Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fostu'dagirr 25. júnf 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Hr. Rivenhall gnísti tönnum, svo að næstúm mátti heyra. Allt í einu fór Soffía að hlæja. — Æ, vertu nú ekki svona vit leysislega önugur, frændi, bað hún. — f>ú veizt vel, að hestarn- ir þinir eru alveg jafngóðir eftir! Viltu þá hjálpa mér til að velja mér hesta handa sjálfri mér? — Ég vil engan þátt taka í annarri eins vitleysu! svaraði hann hranalega. Soffía tók þessu með jafnaðar- / geði. — Gott og vel. Kannski þér takist betur að útvega mér æskilegan eiginmann. Ég er til í það og mér skilst, að þú hafir nokkra hæfileika á því sviði. — Ertu alveg blygðunarlaus? spurði hr. Rivenhall. — Já, sannarlega. Og ég er al- veg viss um, að það gengi fram af þér, ef þú vissir það allt! — Já, það mundi það áreiðan- lega! — En ég veit nú, góði frændi, að ég þarf ekki að sýna neina ■ sérstaka hæversku, þegar þú átt í hlut. í>ú ættir nú að ná mér í almennilegan eiginmann. Ég er ekkert sérlega vandlát, og læt mér alveg nægja þó hann sé ekki nema svona rétt miðlungi dyggðugur. Hr. Rivenhall, svaraði um leið og hann beygði fyrir horn og sýndi frænku sinni, hvernig það mætti gera, svo að ekki munaði nema þumlungi: — Ekkert skyldi vera mér meiri ánægja en að gifta þig einhverjum manni, sem gæti lagað verstu kenjarnar í þér. — Þetta var gott hjá þér, sagði Soffía hrósandi. — En ‘ hvernig hefði farið, ef einhver flækings- hundur hefði farið yfir götuna, eða þá einhver vesalingurinn? Hr. Rivenhall igat ekki allskost- ar leynt skopskyni sínu. Hann stillti sig samt að mestu um að hlæja, en svaraði: — Alveg finnst mér það merkilegt, að enginn skuli enn vera búinn að kyrkja þig. Hann fann, að frænka hans veitti honum enga eftirtekt. Hún leit frá honum og áður en hann gæti séð, hvað það var svona merkilegt, sem hún var að horfa á, hafði hún sagt: — Æ, viltu stanza snöggvast? Ég kom þarna auga á gamlan kunningja! Hann gerði eins og hún bað, en sá þá, og um seinan, hver það var, sem kom stikandi í áttina til þeirra yfir strætið. Það var ekki hægt að villast á þessu fagra vaxtarlagi og gullna hárinu sem kom í ljós þegar maðurinn tók ofan hattinn. Hr Augustus Fawn- hope hafði séð, að konan í vagn- inum var að veifa til hans, stanzaði, tók ofan og horfði spyrjandi á Soffíu. Því varð ekki neitað, að mað- urinn var fallegur. Hárið liðað- ist eðlileiga frá íölu enninu, og allt andlitið var eins og einhver meistari höggmyndalistarinnar hefði mótað það. Hann var með- al hár vexti og hefði ekki þurft að gera neinar megrunarráðstaf- anir til þess að varðveita grann- an vöxt sinn. Ekki að honum hefði nokkurntíma dottið það í hug, því að það mátti segja mann inum til hróss, að hann hugsaði aldrei um útlit sitt. Vel kynni hann að hafa tekið eftir þeirri aðdáun, sem hann vakti, en hann var svo uppfullur af þeim metn- aði sínum að verða stórskáld, að hann tók lítið eftir því, sem sagt var við hann eða um, og það játuðu jafnvel óvinir hans, eins og t.d. hr. Rivenhall. < Hr. Fawnhope hafði enga hug- mynd um, hver konan var, sem rétti honum höndina, svona vin- gjarnlega. En hann tók samt kveðjunni með sinni lágu og dreymandi röddu. 13 — Brússel, sagði Soffía. — Við dönsuðum saman á dansleiknum hjá hertogafrúnni af Richmond, munið þér ekki eftir því? Nú, þér þekkið þá hann frænda minn, hr. Rivenhall? Ég er nú eins og stendur hjá föðursystur minni á Berkeleytorginu. Þér verðið að heimsækja okkur. Ég veit, að frænka verður afskap- lega hrifin af því. — Já, auðvitað man ég eftir yður, sagði hr. Fawnhope, og gætti þar meir kurteisi en sann- sögli. — Gaman að hitta yður aftur, og það svona óvænt! Vitanlega neita ég mér ekki um þá ánægju að koma við á Berkely torginu! Hann hneigði sig og dró sig í hlé. Gráu hestarnir, sem voru orðnir jafn óþolinmóðir og hús- bóndi þeirra, þutu af stað. Hr. Rivenhall sagði: — En hvað það var gaman fyrir þig að hitta gamlan kunningja, svona strax eftir að þú kemur hingað! — Já, var það ekki? — Ég vona, að hann komist að því, hvað þú heitir, áður en hann fer að heimsækja þig! eins og þú varst að bjóða honum! Varir hennar kipruðust, en hún svaraði, köld og róleg: — Já, vertu viss, ef hann finnur það ekki út sjálfur, verður *einhver til þess að segja honum það! — Þú kannt ekki að skammast þín, svaraði hann, og var vond- ur. — O, svei! Þetta segirðu bara af því að ég tók hestana þína. En hvað um það. Það skal ég ekki igera oftar. — Það skal ég nú sjálfur sjá um, hreytti hann út úr sér. — Lofðu mér að segja það, kæra frænka, að þú hefðir betra af því að vera ekki að skipta þér neitt af málefnum mínum eða fjöl- skyldunnar. — Það gleður mig að heyra, sagði Soffía, því ef mig skyldi einhverntíma langa til' að þókn- ast þér, þá veit ég alveg upp á hár, hvernig ég á að fara að því. Ekki að ég telji það líklegt, en það er alltaf gott að vera við öllu búinn. Hann leit við oig beint á hana, með augun hálflokuð og svip- urinn í þeim ekki sem viðkunn- anlegastur. — Ertu að hugsa um að vera svo vitlaus að ætla að fara að bjóða mér út? sagði hann. — Ég get ekki verið að látast vera að misskilja þig, frænka og ég ætla líka sjálfur að tala við þig í fullri meiningu. Ef þú heldur, að ég lofi þessum hvolpi að giftast systur minni, áttu erm mikið eftir að læra! — O, seisei! saigði hún. — gættu hestanna þinna og vertu ekki áð segja neina vitleysu við mig! 5. kafli. — Jæja, þetta var nú ekki svo slakt á einum morgni, sagði Soffía. Hr. Rivenhall var ekki eins ár.ægður. Mömmu hans -leiddist það sárlega, að það virtist fjarri öllum sanni, að hann hefði ving- azt við þessa frænku sína, en hugsaði hinsvegar til þess með hryllingi, að þau yrðu að hýsa hana mánuðum saman. — Ég segi þér alveg satt, að þetta get- ur aldrei gengið, sagði hann. — Hamingjan sjálf má vita, hversu lengi frændi verður erlendis. Ég vona bara, að þú þurfir aldrei að sjá eftir því að hafa tekið þessa dóttur hans að þér. Því fyrr sem þú getur uppfyllt ósk hennar og komið henni út, í hendurnar á einhverjum fátækum ræfli, því betra fyrir okkur hin! — Guð minn góður, Charles! Hvað getur hún hafa gert til að gera þig svona vondan við hana? Hann svaraði því enigu beint, en lét þess bara getið, að Soffía væri ósvífinn þverhaus, og svo illa uppalin, að hann efaðist um, að nokkur maður yrði svo vit- laus að sækjast eftir henni. Móð- ir hans spurði hann ekki frekar út úr misgerðum Soffíu, en stakk þess í stað upp á undir- búningi undir að koma henni út, en það var að halda kvöldboð með dansi á eftir. — Ég á ekki við neina stórveizlu, flýtti hún sér að bæta. við. Kannski eins og tíu pör og bara í dagstofunni. — Já það skaltu gera. Það los- ar þig að minnsta kosti við að að bjóða þessum Fawnhope! — Já, vitanlega, samþykkti hún. — En ég ætti að vara þig við því, sagði hann, að við hittum hann í mongun. Frænka mín heilsaði honum eins og gömlum og góðum kunningja, og bauð honum að heimsækja sig hérna. — Ó, hjálpi mér! Það gat ekki hitzt verr á. En ég þykist alveg vita, að hún þekki hann, því að hún var með honum pabba sínum í Briissel í fyrra. — Hún! sagði Charles með fyr- irlitningu. Hann hefur ekki meiri hugmynd um hana en um keisarann í Kína. En þar fyrir er hann viss með að koma. Og það verður þú að sjá um, því að ég vil ekki koma nærri því! — Með þessari. ósanngjörnu athugasemd stikaði hann út úr stofunni, og lofaði henni að brjóta heilann um, hvernig hún ætti að „sjá um“ morgunheim- sókn ungs manns af háum stig- um og son einnar beztu vinkonu / 3S*S- C08PER — Hér er ekki jólalegt hennar. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri álíka ófróður og hún sjálf um þetta og hætti að hugsa um það ,en sneri sér í staðinn að skemmtilegra viðfangsefni, þ.e. hverjum hún ætti að bjóða í kvöldsamkvæm- ið, — fyrsta samkvæmið sem hún hafði haldið í heila tvo mánuði. En svo truflaðist hún við það, að frænka hennar kom inn. Minnug þess, sem Charles hafði látið sér um munn fara, spurði hún Soffíu með uppgerðar- strangleika, hvað hún hefði gert til þess að angra hann. Soffía hló og gerði hana næstum agndofa rneð því að segja, að hún hefði ekkert gert annað en það að stela frá honum vagninum og aka um miðborgina í hálftíma. — Soffía! Og með þá gráu hans'f'C Charles!! Þú mundir ekkert ráða við þá. — Sannast að segja, þá átti ég nú fjandans bágt með þá, játaði Soffía. Æ, fyrirgefðu. Þetta kem- ur allt af því að vera með Sir Horace . . . ég veit, að ég tek stundum stórt upp í mig, en ég er samt alltaf að.reyna að hafa hemil á þessum tunguskratta mínum. En hugsaðu ekki um þessi gæludýr hans Charles. Og hann jafnar stg fljótlega. Ég er alveg viss um, að ef hann hefði ekki farið að trúlofa sig þessari leiðindaskjóðu, væri hann ekki nærri eins leiðinlegur sjálfur. — Æ, Soffía mín. Ég skal játa, að ég kann nú aldrei sérlega vel við ungfrú Wraxton, hversu mik- ið sem ég reyni. — Þó ekki væri! sagði Soffía. — Já, en ég ætti nú samt að gera það, sagði frúin mæðulega. Hún er svo ,góð í sér og ég er viss um, að hún vill vera mér góð dóttir. En þegar ég hugsa til þess, að hún fari að eiga heima hérna í húsinu innan skamms . . . En ég ætti ekki að vera að tala svona. Það er alveg óviðeigandi og ég bið þig að gleyma því, Soffía mín. Soffía lét sem hún heyrði þetta ekki, en endurtók: — Eiga heima í húsinu? Þér getur ekki verið alvara! Frú Ombersley kinkaði kolli. — Það er ekkert við það fyrir- komulag að athuga. Auðvitað fá JAMES BOND Eftir IAN FLEMING Bond skrifar sig inn á hótelið undir fölsku heimilisfangi, en fer síð- an í póstafgreiðsluna. — Ég á von á símskeyti. þau sína séribúð, en . . . Hún þagnaði og andvarpaði. Soffía leit fast á hana um stund, en sagði ekki neitt. Frúin reyndi að losa sig við þessa sorg- arþanka og fór að tala um sam- kvæmið, sem hún ætlaði að halda. Frænka hennar tók undir þær umræður með mestu hrifn- ingu og ákafa og skipulagsgáfu, sem gengu alveg fram af gömlu konunni. Hvernig það gekk til, að hún samþykkti hverja tillögu, sem Soffía kom með, hafði hún enga hugmynd um sjálf, né gat út skýrt hvorki fyrir sjálfri sér né Charles, en við lok viðræðnanna fannst henni eins og engin gæti verið almennilegri eða geðbetri en Soffía frænka, og þá var hún búin að samþykkja, að Soffía og !ecilia hefðu allan veg og vanda aí samkvæminu, og einnig hitt, að Soffía — fyrirxhönd Sir Hor- ace — héldi allan kostnað af því. Borgarnes Umboðsmaður Morgun- blaþsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannesson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í Iausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzinsölu SHELL við Brákarbraut og Bcnzínsölu Esso við Borgar- braut. Búöardalur fJtsölumaður MBL. í Búð- ardal er Kristjana Ágústsdótt- ir. Blaðið er líka selt í Benz- ínafgreiðslu B.P. við Vestur- iandsveg. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐCR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Xanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunolaðs- ins er að Hafnarstræti 92, simi 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tckið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.