Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAOIÐ FöstudagUT 25. júní 1965 islandsmeistararnir mæta Dönum í kvöld Hafa Keflvlkingar yfirunnib van- máttinn við oð skora? f KVÖLD er annar leikur í heim sókn dönsku knattspyrnumann- anna frá Sjálandi sem hér eru í boði KR. Mæta þeir Keflvíking- um — og fleiri félagsliðum mæta þeir ekki í þessari heimsókn. — Lokaleikur heimsóknarinnar verður á mánudagskvöld við úr- valslið landsliðsnefndar. Og nú er það spurningin hvern ig íslandsmeistararnir standa sig gegn Dönunum? Hafa þeir yfirunnið þann veikleika sem komið hefur fram í síðustu leikj- um þeirra; að eiga svo erfitt með að skora? Tekst þeím eins vel og Aka 16 km. til æfinga f MESTA bandknattleiksbæ landsins, Hafnarfirði er nú svo komið, að þeir sem vilja æfa þessa skemmtilegu íþrótt verða að fara út fyrir bæinn til æfinga. Knattspyrnufélagið Hauk- ar sem hefui; haslað sér völl á sviði handknattleiksíþrótt arinnar með ágætri frammi stöðu, t. d. á úti handknatt- leiksmótinu í fyrra, en þar voru þeir í öðru sæti, fékk æfingasvæði út á Álftanesi, 8 km. frá Hafnarfirði. Ástæðan mun vera sú að í Hafnarfirði, er ekki um að ræða neina aðstöðu fyrir handknattleiksfólk. Þetta virð ist vera dálítið öfugsnúið, því ekki hefur handknattleiks- íþróttin átt svo lítinn þátt í því að kynna Hafnarfjörð út á við, ekki aðeins sé'r á landi heldur um alla Evrópu og jafnvel víðar. Við skulum vona að forráða menn bæjarins sjái sér fært um að veita hafnfirzku hand- knattleiksfólki aðstöðu til æfinga í bænum sjálfum. . — R. M. KR-ingum, sem þrívegis náðu forystu í leiknum við Danina? Keflvíkingar hafa í ár verið óþekkjanlegir frá því i fyrra. f>á voru þeir sérstaklega ágengir við mark mótherjanna og fengu nýtt hin ótrúlegustu tækifæri. Senni- legt má telja að þar sem liðið er nú svo til eins skipað og þá var, þá sé hér aðeins um stundar- fyrirbrigði að ræða — og kannski upphefst veikleikinn í kvöld og vallargestir fái aftur að sjá marka-Jón og félaga hans eins og þeir þekkja þá bezt síðan í fyrra. Danirnir sýndu á raiðvikudag- inn að þeir hafa tæknina á sínu valdi og hraðann, en nokkrum vonbrigðum ollu þeir þó, einkum fyrir einhæfan sóknarleik upp vallarmiðju. Það ætti því að verað góð skemmtun að sjá, hvernig þeim tekst í kvöld — og hver örlög eru íslandsmeist- urunum búin. Sveinameistara- mót í frjáls- Miklar endurbætur á Skíöaskálanum íþróttum SVEINAMEISTARAMÓT ís- lands í frjálsum íþróttum fer fram á Daugardalsvellinum á laugardag og sunnudag og hefst kl. 14 báða dagana. Alls taka milli 20 og 30 piltar frá átta félögum þátt í mótinu. Sveinar teljast þeir, sem verða 16 ára á viðkomandi keppnisári, nú í ár eru þeir fæddir 1949 eða síð- ar. Á mótinu er keppt í 10 grein- um, keppnisgreinar fyrri dags eru: 80 m hlaup, kúluvarp, há- stökk, stangarstökk og 200 m hlaup. Síðari dagur: 80 m grinda hlaup, kringlukast, langstkk, 800 m hlaup og 4x100 m boðhlaup. Keppt verður-í nokkrum auka greinum á mótinu fyrir konur og karla. Fyrri daginn verður keppt í 200 m hlaupi kvenna, 200 og 800 m hlaupi karla og síðari daginn í 80 m grinda- hlaupi kvenna og 400 og 1500 m hlaupi. — (Frá FRÍ). BLAÐIÐ átti nýl. tal við Stefán G. Björnsson, formann Skíðafé- lags Reykjavíkur, í tilefni af fyr- irhuguðum framkvæmdum við Skíðaskálann í Hveradölum, • en hann er eign Skíðafélagsins eins og kunnugt er. — Á síðastliðnu sumri fór fram athugun á því helzta, sem endur- bóta þurfti við á Skíðaskálanum og var haft um það samráð við Gísla Halldórsson, sem jafn- framt er borgarráðsmaður, sagði GJL reynir oð lá eriendon þjnllnrn Forráðamenn Goilfklúbbs Reykjavíkur vinna nú að því, að útveiga erlenda golfkeœnara til starfa á golfvelli félagsins við Grafarholt. Verður væntamlega hægt að tilkynna um frekari nám sikeið fyrir byirjenduir á næstunmi Stjórn G. R. hefur keypt nokk urt magin af kennsluibókum á ensku fyirir byrjendur. Bækur þessar, sem kosta kr. 25.00 er hægt áð fá keypt hjá foirmanmi G.R., Þorvaldi Ásgeirsisyni, Von- arstræti 12, Birgðir eru taikmark aðar og er því byrjendum ráðlaigt að trygigja sér eintak sem fyrst. „Sigurinn var mér allt“ JAGK Dempsey, sem að dómi frægustu sérfræðinga í hnefa leikum, er „mestur af öllum miklum“ hnefaleikaköppum sögunnar, varð sjötugur í gær. Og kappinn er enn svo léttur á fæti og kvikur, að svo er að sjá sem hann geti hvenær sem er stokkið upp í hring- inn og komið þaðan aftur ósigraður. Dempsey, sem tapaði heims meistaratitíinum til Gene Tunney, í lítilfjörlegum leik fyrir 39 árum, vegur nú 97 kg., en vó 85 kb. þá er hann stóð á hátindi frægðar sinn- ar. En' „elliviðbótin" er ekki bara fita og þessi aldraði kappi heldur sér í æfingu eins og keppnismaður væri. Dempsey er líkamshreystin uppmáluð er hanm gengur um og heilsar upp á fólk í veit- ingastað þeim á Brodway, sem ber nafn hans. Hann þarf enn að uppfylla óskir rithanda- safnara. Dempsey sagði í tilefni af- mælisins, að stærsta augna- blik lífs síns hefði verið er hann rotaði Jess Willard, sem vó 110 kg. 4. júlí 1919 og stóð í hringnum sem heimsmeist- ari. „Sigurinn yfir Willard opn aði dyr heimsins fyrir mig. Sigursins vegna gat ég kynnst alls kyns fólki frá konungum, forsetum og niður eftir. Sigur inn yfir Willard var mér allt“. Stefán. Var þá áætlað að að minnsta kosti þyrfti 600 þús. kr. til þeirra framkvæmda. — Með velvild borgarstjórnar Reykjavíkur og f.B.R. tel ég að fjárhagsgrundvöllur sé nú tryggð ur. Var strax á sl. hausti unnið fyrir um 170 þús. kr. Gísli Hall- dórsson hefur síðan unnið að teikningum vegna breytinga á kjallara, þar sem nú verður kom- ið upp álmenningssalernum. — Gengið verður inn í þau að utan. Sömuleiðis að nýrri innréttingu í eldhúsi og búri. — í áætluninni er einnig gert ráð fyrir fullkominni viðgerð á útidyratröppum svo og annarri lagfæringu, sem skoðun leiddi í ljós að nauðsynleg væri. Verk- stjóri hefur verið fenginn til þess að sjá um verkið og ffamkvæmd- ir hafnar. ;— Það er von okkar, sagði Stefán, að skálinn komist á sumr inu í það horf, að hann verði að nýju fullboðlegur sem gisti- og veitingahús og geti gegnt sínu upphaflega hlutverki með sóma, að vera athvarf þeirra, sem skíða íþróttina stunda, þegar hér tek- ur að snjóa að vetri til. F r j álsíþr óttamót FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ÍR fer fram 6. júlí n.k. á Laugardalsvell inum og hefst kl. 20. Keppnis- greinar eru: 100 m, 400 m, 1500 m, 5000 m, 110 m grindahl., 4x 100 m boðhlaup, hástökk, stang- arstökk, kringlukast, kúluvarp, spótkast og sleggjukast (keppni í síðastnefndu greininni fer fram á Melavelli). Keppt verður og í 100 m hlaupi sveina og 100 m langstökki og 4x100 m boðhlaupi fyrir konur. Þátttökutilkynningar sendist til ÍR c/o Melavelli í siðasta lagi 2. júlí. Bandknnttleikur ÍSLANDSMEISTARAMÓT karla utanhúss verður háð á Hörðuvöllum í Hafnarfirði síðari hluta júlímánaðar. Þátttökutil- kynningar berist Fimleikafélagi Hafnarfjarðar pósthólf 144, Hafnarfirði fyrir 1. júlí. Þátt- tökugjald er kr. 100.00. Þessar ungu stúlkur kepptu í boðhlaupi á 17. júní-mótinu við mikinn fögnuð. Það er ákveðni og vilji í svip þeirra. í leikhléi í leik Fram og f.B.K. var hlaupið míluhlaup. Keppen'd nr voru fjórir. Frá K.R. voru bræðiur Kris'tLeifur otg Halidór Guðlbjönnssynir. HalWór Jó- hannsson flrá H.S.Þ. og Marinó Eggertsson frá U.N.Þ. Halildóir sigraði á nýju ung- lingameti 4:18,8 en gamLa metið var 4:22.6. Anmar var bróðir hans, Kristleifur. Þriðji Halldór Jóhannesson og fjói'ði Marinó Eggertsson. Clay vill skilnað ÞAÐ nýjasta af Cassiusi Clay heimsmeistara í hnefaleikum er að hann hefur leitað að- stoðar lögfræðinga til að fá skilnað frá konu sinni, Sonju Ray, en þau gengu í hjóna- band fyrir 10 mánuðum. Fyr- ir giftinguna var Sonja hans fyrirsæta. Clay krefst skilnaðar, að hans eigin sögn, vegna -þess að kona hans hefur ekki reynzt góður og gegn múha- meðstrúarmaður, er sam- kvæmt skjölum þeim er Clay hefur lagt fram þarf að upp- fylla þessi skilyrði: — að nota ekki andlitsfarða — að drekka ekki viskí eða reykja — að sýna sig ekki á vín- stúlkum né annars staðar þar sem vin er selt. — að sveipa líkamann skó- síðum kyrtli „úr einföldu efni og einföldum í sniði“ við trú- arathafnir. — að stunda vel fundi og athafnir — að hlýða settum reglum um mataræði. Þessar reglur telur Clay konu sína hafa brotið — og vill fá skilnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.