinni verða frjálsar veitingar, en ekki borð- hald eins og undanfarin ár. Þess er væoít að styrktarfélagar, leik- arar og annað leikhúsfólk fjól- menni til hóísins. Austfjörðum. Sildarvérksmiðjur ríkisins á Siglufirði hófu bræðslu klukkan 6 í gærdag og Rauðka hefur bræðslu í dag. Um 20 þúsund mál höfðu borizt til Siglufjarðar í gærdag og þá voru nokkur skip á leið þan.gað með afla sinn. Verkfall hafið á kaupskipaflotanum Ekkert benti til samkomulags í nótt VERKFALL hófst á kaupskipa- flotanum á miðnætti síðastl. Það voru þernur, þjónar og mat- reiðslumenn, alls 40—50 manns, sem boðuðu til verkfallsins. Þeg- ar blaðið fór í prentun stóð yfir sáttafundur í deilunni, en þá benti ekkert til þess að samkomu lag næðist. í gærdag voru undirnefndir á fundi frá kl. 2.30 til 5, en sátta- fundur hófst kl. 9 síðdegis. Engin kaupskip voru í Reykja- víkurhöfn þegar verkfallið skall á, en kl. 10 í gærkvöldi hélt Gull- foss úr höfn o,g varð að fara með svo til allar vörur sem skipið Samning* arnir á Aust- fjörðum Drög að „taxta" lögð íyrir íélagsíuiid SVO sem skýrt var frá í Mbl. í gær héldu fimm verkalýðsfélög á Austurlandi, sem ekki hafa undirritað samkomulagið uno kaup og kjör á Norður- og Aust- urlandi, sem gert var sl. mánu- dag, fund á Egilsstöðum í gær. Þar var ákveðið að boða til funda í félögunum og leggja þar fram drög að „taxta“ er hljóðar upp á 44 stunda vinnuviku og 8% kaup- hækkun. Fundir þessir verða væntanlega haldnir nú um helg- ina. Fundir hafa ekki verið haldnir í verkalýðsfélögunum þremur á Eskifirði og Reyðarfirði, sem undirrituðu samningana. • Arkanesi, 10. júní. LANGT er komið verkinu að reisa hljóðmerkjavita í Skála- tanga í Innri-Akraneshreppi. — Mastrið er 30 metra hátt. Annar hljóðviti verður á Galtarholsmel- um, þriðji er í Reykholti, fjórði á Löngumýri, fimmti í grennd við Akureyrarflugvöll og sjötti er á Bakka á Kjalarnesi. — Oddur. hafði komið til landsins. Gafst ekkj tími til að skipa þeim upp hér, en samkvæmt áætlun átti Gullfoss ekki að fara utan fyrr en kl. 3 á laugardag. Hefur verk- fallið því þegar valdið tjóni. Þá var Selfoss í Reykjavíkur- höfn í gærdag, en hélt út áður en verkfallið skall á. Eein olíu- laust á Raufarhöfn Raufairhöfn, 10. júní. HÉR er allt orðið oliulatist ' enm einu sinni. Þurfti að láta | síldveiðiiiskipin fá oiíu til alö | þau gætu haldið áfram veið- , um og í dag fékk rafstöðin ' tvo bílfarma af olíu frá Kópe- skeri. Raufairha fnairibúuim bliösk rar , seinlæti olíufélaganna varð- : arndi oliíuflutminiga hingað. .— l Einair. Siglfirðingar samþykktu samningana VERKALÝÐSFÉLÖG á þrem stöðum á Norðurlandi hafa stað fest kjarasamningana, sem gerð ir voru sl. mánudag. í gærkvöldi var haldinn sameiginlegur fu/»d- ur í Þrótti og Brynju á Siglu- firði og var hann vel sóttur. Samningsuppkastið var sam- þykkt samhljóða. Áður höfðu Eining á Akureyri og Verkalýðsfélagið á Húsavík samþykkt samningana. í kvöld kl. 9 er boðaður fundur um uppkastið hjá verkalýðsfélaginu á Raufarhöfn. Fundur undirnefnda í deilu Dagsbrúnar, Framsóknar, Hlífar, Framtíðarinnar hefur verið boð- aður kl- 9 30 árdegis í dag. 15 ára síldin kom íyrst á miöin Sterkasti árgangur á þessari öld MBGINÞORRINN af þeirri síld, sem nú hefur verið að veiðast, er 16 ára gömul síld af svokölluðum norskum stofni, þ. e. sú síld sem hrygnir við Noreg. Þessa síld þekkja fiskifræðingarnir vel, því þetta er sterkasti síldarstofn- inn sem komið hefur á þessari öld að því er Jakob Jakobsson tjáði okkur í gær. Þessi síld hefur á hverju ári undanfarið komið að íslandsströndum, gefið góðan afla og fiskifræð- ingar fylgst með henni. Að- spurður hvort þeir hefðu enn átt von á henni á miðin, svona gamalli, sagði Jakob að það héfðu þeir vissulega, en kannski hefði gangan verið öllu kröftugri én þeir þorðu að gera sér vonir um. Þessi síldarárgangur hefur alltaf komið fyrst á miðin síð- an 1960, en er í minnkandi magni nú, bæði búið að veiða mikið af síldinni og hún fer að láta á sjá úr þessu. Annars getur síld orðið 25 ára gömul, svo fiskifræðingar viti til. Þessi síld kom sem sagt fyrst í miklu magni nú, en Jakob sagðist búast við því að næsta síldarganga yrði með yngri og stærri síld. Síldin af 15 ára árganginum er horuð og kemur ekki til greina sem saltsíld, enda er fyrsta síldin á vorinu yfirleitt ekki nógu feit. En hún er að fitna og getur fitnað mjög hratt, ef hún hefur nógu mikla átu, eru dæmi til að síld fitoni um 1% á dag. Þar sem þessi síld er nú í Austur- íslandsstraumnum er hún í miklu af svokallaðri tómsæv- arátu, sem er lík rauðátunni, en stærri. Þessi 15 ára síldarstofn hef- ur, sem fyrr er sagt, alltaf verið mjög sterkur. Þegar síldin var 5—6 ára var met- afli á vetrarsíldveiðunum í Noregi og síðan 1960 hefur hún alltaf komið fyrst á mið- in við Island, og fært okkur afla. Jakob Jakobsson er í síldar- leit á Ægi. Hefur undanfarna 8 daga leitað fyrir Norður- landi, án árangurs. Voru þeir í gær staddir N og V af Langa nesi og ætluðu að athuga kant inn þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.