Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 26
26
MORGU N BLAÐID
Laugardagur 3. júlí 1965
Áhorfendur geta hvatt
landann til sigurs
Siðasta æfing landsliðsins
í fyrrakvöld
StDASTA sefing landsliðsins
fyrir leikinn við Dani var á
fimmtuda^jskvöld í Laugar-
dal. Voru þar allir landsliðs-
menn mættir nema Akureyr-
ingarnir Jón Stefánsson og
Magnús Jónatansson. Var
fengið gott lið til að leika
gegn landsliðinu og voru þar
margir sem nálægt því standa
að komst í sjálft landsliðið
m.a. Reynir Jónsson Val,
Steingrímur Björnsson o.fl.
Eftir því sem landsliðsmenn
segja, þykir þeim æfingin
hafa tekizt vel. Gekk landslið-
inu þó ekki 'vel í byrjun geign
mótherjunum — sem um
tíma höfðu forystu í þessum
æfingaleik með 2—1. En svo
fór um síðir að landsliðið
„vann æfinguna" með 5 gegn
3.
Allstór hópur áhorfenda
fylgdist með, því nú er spenn
ingur mikill í fólki fyrir
landsleikinn. í>að hefir alltaf
verið stærsti óskadraumur ísl.
knattspyrnuunnenda að ná
sigri yfir Dönum. Sá mögu-
leiki er ekki útilokaður, —
þótt telja megi að Danir séu
sigurstrangjegri. En danska
iiðið er gloppótt ekki síður en
það islenzka. Það á ekki ailtaf
glæsilegan leik. Það gengur
upp og niður hjá því, eins og
hjá okkar islenzku liðum.
Og landsliðsmenn verða að
treysta því að þeir hafa mögu
leika til sigurs. íslenzka liðið
getur með samheldni og góð-
um anda gert ólíklegustu
hluti. í liðinu eru menn sem
allir hafa átt hina glæsileg-
ustu leiki — og ef tekst að
stilla hörpuna þetta eina
kvöld, þá getum við vonað
hið bezta.
Áhorfendur eiga líka að
taka þátt í leiknum. Með því
að vera lifandi, hvetjandi og
umfram allt í góðu skapi geta
áhorfendur eflt liðsmenn til
slíkra dáða að nægi til sigurs.
Það hefur mjög skort á að
áhorfendur ísl. taki þátt í
landsleik sem vera ber. Verið
ekki feimin, hvetjið landann
— og sé það vel gert og dug-
lega, getur árangurinn orðið
ótrúlegur.
Tveir nýliðanna þeir Baldvin Baldvinsson, miðherji (t.v.) og
Sigurvin ólafsson, bakvörður frá Keflavík. Þriðji nýliðinn í
liðinu Magnús Jónatansson var ekki kominn til bæjarins er
æfingin var haldin. —■ Myndir Sveinn Þormóðsson.
jr
Hgætt danskt ung-
Iingaitð t heimsókn
Hópur ungra danskra knatt-
-spyrnumanna er hér þessa dag-
ana á vegum Víkings. Danska
liðið ■ sem er frá Herlev í Dan-
mörku hefur leikið hér tvo leiki.
Mætti liðið fyrst úrvali Reykja-
víkurfélaganna og vann Reykja-
vík með 2—0. Síðan fóru dönsku
gestirnir til Eyja ðg léku þar
einn leik og unnu IBV mefS
3—2.
Síðasti leikur heimsóknarinn-
ar er annað kvöld (sunnudag)
og leika Danirnir þá við Dan-
merkurfara Víkings í fyrra. Það
Víkingslið er að tveim piltum
undanskildum meistaraflokkslið
Víkings í ár. Leikurinn verður
á Melavelli og hefst kl. 8.30.
Danska liðið — og mótherjar
þess hér — hafa vakið athygli
fyrir ágæta knattspyrnu og er
það vel þess virði að horfa á
leik hinna yngri af og til og
nota svona tækifæri er góð er-
lend lið koma.
Danirnir halda heim á mánu-
dagskvöld — hálftíma fyrir
landsleik Islands og Danmerk-
ur. Það þykir þeim súrt, en
„krónprinsinn“ siglir kl. 8.
Vel unnirt afrekaskrá Cóður árangur á sveinc-
U.M.F. Skarphéðins meistaramóti t frjálsum
ÚT er komin „Afreka- og meta-
skrá“ héraðssambands Skarp-
béðins í sundi og frjálsum íþrótt-
um á tímabilinu frá 1910—1965.
Hefur Ólafur Unnsteinsson
íþróttakennari tekið skrána sam-
an og búið til prentunar, en HSK
gefur út. Er vel til útgáfunnar
Undramað-
ur frá Kenya
Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTl í
Abo í g^erkvöldi sigraði
Kenyamaðurinn Kipchongo
Keino heimsmethafann Ron
Clarke í annað sinn á einni
viku í 5 km hlaupi.
Tími Kenyamannsins var
13,26.2 mín. sem aðeins er
4/10 úr sek frá heimsmeti
Clarkes, sem hann setti fyrir
nokkrum dögum.
Timi Clarkes var 13,29,0.
vandað 80 myndir prýða bækl-
inginn og má segja að þarna sé
að finna í tölum litríka sögu
íþrótta á félagssvæði Skarphéð-
ins, sem nær yfir meirihluta
Suðurlands á þessu tímabili.
Ólafur Unnsteinsson hefur
unnið sitt verk af mestu kost-
gæfni að því er bezt verður séð,
leitað allra hugsanlegra heimilda
og aðstoðar sérfróðra manna.
Sundafrekaskráin er samin af
Ólafi og Herði óskarssyni. sundj
þjálfara sameiginlega og er sér-
stæð t.d. að því leyti að skráð
eru beztu afrek Skarphéðinsfólks
sér fyrir hverja laugarlengd,
16% m, 25 m. og 50 m.
1 niðurlagi formála kemst Ólaf
ur svo að orði: „Að lokum vonast
ég til þess, að þessi afrekaskrá
gefi ljósa mynd af afrekum
íþróttafólks HSK á liðnum árum
og geti jafnframt orðið æskufólki
hvatning til þess að'ná enn betri
árangri".
Afrekaskráin verður m.a. seld
á Landsmóti UMFÍ að Laugar-
vatni, 'tn framkvæmd þess móts
er í höndum Skarphéðins sem
kunnugt er.
Einar Þorgrímsson ÍR var
fjórfaldur meisfari
SVEINAMEISTARAMÓTIÐ í Arnar
frjálsum íþróttum var haldið um
síðustu helgi og tókst hið bezta.
Voru keppendur margir og
keppni hörð og jöfn og prýðis-
árangur náðist í mörgum grein-
um. Mótið staðfesti að margir
efnilogir ungir piltar hafa fengið
áhuga á frjálsum íþróttum.
ÍR-ingar voru með stærstan
hóp þátttakenda af þeim 9 félög-
um og samböndum sem sendu
keppendur til mótsins. Og hópur
ÍR-inga varð og sigursælastur og
unnu í 7 greinum af 10. Einn
þeirra, Einar Þorgrímsson sigraði
í 4 greinum og náði ágætum ár-
angri.
Skemmtilegt var að sjá meðal
keppendanna syni tveggja af
irestu afreksmönnum landsins í
frjálsum íþróttum frá upphafi.
Átti Finnbjörn Þorvaldsson sinn
son, Finnbjörn, 1 keppninni og
sýndi hann góð tilþrif í sprett-
blaupum. Þá var þarna og sonur
Clausen, sem Haukur
Skúli heitir. Vakti hann einnig
góða athygli og má ætla að þess-
ír piltar geti fetað í fótspor feðra
sinna þegar tímar líða. Væri það
ekki amalegt.
Margir piltar vöktu athygli.
Má þaf nefna Jón Sigurmundsson
HSV-ís. sem vann bæði 80 og
200 m. hlaup, Kjartan Kolbeins-
son sem sigraði í báðum kast-
greinum mótsins, Berg Höskulds-
son, Jóhann Friðgeirsson, báðir
úr Eyjafirði og Valgarð Valgarðs
son frá Skagafirði.
Úrslit mótsins urðu þessi:
Fyrri dagur:
80 m. hlaup:-Jón Sigurmundsson,
HVÍ, 9,7 sek, Jóhann Friðgeirs-
son, UMSE, 9,8, Þór Konráðsson,
XR, 10,0, Haraldur Guðmundsson,
ÍBA, 10,5, Snorri Ásgeirsson KR,
10.6, Finnb. Finnibjörnsson ÍR,
10.6.
Framh. á bls. 27
Haukur S. Clausen, 12 ára, sonui
Arnar Clausen varð 6. í lang-
stökki, stökk 4.67.