Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 h < i EINN góftan veðurdag nú fyrir skömmu bættist skyndilega nýr meftlimur í fjölskyldu Sigurftar Jóns- sonar hjá Loftferðaeftirlit- inu, og það all sérkennileg ur, nefnilega pínulítill æöarungi. Aðdragandinn að þessu var sá, að Sigurður hafði eignazt nokkur svartbaksegg og þegar hann fór að athuga þau betur á eldhúsborðinu heima hjá sér, sá hann að með þeim hafði slæðzt eitt æðarkollu- egg Allt í einu varð hann þess var að eggið tók að hreyfast, og þegar hann hug- aði betur að því, heyrði hann Bibí unir vel sínum hag á gæruskinninu, þegar dúkkan er nærri. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Sagan um það hvernig Bíbí vaknaði til lífsins Bíbl hefur þjón á hverjum flngrl, enda þykir öllum vænt um yngsta fjölskyldumeðliminn, og þá ekki hvað sízt Sigurði Jónssyni, sem hjálpaði honum inn í veröldina. að innan úr þvi barst örltíið tíst. Hann þreif þá eggið í skyndi miiklu, setti það í bóm ull og lét það á vel heitaan stað, ef svo kynni að fara, að það myndi hjálpa unganum inn í þessa vondu veröld, sem hann taldi þó mjög með ólík- indum. Sigurður lét svo eggið alveg afskiptalaust til morg- uns, en þegar hann hugaði að því þá, jú, mikil ósköp, ung- inn hafði brotið utan af sér skurnina og tók nú á móti honum með miklu fagnaðar- tísti. Hann varð strax á fyrsta degi mjög hændur að öllu heimilisfólkinu, en þó hefur hann tekið sérstöku ástfóstri við yngstu dótturina, Karen, sem hann eltir út um allar trissur, og þarf hún ekki ann að en kalla „Bí, bí, bí“, þá kemur hann strax á harða hlaupum. Meiri loðna — minni síid Heildaraílinn í jan.— íebr. heldur minni en á sama tíma 1964 ' HEILDARFISKAFLINN tvo fyrstu mánuði ársins nam 118.379 tonnum, þar af var báta- fiskur 109.943 tonn og togara- fiskur 8.436 tonn. Af heildarafl- anum var síld 48.060 tonn og loðna 30.732 tonn. Á sama tímabili árið 1964 var heildaraflinn 119.877 tonn, þar af bátafiskur 111.073 tonn og tog- arafiskur 8.804 tonn. Þá var síld 64.139 tonn af aflanum og loðnan 3.716 tonn. Sem sjá má af þessum tölum varð síldaraflinn nú í janúar og febrúar um 16 þúsund tonnum minni en árið áður, en hins veg- ar hafði loðnuaflinn stóraukizt, eða úr 3.716 tonnum í 30.732 tonn. Að sjálfsögðu sköpuðust ýmiss vandamál fyrst í stað á heimilinu sökum tilkomu hins nýja meðlims. En þar sem ga.gnikvæmur skilningur ríkti á milli heimilisfólksins og æðarungans voru þau brátt farsællega til lykta leidd. Eitt það helzta var, að imginn neit aði algjörlega að sofa ein- samall, því hann er að eðlis- fari félagslyndur mjög. Þessi afstaða Bíbí, eins og unginn er venjulega kallaður, skap- aði í fyrstu hálfgert vandræða ástand á heimilinu ,þar til Karen fann upp það snjall- ræði að fá honum litla dúkku, sem hann gat hjúfrað sig upp að yfir nóttina. Eftir það er Bíbí algjörlega sáttur við um heiminn. Fyist í. stað óttaðist heim- ilisfólkið, að erfiðlega kynni að ganga að fá Bíbí til þess að borða. En það var nú öðru nær, hann var fljótur að 6emja sig að mannanna siðum og nú drekkur hann vatn og mjólk úr venjulegum glösum en auk þess var útbúin fyrir hann lítil tjörn í baðkerinu, þar sem í var látinn ýmiss konar matur, svo sem brauð og fiskur, sem hann getur svo kafað eftir, þegar hann gerist svangur. Sigurður sagði okkur, þeg- ar við heimsóttum hann, að I heimili hans að Álfheimum 40 I í gær, að hann hefði verið | að hugsa um að láta Bíbí strax niður á tjörn, þar sem hann óttaðist, að unginn mimdi aldrei komast upp á lagið með að borða hjá þeim, en þar sem hann væri nú far- inn að borða af mikilli matar- lyst, ætlaði hann að hafa hann dáltíið lengur hjá sér og láta hann stæfcka meira, áður en hann sleppti honum í Tjörnina. Til þess að geta ljósmynd- að Bíbí þurftum við að vekja hann af værum blundi. Það var auðséð, að hann var ekk ert alltof hrifinn af öllu þessu umstangi í sambandi við myndatökumar og hann gaf frá sér hástemmd ' mót- mælatíst — En ekkert dugði, — hann varð að gjöra svo vel að sitja fyrir, hvort sem honum líkaði betur eða verr og hann var látinn hlaupa um gólfið, drekka vatn úr glasi, kafa í baðker- inu, og þegar öllu þessu var lokið, var hann orðinn svo þreyttur að hann fór beint inn í ból, þar sem hann sðfn- aði vært og dreymdi ljótan draum um ljósmyndara. Dótturdóttir Sigurðar fékk óvænt skemmtilegan leikfé- laga, en ekki verður annað séð en hún eigi eftir að kynnast honum örlítið betur. STAKSTEIIMAH Æsingaskrif KOMMÚNISTABLAÐIB birtir nú dag hvem logandi æsinga- skrif um kjaramálin og þær samningaviðræður, sem yfir standa. Hefur blaðið það eftir ýmsum, sem það birtir samtöl við, að nú beri að beita hinnl mestu „hörku“ í þessum málum. 1 gær birtir kommúnistablað- ið svo fórustugrein, þar sem það ræðst á samkomulag verkalýðs- félaganna á Norður- og Austur- landi, og telur, að þeir séu siður en svo nokkurt fordæmi fyrir verkalýðsfélögin og atvinnurek- endur hér syðra. Kemst blaðið m.a. að orði um þetta á þessa leið: „— Samningar þeir sem gerð- ii hafa verið fyrir norðan, þar sem atvinnuskcwtur hefur verið alvarlegt vandamál um langt skeið, geta ekki verið neitt for- dæmi fyrir verkafólk sem býr við allt aðrar aðstæður, af þeirri einföldu ástæðu, að þar eru þeir ekki „raunhæfir“, ekki í sam- ræmi við staðreyndir atvinnu- lífs og vinnumarkaðarins. Jefn- vel þótt ritstjórar íhaldsblað- anna og framkvæmdastjóri at- vinnurekendasambandsins hafi sjálfdæmi um gerð þvílíkra samninga yrðu þeir pappírsgagn eitt, því að þeir stangast við veruleikann sjálfan". Svo mörg voru þau orð. Hljóð úr Tímahorni Tíminn tekur mjög svipaða af- stöðu og kommúnistablaðið og telur, að viðhorfin til samninga hér syðra séu allt önnur en fyrir norðan og austan. Birtir blaðið forustugrein um þetta i gær og kemst þar m.a. að orði á þessa leið: „Á þeim stöðum, þar sem ekki hafa enn náðzt samningar milli verkamanna og atvinnurekenda, horfa málin allt öðruvísi við en Norðanlands. Þar er nú víðast hvar svo mikil atvinna, að marg- ir eru yfirborgaðir. Viðhorfin og aðstaðan er þar allt önnur. Þar eru miklu betri skilyrði til að vinna að því, sem er aðalkrafa verkamanna, en hún er sú að kaupmáttur tímakaupsins aukist, en án þess getur enginn raun- hæf stytting vinnutimans átt sér stað.“ Fólkið vill vinnufrið Hér skal ekki fjölyrt um af- stöðu kommúnistablaösins og að- almálgagns Framsóknarflókks- ins til samninga verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. Kjarni máls- ins er, að fólkið hér syðra vill áreiðanlega vinnufrið, ekki síð- ur en fyrir norðan og austan. Þegar júnísamkomulagið náðist í fyrra til eins árs, var því fagn- að af alþjóð. Óhætt er að full- yrða að samkomulaginu við verkalýðsfélögin fyrir norðan og austan hafi einnig verið mjög vel tekið, bæði hér syðra og annars staðar. Almenningur vill að samkomulag náist, samkomu- lag, sem tryggi launþegum raunhæfar kjarabætur og vinnu- frið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.