Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ r FöstudagUT 25. júní 1965 Jónas Pétursson alþingismaður: ENN hefir í vor komig fram mikið kal í túnum víða hér aust- anlands. Sérstaklega er mikið um það um Mið-Hérað og á Norð- firði. Ég hefi ekki enn glöggar fregnir um hve víða þess gætir, en í Breiðdal mun þó einnig bera talsvert á því. Á Fljóts- dalshéraði ber mest á því á sömu slóðum og 1962. Á Norðfirði er það einna stórfelldast, því að á flatlendum neðan vegar, virðist 1 júníbyrjun, meginhluti tún- anna ördauður. Það sem fyrst vekur athygli við kalið, er það að tæpast veit ég dæmi um það á útjörð, þó kann það að vera til. en a.m.k. ekki í áberandi mæli. Mest er það á flötu túnunum og einkum á framræstum mýrum. En það kemur einnig fram á mishæð- óttu landi. Hverjar eru orsakir kalsins? Fyrst og fremst eru það áhrif veðurfars. Hér um Mið-Hérað voru allmikil snjóalög s.l. vetur f janúar, sem tók svo að leysa með blotum og urðu svellalög mikil eftir hlákur á þorra, eink- um hér um Mið-Hérað, en þá varð jörð auð, t.d. í Fljótsdal, en þar verður tæpast vart við kal nú fremur en t.d. 1962, og raun- ar gætir þess örsjaldan þar. Svellalögin, veðráttan, er tví- mælalaust frumorsökin. En fleira veldur. Eða hvers vegna kelur ekki úthaga á sama hátt, sem túnin? Það er ræktunin, þurrk- unin (of lítil), jarðvinnslan, grastegundirnar og áburðurinn, sem þarna virðist önnur aðalor- sök. Margir telja að grasstofn- arnir, erlenda fræið, eigi þarna mikla sök, þó vekur athygli að algengast er að stórar flesjur séu með öllu dauðar, þar sem kals gætir verulega. Þó er það mis- munandi hverjar tegundir ná sér að gróa aftur og auðvitað er mik- ill munur á þoli tegunda. Þurrkun er víða of litil og lönd of flöt. Skerpeplseging var um skeið framkvæmd alimikið á framræstu túnunum. Þau hafa yfirleitt farið mjög illa. En höfuðathyglin beinist þó að áburðarnotkuninni. Mörg dæmi benda til þess að því meiri ábyrð- ur, sem notaður er, t.d. áburðar- gjöf milli slátta, því meiri sé kal- hættan. Margir segja að þetta sé Kjarnanum að kenna, hann hefir mest verið notaður að und- anförnu. Misnotkun tilbúins áburðar En öll þessi atriði vekja til umhugsunar um ræktunarmál okkar og búskap. Það er oft tal- að um að búskapur okkar um aldir, hafi verið rányrkjubúskap- ur. En ég hefi verið að hugleiða nú síðustu daga, hvort nú sé ekki rekinn mesta rányrkjan 1 búskaparsögu okkar með hinni miklu notkun tilbúna áburðar- ins. Það er fjöldi efna, sem grös- in þurfa til vaxtar. Með tilbúna áburðinum gefum við aðallega þrenn efni svo sem kunnugt er. Þaiu eru e.t.v. oft í óheppilegum hlutföllum. En aðalatriðið er þó ekki það, heldur að gra;vöxtur er knúinn fram og fljótt kemur að því að ýms snefilefni jirýtur um of í jarðveginum og þá er sam ræmi gróðurlífsins rofið og af- leiðing t.d. kal. Sífellt mink- andi uppskera ár frá ári, eftir sama áburðinn, sem er algeng reynsla margra bændar, raunar algild, er vafalítið af sömu rót. Búfjáráburðarnotkun er misjöfn, bæði er hann misjafnlega nýttur, og víða hefir hann ekkert verið notaður í nýræktir, en flpstra reynsla er þó að sú rætkun sem nýtur búfjáráburðar, sé öruggari gegn kali. Gömlu túnin, sem þó hafa verið brotin og búin nýj- um gróðri, standa sig enn betur gegn kalinu, þótt mikill tilbúinn áburður hafi verið notaður á þau. Mínar hugleiðingar um þessi mál hafa beinzt að því, að við misbjóðum jarðvegi okkar með of mikilli notkun tilbúins áburð- ar. Hitastig loftsins og þar með jarðvegarins er það lágt að allar efnabreytingar eru hægar. Þar liggja takmörk þess, sem mögu- legt er að knýja upp af eðlileg- um grasvexti, þess sem jörðin fær tilreitt af næringu frá sjálfri sér, og þaðan verður að fást tals- verður hluti, einkum ýmsra snefilefna. Búféð nauðsyníeigur liður í rækt- uninni. Ég hefi oft sagt við sjálfan mig síðustu árin, og einnig við aðra: Það er engin ræktun án búfjár- áburðar. Og skyldi j>að ekki vera svo að búféð sé allnauðsynlegur liður einmitt í rætkuninni? Skagafjarðar- og Húnavatns- sýsla eru með bezt grónu sveit- um landsins. Þar hefir hrossa- eign verið mest. Víða vekur at- hygli við nánari athugun að lítil hrossahólf, sem hafa verið ör- beitt, en þá líka ríkuleiga tödd hafa verið gróðursæl. Það er líkt meiri sannleikur í orðum skagfirska bóndans, en ýmsir ætla, að hrosstönninn rækti. En ekki aðeins hrosstönn- in, heldur búféð. Mestur hluti grasanna er kolvetnasambönd. Nýjustu ræktunarkenningar segja að kolefni í miklum mæli, verki líkt og eitur í jarðveg og fyrir gróður. Sinulúð jörð verður óræktarleg óg hálfdauð. Sinu- bruni verkar líkt og áburður. Búféð notar fyrst og fremst kol- efnasambönd grasins. Það „brennir" því úr gróðrinum, sem er óheppilegt fyrir jarðveg. Þarna er um að ræða eitt nátt- úrulögmálið, samræmið í lífinu. Landbúnaðarveðurfræðl. Á síðustu árum hefir verið myndað nýyrðið landbúnaðar- veðúrfræði. Veðurathuganir er þýðingarmikill þáttur í ræktun- arrannsónkum og búskap. í fjár- veitingarnefnd bar þessi mál á góma sl. vetur. Það ber nokkuð á því í rannsóknarmálum nútím- ans að athyglin beinist fyrst að því að fá fé — peningahugsjónin virðist oft númer eitt. Hannsókn ir, veðurathuganir eins og aðrar, verða auðvitað ekki gerðar án peninga. En vafalítið eru mikil gögn til, sem byggja má nokkuð a og notfæra, án mikils kostnað- ar, til að glöggva sig á áhrifum veðurfars á gróður og uppskeru og á kalið, sem t.d. -í seinni tíð virðist áberandi mikið um Fljóts- áalshérað Oig vafalaust víðar. Á Norðfirði mun það stórfelldast að þessu sinni. En þessi svo- nefnda landbúnaðarveðurfræði er hlutur, sem gefa þarf vaxandi gaum og vinna kerfisbundið að og verður einn veigamikill þátt- ur í rannsóknum á kali. Ekki á fyrst og fremst að eyða miklu fé til slikra rannsókna, heldur að vinna úr því efni, sem til er og það er mikið. Og hagnýta hina almennu þekkingu ræktunar- nianna og áhugamanna um þessi efni. Vísindastörf eru í eðli sínu þjónustu- oig fórnarstörf. Ég held að ný sannindi verði seint leidd í Ijós, ef fyrst er spurt um greiðslu fyrir verkið. Vísindi og brjóstvit. Það er mikil tízka nú að hampa sérþekkingu, tækni og vísindum. En í öllu því tali er þó oftast gleymt þeirra þekkingu, sem allt byggist þó á, sem er reynsla þeirra er starfa, líka þeirra, er ekki hafa skólanám í faginu. Brjóstvit er sett í gæsalappir og talið úreltur hlutur. En hvernig hafa vísindin byggzt upp- Á reynslu, sem brjóstvitið hefur metið og dregið ályktanir af. Öld fram af öld og áratug eftir áratug safnast þessi reynsla samán, myndar þekkingarforð- ann hjá hinum lærðu mönnum og byggir upp vísindin. Vísindi er reynsla, örugglega staðfest, með endurteknum prófunum. En mennirnir eru misjafnir, sumir eru fljótir að draga réttar álykt- anir, sumir lengur. Við þurfum á vísindastarfsemi að halda við ræktunina, við rannsóknir á kalinu t.d. En við verðum að gæta þess, að hræða ekki bænd- ur frá því að hugsa um vanda- mál búskaparins, af því að það sé vísindaniannanna einna að gera það. íslenzk búskaparskil- yrði eru án efa miklu misjafnari, miklu ólíkari frá sveit til sveitar, jafnvel frá einum bæ til annars, heldur en gerist í mörgum ná- grannalöndum okkar. Þar er því gildi vísindanna meira, þar gilda slmennar kenningar, þar eru staðreyndir fyrir stærri svæði al- mennari. Bændur þar geta með meira öryggi treyst kenningum, einkum í ræktunarmálum. Hér þarf hver bóndi að hugsa fyrir sig. Hlusta á leiðbeiningarnar, kenningarnar, en meta þær sjálf- ur eftir reynslu sinni og hyggju- viti um búskaparskilyrðin á jörð sinni. Sumir vilja orða það svo, að hér þyrfti hver bóndi að vera vísindamaður — ég vildi segja að hér þarf hver bóndi að hafa mik- ið brjóstvit og beita því vel. Ég er jafnvel ekki frá því að hinn sífelldi áróður fyrir „vísindum og tækni“ m.a. í landbúnaði geri íslenzkum búskap fremur ógagn en hitt. Veiki sjálfstraust bænd- anna, sem er alger undirstaða þess að farsæll búskapur verði rekinn í okkar misviðrasama og breytilega landi, hvað búskapar- skilyrði snertir. En við þurfum að hafa leiðbeiningaþjónustu, stunda landbúnaðarvísinda. En byggja þau upp ekki sízt á reynslu og þekkíngu hinna fjöl- möngu góð bænda um allt land. Oft eru það mennirnir sem sízt láta til sín heyra. Það er ein þýð- ingarmesta starfsemi í þágu vís- indanna, að safna saman og skrá þekkingu og reynslu hinna fjöl- mörgu bænda, sem brjóstvitið hefur fært þeim. En láta það ekki hverfa með þeim. Ég vil leggja áherzlu á þetta atriði, að undirstaða íslenzks landbúnaðar er sjálfstraust bændanna og leit þeirra að sannindum við þekk- ingu á staðháttum, veðurfari o.s.frv. á þeirra eigin jörð. Gróðurfar Fljótsdalshéraðs. í gróðurríki Fljótsdalshéraðs ber mikið á lyng- og runnagróðri á þurrlendinu, einkum um mið- og austanvert Hérað, en heil- grasagróður er ekki áberandi. Mýrarnar eru reiðingsmýrar, graslitlar víða og virðast taka seint þurrkun til ræktunar. Virðist mólendið fremur frjó- efnasnautt, eins og gróðurfarið ber vott um. Það er rannsóknar- ^fni, hvort ástæðan er veðurfars- leg eða að í jarðvöginn skorti t.d. einhver ákveðin snefilefni (aröld) fremur en víða annars- staðar. Það virðist vonlaust að rækta flötu mýrarnar nema að þær hafi staðið þurrkaðar all- lengi og að skapa einhvern smá- vegis halla á þær að skurðum til að fyrrbyggja ástöðu vatns að vetri. Vafalaust ætti ekki að brjóta mýrar til ræktunar, fyrr en gróðurbreyting hefur átt sér stað og umfam allt, að jarða ekki grasrótina djúpt Þungu ökutækin. Enn er æitt atriði, sem gefa þarf vaxandi gaum í ræktunar- málum okkar. Það eru þungu ökutækin, sem nú er farið að nota í sífellt vaxandi mæli. Sí stækkandi dráttarvélar, vagnar, bílar, við slátt, heyhirðingu, flutninga á heyi, við ávinnslu og áburðardeifingu. Ég fór fyrst verulega að hugleiða þetta, þeg- ar ég sá kalskemmdir í bílhjól- förum á bökkunum á Skriðu- klaustri, þótt hvergi gætti þess annars staðar. Viðurkennt er o>g raunar öllum augljóst, sem stunda ræktun með athygli, að hæfileg losun jarðvegs, sem eyk- ur loftmagn hans virðist auka frjósemina. Harðpressuð leir- mold sprettur ekki Grá tún í gróandanum Ég hefi hripað þessar hugleið- ingar niður við það að sjá dag- EIN sú kona íslenzk, sem glæsi- legastan iistferil hefir fetað, er María Markan óperusöngkona. Hún er sextug í dag. Hún var alin upp á listelsku menningarheimili í hópi syst- kina, sem sum urðu einnig víð- kunn af sóng sínum og höfðu á því sviði mikla hæfileika. Þaðan lá leið hennar til náms í Berlín, og síðan til frama og frægðar, trafalalaus, að því er virðast má, um óperuhús heims- ins, fyrst hin smærri og minna þekktu, síðan hin mestu og fræg ustu. Fyrir styrjöldina hafði hún komið fram á ýmsum stöðum í Þýzkalandi og í Kaupmanna- höfn. Árið 1939 naut hún þeirrar miklu viðurkenningar að vera valin til starfa við Glyndeborune óperuna í Englandi, sem þá og síðar var kunn fyrir sérlega vandaðan listflutning. Síðan var hún ráðin til Ástralíu, og 1941 opnaðist fyrir henni hið fyrir- heitna land flestra óperusöngv- ara; sem fáir einir fá þó að stíga fæti á: Metropolitan óperan í New York. Mun sízt ofmælt, að ekki hafi eðrir íslendingar náð lengra á þessu sviði. Þeim, sem muna söng Maríu Markan, þegar hún var upp á sitt bezta, er þetta ekki undr- unarefni. Hinum, sem yngri eru, mætti benda á hljómplötur henn ar frá því um 1938, svo sem Bænina úr óp. Tosca, sem enn í dag er ein glæsilegasta plata íslenzks söngvara. Starf Maríu við Metropolitan óperuna varð. styttra og minna en vonir stóðu til, og má segja, að þar endi að mestu söngferill hennar. ' Þó hefir hún öðru hverju síðan komið fram opin- berlega, þar á meðal í tveimur óperum á sviði Þjóðleikhússins. Ýmsar ástæður munu hafa legið til þess, að hún kaus að draga Iega í kring um mig gráar tún- flesjur í miðjum gróindum. Hversvegna er þetta kal svo mik- ið hér Ég hefi drepið á nokkrar skýringar: Veðurfar, flatlendi, illa ræstar mýrar, ofnotkun til- búins áburðar, veikbyggðan gróð ur — að eðlifari, eða af jarðvegs- ástæðum. Ástæðurnar eru vafa- laust margar og mismunandi, en veðurfarið þó að sjálfsögðu frum orsök. En óskemmandi úthaginn vekur athygli. Gagnráðstafanir eru góð þurrk un og kýfing á flötu mýrunum — helzt að brjóta þær ekki fyrr en gróðurbreyting er orðin, sem sennilega tekur 20-30 ár í sum- um tilfellum, þar sem um reið- ingsmýrar er að ræða. Nota bú- fjáráburð, svo sem kostur er, og knýja ekki mjög uppskeruna með notkun tilbúins áburðar. At huga heldur hvort enn má ekki afla heyja á óræktuðu landi í sumum árum a.m.k. og á sumum stöðum. En svo eru fóðurtrygg- ingar. Sandarnir í Austur-Skaftafells- sýslu öryggi Austurlands? Sandarnir í Austur-Skafta- fellssýslu gefa góðar vonir í byrj un ræktunarinnar um uppskeru og öryggi. E.t.v. er þar að finna leið til öryggis í framtíðinni að framleiða heyköggla eða mjöl, sem fyllt gæti í skarðið ár og ár, þar sem afföll verða í gras- rækt. Hollast er að taka heyfenginn heima og að því ber að stefna en öfgalaust þarf að skoða allar leiðir sem leiða til jafnvægis i bústofnseigninni og þar með bú- skapnum. Rannsóknir þarf - að fram kvæma í ýmsu formi á kalstöðun um og veðurfræðin þarf að skipa háan sess. Ritað 10.-11. júní 1965. sig í hlé, þegar hún stóð á há- tindi frægðar sinnar. Ein var sú, að María giftist um þessar mund ir George Östlund, forstjóra i New York, og tók að sinna þeim áhugamálum, sem flestum heil- brigðum konum eru kærust — sem betur fer, — heimili og barni. Þau hjón fluttust hingað heim ásamt Pétri, syni sínum, fyrir um það bil áratug og sett- sut að í Keflavík. George er nú látinn fyrir nokkrum árum. Síð- ustu árin hefir María stundað söngkennslu hér í Reykjavík með rniklum myndarbrag og ágætum árangri. Hún hefir miði að fjölda nemenda af þekkingu sinni og ómetanlegri reynslu með þeim kærleika og þeirri alúð, sem ekki er öðrum lagm en hinum beztu kennurum. Það sópar að Maríu Markan, hvar sem hún fer, og það stafar af henni hlýju, velvild og hisp- urslausri glaðværð, sem hressir og vermir. Henni munu berast margar heilshugar árnaðaróskir á þessum afmælisdegi. Megi þær allar verða að áhrínsorðum. Jón Þórarinsson. Sextug í dag: Hflaría IVflarkan éperusöngkona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.