Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 16
MORC U N BLAÐIÐ Laugardagur 3. júlí 1965 m IBYBLOS elztu borg jfarðar OG LAKLOUK Frá höfninni í Byblos. Séð yfír að kastalanum. efst í Líbanonsf|öllum EFTIR I>ORBJÖRN GUÐMUNDSSON. B Y B L O S á Miðjarðarh^fs- strönd Líbanon er elzta borg þessarar jarðar, það er að segja elzta byggða bólið, sem vitað er um með vissu. Forn- leifar sanna að þar hefur ver- ið búið allt frá þvi 7000 árum fyrir Krist og óslitið fram til þessa dags. Eru þar miklar minjar frá steinöld, bronsöld, leifar og mannvirki frá tím- um Fönikíumanna, Hellena, Rómverja, krossfara og Araba. Þær eru ótrúloga ljós- ar, og hafa varðveitzt vel. Þarna getur að Iíta borgarrúst ir með þröngum götum frá timum Fönikíumanna, grafir, eða réttara sagt brunna með hvílurúmum höfðingja þeirra og þaðan hefur verið flutt konungsgrafhýsið, sem er í þjóðminjasafninu i Beirut. Frá tímum Rómverja er m.a. lítið hringleikahús og fleira og súlur þeirra má víða sjá sundurhög-gnar, liggjandi á hlið í kastalabyggingu kross- faranna notaðar þar sem bind ing í veggina. Á jörðu niðri liggja enn súlur með raufum þar sem byrjað hefur verið að höggva þær í sundur. Það hef- nr verið gert með áslætti og meitli. Má enn greina meitiís- förin í raufunum. En kastalabyiggingin eins og hún er nú bér einnig merki þriðja kynþáttarins, Arab- anna. Þeir hafa hlaðið þakið og sumsstaðar efsta hluta veggjanna ofan á rústirnar, sem þá hafa verið fyrir. Sumsstaðar í veggjunum sitja enn fallbyssukúlur eins og egg í hreiðri. Það eru skeyti herskipa Engilsaxa, sem komu þar með ófriði á miðöldum. En kúlurnar unnu ekki betur en þetta á virkinu. Aðdjúpt er þarna við slétt- ar klappirnar og því hin á- kjósanlegasta höfn af náttúr- unngr hendi. Þaðan var og til- tölulega stutt í sedrus-skótga Líbanonsfjalla, en sedrusvið- ur var ein dýrmætasta út- flutningsvara landsmanna og var t.d. mikið af honum flutt til Egyptalands. Um alda- raðir var náið samband milli hinnar háþróuðu menningar- þjóðar, Egypta, og Byblos. Hér er sama upp á teningn- um og í Baalbeck, sagan er rist í hvern stein, hvert máð þrep, litrík saga og viðburða- rík. Stutt dagstund er eins Oig smádropi í þvi mikla tím- ans hafi. — Ritlistinni eigum, við það svo að þakka, að sag- an hefur geymzt — og einmitt hér á þessum stað var dregið fyrst til stafs, hér var vagga stafagerðarinnar, hér hafa fundizt elztu leturtákn heims- ins — og bók bókanna, Biblían, ber nafn þessarar borgar. • LITIÐ UNDIRLENDI Undirlendið er nær ekkert, þegar ekið er frá Beirut norð- ur ströndina. Hlíðar Líbanons fjalla liggja alveg í sjó fram. Byiggðin meðfram ströndinni er naesta óslitin og aldinrækt mikil. .Vegurinn er nokkuð mjór fyrir þá miklu umferð, sem þarna er, en hafin er fram kvæmd á áætlun um að gera hraðbraut með strandlengj- unni allt frá borginni Sidon til Byblos. Árlega eru full- gerðir 10 km. Þá hefur og ver- ið rætt um að gera veg eftir f jöllunum endilöngum, en sú framkvæmd yrði mjög dýr. • „SENDIHERRA" LOFTLEIDA í BEIRUT Af skiljanlegum ástæðum er samband íslands og Líba- non lítið, fjarlæigðin sér fyrir því. ísland á engan opinberan fulltrúa í landinu, en Loft- leiðir hafa þar sinn sendi- herra, ef svo má orða það, Robert Mehrabian, dugmikinn Persa, sem starfrækir þar sína eigin ferðaskrifstofu. Margir, sem ég ræddi við, vissu það eitt úm ísland, að þar væri flugfélag, sem biði upp á ódýrari ferðir yfir At- lantshafið en nokkur annar. Yfir sumarmánuðina munu um 100 farseðlar með Loft- leiðum seldir í Beirut og margir þeirra með sólarhrings að mestu um fsland, og urðu þær upplýsiriigar, sem ég fékk þar um Líbanon fátæklegri en ég hafði vonað. ^ • 54 DAGBLÖÐ — FJÓRIR HÁSKÓLAR Ýmsum þykir mikið að í Reykjavík skuli gefin út sex Séð niður í mjóa götu Fönekíubæjarins í Byblos. dvöl í Reykjavík. Mehrabian gaf okkur eina síðdegisstund kost á að hitta að máli ýmsa ferðamálamenn og fleiri í Bei- rut. Umræðurnar þar snérust dagblöð, en í Beirut eru þau hvorki meira né minna en 54 á fjórum tungumálum, ara- bísku, frönsku, ensku og arm- enisku. Sum þeirra koma þó aðeins út í sárafáum eintök- um, blöð fámennra sértrúar- flokka. Önnur eru stór og áhrifamikil og eru mikið keypt og lesin um allan hinn arabíska heim. í Beirut eru fjórir háskólar, franskur, ameriskur, rikis- háskóli og arabískur hásikóli. Franski háskólinn er þeirra eiztur, en ameríski háskólinn kemur næst, nýlega aldar- gamafl. Arabíski háskólinn er nýr af nálinni og mjög undir egypskum áhrifum. Margir landsmenn eru ekkert sérlega hrifnir af þeim sikóla, þar sem honum virðist stefnt gegn þeirra eigin ríkisháskóla, sem að sjálfsögðu er arabískur. Frá Byblos. Brot úr rómverskum súlum — og séð í endann á mikilli steinkistu. • PENINGARNIR STREYMA LNN í LANDIÐ Ókunnugir eiga í fyrstu erfitt með að átta sig á því, hvaðan jafn litlu landi og Libanon kemur allt sitt fjármagn. En skýrimgin er s*ú, að það streymir inn í landið úr austri og suðri frá hinum Arabalöndunum. Auðugir menn í þeim löndum telja örugigara að geyma peninga sína í bönkum í Beirut en í heimalandi sínu. Ástæðan er hið ótrygga pólitíska ástand í þeim löndum. Líbanon hefur þar algjöra sérstöðu. Það er lítið,-*hlutlaust land, oft nefnt „Sviss Austurlanda" — og eng inn óviðkomandi fær að hnýs- ast í innistæðurnar. Gull og peningar eiga mjög greiðan gang inn og út úr landinu. Þar er keypt og seld hvaða mynt sem er, peningar frá öllum löndum heims að einu undanskyldu, nágrannanum ísrael. Ekkert samband eða sam- gangur er milli Líbanon og Israels. — Gyðingarnir eru óvinir okkar eins og ánnarra Araba, segja þeir, en til ÞRIÐJA GREIN FRÁ LÍBANON árekstra hefur ekki komið milli ríkjanna. Hvor aðilinn um sig lætur hinn afskipta- lausan. Sá, sem er með ísraelska áritun í passanum sinum, fær ekki að stíga fæti á land í Líbanon. Verða menn því að hafa tvö vegabréf hyggist þeir ferðast til baggja land- anna. • KRISTNIR OG MÚHAM- EÐSTRÚAR VINNA SAMAN Líbanon varð fullvalda ríiki 1918, en hlaut fullt sjálfstæði 1943. Um helmingur lands- manna er kristinn en hinn helmingurinn múhameðstrú- ar. Þá eru allmargir gyðinga- trúar og urmull af sértrúar- flokkum innan megintrúar- bragðanna. í sveitunum er meirihlutinn kristinn en mú- hameðstrúar í bæjunum. Ýms ir voru vantrúaðir í fyrstu að takast mætti að sameina þjóð með slíkri skipan (sbr. Kýp- ur) þar sem trúarbrögðin skipta svo miklu máli í hinu pólitíska lífi. En Líbanonbúar gerðu sér frá upphafi ljóst, að tilvera þjóðarinnar sem sjálfstæðs ríkis byggðist á innbyrðis samheldni. „Hvern- ig sem allt snýst erum við á- kveðnir í að vinna saman,“ segja þeir. Valdaskiptingin er fyrirfram ákveðin. Forsetinnn er. kristinn, forsætisráðherr- ann múhameðstrúar og svo framvegis. Meira að segja full trúar sértrjiarflokkanna skipa sínar ákveðnu virðingarstöð- ur. Ýmsum finnst óheppilegt, að flokkaskiptingin skuli þannig trúarlegs eðlis, og í landinu er nú hreyfing, sem miðar að því að menn skipi sér í stjórn- málaflok'ka með tilliti til af- stöðu hvers og eins til þjóð- félagsmála én trúnni óviðkom andi. Mér var sagt að þróunin miðaði í þá átt, en varlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.