Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAOIÐ
LaugorcJagur 3. júlí 1965
Skipulagsuppdrættir kaupstaða
ógildir, ef ekki er fylgt út í æsar
fyrirmælum skipuiagsstjóra
Hæstiréttur hrindir Kéraðsdomí,
sem staðfest hafði byggingarétt
Boðarleiguhafa
Siðasta máli, sem Hæstiréttur
ffjallaði um, áður en réttarhlé
Ihófst fyrir sumarleyfið, var
dæmt í Hæstarétti hinn 28.
júní s.l. Málið nefndist Ársæll
Sveinsson gegrt Hreggviði Jóns-
syni og gagnsök.
Málavextir voru í stuttu máli
í þá leið, að bæjarstjórn Vest-
mannaeyja úthlutaði Hreggviði
Jónssyni, bifreiðaverkstæðiseig-
anda í Vestmannaeyjum, lóð
undir viðbótarbyggingu, sem að
nokkru var staðsett á fyrirhug-
uðu götustæði, skv. skipulags-
uppdrætti fyrir Vestmannaeyja-
kaupstað, staðfestum af stjórnar
ráðinu hinn 3. nóv. 1932.
Þessvegna samþykkti bygg-
ingarnefnd og bæjarstjórn Vest-
mannaeyja ' að leggja til, að
skipulagi kaupstaðarins yrði
breytt, á þá lund, að fyrirhugað-
ur vegur yrði „lagður niður“.
Skipulagsstjóra ríkisins var
send ályktunin til umsagnar og
svaraði hann bréflega, að hann
gæti fallizt á þessa tillgu. Munu
mörg dæmi þess, að stjórnir
kaupstaða hafi talið þetta full-
nægjandi, til breytinga á eldri
staðfestum uppdrættL
Ársæll Sveinsson, sem auk um
fangsmikillar útgerðar og fisk-
verkunar í Eyjum, rekur timb-
urverzlun þar, átti bráðabirgða-
hús sem timburgeymslu, í þessu
áður fyrirhugaða götustæði.
Hreggviður fékk samþykkta
teikningu hjá byggingarnefnd
og bæjarstjórn af viðbótarbygg-
ingunni og fékk lóðarleigusamn-
ing, sem hann lét þinglýsa. Með
þessi gögn í höndum krafðist
hann þess, að Ársæll hyrfi á
brott með timburgeymsluhúsið
og þegar því var ekki sinnt, lét
hann menn sína hefja niðurrif
hússins.
Ársæll Sveinsson lagði þá lög-
bann gegn niðurrifinu og höfð-
aði síðan mál til staðfestingar
og skaðabóta.
Hreggviður Jónsson svaraði
með gagnsök og krafðist að
réttur sinn til nýbyggingar yrði
viðurkenndur og að Ársæli
UM hádegi í gær var hæg- þrýstisvæði, en jafnframt S-
viðri og bjartviðri hér á landi átt og rigning á S-Grænlandi.
og hiti víðast 10—14 st., mest Má búast við að þykkni nókk
ur 17 st. á Hellu. Yfir íslandi uð í lofti í kvöld eða á morg-
og Grænlandshafi var há- un.
Sveinssyni skyldi gert að fjar-
lægja timburgeymsluhúsið að
viðlögðúm dagsektum. Einnig
krafðist hann skaðabóta.
Dómsniðurstaða bæjarþings
Vestmannaeyja varð á þá leið,
að lögbannið var staðfest og
Ársæli Sveinssyni tildæmdar kr.
10.000,00 í skaðabætur vegna
viðgerða á húsinu. Hinsvegar
var viðurkenndur réttur Hregg-
viðs Jónssonar til þess að
byggja á viðbótarlóðinni skv.
lóðarleigusamningi, og í sam-
ræmi við teikningu samþykkta
af bæjaryfirvöldum. Ársæli
Tengsl íslands eru
sterkust við Danmörku
Rætf við Bjarne W. Paulsson,
sendiherra Dana, sem er á
förum héðan til Argenfínu
EINS og skýrt hefur verið
frá í Morgunblaðinu, er
danski sendiherrann á Is-
landi, Bjarne With Pauls-
son, nú að láta af störfum
hér. Fer hann og kona
hans, frú Agnete, áleiðis til
Kaupmannahafnar með ms.
Gullfossi hinn 10. þessa
mánaðar. Bjarne W. Pauls-
son verður nú sendiherra í
nokkrum Suður-Ameríku-
ríkjum með aðsetri í Bue-
nos Aires. Hingað kemur í
hans stað Birger Kron-
mann, sem nú er sendi-
herra Danmerkur í Ankara
í Tyrklandi.
Bjarne W. Paulsson er is-
lenzkur í fööurætt, eins og
kunnugt er. Faðir hans var
Ólafur A. Paulsson (Ólafur Á.
Pálsson), danskur lögfræðing-
ur og embættismaður, sonur
Páls bónda og dannebrogs-
manns á Akri í Þingi Ólafs-
sonar. Ólafur A. Paulsson var
því bróðir séra Bjarna Páls-
sonar, prófasts í Steinnesi.
Fréttamaður Mbl. hitti sendi
herrann snöggvast að máli í
gær og lagði fyrir hann nokkr
ar spurningar. Fara svör sendi
herrans hér á eftir.
— Ég hef alltaf verið tengd-
ur íslandi sterkum böndum,
eins og skiljanlegt er vegna
ætternis míns. Þó hafði ég
ekki komið til íslands nema
tvisvar sinnum, áður en ég
kom hingað sem sendiherra
fyrir fimm árum og fimm
mánuðum. Fimmtán ára gam-
all dvaldist ég hér í þrjár vik-
ur ásamt foreldrum mínum,
og árið 1954 var ég hér í þrjá
daga ásamt H. C. Hansen heitn
um.
— Hér hef ég umgengizt
marga ættingja mína, svo sem
Ólaf í Brautarholti, en við er-
um bræðrasynir. Ég hef ferð-
azt mikið um ísland, komið til
flestra staða á öllum lands-
hornum, og einnig farið þvert
yfir landið.
— Á þessum tíma hef ég
kynnzt landinu og náttúru
þess vel, og einnig kynnzt
fjölda fóíks. íslenzkan hugsun
arhátt og íslenzkt þjóðareðli
þekkti ég, enda er ég hálfur
íslendingur.
— Ég var mjög eftirvænt-
ingarfullur, þegar ég kom
hingað árið 1960, og allar von-
ir mínar hafa rætzt. Mér
finnst sérstaklega ánægjulegt,
hvernig handritamálið hefur '
Dönsku sendiherrahjónin í garðinum fyrir utan sendiherrabú-
staðinn og sendiráðið á Hverfisgötu 29.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
leystst. Ég hef alltaf trúað
því, að málið færi vel, og það
gleður mig afar mikið, að nú
skuli hafa verið undirritaður
samningur um afhendingu á
hluta handritanna, svo að nú
ætti að Vera skammt að bíða
eftir endanlegri lausn málsins.
Ég átti von á því, að sam-
komulag tækist á þeim tíma,
sem ég yrði hér, en aðalatriðið
er, að þessar tvær. þjóðir, Dan
ir og íslendingar, eru sam-
mála, þótt afhending handrit-
anna kunni eitthvað að drag-
ast.
— Ég hef ekki kynnzt nein-
um hér, sem ber kala til Dan-
merkur eða dönsku þjóðar-
innar. Það var eðlilegt, að
Dani og íslendinga greindi á
í stjórnmálalegum efnum á
sínum tíma, en mitt álit er, að
nú þekkist ekki betra sam-
band milli tveggja þjóða. Eig-
inlega kom mér á óvart, hve
náið samband er milli íslands
og Danmerkur. íslendingar
búa yfir mikilli þekkingu á
dönskum högum og hafa mikil
tengsl við Dani. Ég held, að
íslendingar séu ekki tengdir
neinni annarri þjóð sterkari
böndum. Ætla hefði mátt, að
ísland fjarlægðist Danmörku
eftir sambandsslitin, ef svo má
að orði komast, en mér finnst
langt frá því, að svo hafi orð-
ið. —
— Já, við hjónin höfum ver-
ið hamingjusöm hér, og ég hef
haft ánægju af starfinu. Við
höfum eignazt marga íslenzka
vini, og við munum eiga þá
áfram, þótt við hverfum héð-
an.
— Okkur fannst gaman, að
sonur okkar, Olaf, skyldi
kvongast íslenzkri stúlku, með
an við dvöldumst hér. Hún
heitir Elísabet Ólafsdóttir,
dóttir Ólafs læknis Geirssonar
á Vífilsstöðum. Olaf er nú 25
ára og leggur stund á læknis-
fræði í Kaupmannahöfn, en
hann hefur fengið hluta af
menntun sinni hér á landi.
Brita, dóttir okkar, leggur
stund á frönsku í Kaupmanna-
höfn. Hún hefur komið hingað
tvisvar á ári og er cand.
philos. við Háskóla íslands.
— Nú förum við til Buenos
Aires, þar sem ég verð sendi-
herra Danmerkur í Argentínu,
Chile, Paraguay og Uruguay.
Ég hverf sem sagt úr norðlæg-
ustu sendiherrastöðu danska
ríkisins til hinnar suðlægustu.
>
Sveinssyni var gert skylt að
fjarlægja timburhúsið af lóðinni
innan 15 daga frá lögbirtingu
dómsins, að viðlögðum 2000 kr.
dagsektum til Hreggvíðs Jóns-
sonar. Skyldi Ársæll Sveinsson
og greiða Hreggviði Jónssyni kr.
6.000.00 upp í málskostnað.-
I Hæstarétti fór málið á nokk-
uð á annan veg. Lögbannið Var
að vísu staðiest, og bótafjárhæð-
in til Ársæ's Sveinssonar fyrir
níðurrifið, kr. 10.000,00.
En þýðingarmest fyrir skipu-
lagsmál kaupstaða og sem „þrinc
ipmál“ verður það atriði dóms-
ins, að héraðsdómi um gagnsök-
ina var hrundið og Ársæll
Sveinsson sýknaður af kröfum
Hreggviðs Jónssonar.
Málkostnaðarákvæði Hæsta-
réttardómsins var í samræmi við
efnisniðurstöðuna þannig, að
Hreggviður Jónsson skyldi
greiða Ársæli Sveinssyni kr.
10.000.00 í málskostnað.
Segir svo um þetta í dómsfor-
sendum Hæstaréttar:
„Tillögur stjórnvalda Vest-
mannaeyjakaupstaðar um breyt-
ingu á skipulagi kaupstaðarina
voru eigi lagðar fyrir skipulags-
nefnd ríkisins og Félagsmála-
ráðuneytið tii úrlasunar skv. 19.
og 20. gr. laga nr. 55/1921, sbr.
14. gr. sömu laga og 4. gr. laga
nr. 64/1938. Málið hefur eigi
heldur verið tekið til meðferð-
ar skv. V. kafla laga nr. 19/1964*
eftir að þau lög tóku gildi. Hef-
ur því engin lögleg breyting
orðið á skipulagi Vestmannaeyja
til samræmis við lóðarsamning
gagnáfrýj anda frá 14 febr. 1964.
Gagnáfrýjandi getur því ekki
byggt kröfur sínar á hendur að-
aláfrýjanda, sem hagmuna hefur
að gæta um skipulag á um-
ræddu svæði, á greindum samn-
ingi, þar sem hann brýtur í bága
við gildandt skipulagsuppdrátt.“
Fyrir hönd aðaláfrýjanda, Ár-
sæl Sveinsson, flutti málið Páll
S. Pálsson, hrl., en fyrir hönd
gagnáfrýjanda, Hreggvið Jóns-
son, flutti málið Árni Guðjóns-
son, hrl..
Velddu % ton~s
of laxi í Blöndu
Akranesi, 2. júlí.
EKKI þrýtur björg í Blöndu.
Þetta vissu upp á sína tíu fingur
fjórmenningarnir, sem þangað
fóru til laxveiða s.l. sunnudag
27. júní.
Þá um morguninn söng ein
húsfreyjan svo fagurlega: „Skín
við sólu Skagafjörður" að maður
hennar stóðst ekki mátið og bauð
henni með. Og endirinn var sá,
að allir fóru þeir með konurnar
norður í Skagafjörð.
Þær voru fljótar að festa aug-
un á Tindastóli, Drangey, Þórðar
höfða og Mælifellshnjúki, en fjór
menningarnir vendu vestur um
að Blöndu.
Þeir voru tveir um eina stöng
og veiddu í tvo daga, 28. o.g 29.
júní, og fengu alls 46 laxa. Afl-
inn vó hvorki meira né minna
en kvart-tonn, þ.e. 250 kg., og
frúrnar höfðu fengið tveggja
daga sumarfrí í fegursta um-
hverfi og bezta yfirlæti.
— Oddur.