Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 10
10 MÖRGUNRLAÐIÐ Fimmtudagur 29. júlí 1963 Saint Tropez LITLI franski Rivera-bærinn Saint Tropez, er nokkurs kon ar sa'mastaður fyrir ungt fólk, sem á nóg af peningum, en veit ekki hvernig það á að eyða þeim og fá tímann til að líða. Hundruð þúsunda manna koma til Saint Tropez til að sjá og taka þátt í hinu skemmtilega næturlífi borgar Hvenær skyldi þetta sjást á götum Reykjavíkur? mnar. Áður fyrr var Saint Tropez bara venjulegur lítill og ó- þekktur fiskibær, en er nú orð inn að einum sætrsta og eftir sóknarverðasta ferðamanna- stað í Evrópu. En það er líka annað en skemmtanalífið, sem gerir það að fólkið streymir til Saint Tropez í sumarfríum sínum. I>að er Saint Tropez tízkan. Ungu, ríku, en oft óham- ingjusömu stúlkurnar, sem dveljast í Saint Tropez, fá aldrei nægju sína af fallegum fötum. Þær eiga nóga peninga og kaupa fyrir þá það sem þær langar til að eiga. Þannig getur t.d. ein stúlka úr hópn- um borgað tugi þúsunda fyrir einhverja flík, sem hún ágirn ist í dag, en á morgun er full búðin af stúlkum sem kaupa nákvæmlega eins flík fyrir miklu lægra verð. Þetta hafa verzlunarmenn- irnir kunnað vel að notfæra sér, og nú keppast þeir um að framleiða sem eftirsóknar- verðust föt, því að þeir vita að það eru nógu margir til að kaupa þau. Fram að þessu hafa það ver ið tvær verzlanir, sem hafa selt vinsælustu fötin, en núna nýlega bættist ein ný í hóp- inn. Það er hinn þýzki „play boy“ Gunther Sachs, sem rek ur hana, hann er milljóna- eigandi og vill raska öllu tízkulífi í litla bænum Saint Tropez. Á myndunum sjáið þið, hvernig baðfötin og ferðaföt in eiga að vera, ef þið ætlið að gera ykkur von um að eft- ir ykkur verði tekið í Saint Tropez — en ef þið ætlið ekki að láta taka eftir ykkur, þá eru fötin samt eftirsóknar- verð og samkvæmt nýjustu tízku, og geta gefið ykkur hugmyndir þegar þið hugið að ferðafötunum. — Gunnar Larsen. Síðbuxur og blússa frá Choses. v " ■- ■ ’’ :: Gráar síðbuxur og ljósblá blússa frá Gunther Sachs. Ekta mexíkanskur búningur Rauð Chiffon-bikini-baðföt — frá Vachon MISSTI FINGUR 1 JÚNÍ sl. var kveðinn upp í • Hæstarétti dómur í skaðabóta- máli, er Baldur Álfsson, Álfheim um 72, Reykjavík, höfðaði gegn Umbúðaverksmiðjunni h.f. og Stálumbúðum h.f., en í máli þessu krafðist hann skaðabóta vegna slyss, er hann varð fyrir og olli honum verulegu tjóni. Málavextir eru sem hér segir: Haustið 1958 réðist stefnandi, «em þá var 15 ára að aldri í vinnu til reynslu hjá Umbúða- i verksmiðjunni h.f. Miðvikudag- | inn 15. október þ. á. fór Magnús Einarsson, framkvæmdastjóri [ Umbúðaverksmiðjunnar h.f. á | verkstæði Stálumbúða h.f. til þess að móta lok á öskjur, sem Umbúðaverksmiðjan h.f. var að framleiða, en Stálumbúðir h.f. áttu mót til að móta slík lok. Magnús Einarsson hafði Baldur Álfsson með sér til aðstoðar við mótun lokanna. Varð stefnandi þá fyrr því slysi, að lenda með vinstri hendi í mótunarvélinni með þeim afleiðingum, að hann j missti vísifingur, löngutöng og svo til allan baugfingur. Verkið var þannig unnið, að málmplötu þeirri, er lokin voru unnin úr. var komið fyrir undir fallhamri (stans) mótunarvélar- innar ofan á móti því, sem lokið lagðist eftir. Fallhamarinn var síðan látinn falla niður á plötuna sem síðan lagðist eftir mótinu og varð lokið þá eftir fullgert og skorið frá þeim hluta plötunnar, sem afgangs var, en fallhamar- inn færðist síðan upp aftur, til- búinn fyrir næsta lok. Falli ham arsins var stjórnað með íótstigi og er stigið hafði verið á fótstig vélarinnar, varð falli hamarsins ekki forðað. Það virtist koma ali oft fyrir, að það sem mótað væri, festist í vélinni, en þar sem vélin var stöðugt í gangi meðan mótað var, og ekki þurfti nema lítið átak á fótstigið til þess að ham- arinn félli á ný, varð að gæta ítrustu varkárni við að losa hlut inn, til þess að lenda ekki undir hamrinum, sem féll með ali- miklum hraða og miklu afli. í slíkum tilfellum mun hafa verið venja að nota tréfleyga, skrúf- járn eða önnur slík tæki, til að losa hlutinn, sem var verið að móta. Magnús Einarsson stjórnaði sjálfur mótunnarvélinni í upp- hafi. Ef lok festust á stansinum, notaði hann þó engin áhöld til þess að losa þau, heldur aðeins fingurna. Þegar slysið var, var Baldur einn við vélina. Eigi voru þeir sammála Baldur og Magnús, hvort Baldur hafi verið að móta einn eftir fyrirskipun Magnúsar. Stefnandi kvað hafa litið svo á, að til þess væri af honum ætlast, að hann ynni við mótunina með- an Magnús brygði sér frá, enda hefði hann tvívegis farið frá áð- ur. Magnús hélt því hinsvegar fram, að hann hefði ávítað stefn anda fyrir að móta án sinnar um- sjónar. Stefnandi byggði bótakröfur sínar á því, að óforsvaranlegt hefði verið af Magnúsi Einars- syni að láta hann vinna einsaml an við mótunarvélin eins og á stóð. Vélin hefði auk þess verið stórháskaleg, þar sem á henni hefði ekki verið öryggisútbúnað ur, sem hún hefði átt að hafa samkvæmt 16. gr. laga nr. 23/ 1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Þótt öryggiseftir- litið hefði í skýrslu sinni haldið fram, að ekkert hefði verið at- hugavert við vélina, þá skipti það ekki máli, þar sem það væri ekki á valdi þeirrar stofnunar að slaka á þeim kröfum, sem lög ákveða um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Þá taldi stefnandi, að starfsmenn Stálumbúða h.f. Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.