Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 3. júlí 1965 MORGUNBLAÐID 21 Sigurður Símonarson, múrarameist. — Minning ÞAÐ mikla framfara- og um- bótatímabil í sögu þjóðar vorr- ar sem hófst um síðustu aldamót og færðist brátt í aukana á önd- verðri þessarri öld á rætur í þjóð- lífi voru, vitsmunum, menntun, dugnaði, hugkvæmni og hygg- indum fólksins, sem landið bygg- ir. Vissulega höfum vér haft til fyrirmyndar og eftirbreytni fjöl- margt í fari annarra þjóða og samrýmt það íslenzkum aðstæð- um og háttum. En hitt er engan veginn minna um vert sem sköp- unarmáttur eigin hyggjuvits og hugkvæmni hefir lagt af mörk- um í þeirra nýbreyttni, félags- samtökum og tækniþróun sem farið hefir sigurför í lífi og starfi þjóðar vorrar á þessarri öld. — Reynsla vor í þessu efni hefir staðfest sannleiksgildi þeirra orða sem lengi hafa legið á tungu þjóðarinnar, að sjálfs er höndin hollust og hollt er heima hvað. Tilefni þess að vikið er að þessu hér, er að í dag er gerð frá Akraneskirkju útför merks manns, sem allt frá æskuskeiði sparaði ekki hugleiðingar og heilabrot um lífið og tilveruna og margháttuð úrlausnarefni á brautum vorum í daglegri önn og sókn vorri til betra og innihalds- ríkara lífs og bættra kjara. Þessi maður er Sigurður Símonarson múrarameistari á Akranesi, sem lézt 26. f. mán. Það varð brátt um andlát hans, enda hafði hann ekki gengið heill til skógar hin síðustu 'ár. Sigurður Símonarson er Rangæ- ingur að ætt og uppruna. Hann var fæddur að Króki í hinum forna Holtahreppi, sem nú hefir verið skipt. Hann ólst upp að Ási í sama hreppi. Átti hann sam leið á uppvaxtarárunum með Guðjóni Jónssyni, síðar bónda í Ási, sem var nokkuð eldri og nú er nýlega látinn í hárri elli. Var Guðjón mjög athafnasamur og farsæll forystumaður í framfara- og félagsmálum í Rangárþingi um sína daga. Hann var sá er lengst lifði af stofnendum Slát- urfélags Suðurlands og deildar- stjóri þess félagsskapar í sínum hreppi að heita mátti til dauða- dags. Eigi er að efa að skoðanir og lífsviðhorf þessara ungu manna hafi á uppvaxtarárunum fallið í einn og sama farveg og að þar hafi verið rætt margt um það sem í vændum var í þjóð- lífi voru og þá þegar hafi blasað við sjónum þessara æskumanna heiður himinn bjartra vona um farsæla framtíð þjóðar vorrar. Vinátta og kynni þessara æsku félaga hélzt til dauðadags. Báðir hafa þeir nú kvatt lífið og séð með eigin augum æskudrauma sína rætast, svo sem vonir þeirra og þrár stóðu frekast til. Sigurður Símonarson fluttist ungur að aldri til Akraness á síð- ari hluta annars áratugar aldar- innar. Þá rofaði fyrir degi mik- illa framfara á Akranesi. Við bætt hafnarskilyrði og siglingu bátaflotans á fiskimiðin úr heimahöfn voru stígin risaskref í fiskveiða- og útgerðarmálum staðarins. Þróunin var ör. Þetta lyfti ekki einasta undir líf og fjör og fram- tak frumbyggja staðarins. Fiski- sagan flaug. Hið mikla og vax- ondi athafnalíf á Akranesi kveikti í brjóti manna víðsvegar um land löngun til þess að hraða för sinni þangað og freista þar gæfunnar. Á þessum árum barst Akranesi mikill liðsauki víðsveg- ar að. Það er ekki að efa að það hefir verið af þessum rökum runnið að hugur Sigurðar Sím- onarsonar beindist að Akranesi. Æskudraumar hans og athafna- þrá beindi sporum hans þangað sem mikið var færzt í fang og verkefnin blöstu við. Nýbreyttni margskonar í athafnaháttum, sem mætti sjónum hans á Akranesi, féll honum vel í geð og var hon- um að skapi. Hann hafði með at- hugunum sínum og gaumgæfni leitt í ljós að því betur sem væri i hendur fólksins búið því meiri yrðu afköstin jafnframt því sem 'létta mætti erfiðið. Að þessu beindist hugkvæmni hans og skilningur í því hve verkhyggn- in er þung á metunum. Hin nýja tækniþróun, sem gjörbreytt hef- ir á síðari árum að heita má allri aðstöðu vorri í atvinnuhátt- um er vaxin upp úr þessum jarð- vegi. Sigurður lagði gjörva hönd margt um dagana. Er hann hvarf frá sjómennskunni gerðist hann iðnaðarmaður. Voru það byggingamálin, sem hugur hans snerist að. Þau hafa lengi verið mikið vandamál hér á landi. Ger- ir það lega landsins. Hóf Sigurð- ur þá og rak um skeið steina- gerð til bygginga, sem þótti fram för í þeim iðnaði. En reynsla Sig- urðar af þessari byggingarað- ferð varð sú að hann taldi að enn yrði að leita nýrra úrræða sem betur hentaði þörfum vor- um í þessum efnum. Byggingar- málin voru honum jafnan hug- leikin, þótt starfsemi hans síðar yrði tengd öðrum verkefnum. Um þessar mundir reis upp sterk hreyfing hjá bændum svæðinu utan Skarðsheiðar að efna til samtaka um að koma fót mjólkursölu á Akranesi. Ræddu bændur um þetta við Sigurð Símonarson og leiddu þær viðræður til þess að hann tókst á hendur forstöðu þessara félagssamtaka, sem hrundið var í framkvæmd undir stjórn hans Var með þessu lagður grund völlur að þróun þeirri, sem orðið hefir síðan í mjólkursölumálum bænda hér á landi. Mjór er mik- ils vísir. Nú er rekið á Akranesi stórt og tæknigert mjólkurbú. Sigurður Símonarson bar að hætti hugsjónamanna víða niður í hugleiðingum sínum um hag- nýtingu íslenzkra náttúrugæða og voru hugmyndir hans á því sviði stórar í sniðum. Virkjun fallvatnanna bar þar hæst. Það er æði langt síðan honum var mikið niðri fyrir um stórvirkj- anir til framleiðslu á vörum til gjaldeyrisauka. Það var honum hugnæmt gleðiefni þegar hyllti undir að þetta kæmist í fram- kvæmd. Þá var það jarðhitinn. Þetta vellandi hitamagn, sem streymdi úr iðrum jarðarinnar upp á yfirborðið. Þvílík auðæfi voru nú ekki til þess að láta þau fara forgörðum. Innanlandsnot þessa fyrirbæris væru mörg og margvísleg, en það nægði honum ekki. Upp af hitanum yrði að spretta útflutningsvara, skraut- blóm, gulls ígildi, lyftistöng til bú sældar. Eftir að daglegar flug- ferðir til útlanda hófust taldi hann að björninn hlyti að vera unninn. Þá hafði Sigurður lengi rætt um íslenzka sementsgerð, áður en nokkuð hillti undir fram- kvæmdir í því efni. Og ef efni til sementsgerðar væri torfengið í landi mætti sækja það á sjávar- botninn. Sigurði höfðu borizt um það fregnir að erlendis væri ýms- um efnum úr sjávarbotni dælt upp af þar til gerðum skipum. Því mætti þá ekki eins gera þetta hér. Nægur mundi sandurinn vera, t.d. á Sviðinu. í Faxaflóa, sagði hann. Þetta þótti, er hann fyrst hóf máls á þessu, nokkuð draumórakennt. En mikið gleði- efni varð Sigurði það er skriður komst á þetta mál. Þeim, sem þessar línur ritar, eru minnisstæð viðbrögð hans þegar það kom til tals að stað- setja Sementsverksmiðjuna á Akranesi og var hann þá ekki í miklum vafa um hvert aðalefnið í sementið yrði sótt. Mjög virkan þátt tók Sigurður í stofnsetningu verksmiðjunnar. Réðst það svo, að hann varð starfsmaður í skrif- stofu verksmiðjunnar þegar í byrjun og starfaði' þar til dauða- dags. Félagsmálaáhugi sá sem óx og dafnaði hjá Sigurði á uppvaxtar- árunum í Rangárþingi var ríkur þáttur í lífi og starfi hans æ síð- an. Lagði hann fram á Akranesi ómældan skerf í þeim málum. Á þessum vettvangi vann hann sem endranær heilshugar. Hann var hreppsnefndaroddviti á Akranesi um nokkurt árabil. Var hann síð- astur í röðinni margra mikil- hæfra manna, sem frá öndverðu höfðu gegnt þar oddvitastörfum. Hafði Akraneskaupstaður þá fengið bæjarréttindi og nýskipun þessara mála gengið í garð. Frjó- semi í andlegu lífi Sigurðar Sím- onarsonar hefir víðar skotið upp kollinum en í dægurmálastörfum hans. Hann hefir og allmikið feng izt við ljóðagerð, einkum eftir að um hægðist hjá honum í dagleg- um störfum. En hlédrægur var hann með að flíka þessum þætti síns andlega lífs. Sigurður var í daglegri umgegni glaður og reif- ur. Kunni hann vel að koma fyrir sig orði. Létt gamansemi var hon- um tiltæk og með henni kom hann mönnum í gott skap. Sigurður var hamingjusamur í einkalífi sínu. Hann var kvæntur ágætri og mikilhæfri konu, Val- gerði Halldórsdóttur, ættaðri af Eyrarbakka. Þau hjón hafa verið mjög kynsæl. Þeim varð sjö barna auðið, sem öll eru á lífi, fjögurra sona og þriggja dætra Þessi eru börn þeirra: Guðleifur, múrarameistari á Akranesi, kvæntur Sigurlínu Jó hannsdóttur. Guðrún, húsfreyja á Akranesi, gift Gísla Pálssyni, rafvirkja- meistara. Halldór, löggiltur endurskoð- andi í Reykjavik, kvæntur Krist- rúnu Jóhannsdóttur. Jakob, skrifstofuvélafræðingur í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Pétursdóttur. Halldóra, húsfreyja í Svíþjóð, gift Róland Thor, rafvirkjameist- ara. Valgerður, húsfreyja á Akra nesi, gift Jóni Ben. Ásmundssyni, bæjarritara. Línum þessum vil ég ljúka með því að færa þessum látna vini mínum hinztu kveðjur og kæra þökk fyrir góð störf, víðsýni hans og framtíðaróskir þjóð vorri til handa. Pétur Ottesen. lærði ég að meta mannkosti hans og óbilandi baráttuhug fyr ír stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég kom nokkrum sinnum á heimili þeirra ágætu hjóna Sig- urðar og Valgerðar Halldórsdótt ur, og kynntist þar hvernig ís- lenzk gestrisni er beztum kost- um búin. Það fellur í hlut annarra að rekja æviferil Sigurðar Símon- arsonar en mín, enda átti ég þess ekki kost að kynnast hon- um þegar æviferill hans stóð með mestum blóma, þó ég hafi. nokkra nasasjón þar af. Þessi fáu og fátæklegu orð eru því aðeins skráð til að flytja þér kæri vinur, mínar beztu og heillaríkustu þakkir fyrir það, sem þú hefur verið mér frá því að okkar kynni hófust. Konu þinni, börnum og tengdabörnum, svo og öllum af- komendum, færi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Verði þér að trú þinni, þá er þér og öðrum vel borgið. Sigurður Halldórsson Bðkasafnið í Skálholti Ég átti því láni að fagna þeg- ar ég kom á Akranes fyrir nokkrum árum, að kynnast all náið vini mí'ium Sigurði Sim onarsyni, múrarrmeistara. Þau kynni hafa skilið eftir hlýjar og hugljúfar endurminningar, sem ég mun seint gleyma. Okkar fyrstu kynni voru að eins tengd störfum okkar í Sem entsverksmiðju ríkisins ,en þar fannst okkur báðum gott að vinna og mátum húsbændur okkar eins og þeir höfðu til unnið. Síðar kynntist ég nafna mínum sem blaðanefndarmanni við útgáfu Framtaks og þar Þorsteinn sýslumaður og al- ! þingismaður Þorsteinsson var þjóðfrægur maður, meðal ann- ars af því að hann átti eitt hið mesta og verðmætasta bókasafn sem til var hér á landi í einka- eign. Við Þorsteinn vorum lengi kunningjar og síðar vinir, eða allt frá því að hann var hér í menntaskóla og háskóla til dauðadags hans 1961. Þorsteinn var þegar byrjaður að safna bókum er har>n var í skóla. Hitt umst við oft á bókauppboðum á árunum 1907-1916, ég var þar fyrir forvitnis sakir, því ég hef aldrei safnað bókum. Eftir að Þorsteinn fluttist hingað til Reykjavíkur sá ég oft bóksafn hans og skcðaði þar marga dýr gripi. Það má með sanni segja, að safnið var bæði mikið og verð mætt og mér er kunnugt um að flestar voru bækurnar í ágætu standi og strðugt var eigandinn að endurbæta þær, sem með þurfti og bæta við betri eintök- um er færi gafst til — og kaupa nýjar bækar. Eftir lát Þorsteins létu ætt- ingjar og erfi.ngjar hans sr. Jón Guðnason með aðstoð annara, fara yfir safnið og athuga það. Tók sú athugun lang- an tima og má geta þess nærri að slíkur fræðimaður og merkis maður sem sr. Jón Guðnason hefur ekki kastað til þess hönd- um að athuga bækur þessar vand lega og vel. Var svo bókasafnið boðið til kaups, en erflngjar Þorsteins mundu langhelzt hafa óskað þess að það yrði ekki selt úr landi. Varð það svo að lok- um, að maður að nafni Kári Borgfjörð Helgason, festi kaup á þessu mikla og verðmæta bókasafni, en hann átti að sögn allmikið fyrir af bókum og tíma ritum og var því léttara um vik að bæta við í þau skörð sem kunna að hafa verið í tímaritin í safni Þorsteins. Kári mun hafa fengið bækur Þorsteins fyrir til- tölulega lágt verð. — í fyrstu gerði hann, samkv. viðtölum er hann atti við blöð, ráð fyrir að eiga safnið og auka við það, en brátt kom í ljós, að engin alvara hefur verið í því áformi, því hann tók að bjóða bækurn- ar, ásamt því er hann hafði bætt við þær, að sögn, til sölu innan- lands og utan. — Og nú var verð ið orðið miklu hærra en áður. Nú var og sagt ,að við nánari athugun hafi það komið upp úr kafinu ,að safn Þorsteins, hafi ekki verið f eins góðu ásigkomu lagi og sagt hafði verið er sr. Jón Guðnason athugaði það, blöð vantað í bækur o.s.frv. _____ Auðvitað hafa verið bækur í 'þessu mikla safni, sem vantað hefur í blöð en ég á bágt með að trúa að mikið hafi verið um slíka galla, sem þeir sr. Jón hafa ekki tekið eftir, er þeir flettu bókunum. Og það vissi ég, að langmestur hluti hinna fágætu bóka Þorsteins voru gallalausar og í ágætu standi — áður en Kári eignaðist þær. Að sjálf- sogðu hefur Kári eitthvað látið lagfæra og bætt inn í safnið og ekki efast ég um, að bókasafn Þorsteins hefur verið þesS virði sem biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson og fleiri góðir menn keyptu það fyrir og björguðu þar með ómetanlegum verðmæt- um og dýrgripum frá því, að verða seld úr landi. Það er, að vísu, vafalaust, allt of mikið gert úr því nú á tím- um hversu auðug þjóð við Is- lendingar séum. En svo er Guði fyrir að þakka, að hagur þjóð- arinnar er svo góður, að hana munar ekkert um að leggja fram þá upphæð sem bókasafn Þor- steins kostar nú (ásamt viðbót- inni frá Kára) og mynda þann- ig vísi eða undirstöðu að bóka- safni sem verðugt er nýja menntasetrinu sem rísa mun á hinum fornihelga stað Skálholti. Þau háðulegu og ósæmilegu orð sem nokkrir menn hafa haft um framtak herra Sigurbjörns Ein- arssonar og annara góðra manna í þessu máli dæma sig sjálf. Smá sálarskapurinn og nöldrið, útá- setningar og eftirtölur er þjóð- arlöstur íslendinga. Aldrei er svo gott og þarft verk unnið til ' úrbóta, framfara og heilla að ekki heyrist hjáróma raddir úr horni. Á minni löngu ævi hef ég aldrei vitað neitt þjóðþrifa- mál koma fram án þess að ein- hverjir menn hafi ekki mótmælt og reynt að tefja fyrir, eftir þvi sem mögulegt var. Þetta er þvf miður, dagsatt, þótt til háborinn ar skammar sé og leiðinda. 21. júní 1965. Þorsteinn Jónsson — Húseigendafél. Framhald af bls. 6 Form. lýsti hinni bættu starfs- aðstöðu félagsins, þar sem er hús eignin að Grundarstíg 2A og þáttaskilum þeim, sem urðu með lagabreytingum, sem samþykktar voru á aðalfundinum 1964 um að- ild fjölbýlishúsa að félaginu. — Hann kvað Reykjavík hafa al- gjöra sérstöðu annarra borga hvað snertir eignaraðild íbúa í fjölbýlishúsum. Hvergi þekktist þetta fyrhbæri eins og hér, að hver íbúð í t.d. 28 íbúðahúsi væri í séreign 28 aðila, sem hver um sig gæti veðsett íbúð sína og selt öðrum, eins og íbúðin væri ein- býlishús og hvergi væru hlut- fallslega jafnmargir húseiegndur, miðað við tölu leigataka. Hús- eigendafélag Reykjavíkur hlyti að miða starf sitt við þessar stað reyndir og vera almenn "brjóst- vörn vegna hagsmuna sjálfsíbúða eigenda, jafnframt því, sem pað enn sem fyrr gætti hagsmuna leigusala. í stjórn voru kosnir: Páll S. Pálsson, formaður, Friðrik Þor- steinsson, varaform. og Alfreð Guðmundsson. Aðrir í stjórn eru Leifur Sveinsson og Jón Guð- mundsson. — í varastjórn voru kosnir: Ólafur Jóhannesson, Óli M. ísaksson og Jens Guðbjörns- son. Endurskoðendur voru kosn- ir Jónas Jósteinsson og Sigurður Hólmsteinn Jónsson, en til vara Jón G. Jónsson. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi yfirlýsingu: „Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur haldinn 26. apríl 1965 ítrekar áskorun stjórnar fé- lagsins til Alþingis frá 6. apríl 1965 varðandi frumvarp til laga um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins, um að fella framkomna breyt ingu á frumvarpinu frá því sem það var, þegar það var lagt fyr- ir Alþingi, þess efnis, að við á- kvörðun eignarskatts skuli gild- andi fasteignamat í kaupstöðum og kauptúnum þrefaldað til þess að mæta útgjöldum til íbúðar- lána“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.