Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ FöstuðagUT 25. Jðní 1965 Eiga þeir að VIÐ fslendingar höfum alltaf lit- ið á það sem réttlætismál að Danir skiluðu okkur Árnasafni, eða sem mestu af því og öðrum íslenzkum handritum, sem á verstu niðurlægingartímum þjóð- arinnar voru flutt. úr landi og vistuð við Eyrarsund. Eða rétt- ara sagt því sem eftir er af þessu erfðagulli okkar. Miklu er eytt og verður aldrei skilað aftur. Því ollu meinleg örlög, slys og léleg geymsla lengi vel, hlutir og aðstæður sem ekki þýðir lengur um að sakast. Lengi átti þetta réttlætismál erfitt uppdráttar, þarf ekki að undrast það, það hefir löngum verið erfitt litlum þjóðum að sækja gull í greipar hinum stærri, og réttlæti í því sambandi verið orð og hugsun, sem hefir viljað reynast heldur vanmáttug. En nú hefir skeð undur, stærsta, og ef til vill einasta undrið, sem hefir skeð í skiptum hinna tveggja þjóða, Dana og fs- lendinga. Tvívegis hefir Þjóðþing Dana samþykkt lög um að senda hand- ritin heim til íslands aftur, sem þjóðargjöf frá dönsku þjóðinni til hinnar íslenzku. Árið 1961 gerir þingið samþykkt um þetta með 110 atkvæðum gegn 39, og 1965 með 104 atkvæðum gegn 58. Þessar atkvæðagreiðslur eru undur, og undrið 1965 eigi minna heldur en hið fyrra 1961, þegar þess er gætt sem gerðist í Dan- mörku í þessum viðkvæmu mál- um á árunum sem á milli liðu, hv.ersu hörð hrið var þá gerð að þeim mönnum, utan þings og innan, sem mest beittu sér fyrir afhendingu handritanna og lög- gjöfinni um þá afhendingu. íslenzka þjóðin er þakklát fyr- ir þessa afgreiðslu málsins. Það þakklæti hefir verið látið í Ijós með mörgum viðeigandi orðum, sem borin hafa verið fram í ræðu og riti, af æðstu mönnum þjóðar- innar, af þingmönnum, blaða- mönnum o. s. frv. Þakklætisorðin hafa verið stíluð til dönsku stjórnarinnar, Þjóðþingsins danska og til dönsku þjóðarinn- ar. Ekkert af þessu er ofsagt né ofgert. Samt leyfi ég mér að benda á að fátt eitt af þakklætis- tjáningum okkar hefir náð alla leið til hinna réttustu aðila, hefir hitt að fullu í mark. Ef til vill skiptir þetta ekki svo miklu máli. Samt er það ekki með öllu gott, sökum þess að það ber því vott- in að við skiljum ekki að fullu sem þjóð hið sanna eðli þess sem gerðist og gerist í Danmörku í þessu máli, skiljum ekki hvernig undrið gat skeð og skeði. — Ég tel rétt og nauðsynlegt að gera þetta að umræðuefni, en finn og játa vanmátt minn að gera mál- inu þau skil sem vera ætti, því að hér er sannarlega um stórt að ræða, djúpstæð sannindi, sem ekki er með öllu auðvellt að skýra. Lengi voru Danir einskonar andleg og veraldarleg tollheimtu- þjóð við hinar mestu viðskipta- dyr álfunnar norðan verðrar, Eyrarsund. Þessu fylgdi nokkur stórveldis-veruleiki og þó enn meiri veldisdraumar, sem stund- um rættust en snerust þó annað slagið upp í kaldan og jafnvel dapran veruleika og afhroð. Árið 1864 er hin miklu vega- mót á lífsvegi dönsku þjóðarinn- ar. Með stálköldu ofbeldi taka Þjóðverjar af þeim fylkin Hol- sten og Slesvig. Raunar máttu Danir sjálfum sér nokkuð um kenna, þeir höfðu stritazt við að halda Holsten sem alþýzku landi, létu sér ekki nægja að halda Slesvig sem meira en hálfdönsku landi. En hvað um það, hart var að gengið, hið danska ríki og hin danska þjóð^ særð miklu sári. Þetta varð til þess að Danir tóku að stokka upp spilin. Þeir hurfu frá því að rembast við að vera norður-evrópískt valdaríki, og sneru sér að því að gerast þjóð- ernislegt Norðurlandaríki og Þjóð. Þessi breyting hefir verið lengi að gerast, mörg eru öflin, sem hafa bolazt gegn henni og ekki vilj'að viðurkenna veruleikann. Lengi fengum við íslendingar að kenna á brokkgengri getu Dana sem valdaríkis, en við höfum einnig notið góðs af sívaxandi vilja þeirra og getu til þess að gerast þjóðernislegt ríki meðai annarra norrænna ríkja og þjóða. Það er eftirtektavert að ekki líða nema 10 ár frá 1864 til 1874. Oft hefir okkur fslendingum þótt sinnaskipti Dana sem þjóðar heldur hægfara, og skrefin smá í átt til þess að viðurkenna þjóð- ernislegan rétt þjóða þeirra, sem þeir áður réðu yfir sem valda- þjóð. Höfum við löngum litið þar mest til eigin hags, en megum líka vera minnugir Færeyinga og Grænlendinga. En hvað um það, áfram hefir miðað og ég tel gð við megum nú líta á afgreiðslu handritamálsins sem stórt Ioka- skref hinnar dönsku þjóðar í átt til fullrar þjóðernislegrar sann- girnissambúðar við frændþjóðir sínar og fyrri bandamenn. Og að öllum málavöxtum athuguðum megum við með sanni segja loka- skerfið sé stórmannlega stigið. En er íslenzkum mönnum og konum nú ljóst hvað veldur mestu um að svo vel hefir til tekizt? Hvaða afl það er, sem hefir breytt þjóðarhug Dana svo til farsældar, sem raun er á orð- in, og sem við njótum nú mest góðs af — í handritamálinu og á margan hátt annan? Hvernig undrið hefir skeð? Það er mjög að vonum er okk- ur gengur illa að átta okkur á þessu, sökum þess að um 100 ára skeið hefir verið að verki í Dan- mörku menningar- og ménnta- hreyfing, sem ekki fyrirfinnst hér á landi, og er okkur því fram andi þótt allmargir íslenzkir menn og konur hafi komizt í snertingu við hana við skólanám i Danmörku og einnig í Noregi og Svíþjóð. Þessi hreyfing, þetta afi, eru lýðháskólamir — lýðhá- skólahreyfingin. Lýðháskólarnir dönsku hafa í heila öld verið snar þáttur í dönsku þjóðlífi, mennt- un þjóðarinnar bæði bóklega og verklega og einnig í hagkerfi þjóðarinnar, og allri menningu. Lýðháskólarnir dönsku hafa byggt tilveru sína og starf á hug- sjónum Grundtvigs og margra annarra öndvegismanna, sem sumir hverjir voru fjarri því að vera Grundtvig sammála á öllum sviðum, en allir voru sammála um eitt að efla þjóðerniskennd landsmanna sinna, manndóm og réttsýni, og um leið starfsvilja og dug. Þótt þessi hreyfing hafi alrei fest rætur hér á landi og sé okkur þannig hálf framandi, er fróðlegt til þess að hugsa að Grundtvig og Jón Sigurðsson voru samstarfsmenn og að vissu leyti samherjár, samanber út- gáfu þeirra á Islenzkum forn- kvæðum. Ég nefndi áður sárið mikla er hin danska þjóð hlaut 1864. En það varð þjóðinni heldur eigi til lítils skilningsauka við að átta sig á eigin högum, lífsviðhorfi og lífs getu, að vita af og eiga sunn- an landamæranna valdboðnu svo að nam hundruðum þúsunda danskra manna og kvenna, sem voru gegn vilja sín- um beygð undir framandi stjórn- arfar og málfar, tungu og mennt- un. Þegar heimsstyrjöldin fyrri geisaði kynntist ég í Noregi ung- um mödnum frá Suður-Jótlandi, sem flúið höfðu til Noregs til þess að komast hjá því að þurfa að berjast undir merkjum Þýz-ka- lands. Að svíkjast undan her- skyldu var stórt afbrot í Þýzka- landi, svo er raunar í öllum lönd- um. Þessir menn áttu ekki aftur- kvæmt heim til ættingja og vina að óbreyttum stjórnarháttum suð ur þar. Mér varð kynningin við berjast þessa ungu flóttamenn mikill lærdómur. Hvað mættu þá ekki þeir heima-Danir segja, sem bjuggu við þetta á aðra hönd sér á Jótlandi. Síðari grein Endurheimt hinna dönskumæl- andi héraða á Suður-Jótlandi eft- ir heimsstyrjöldina fyrri varð danskri þjóðarsál mikill þroska- gjafi. Við íslendingar nutum góðs af því. Munum 1918. And- rúmsioft lýðháskólanna hefir skapað það þjóðernislega „veður- far“ í Danmörku, sem gerir end- urheimt handritanna að veru- leika. Við megum einnig í þessu sam- bandi gera okkur ljóst að hand- ritamálið er ekki fyrsti og ein- asti áreksturinn í Danmörku á milli mennta- og lýðræðisstefnu lýðháskólamanna annarsvegar og erfðastefnu tiltölulega fámennrar akademíufylkingar frá og við Kaupmannahafnarháskóla hins- vegar. Manna, sem enn lifa í and- rúmslofti Dana sem evrópiskrar valdaþjóðar. Það sem hér gerir gæfumuninn er sá veruleiki að það eru ekki mennirnir frá Kaupmannahafnarháskóla sem hafa gert Dani að öndvegisþjóð búmenningar, það eru lýðháskól- arnir, sem þar hafa valdið þyngst, einir? um tökum, að hinum ólöstuðum, því vitanlega hef-ir líka komið margt þjóðernislega mætra manna frá háskólanum í Kaup- mannahöfn. Loks er þess að minnast að Danir eiga líka sitt „handrita- mál“. Enn býr margt danskra manna og kvenna sunnan núver- andi landamæra Danmerkur og Þýzkalands. Þetta fólk, sem mæl- ir á danska tungu, hugsar sem Danir og býr sem Danir. Það er lýðháskólafólkið danska, sem hefur mest samband við þetta þjóðarbrot sunnan landamær- anna, og heldur bezt vöku sinni í því viðkvæma máli að endur- heimta og halda því sem danskt er þar syðra, þjóðernislega, hvað sem öllum landamærum líður. Það -var lýðháskólamaðurinn C. P. O. Christiansen, sem 1947 setti fram og vann að henni á þann hátt að nær allir skólastjór- ar danskra lýðháskóla og megin- þorri allra kennara við skólana fylktu sér um þessa fyrirætlun. Það eru lýðskólamennirnir Jörg- en Jörgensen, Erik Eriksen og K. B. Andersen, svo nokkrir séu nefndir, sem borið hafa hita og þunga dagsins við að koma mál- inu fram, með dyggilegum stuðn- ingi ótal margra annarra lýðhá- skólamanna og kvenna, ónefndra. Það er þessi Iýðháskólaher hug- sjónamanna, sem hefir lyft mál- inu til þeirrar hæðar að það hefir við afgreiðslu í Þjóðþingi Dana verið hafið að mestu yfir tak- mörk stjórnmálaflokka og á- greiningsatriði þjóðmála. Lýðhá- skólamenn eru það líka margir þeirra, sem mest og bezt hafa skrifað um málið í dönsk blöð og tímarit og gefið út rit um það dönsku þjóðinni til fróðleiks og málinu til framdráttar. Það næg- ir að nefna rithöfundana Jörgea Bukdahl og Bjarna M. Gíslason. Hefði lýðháskólafólkið í Dan- mörku ekki tekið handritamálið á dagskrá sína og borið það fram eins og beztu menn í þeim vett- vangi hafa gert, væri heimsend- ing handritanna ennþá ekkert annað en óraunhæf ósk okkar ís- lendinga, sem litlar vonir stæðu til að gæti orðið að veruleika. Það er fjarri því að það skiptl litlu máli að þeir aðilar hérlendir sem mæla þakkarorð til Dana fyrir það, sem skeð hefir í hand- ritamálinu átti sig á því hverjir það eru sem við eigum mest aS þakka, hvaða straumar það voru, sem fleyttu málinu heilu í höfn, að undrið — afgreiðsla málsin* í Þjóðþinginu skeði ekki sem eitt- hvert pólitískt kraftaverk, það skeði sem bein afleiðing þess að lýðháskólafólkið danska bar það fram undir forystu sinna beztu manna. Þeim mönnum og þeirra liðsafla eigum við mest að þakka — gleymum því ekki. Reykjavík, 19. júní 1965 Árni G. Eylands. Jóhanna Magn úsdóttir Minningarorð Fædd 16. júní 1894. Dáin 18 júní 1965. HÚN var dóttir hjónanna Dómhildar Jóhannesdóttur báta- smiðs á Akureyri og Magnúsar Kristjánssonar síðast fjármála- ráðherra. Hún ólst upp í föðurhúsum, i Fjörunni sunnan við gömlu kirkjuna, til 9 ára aldurs, en þá flutti hún með foreldrum sín- um í Aðalstræti 15, sem einnig er í Fjörunni, og þar átti hún heimili. þar til hún giftist. Fjar- an á Akureyri, sem svo er köll- uð, er með nokkuð sérstökum hætti. Mér finnst hún vera lík- ust barnaleikvelli, gerðum af náttúrunnar hendi. Þar eru bal— ar, gil og lsekir, og þar gjálfrar aldan við fjörusteinana, alltaf í góðu, því þar þekkist ekki haf- rót eða illviðri, í þess eiginlegu merkingu. Þar er friðsæld og fegurð og þar lékum við börn- in okkur í faðmi íslenzkrar nátt- úru, undir vernd elskulegra ætt- ingja og vina, sem aldrei gleym- ast. Á þessum friðsæla stað voru engar hættur, jafnvel ekki á göt unni. Umferð var lítil. Engir bíl- ar eða bifhjól og væri kerra á fcrð eða ríðandi fólk, þá heyrð- um við til þess löngu áður en það bar hjá og þá flýttum við okkur að víkja úr vegi. Þarna eyddi Jóhanna barns- og æsku- árunum og mun henni ekki hafa verið annar staður kærari, en gamla Fjaran, með sínu dulda seiðmagni. 16 ára gömul varð Jóhanna ” gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akureyri og vann hún síðan um skeið við símavörslu, hjá Landssímanum. Hún giftist 1917, Árna Bergssyni útgerðarmanni og kaupmanni í Ólafsfirði, og þar reistu þau bú og bjuggu í Ólafsfirði um 30 ára skeið. Mann sinn misti Jóhanna 17. september 1959 og var það stórt áfall fyrir hana, þar sem hjónaband þeirra hafði verið með ágætum. Jóhanna og Árni eignuðust 5 börn, en mistu 2 þeirra korung. Á lífi eru 3 syn- 'ir, Magnús hæstaréttarlögmaður búsettur í Kópavogi. Gunnar kaupmaður á Akureyri og Krist- inn 1. stýrimaður á einu varð- skipa ríkisins. Allir eru þeir dugnaðar og efnismenn. Auk þess ólu þau hjón upp, að mestu levti. layniólf Sveinr.son ’ un- mann í Ólafsfirði og naut hann sama ástríkis og synirnir. Barna börn Jóhönnu og Árna eru 8 og börn Bryniólfs 4, allt efnileg bprn, s©m lofa góðu í framtíð- inni. aðalstarfssvið Jóhönnu í Ólafs- irði. Voru það fyrst og fremst móður og húsmóðurstörfin, en auk þess tók hún mikinn þátt í félagslífi á staðnum og var braut ryðjandi á því sviði, enda var hún einbeitt og hugvitssöm og fylgdi fast fram sínum málum. Var hún mikils metin í Ólafs- firði, sem annarsstaðar, og hygg ég að allir Ólafsfirðingar hafi verið vinir þeirra hjóna og saknað þeirra mikið er þau fluttu búferlum þaðan. Jóhanna var víkingur í lund. Dugleg og myndarleg til allra verka og samvizkusöm. Hún var bezta móðir og skyldi til hlítar hvaða skyldur hvíla á móður gagnvart börnum sínum. Hún var hægri hönd manns síns og aðstoðaði hann á ýmsan hátt, svo sem við póst- og símavörzlu, sem hann hafði á hendi í Ólafsfirði. En hún átti líka stórt hjarta, sem sló með viðkvæmni og hlýju, þegar þess var þörf. Lá hún þá ekki á liði sínu, en hjálpaði, eftir mætti, hverjum sem í hlut átti og án manngreinarálits. Jó- hanna hélt barnatrú sinni eins og hún lærði hana í föðurhúsum og var einlæg í trú sinni allt til æviloka. Kom það vel í ljós þegar sorgir og erúðleika bar að dyrum og nú síðast í banaleg- unni. Henni var ljóst hvert stefndi en hún var sátt við líf- ið og tilbúin að hverfa á braut og aldrei æðraðist hún. Skömmu áður en hún lézt, mælti húa þessi orð við son sinn: „Ég heft fengið milcið út úr lífinu og er ánægð.“ Þessi orð lýsa vel þess- ari ágætu frænku minni og upp- eldissystur. Þegar á reyndi var hún stærst og skynsemin stjórn- aði henni og gjörðum hénnar. Þegar ég minnist Jóhönnu frænku minnar, kemur fyrst upp í huga minn, barns og æsku árin, sem við eyddum saman i Fjörunni okkar. Þar lékum við okkur frjáls og áhyggjulaus und ir vernd foreldra og vina setn báru okkur á höndum sér og vöktú yfir velferð okkar. Þetta fólk lagði grundvöllinn að lífi okkar, og þó að okkur hafi ekki tekist að notfæra okkur öll góðu og vel hugsuðu ráðin, sem okk- ur voru gefin, þá veit ég að frænka mín hefði verið mér sammála um, að við gátum ekkl kosið okkur betra fólk til sam- fylgdar og leiðbeininga á barns- og æskuárum okkar. Heiður og þökk vil ég nú færa öllu þessu yndæla fólki. Að loknum æskuárunum skildi leiðir okkar Jóhönnu, þegar hún flutti bú- ferlum til Ólafsfjarðar. Síðan hefir alltaf verið langt á milli okkar, þar til hún flutti til Reykjavíkur. Þó hefir raun- verulega aldrei verið langt á milli okkar vegna þeiira banda sem tengdu okkur í barnæsku. Jóhanna var tryggðatröll, minn- ug á hið góða og vildi allsstaðar láta gott af sér leiða. Minning- ar mínar um hana, eru því heið- ar og fagrar og ég er þakklát- ur fyrir að hafa átt hana fyrir frænku og uppeldissystur. Ég óska systkinum hennar, . ’istxnu og Friðrik og fóstur- bróður Ingólfi svo og öllum af- komendum hennar, ættingj um og vinum, árs og friðar. Ég þakka þér fyrir samfylgdina, kæra frænka, og bið GUÐ að láta þér verða að barnatrú Iþinni, sem þú geymdir svo veL Að endingu kveð ég þig fyrir hönd konu minnar og barna og öll •fylgjum við þér í huganum yfir til fyrirheitna landsins, þar sem ég veit að þú færð góðar viðtökur. Far þú í friði. Guð blessi þig. 24. júní 1905. Kristján frændl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.