Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 3
Föstudágur 25. Jðn! 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 Akureyri 21. júní. ÆSKU LyBSR AÐ Akureyrar og Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hafa haldið uppi reiðskóla fyrir börn undan-- farin mánuð við býlið Kaup- angsbakka, sem er í Eyjafjarð arhólmum og eigm Léttis. Skólaslit fóru fram á laugar- daginn í kyrru og björtu veðrL Eyjafjarðará liðaðist lygn og slétt milli grænna og grös ugra bakka á leið sinni til sjávar ,og snævi krýnd fjöll- in spegluðust í vatnsfletin- um. Stórir hrossahópar hlupu fram og aftur suður á bökk- unum, en nær bæjarhúsunum voru hins vegar stórir hópar barna, sem sýnilega voru full Litlu knaparnir bera sig veL 80 börn ■ reiðskóla eftirvæntingar og hlökkuðu mikið til athafnarinnar, sem í vændum var. Fullorðna folkið lét sig ekki vanta heldur, og sífellt renndu fleiri bílar í hlað. Foreldrar hinna glæstu riddara gengu um margir hverjir og voru greinilega hinir ánægðustu með dvöl barna sinna á þess um fagra og friðsæla stað innam um góða menn og góða hesta. Verið var að skipa fyrsta hópnum í röð, en alls voru þarna um 80 börn í þremur flokkum. Sumir nemarnir voru svo stuttir, að þeir áttu fullt í fangi að komast hjálp- arlaust á bak, þar sem engin vár bakþúfan. „Ingi, má ég fá Rauð?“ — „Lof mér að ríða Blesa“, — „Steini, viltu stytta í ístöð- unum hjá mér“, — alls konar spurningar, tilmæli og hjálp- arbeiðnir dundu á kennurun um, Ingólfi Ármannssyni og Þorsteini Jónssyni ,sem tóku öllu með stökustu rósemi og umburðarlyndi og hafa auð- sæilega hið mesta yndi af að liðsinna og leiðbeina hinum ungu skjólstæðingum sínum. Nú voru allir komnir á bak, og fylkingin reið af stað norð ur bakkana og síðan til baka aftur. Ekki var annað að sjá en börnin bæru sig vel í hnakknum og hefðu gott taum hald á gangvörum sínum. Sumir klárarnir voru hastir nokkuð, og mátti þá vel heið- an suðurhimininn milli hnakks og bakhluta knapans í hverju skrefL.En fríð var fylkingin. Ég hitti fyrir æskulýðsfull- trúa bæjarins, Hermann Sig- tryggsson, og spurði hann nánar um reiðskólann. — Hann tók til starfa fyrir einum mánuði, sagði Her- mann og hefur verið skipað- ur 80 börnum ,enda fullsetinn. Félagsmenn úr Létti hafa lán að 25—28 hross til afnota fyr- ir skólann, auk aðstöðunnar hér á Kaupangsbakka. Börn- unum var þrískipt, kom fyrsti hópurinn fyrir hádegi, annar strax eftir hádegi og hinn þriðji síðla dags. Börnin hafa verið mjög ánægð og foreldr- amir líka, og allir hafa haft af þessu mestu skemmtun og vonandi gagn líka. Sennilega eru hér að vaxa upp mikil hestamannaefni, sem hafa gaman af hestum, þykir vænt um þá og kunna með þá að fara. Við vorum líka svo stál heppnir að fá til liðs við okk- ur þá Ingólf og Þorstein, sem báðir em þaulvanir hesta- menn og eru þar að auki snillingar að umgangast böm, — sem sagt tamningamenn. Sv. P. Riðið í hring, hver á eftir öðrum. Virginía á Hellis- sandi Hellissandi, 23. jum. HINGAÐ kom í gærkvöldi leik- fiokkur frá Þjóðleikhúsinu og eýndi sjónleikinn „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“. Húsfyllir var á sýningunni, um 300 manns. og kom fólk hingað frá Breiðuvík og Ólafsvík. Leik «ndum var vel fagnað. — R.Ó. íranskeisari í Moskvn Mosikva 21. júnd — NTB-AP. ÍRANSKEIISARI og Farah dirottning komu í morgun í opin bera heimisólkn til Moskvu, en þangað kom keisari síðast 1956 og þá í fyligd með fyrri drottn- iingiu sinni, Soraya. Heimsóknin er einskonar endungjald fyrir heimsókn Brezhnevs, þáverandi forserta Sovétrikjanna, 1963. — Treg veiði í Laxá í Þingeyjarsýslu Húsavík, 22. júní. VEIÐIN í Laxá í Þingeyjarsýslu hefur verið mjög treg það sem fl af er veiðitímanum, en veiðin k hófst 10. júní. Fyrsta daginn r, veiddist enginn lax og.telja veiði menn það einstakt. Alls munu hafa veiðzt um 25 laxar, flestir í Laxamýrarlandi, en stærsta laxinn, 2214 punda hæng veiddi Egill Jónasson í Neslandi. Karlakór Patreks- f jarðar í söngför Patreksfirði, 22. júní. KARLAKÓR Patreksfjarðar efndi til söngfarar hinn 12. júní um Vestfirði og söng á 4 stöðum, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík og ísafirði. Einnig söng kórinn um síðustu helgi að Núpi í Dýra- firði og á Þingeyri. Kórnum var vel tekið. Söngstjóri er Jón Björnsson. — TraustL -a* SIAKSIEIKAR Framleiðsluaukning í íiskiðnaði 1 bláðinu Frjáls Þjóð er mikll grein um aukna framleiðni og framleiðslu í fiskveiðum og fisk iðnaði. Er þar að finna ýmsar athyglisverðar ábendingar, þótt flest af því hafi auðvitað verið _ rætt áður. M.a. er lögð til sam- eining ýmissa lánastofnana, og aukna tæknirannsóknir í þvi efni vitnað til greinar Más Elís- sonar, hagfræðings, í Ægi, riti Fiskifélags íslands, en hann seg- ir: „Mikla og brýna nauðsyn ber til að endurskoða lög og reglur lánasjóða útvegs- og fiskvinnslu. í fyrsta lagi þarf að sameina alla slíka sjóði undir einni stjóm, og framkvæmdastjóra. Stjórnin skal vera ópólitísk. Þá má á það benda, að sjávarútvegurinn sem stendur undir meginhluta tekna sjóðanna með útflutningsgjöld- um, hefur sjaldan haft nokkra hönd í bagga með stjórn eigin fjárfestingarsjóða“. Már Elísson segir ennfremur i hinni tilvitnuðu grein í Ægi: I Þriðja lagi þarf stjórnin að hafa sér við hlið efnahags- lega og tæknilega ráðunauta svo og aðgang að rannsóknarstofn- unum á sviði skipasmíöa, veið- arfæra og annarra nauðsynlegra tæknirannsókna.“ Fiskur keyptur af erlendum veiðiskipurc í tillögum Frjálsrar þjóðar er að finna eitt atriði, sem mjög mun verða umdeilt, en sjálfsagt er þó að ræða það. 1 blaðinu segir: „Atvinnurekendum í fiskiðn- aði skal heimilt, a.m.k. innan vissra takmarka og með ákveðn um skilyrðum að kaupa hvers konar fisk til vinnslu af erlend- um veiðiskipum. Ef nauðsynlegt er talið að breyta núgildandi á- ákvæðum laga og eða reglu- gerða varðandi þetta, eða gera aðrar ráðstafanir, er gera fram- kvæmd þessa mögulega, skal það gert eigi síðar en fyrir næstu áramót“. Við hlið Einars Oigeirssonar Einar Olgeirsson, hinn gamll foringi kommúnista, er nú sem kunnugt er kominn í pólitíska kör. Hann er orðinn áhrifalaus, og stefna hants hefur beðið al- gjört skipbrot. Fylgjendur á hann líka fáa, og aðeins þá, sem staurblindaðir eru af kreddu- kenningum, sem þeir lærðu fyr- ir nokkrum áratugum og botna hvorki-upp né niður í neinu því, sem nútímaþjóðfélag byggist á. Einn traustan . fylgismann á Einar Olgeirsson þó alltaf. Sá heitir Magnús Kjartansson, og ritstýrir hann kommúnistamál- gagninu, sem er nú einkamál- gagn Einars Olgeirssonar, og aðeins tekið alvarlega af nokk- ur hundruð manna klíku staur- blinda línukommúnista. Þann- ig hefur þeim féiögum, Einari Olgeirssyni og Magnúsi Kjartanssyni, ekki ein- ungis tekizt að gera sjáifa sig áhrifalausa, heldur líka komm- únistamálgagnið, sem hafði þó talsvert mikil áhrif hér áður fyrr, enda var það þá sæmilegt dagblað, gagnstætt því, sem nú er. Nú les það enginn til að kynnast stefnu eins stjórnmála- flokksins. Þeir, sem nenna að glugga í það, gera það til að sjá á hve alvarlegu stigi geð- vonzkan hefur verið á ritstjórn- inni daginn áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.