Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADIÐ Laugardagur 3. júlí 1965 Minningarsjóöur um Stefán skólameistara Línurnar skýrast í Alsír- byltingunni Ben Bella ætlaði að ryðja Boumedienne úr vegi, en hann varð fyrri til EINS og komið hefur fram í fréttum, stofnuðu 50 ára gagn- fræðingar frá Akureyrarskóla hinn 29. maí s.l. Minningarsjóð um Stefán heitinn Stefánsson skólameistara. Var gjafabréfið, með 35,000,00 króna framlagi stofnendanna af- hent Menntaskólanum á Akur- Stefán Stefánsson. eyri við skólaslit þar hinn 17. júní s.l. Höfðu þá þegar borizt gjafir í viðbót frá þeim Huldu skóla- stýru á Blönduósi, dóttur Stef- áns, og sonardætrum hans, þeim Helgu og Huldu Valtýsdætrum, að upphæð samtals kr. 15,000,00. Nú hefur menningarsjóður Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri bætt rausnarlegri gjöf við í sjóðinn, kr. 50,000,00 svo sjóður- inn er nú þegar orðinn Eitt hundrað þúsund krónur. Samkvæmt gjafabréfinu er það ætlun stofnendanna, að hlutverk sjóðsins verði einkum það að efla áhuga nemenda Mennta- skólans á Akureyri á náttúru- fræðum og styrkja þá til fram- haldsnáms og rannsókna í þeim vísindum. Telja gefendurnir það vera i beztu samræmi við vilja og áhuga hins látna meistara. Skipulagsskrá sjóðsins mun skólameistari, Þórarinn Björns- son, semja í samráði við nánustu eettingja Stefáns skólameistara og stofnendurna. Nú eru það tilmæli stofnend- anna til allra velunnara Stefáns heitins skólameistara og sam- kennara hans, svo og annarra velvildarmanna Menntaskólans á Akureyri, að þeir efli nú sjóðinn með smærri eða stærri fjárfram- lögum. Takmarkið er, að sjóður- inn verði sem fyrst nokkur hundruð þúsund krónur, svo hann geti fljótlega tekið til starfa að verulegu gagni. >á væri það einnig vel viðeig- andi þakklætisvottur þeirra, er á næstu árum verða 50 ára gagn- fræðingar frá Akureyrarskóla, ef þeir minntust slíks afmælis síns með nokkru fjárframlagi hverju sinni. Mbl veitir fúslega viðtöku smærri sem stærri fjárframlöig- um og kemur þeim áleiðis til Þórarins Björnssonar skólameist- ara á Akureyri. >á má einnig snúa sér með fjárframlög í Keykjavík til Frey- móðs Jóhannssonar, Blönduhlíð 8, eða Guðmundar Jóhannessonar Barmahlíð 55, en á Akureyri til Jakobs Frímannssonar forstjóra Kaupfélags Eyfirðinga, eða í>ór- arins Björnssonar skólameistara. Majór Bill F. Francis með módel af tæki í geimfar, sem gera á geimfaranum fært að lenda sjálf ur, stjórna tækinu í lendingu og velja lendingarstað, burt séð frá hitanum í lendingunni, en fjöl- margar tilraunir eru gerðar með slik tæki. París í júní. HOUARI Boumedienne, of- ursti, og menn hans ákváðu að láta til skarar skríða gegn Ben Bella, forseta til þess að koma í veg fyrir að þeim yrði rutt til hliðar af honum, herma upplýsingar, sem hing að bafa borizt frá Alsir. Upplýsingarnar um þetta voru veittar Georges Gorse, sendiherra Frakka í Alsír af Abdelaziz Bouteflika, utan- ríkisráðherra Alsír, en hann er einn af nánustu stuðnings- mönnum Boumedienne ofursta og gegnir lykilstöðu í hinni nýju stjórn landsins. Ben Bella hafði krafizt þess nokkrum vikum fyrir byling- una, að Bouteflika segði af sér embætti. En forsetinn ætl aði einnig að ryðja burt þrem ur yfirmönnum hersins, sem sæti áttu í ríkisstjórn Alsír, til þess að koma dyggari stuðningsmönnum sínum í ráð herrastólana. f>að fór þó fyrst að taka í hnúkana, er Ben Bella ákvað að losna við sjálfan Boume- dienne, ofursta, en þetta mundi hafa gert herinn valda lausan með öllu í landinu. Samkvæmt því, sem fransk- ir sérfræðingar segja, trúði Ben Bella Tahar Zbiri, ofursta yfirmanni herforingjaráðsins fyrir fyrirætlunum sínum. Zbiri, ofursti, hafði áður átt í hatrömmu persónulegu óvild arstríði við Boumedienne, og því mun Ben Bella hafa talið hann vísan bandamann. En þetta reyndust forsetan um dýrkeypt mistök. Zbiri ofursti fór rakleitt til Boume dienne og sagði honum tíðind in. Boumedienne tókst að vinna Zbiri á band uppreisn armanna og taldi hann á að sjá sjálfur og persónulega um handtöku Ben Bella. Handtakan var gerð mögu- leg, að því er heimildir segja, vegna „föðurlandssvika“ ann- ars herforingja, sem Ben Bella bar fyllsta traust til, Draia majórs, sem stjórnaði hinum sérstöku öryggissveit- um, sem gæta áttu öryggi for setans. Án samvinnu Draia majórs, hefði hvorki handtakan né byltingin verið möguleg. Ör- yggissveitirnar voru í lykils- stöðum umhverfis Villa Joly, látlauss fjölbýlishúss sem hefur gegnt hlutverki aðal- stöðva og aðseturs Ben Bella síðan hann tók völd í land- inu fyrir tveimur og hálfu ári. Nokkru eftir kl. 2 aðfara- nótt laugardags óku þeir Zbiri ofursti og Draia majór saman að byggingunni undir verndarvæng sveita Draia, og handtóku Ben Bella, segja heimildirnar. Talið er að tíminn, sem val- inn var til byltingarinnar hafi staðið í nánu sambandi við hina yfirvofandi ráðstefnu Asíu- og A.fríkuríkja, sem hefjast átti 29. júní. Sagt er að Boumedienne Ofursti, hafi talið að eftir að ■:1 Ben Bella hefði verið í for- \ sæti á ráðstefnunni og verið 1 gjestgjafi ýmissa valdamestu § manna hins svonefnda „hlut- | lausa heims“, mundi virðing | hans innanlands vera orðin \ slíic að ekki væri hægt að | koma honum frá völdum. Kaldhæðni örlaganna er að 1 Ben Bella virðist hafa haft 1 svípaðar skoðanir á þessu at- | riði. Allt bendir til þess að I hann hafi þegar verið farinn 1 að baða sig í þessari dýrð, 1 sem ráðstefnan átti að veita 3 honum, og að hann hafi orðið 1 of öruggur um sjálfan sig og i of kærulaus gagnvart þeim | mönnum, sem hann mátti 1 vita að voru að brugga hon- § um launráð. Einnig er álitið að Boume- | dienne hafi talið að stunda- 1 glas sitt væri að tæmast sök- | um þess að Ben Bella hafi | haft í hyggju að auka enn á 1 virðingu sína með því að | heimsækja de Gaulle, forseta, 1 í París. Þar á ofan bætist að fyrir ■’ dyrum stóðu samningar um 1 olíufyrirtæki þau í Alsír, sem | Frakkar höfðu byggt, og ber I öllum fregnum saman um að | samningar þessir mundu hafa \ orðið rýmilegri fyrir Alsír en | nokkur annar samningur, sem § olíufélög hafa gert við lönd | í Austurlöndum nær. Þetta I mundi einnig hafa aukið á I virðingu og áhrif Ben Bella. | Franskir sérfræðingar benda f nú á að andstaðan gegn f Boumedienne ofursta virðist f fara vaxandi í Arabiska sam- 1 bandslýðveldinu, Júgóslavíu, | í mörgum Afríkulöndum, og | meðal evrópskra kommúnista. | En sérfræðingarnir vara einn f ig við því að langur vegur f sé frá því að Boumedienne | hafi markað skýra stefnu varð | andi hugsjónamál sín. Þeir | lýsa honum sem manni ráð- § ríkum, en búast megi við að f hægt sé að sveigja hann á f ýmsa vegu, ef að honum er f mikið lagt utanfrá. Geimferðaviðfangsefni taka mann alveg fanginn Viðtal við majár B. F. Francis Bráðlega koma til íslands geirmfarar og geimvísindamenn, til þjálfunar fyrir tunglferðir, »vo sem frá hefur verið skýrt. Allur slíkur undirbúningur und- ir geimferðir er okkur hér mjög framandi. En nýlega hittum við mann, sem hefur sjálfur starfað við slíkt. Það er bandarískur majór af Keflavíkurflugvelli, Bill F. Francis að nafni. Er við hófum að spjalla við hann um þetta efni, aðvaraði hann okkur strax um að hans þekking á þessum málum væri ársgömul því svo lengi væri hann búinn að vera á íslandi, og það væri euimitt það stórkostlega við öll geimvísindi nú á dögum, hve gíf urlegur hraði væri á framförum og þekkingu. Okkur lék einkum hugur á að vita eitthvað um hina miklu þjálf un, sem geimfararnir fá, vegna þess að angi af þvi þjálfunar- prógrammi teygir sig nú hing- að. Majór Francis sagði að sú þjálíun yrði að vera á mjög breiðum grundvelli, vegna þess hve blint er í rauninni rennt í sjóinn. Gera yrði ráð fyrir öllu sem mannlegur heili gelur í- myndað sér að komi fyrir. Ótt- ! inn við hið óþekkta gerði það að verkum, að reynt væri að gera geimfarana færa um að mæta sem flestu og hafa sem fjöl- breyttasta þekkingu. Þar inn í kæmi sjálfsagt sú þjálfun, sem á að fara fram á íslandi. Svo lítið er vitað um yfirborð tungls ins, að þeir sem þangað fara verða að vera kunnugir öllu, sem hugsanlega getur mætt >þeim. Og til að geta vitað hvað þeir eru að gera, þegar þangað er komið og vísindaleg vinnu- brögð hafin, verða þeir að hafa þekkingu á hvers kyns jarð- myndunum og hafa talsverða menntun í jarðfræði. Majór Francis kvaðst hafa hitt per- sónulega ýmsa geimfarana. Lík- amleg þjálfun þeirra væri mjög ströng í rnörg ár og síðan hert eftir að þeir hefðu verið valdir til geimferða. Þeir þyrftu líka að leysa af hendi mikið nám í stærðfræðilegum greinum. Það væri þeim nauðsynlegt, t.d. sem undirstaða undir þjálfun í að stjórna tækjum sínum við að komast út úr gufuhvolfi jarðar og inn á áhrifasvæði tunglsins. Þá yrðu tunglfarar að ganga í gegnum sérstaka þjálfun vegna þess að þyngd hluta þar er ekki nema % af því sem hún er á jörðinni. Notkun á öllum tækj- um og hreyfingar þeirra sjálfra yrði að miðast við það. Sjálfur kvaðst hann hafa fundið hvern- ið þyngdarleysi verkar. T.d. ef maður ætlar að snúa skrúfu með skrúfjárni, þá snýst hann bara sjálfur, því ekkert heldur við hann, nema hann hafi handfang, sem hægt er að halda sér í á meðan. Öll tæki í geimferðum eru mjög nákvæm og því skipt- ir þetta miklu máli og krefst þjálfunar mannsins á þessu sviði, svo og stillingu tækjanna í samræmi við það. Annars kvaðst majór Francis eiga erf- itt með að skýra frá slíku í svo stuttu máli og lauslegu talL Allar þessar fyrirætlanir væru svo yfirgripsmiklar, stórkostleg- ar, og heillandi að fylgjast með, að þær krefðust átaks heillar þjóðar, bæði með fjárhagslegu framlagi og framlagi allrar þekkingar, sem fyrir hendi er meðal þjóðarinnar. Þessvegna eigi allir sinn þátt í þeim á- rangri sem næðist og því væri þetta svo mikið metnaðarmáL Sjálfur kvaðst major Francis hafa sérhæft sig í „viðfangsefn- inu „maðurinn í geimnum“, og unnið við tilraunir með sérstaka tegund eldflaugarhreyfla. Þessi viðfangsefni taki mann alveg fanginn, svo heillandi sem þau séu, þó hver maður sem að þeim vinni sé eins og agnarlítið hjól í flókinni og geypistórri vél. Áð- ur en hægt sé að lenda á tungl- inu þurfi gífurlega vinnu. Fyrst sé að lenda á einihverri af minni stjörnunum í tilraunaskyni. Og í gangi séu ótal aðferðir við hvað eina, sem gerðar séu til- raunir með Ein sé sú, að láta geimfarið lenda og trjónu bora Framhald á bls. 3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.