Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 28
'l.l .l, fc !• l 1 Lang stærsía og íjölbreyttasta blað landsins HeÍmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 147. tbl. — Laugardagur 3. júlí 1965 Mikil síld, en í smáum torfum Veiðihorfur ekki góðar í gærkvöldi — Ovenju miktlE kuldi í sjónum MORGUNBLAÐIÐ átti í gær- livcddi tal við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, sem þá var staddur á Ægi út af I.anganesi. I m veiði- Komast ekki á síldarmiðin fyrir ýsu Eskifirði, 2. júlí. Er sildveiðibáturinn Einir SU. 250 var á leið á síldar- miðm í dag gerðu bátverjar það sér til gamans að kasta á leið út fjörðinn, þar sem mikið ióðaði á ýsu. Fengu þeir þá í einu kasti 4 tonn af ýsu. Sigldu þeir með afiann bingað aftur og iönduðu hon- um en héldu síðan út aftur. Er þeir voru komnir aftur á sömu slóðir, köstuðu þeir og fengu þá 17 tonn af ýsu og urðu að sigla aftur til hafn- ar með aflann og landa hon- um. Þeir munu leggja af stað í þriðja sinn á síidarmiðín í kvöld. ' Fréttaritari. horfur sagði Jakob: — Horfurnar eru ekki mjög góðar sem stendur. í>að var mik- ii sild norðaustur af Langanesi á stóru svæði fyrir tveim döigum og þá fengu' Norðmenn góða veiði. Síldin var þá 55—70 mílur norðaustur af Langanesi. — Sildin hefur siðan dreiít sér. — Pétur Thorsteinsson er að ieita á þessu svæði, en hefur ekki fundið góðar torfur. Það var leiðinlegt veður sl. nótt, en það hefur lægt núna. Kannski síidin hafi ekki þoiað kuldann, en hún var upp undir yfirborði. — Hafþór er út af Digranes- grunni. Það eru smátorfur, en þær standa djúpt, svona á 20-30 föðmum. — Við á Ægi erum núna um 90 milur réttvisandi norður af Langanesi. Það er griðarlega niikið af síld, en hún er i örsmá- um torfum, sem eru á hraðri ferð. Það er ekki hæigt að eiga við þær. Ég hef ekkj þorað að kalia í skipin, en þau vita reynd- ar af þessu. — Sjórinn hér er miklu kald- ari en við höfum þekkt áður. Hitastigið er 2—3 gráður • frá yfiriborði og niður á 20 metra, peningana aftur 1 GÆRDAG kom ungi sendill inn, Guðmundur Ármannsson á ritstjórnarskrifstofu Morg- ímblaðsins og tilkynnti að jhann hefði fengið aftur mán aðarlaunin sin, sem hann jhafði týnt á leið í banka. Kona nokkur, Steinunn Sigurðardóttir, hafði fundið peningana í Samvinnubankan »m, og þegar hún las í Morg- nnblaðimi, hver hafði týnt þeim, lét hún Guðmund hafa peningana sina. Sagðist Guð mundur vera ákaflega þakk- látur Steinunni fyrir að bafa hefði nú lagt í bankann. F.inn ig kvaðst hann vera mjög þakklátur Morgunblaðinu fyr ir að hafa hjálpað sér að fá peningana aftur. „Annars hringdi maður nið ur í Skipaútgerð og sagðist vorkenna mér svo mikið að hann vildi gefa mér sömu upp hæð og ég týndi. En þá var Steinunn búin að láta mig fá peningana, svo að ég varð að segja nei, takk“, sagði Guð- mundur. „Ætli maður reyni ekkj að fara varlegar með skilað peningunum, sem hann peningana sina næst“. en þar fyrir neðan 1% gráða nið- ur í 0.9 gráður. — Skipin eru nú að koma á miðin. En það er leiðinlegt að svona skyldi fara með þessa miklu síld. Það er ekki hægt að segja að veiðihorfur séu góðar núna, en það getur breytzt. BREVTINGAR Á FYLGI FLOKKANNA London, 2. júlí (NTB) Brezka blaðið Daily Mail telur að fylgi Verkamanna- flokksins hafi dregizt saman um 3% undanfarinn hálfan mánuð og sé nú aðeins 44,4%. Fylgi íhaldsflokksinis er að sögn blaðsins 42,4% kjósenda. .A- * ývd&Sr Wp&ZÍtí Mynd af erni úr kvikmyndinni Arnarstapar eftir MagnúsJ| Jóhannsson. Arnarhræ finnst / Geirþjófsfirbi: 5. hræið, sem finnst á 2 árum — Aðeins 8 hreiður á landinu Er íslenzki öminn að deyja út? FYRIR nokkru rak arnar- hræ í Langabotni í Geirþjófs- firði. Er þetta annar örninn, sem finnst dauður á þessu ári, og hver slíkur fundur minnkar mjög lífsmöguleika arnarstofnsins á íslandi. Magnús bóndi Kristjánsson í Langabotni fann örninn dauðann í fjörunni við bæ- inn hinn 20. maí síðastlíðinn. Kvað Magnús þetta hafa ver- ið ungan örn, eiltíið farinn að grána í stélið (sennilega é 3. eða 4. ári). Örninn hefði verið mjög magur og auðsjá- anlega veslazt_ upp, sennilega af völdum eiturs. Magnús sagði, að oft sæjust ernir á flugi í Geinþjófsfirði, en ekki væru nein arnarhreiður þar. í fyrra voru aðeins 8 arn- arhreiður á öllu íslandi, og eru þau öll við Breiðafjörð og á Vestfjarðakjálkanum. Vitað var um 11 unga, sem átt hefðu að komast á iegg úr þeim hreiðrum. í íyrra fundust 3 arnaihræ og 2 hafa fundizt á þessu ári. Stofninn er því mjög lítill og í bráðri Ihættu, þar sem örnmn er mjög staðbundinn fugl og hingað koma engir erler.dir ernir. Síðast í næsta mánuði fer Arnþór Garðarsson, fugla- fræðingur ásamt fleirum í talningaleiðangur og rrunu þá frekari upplýsingár fást um arnarstofninn á íslandi. Farið er svo síðla suraars, þar sem ekki er talið ráðiegt að hyggja að arnahreiðrum íyrr en ungarnir eru orðnir stálpaðir. Islenzkur raftæknifræðingur hlýtur heiðursmerki Traustur markaður nú fyrir mjöl og lýsi Flugmáíastjóri segir abeins 4-5 eríenda menn hlotib jboð ádur Einkaskeyti frá AP tij Mbl. 2/7. ÍSLENZKLR raftæknifræð- ingur, Igólfur Bjargmundsson, verður sæmdur merku heið- ursmerki af Flugmálstjórn Bandarikjanna fimmtudag- inn 8. júlí. Ingófur Bjargmundsson hefur unnið hjá íslenzku flugmálastjórninni um nokk- ur undanfarin ár og veitt for- stöðu þcirri deild, sem vinnur að uppsetningu öryggiskerfis fyrilr Mugvélar, sem fljúga hér um norðursvæðið. Ingólf- ur er um þessar mundir staddur í Washington ásamt konu sinni. Segir svo í einkaskeytinu frá AP meðal annars: að Flugmálastjórn Bandaríkj- anna inuni sæma islenzka raf tæknifræðinginn, Ingólf Bjarg mundsson, n.k. fimmtudag, heiðursmerki fyrir frábær störf fyrir alþjóð öryggi á flugleiðinni yfir Norður-At- lantshaf, sem hann-bafi unnið að frá árinu 1959 hjá íslenzku Flugstjórninni. Öryggiskerfið er sett um með tækjum, sem bandaríska • flugmálastjórnin hafi látið í té, en rekstur þessarar öryggistækja er kost aður að 70% af Alþjóðamáia- stofuninni, ísiendingar hafi hinsvegar sett upp tækin, út- lngólfur Bjargmundsson vegað iand fyrir þær og bygg- ingar. Flugmáiastjórn Bandaríkj- Framihald á bls. 13 Fundum franikvæmdaráðs Alþjóðasamfaka fiskmjölsfram- leiðenda lokið í Reykjavík TVEGGJA daga fundur fram- kvæmdaráðs Alþjóðasamíaka fiskmjölsframleiðenda var hald- inn í Reykjavík dagana 30. júnií og 1. júlí. Alls sóttu fundinn 53 fulltrúar frá 14 löntlum. í gær fóru margir fundarmanna til Vestmannaeyja til að skoða fiski mjölsverksmiðjurnar þar. Fundum var haldið eins óform legum og unnt var til að hvetja menn til að gera grein fyrir skoð unum sínum. Var rætt um marg visleg málefni, bæði viðskipta- legs eðlis og visindalegs, sem snerta fiskimjölsiðnaðinn í heim inum. Þá var sikipzt á upplýsingum varðandi markaðsmál, en markað ur fyrir mjöl og lýsi er nú traust ur. Þá var rætt um að efla sam- vinnu við útflutningssamtök fiski mjölsframieiðenda og Matvæla- og landbúnaðarstofhun Samein- uðu þjóðanna, sem áttu fulitrúa á íundinum. Næsti ÍLrndur framkvæmda- nefndarinnar verður haldinn 1 Rómaborg í októbermánuði og næsta árlega ráðstefna samtak- anna verður haldinn í Suður- Afríku í aprílmánuði 1906. Sáttafundur í gærkvöldi SÁTTAFUNDUR hófst kl. 4 1 gærdag með vinnuveitendum og verkalýðsfélögunum í Reykja- vík og Hafnarfirði. Þá bættust einnig í hópinn verkalýðsfélögin í Árnessýslu. Sáttafundurinn hélt áfram 1 gærkvöldi að loknu matarhléi og stóð enr, yfir er blaðið fór J prentun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.