Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 6
1 MOKGUNBLADIO Wmmtuðagur 29. Jðtl 1983 * Mikil aðsókn a& sumar- gisfihúsinu á Hrafnseyri Unnið ab ýmsum umbófum á staðnum Jóhann Þ. Jónsson Skákþing Norður- landa í Osld MIKIL aðsókn hefur síðustu vikur verið að hinu nýja sum- argistihúsi á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Geysileg umferð hefur verið um veginn vestur og fjöldi fólks skoðað hinn sögufræga stað daglega. Hallgrímur Sveinsson, umsjón- armaður staðarins, og frú Guð- rún Steinþórsdóttir, kona hans, opnuðu sumargistihúsið um mán- aðamótin júní—júlí. Selja þau þar mat, kaffi og gistingu. Geta Hallgrímur Sveinsson, umsjónarmaður á Hrafnseyri. 15 manns gist þar samtímis í tveggja og þriggja manna her- bergjum. Ný og þokkaleg hús- gögn hafa verið keypt í herberg- in og íbúð umsjónarmanns. En eins og kunnugt er, hefur mynd- arlegt skólahús verið reist á staðn um og er það nú fullgert. — Var Pétur Baldursson á Þingeyri yfir- smiður við það verk. Unnið er að ýmsum fram- kvæmdum á Hrafnseyri um þess- ar mundir. Verið er að girða jörð ina, en túnið að Hrafnseyri er 7 til 8 hektarar að stærð. Hefur það verið slegið, og er búskapur á staðnum í undirbúningi. Túnið var ágætlega sprottið í sumar og er það í góðri rækt. Þá hefur umhverfi staðarins verið snyrt. Girðing umhverfis kirkjugarð hefur verið máluð og skilti sett upp á helztu sögustaði. Stendur til dæmis eitt þeirra á tóftar- broti, sem er rúst af baðstofu þeirri, er Jón Sigurðsson fæddist í. En það hús mun hafa verið rif- ið af óskiljanlegum ástæðum fyr- ir rúmum 50 árum. Þá hefur stórt og rúmgott bíla- stæði fyrir framan hið nýja skóla • Mörg eru vandamálin „Kæri velvakandi. Nú er svo komið, eftir tólf ára hjónaband, að við hjónin erum alvarlega að hugsa um að skilja. Og þótt undarlegt megi virð- ast, finnst mér ástæðan almenn ingi ekki óviðkomandi. Svo er mál með vexti, að þegar ég var í foreldrahúsum höfðu foreldr ar mínir heimilislækni, sem orðinn var einn af beztu vin- um fjölskyldunnar, og mér datt ekki í hug að skipta um lækni, þó að ég gifti mig. Maðurinn minn hefur sömu sögu að segja frá sínu heimili. hús verið malborið. Er allt um- hverfi þess nú hið snyrtilegasta. Þegar fréttamaður Mbl. heim- sótti Hrafnseyri sl. fimmtudag, tjáði Hallgrímur Sveinsson, um- sjónarmaður staðarins, blaðinu, að skólahald væri þar í undirbún ingi á komandi vetri. Hrafnseyri við Amarfjörð ligg- ur mjög miðsvæðis á Vestfjörð- um. Er staðurinn því tilvalinn fyrir ýmis konar fundi og sam- komur. Mikil ánægja ríkir með það vestra að Hrafnseyri er nú auk- inn sómi sýndur. En brýna nauð- syn ber til að ýmsar frekari um-' bætur verði unnar þar og þess- um sögufræga síað þar með lyft til þeirrar virðingar, sem honum ber í íslenzku þjóðlífi. Fréttabréf frá Jóhanni Þ. Jóns syni, einum þátttakendanma á • Verða að sameinast um lækni En um daginn fór maður- inn minn, eins og aðrir lög- hlýðnir borgarar, að sækja nafn skírteini og sjúkrasamlagsbæk ur fyrir f jölskylduna. Ég glugg aði svo í þetta þegar hann kom heim með skilríkin, svona af rælni, og rak þá augun í ógn- vekjandi fyrirmæli á framhlið sjúkrasamlagsskírteinsins, og var svo að sjá, sem menn mættu eiga von á hinu versta, væri þeim fyrirmælum ekki hlýtt. Þar stóð: „ATH. Hjón verða að hafa sömu lækna“. Skákþingi Norðurlanda. Oslo 24. júlí. SKAKÞING Norðurlanda hófst 22. þ. m. að Blindem í Oslo. Blindern er stúdentagarður og háskóli, einnig eru þar nokkrar vísindastofnanir að ég held. Teflt er í leikfimisal staðarins en hann er mjög rúmgóður, um 350 ferm. Allar Norðurlandaþjóðirnar taka þátt en þó eiga Finnar engan mann í landsliði. Frá Danmörku komu 32 keppendur sem skiptast í alla flokka. Noregur er með flesta þátttakendur eða 36, Sví- þjóð með 27. Finnar með 4, einn í mfl. en hina í 1. flokki og ís- land 5 þátttakendur, 2 í landsliðs flokki og 3 í meistaraflokki Við komum til Oslo aðfaranótt 19. júlí. Hitinn hefur verið óskap legur og sólskinið brennandi. Við mótssetninguna var einn þátttak- enda fenginn til að koma fram í sjónvarpi og varð Freysteinn fyrir valinu. Atti hann að svara spurningu um það, hvað það væri við skákina sem gerði hana svo seiðandi sem raun ber vitni, svo menn tækju jafnvel á sig langar og erfiðar ferðir til að tefla. Gert var ráð fyrir að svarið tæki eina mínútu. Síðan hófst keppnin. Magnús tefldi við Svein Johannessen, Freysteinn við Utuste. Freysteinn fékk strax mun þrengra en varð- ist af frábærri nákvæmni og svo fór að hann gat fengið unnið endatafl. Var þá komið öskrandi tímahrak og því sást honum yfir mikilvægan millileik Utuste. Þeg ar skákin fór í bið var staðan betri hjá Freystein en með réttri vörn aðeins jafntefli. Utuste fann hana ekki og tapaði eftir að fimm drottningar höfðu séð dags ins ljós. Benedikt og Harvey lentu sam- an í riðli en ég var einn en það hafði reyndar verið ósk mín. Við ræddum svo málið fram og aftur hjónakornin, og gekk hvorki né rak. Við höfum ekki í okkar hjónabandi tekizt á við jafn illleysanlegt vandamál. Hvorugt okkar gat hugsað sér að sjá af „sínum“ lækni, og sú málamiðlun, að byrja bara upp á nýtt og fá nýjan lækni, sem hvorugt okkar kannaðist við, kom heldur ekki til greina. e Refsiaðgerðir ? Loks datt manninum mín um það snjallræði í hug að leita upplýsinga hjá Sjúkrasamlag- inu um hvaða refsing lægi við, ef óhlýðnazt væri fyrirmælun- Taugaspennan var ofsaleg enda leið ekki á löngu þar til ég var búinn að tapa svo og Harvey, en Benedikt, sem tefldi við norska landsliðsmanninn Dan Fosse sat lengi á sínu en í tímahraki lék hann ónákvæmt í viðkvæmrt stöðu og tapaði. 2. umferð Freysteinn samdi jafntefli fljótt. Magnús átti í hörkubar- áttu en lék ónákvæmt og tapaði. Benedikt efldi við Allan Jensen en hann vann Harvey í fyrsu umferð. Skákin varð löng og erf- ið en Daninn sá lengra og vann. Harvey var lengst af með þrengra en rétti við stöðuna og hafði jafntefli, þegar hún fór i bið. Ég tefldi við Ernst Rojahn með hvítu og hélt jafntefli. Aðrar skákir í riðlinum voru baráttuskákir en gallaðar. Skákþing Þriðja umferð hófst með þvi að sagt var frá fundi Skáksam- bands Norðurlanda. Freysteinn mætti þar sem fulltrúi íslands. Á fundinum gerðist þetta m. a. Ákveðið var að reyna að lífga upp á skáksamvinnu Norður- landanna, m. a. með því að koma á landskeppnum innan þeirra svo og með því að Norðurlöndin tefli sameinuð gegn sterkum skák- þjóðum svo sem Sovétríkjunum og A-Þýzkalndi. Þá var ákveðið að reyna að koma á unglinga- keppni næsta sumar þar sem Norðurlönd væru sameinuð gegn Sovétríkjunum. Einnig var nú gert út um þá miklu deilu er spannst út af keppninni síðast og ákveðið að þeir Björn Brinka Clausen og Joffe Noregi skyldu báðir vera Norðurlandameistarar fyrir það ár. Þá var ákveðið að framvegis skuli tefld einvígi um Framhald á bls. 18. um. Fékk hann þau svör, að flestir hlýddu þessu nú þegj- andi og hljóðalaust, en engar ráðstafanir hefðu enn verið gerðar gegn þeim, sem möld- uðu í móinn. Hins vegar væri verið að undirbúa reglur um aðgerðir gegn þeim, sem þver- skölluðust við að hlíta fyrir- mælunum, en óvíist, hvenær þær kæmu til framkvæmda. Og nú bíðum við hjónin í of væni, því að ljóst er, að við verðum að skilja, að minnsta kosti að lögum, ef „refsiaðgerð irnar“ verða ekki þolanlegar. Ein, sem treystir bara „sínum“ lækni“. Velvakanda finnst þetta ó- þarfa fyrirmunum, að hjón fái ekki að hafa hvort sinn lækni, þó að auðvitað sé þægilegast, ef eining næðis+ um sama lækn- inn. Vonandi veldur þetta þó ekki mörgum hjónaskilnuðum, hvorki frammi fyrir guði ná mönnum. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐUKNnt ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.