Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 2
MOKCUNQÍAÐIÐ PifWmtuda^ir 59. 'júfí I9€I5 r 2 Einar Sveinbjörnsson fiðluleikari hlýtur frábærar viðtökur í Danmörku UM HÁDEGI í gær var veður mjög stillt um allt land, þurrt og víða léttskýjað. Hiti var víðast 10—12 stig. Fyrir sunn an land er lægð, sem þokast austur eftir í stefnu á N-Skot land. Um 60 brgr. eða 300 km suður af Vestmannaeyjum er vindur allhvass austan og rigning, en úr því kemur suð- ur á 57. brgr. er vestan strekk- ingur og þokuloft. Hinn 7. júlí sl. hélt Sinfóniu- hljómsveit Álaborgar sumartón- leika. Á efnisskránni var m. a. fiðlukonsert í d-moll eftir Jean Sibelius. Einleikari með hljóm- sveitinni, sem Jens Schröder stjórnaði var íslendingurinn Ein- ar Grétar Sveinbjörnsson fiðlu- leikari, en hann er nú konsert- meistari við sinfóníuhljómsveit- ina í Malmö í Svíþjóð. Hlaut Ein ar frábærar viðtökur áheyrenda og tónlistargagnrýnenda, svo sem umsagnir tveggja danskra blaða, sem hér fara á eftir bera gleggst vitni. Aalborg Amtstidende: „Einleikari kvöldsins í hinum erfiða fiðlukonsert í d-moll eftir Sibelius var íslendingurinn Ein- ar Grétar Sveinbjörnsson, sem sýndi leiftrandi tækni, er bæði kom fram í öðrum þætti verks- ins, sem er hægur og þriðja þætti „allegro, en ekki um of“, en undirleikinn annast þar hinar þrumandi knéfiðlur. Hin spengi- lega og glæsilega framkoma han* bar keim af sænskum andsvala — hann er konsertmeistari í Malmö og þeim, sem hlustað hafa á t. d. Emil Telmanyi leika sama 2.2 VII 1945- kt.12. OlQ t GÓÐA veðrinu í gær voru bekkir i skrúðgörðum borgarinnar þéttsetnir. Ljósmyndarinn tók þessa mynd fyrir sunnan gamla fcirkjugarðinn, þar sem börn og fullorðnir sátu og nutu sólar í angan blóma. (Ljósm Mbl. Sv .Þ.). Afvopnunarráistefnan í Genf hafin á ný - USA og USSR sammáia um markmið, en stórveldin greinir á um leiðir Genf, 28. júlí — AP. UMRÆÐUR á fyrsta degi af- vopnunarráðstefnunnar í Genf gefa ekki ástæðu til bjartsýni. Stjórnmálafréttaritarar segja, að greinilegt sé, að bæði So- vétríkin og Bandaríkin hafi af því áhyggjur, að ýmsar þjóðir hafa nú í hyggju að eignast kjarnorkuvopn. Hins vegar virðast stórveldin tvö hafa ólík sjónarmið, á hvern hátt hindra skuli slíka þró- un. Formaður sovézku sendi- nefndarinnar, Semyon Tsjara pkin, hefur lýst þvi yfir, að allt útlit sé nú fyrir stór- styrjöld í SA-ASÍU, og beri Vesturveldin ein allra ábyrgð á því. Þá lýsti Tsjarapkin því yfir, að áætlanir um sameiginleg- an kjarnorkuher Atlantshafs- bandalagsríkjanna geti á eng an hátt samræmzt hugmynd- um um bann við dreifingu kjarnorkuvopna til þjóða, sem ekki hafa slík vopn undir höndum nú. Þótt um 10 mánuðir sé nú liðnir frá því, að afvopnunar- ráðstefnan gerði hlé á störf- um sínum, virðist lítit breyt- ing hafa orði’ð á meginsjónar- miðum stórveldanna, sem þar eiga fulltrúa. Þannig hafa sovézku fulltrúarnir hafnað á ný hugmyndinni um alþjóð- legt eftirlit, vegna heildar- banns við kjarnorkutilraun- um, sem myndi ná til tilrauna neðanjarðar jafnframt. Þær einar eru nú leyfðar. í fyrstu ræðu sinni nú lýsti Tsjarapkin allri sök á hendur Bandaríkjunum fyrir atburði þá sem nú eiga sér sta'ð í Vi- etnam. Aðalfulltrúi Banda- ríkjanna, William Foster, taldi, að þessi hluti ræðu so- vézka aðalfulltrúans fjallaði um mál, sem ekki heyrði und- ir afvopnunarráðstefnuna, og væri hún því ekki til þess fallin að auka á .samkonmlags líkur. Sérfræðingar Vesturlanda hafa unnið að endurskoðun á eldri, brezkri tillögu um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna. Tillagan, í nokkuð breyttri mynd, var lög’ð fyrir NATO-ráðið í París í fyrri viku, og verður nú enn tekin til athugunar, áður en hún verður opinberlega borin fram í Genf, á nýjan leik. Annar bandarískur fulltrúi, Stephen Young, vék að því í ræðu, að Bandaríkin ættu að reyna að koma á samkomu- lagsumræðum við Peking- stjórnina, til að reyna áð hindra frekari úfebreiðslu kjarnorkuvopna. Sagði Young að slíku marki yrði best náð með fundi æðstu manna. Kín- verjar hafa áður hafnað hug- mynd um þess háttar fund. 560 laxar komnir á land VALDASTÖÐUM Kjós 25. júlí. Þann 24. júlí var veiðin í Laxá sem hér segir: 1. svæði í Laxá 450 laxar, 2. svæði 20, 3. svæði 50, Bugða 40, samtals 560 laxar. Mest hefur veiðzt á einum degi á 1. svæði 37 laxar. Allgóður þurrkur var hér í fyrradag. Annars hefur verið óþurrkur um tíma undanfarið og því lítið náðst inn af heyjum. — St. G. ÍSótt um stóðurj |hjá sjónvarpinu! EINS og kunnugt er voru ný-1 lega auglýstar 26 nýjar stöður, hjá íslenzka sjónvarpinu. —’ Voru þær bæði hjá dagskrár- deild og tæknideild sjónvarps-| ins. Umsóknarfrestur er til 5.( ágúst. Blaðinu er kunnugt um, að I 15 umsóknir hafa þegar borizt( og. ennfremur hefur margt 1 fólk leitað upplýsinga um fyrrgreind störf. Enn sem kom ' ið er munu fleiri’hafa sótt um| tæknistöður en stöður viðj dagskrá. Teikningar munu nú sennj fullgerðar af hinu nýja hús-l næði sjónvarpsins við Lauga- ' veg. Annar undirbúningur 1 sjónvarpsins er í fullum' gangi. Frá framkvæmdum við Lárós. Búa til stööuvatn til laxaeldis VEIÐIFÉLAGIÐ Lárvík heitir veiðifélag er hóf hinn 23. júní sl. framkvæmdir um að stífla Lárós fyrir botni Látravíkur á Snæfellsnesi. Það eru þeir Jón Sveinsson, rafvirkjameistari, Óð- insgötu 9 og Ingólfur Bjarnasoh, verzlunarsfjóri, Silfurteig 2, sem i fyrir þessum framkværhdum j standa. Þeir hafa keypt fjórar jarðir, sem land eiga að ósnum 1 og ætla að stífla, svo að stöðu- vatn myndist. Stíflan er gerð samkvæmt teikningu Guðmund- ar Gunnarssonar verkfræðings. Víkurrifið verður hækkað um 2% metra á tveggja kílómetra löngum kafla og mun þá mynd- ast stöðuvatn, sem verða mun um 160 hektarar að stáérð. 1 stíflunni munu verða steinsteypt arr flóðgáttir og yfirföll. Tengi- garðar munu verða 50 metrar að lengd, en öll verður stíflan 300 metrar. Þeir félagar búast við að stíflugerðinni verði lokið innan tveggja vikna. Þeir munu svo rækta upp í þessu vatni lax, sjó- birting og bleikju. Þeir eiga þeg- ar í eldi lax- og silungsseiði. Vatnið innan stíflunnar mun verða ferskt, en sjóblandað að rmlflfni til Einar Grétar Svelnbjörnsson. verk mun sjálfsagt finnast túlk. un Einars ekki eins hlý. Áheyr- endur fögnuðu einleikaranunr innilega og honum bárust blóm- vendir í dönsku fánalitunum.“ Aalborg Stiftstidende: „Einleikari kvöldsins var fs- lendingurinn Einar Grétar Sveir björnsson, fcem sýndi rósemi o( stórkostlegt vald á hinum erfiðr gripum, sem Sibelius hefur gæt fiðlukonsertinn. En enda þót hann vitandi vits hefði taumhalc á leiktækni sinni, skaðaði þa? ekki hina listrænu framsetningu Tónninn var sérstaklega hlýr o( sterkur og leikurinn persónuleg ur og lifandi. Hin sterka róman tiska tiífinningasemi ýmíst inni- leg eða leikræn kom þess vegm skýrt fram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.