Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID Fimmtudagur 29. júlí 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Hann tók hönd hennar og þrýsti hana, með nokkrum tauga óstyrk. — Hún Cecilia sagði mér írá eyrnahringunum þínum og öllu uppistandinu út af þeim. Voru það þeir? í>ví að ef svo hefur verið, vil ég heldur segja honum Charles alla söguna. Soffgía sleppti takinu af hend- inni og sagði rólega: — Já, þú veizt það, Hubert, að mér fannst það alltaf vitleysa af þér að segja ekki honum Charles strax frá þessu, því að hr. Wychbold sagði mér einhverntíma, að til einskis mans mundi hann fyrf fara, ef sér lægi á. Og ef hann treysti honum svona vel, hvort hafðir þú ekki enn meiri ástæðu til að gera það? En nú þy'kist ég vita, að þið séuð betur á vegi staddir án mín, svo að ég ætla að fara. Hún leit ekki á hr. Rivenhall, til að sjá, hvaða áhrif ræða henn ar hefði á hann, heldur gekk beint út úr stofunni. 1 Því að ég er enn jafn ófróður um það og ég hef verið. — Ég fór með manni.... sem ég þekki.... á einn stað í Pall Mall og spilaði þar fjárhættuspil ...... og tapaði fjandans miklu. — Æ, guð minn góður! Ég hélt, að við værum búin að fá nóg af slíku í fjölskyldunni..... Gremjan í röddinni, sem var allt í einu orðin svo harkaleg, kom Hubert til að hopa á hæli og verja sig bak við verndarmúr ólundarinnar. Ég vissi nú, að þú yrðir vondur, en mér datt ekki í hug, að þetta væri svona slæmt. Hefði ég bara ekki verið svona fjandans óheppinn, en annars spilar hver einasti maður fjár- hættuspil nú á dögum. 39 En ræðan hafði haft sín áhrif. Hr. Rivenhall sagði rólega: <— Ég held ég viti, um hvað er að ræða, en þú ættir heldur að segja mér það. Var það Newmarket? — Þ-að v r ennþá verra. Já, ég tapaði peningum í Newmark- et, en það var nú það minnsta. Hr. Rivenhall benti á stól. Seztu niður. Hvað var þá það, sem enn var verra? Hubert þá ekki boðið. Hræðslan gerði hann herskáan í framkomu, sem var hreint ekki í samræmi við tilfinningar hans. — Það er eins gott, að þú vitir það, að ég sagði þér ekki frá öllum skuldun- um mínum í fyrra. — O, bölvaður bjáninn, sagði bróðir hans, en án allrar beiskju þó. — Eg veit það, en þú sagðir.. Jæja, það þýðir nú ekki að vera að tala um það héðanaf. — Þú veizt, að ég meina ekki allt, sem ég segi, þegar ég er reiður. En ef allt þetta er tung- unni í mér að kenna, þykir mér fyrir því. Haltu áfram. — Ég veit, að ég hefði átt að segja þér það, tautaði Hubert. — Og ég vildi óska, að ég hefði gert það í staðinn fyrir að..... Hann þagnaði, dró djúpt að sér andann og hélt áfram: — Ég helt, að ég mundi geta unnið þetta upp. Ég veit vel, að það var rangt, en hinir strákarnir.. — Jæja, ég skal þá ekki segja, að það hafi verið rangt af þér. En láttu mig vita, hvað það var. Snöggvast virtist sem bróðir hans ætlaði að koma með eitt- hvert meinlegt svar, en hann stillti sig og hleypti brúnum og gekk út að glugganum. Eftir and artak sneri hann sér við og sagði: — Veiztu, hverju hann pabbi er búinn að tapa í spilum? Hubert varð hissa, því að það efni hafði aldrei áður komið til umræðu þeirra í milli. Hann svaraði: — Nei,....... það er að segja ég veit, að það er talsvert mikið, en ég hef bara aldrei heyrt hve mikið. Hr. Rivenhall sagði honum upphæðina. Það varð alvöruþrungin þögn. Loksins rauf Hubert hana. — Já.... en.... þú ert ekki að gera að gamni þínu, er það? Hr. Rivenhall hló ofurlítið. — Já, en hefurðu borgað þetta allt, Charles? — Varla það, en ég jafnaði nokkuð af því,_en svo hvílir mik- ið á eigninni. Ég þarf nú ekki að útskýra það allt fyrir þér. En nú, þegar pabbi hefur fengið mér öll umráð í hendur, hef ég von um að geta dregið okkur upp úr svaðinu.j En að þurfa alltaf að vera að finna einhver úrræði og semja og ráðgast við ráðsmann- inn okkar er fjandans plága. — Það mætti segja mér. Hlust aðu nú á, Charles: Mér finnst fjandans leitt, að þú skyldir þurfa að fá mig ofan á allt hitt. Charles gekk aftur að skrif- borðinu. — Ég veit það. Þessi skuld þín er vltanlega engin ósköp, en ef þú skyldir líka hafa spilafíknina í þér, þá....... — Það hef ég ekki. Það þarftu ekki að vera hræddur um, því að ég sækist alls ekki eftir að spila, og ég get fullvissað þig um, að ég hafði enga ánægju af að fara í þessi déskotans spila- víti. En hvers vegna sagðirðu mér ekki af þessu? Ég er enginn krakki. Þú hefðir átt að segja mér frá því. Hr. Rivenhall leit á hann, hálfbrosandi. Já kannski hefði ég það, sagði hann hóglega. — En því færri, sem um þetta vita, því betra. Jafnvel mamma veit það ekki allt. — Mamma! Nei, ég skyldi nú halda það. En ég hefði átt rétt á að fá að vita það, því að þá hefði ég ekki hagað mé eins og ég gerði. En það er ekxi nema þér líkt, Charles, að taka allan baggann þér á herðar, og halda, að enginn geti neitt gert nema þú sjálfur. Ég er alveg viss um, að ég gæti hjálpað þér á ótelj- andi vegu. Mér finnst ég ætti að hætta strax við Oxford, og finna mér einhverja viðunanlega stöðu, eða þá fara í herinn....... nei, það gengur ekki, því að þá yrði ég að kaupa mér liðsfor- ingjatign og sama er að segja um riddaraliðið eða lífvörðinn....... — Nei, það gæti aldrei gengið sagði bróðir hans og honum var ofurlítið skemmt, þótt hann kæmist við í aðra röndina. — En viltu nú samt gera mér þann greiða að vera kyrr þar sem þú ert! Við erum ekki alveg að þrotum komin enn. Ertu svo vit- laus að halda, að ég vilji ekki fyrst og fremst koma ykkur Theódór og stelpunum áfram, og láta ykkur ekki gjalda fyrir þessa bölvaða vitleysu í karlin- um? Ef þú vilt hjálpa mér að reka eignina, þá máttu það, og ég verð feginn, því að Eckmgton er tekinn fast að eldast. Ég get ekki losað mig við hann, af því að hann er búinn að vera svo lengi hjá okkur, og hann tæki sér það svo nærri, en það er orðið lítið gagn í honum, og ég trúi enn ekki neitt á hann Badsey. Hefurðu nokkurt viðskiptavit? — Það veit ég nú ekki, en ég gæti lært á það, svaraði Hubert einbeittur. — Þú getur kennt mér, þegar ég kem í sumarfríið. Og mundu svo, Charles, að lofa mér að fylgjast með öllu. — Vitanlega. En þú hefur bara ekki lofað mér að fylgjast með öllu hjá þér. Hvenær tap- aðirðu öllum þessum peningum? Ekki nýlega þykist ég vita? — Það var um jólin. Það er bezt, að ég segi þér alla söguna. Ég fór til okrarafants, og fékk lánuð hjá honum fimm hundruð pund í sex mánuði. Ég vonaði að græða þetta allt aftur og Tjarnargata Tómasarhagi Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hveríi JMtaQGmtfclitfrfjfr Sími 22-4-80 — Nei, ég er ekki að dansa TWIST, það er skammhlaup í gítarnum. meira til, í Newmarket. Og hel- vítis bykkjan kom ekki einu sinni inn. Hann sá svipinn á bróð ur sínum og sagði: — Þú þarft ekki að líta svona á mig, því að þetta geri ég aldrei oftar á æv- inni. Auðvitað hefði ég heldur átt að koma til þín, en.... — Það hefðirðu átt að gera og að þú gerðir það ekki, er víst meira mér að kenna en þér. — Það veit ég nú ekki, sagði Hubert, vandræðalegur. — Ég býst nú við, að ef ég hefði þekkt þig betur, þá hefði ég gert það. Soffía sagði strax, að það hefði ég átt að gera, og hamingjan skal vita, að ef ég hefði haft nokkra hugmynd um, að hún ætl aði að fara svona að, hefði ég strax komið hlaupandi til þín. — Þú baðst hana þá ekki um þessa peninga? — Guð minn góður, Charles! Þú heldur væntanlega ekki, að ég hefði farið að slá hana um peninga? — Nei, það datt mér nú ekki í hug. Og heldur ekki hélt ég, að við þekktumst að svo illu, að ..... Jæja, sleppum nú því, en hvernig vissi Soffía af þessu, og ef þú fékkst ekki lánað hjá henni, til hvers var hún þá að selja eyrnahringana sína? — Hún gat sér þess tíl, að ég væri í verstu vandræðum. Og hún píndi það upp úr mér, og þegar ég sagði henni, að ég vildi ekki leita til þín, bauðst hún til að lána mér peninga. Auðvitað afþakkaði ég það. En hún vissi hvar Goldhanger átti heima, og án þess að segja mér, hvað hún hefði í hyggju, fór hún sjálf til hans, og náði í skuldabréfið mitt og hringinn. Því að ég þurfti að veðsetja smaragðshringinn hans Stanton-Lacy afa, skilurðu. Ég veit ekkert, hvernig hún fór að þessu, því að hún sver, að hún hafi ekki greitt fantinum einn skilding í vexti. Hún er mesti foráttu kvenmaður, sem ég hef fyrir hitt. En auðvitað þoldi ég þetta ekki, eins og þú getur nærri. — Að Soffía hafi farið til ok- urkarls? sagði hr. Rivenhall og trúði ekki sínum eigin eyrum, — Bull og vitleysa! Það hefði hún aldrei gert! ■— Hún er nú ekki vön að ljúga, og þetta sagði hún sjálf, sagði Hubert. Nokkrum mínútum síðar sat Soffía í Gulu stofunni og var að lesa, þegar hr. Rivenhall kom inn, lokaði á eftir sér dyrunum og sagði vafningalaust: — Ég virðist vera þér heldur betur skuldugur frænka. Já, Hubert hefur sagt mér alla söguna. Ég veit varla, hvað ég get sagt við þig. — Þú skuldar mér alls ekki neitt, sagði Soffía. Þú hefur skil- að mér aftur eyrnahringunum. Og svo er ekki meira um þetta að segja. Þú veizt að ungfrú Wraxton er inni í setustofunni ásamt móður þinni og Bromford lávarður er líka í heimsókn. Þessvegna flúði ég hingað. — Jú, það er ýmislegt um þetta að segja, sagði hann. — Ég vildi, að þú hefðir sagt mér frá því. — Þú gætir væntanlega ekki ætlazt til, að ég færi að kjafta frá leyndarmáli Huberts við þig. En þar fyrir máttu ekki halda, að ég hafi hvatt hann til að leyna þig þessu. Ég áminnti hann alvar lega um að segja þér frá þessari klípu, sem hann var í, en hann virtist vera svo hræddur við það, að ég ámálgaði það ekki frekar. Hún sá hörkusvipinn á andliti hans og bætti við: — Ég býst við, að svona sé það oft milli bræðra, sem eru mjög mis- aldra. Og þú getur nú stundum verið hræðilegur, ekki satt? — Það mætti virðast svo. En þú mátt ekki halda, að ég sé þér ekki þakklátur. En ég bara skil ekki í hvernig þú komst að þessari klípu, sem hann var kom- inn í..... — O, það var nú ekki svo mikill vandi.. Drenggarmurinn hafði verið eins og tröllriðinn, allan þennan tíma, síðan ég kom til London. Og eftir að hann kom frá- Newmarket, var alveg greinilegt, að eitthvað slysalegt hafði komið fyrir hann. Hann vildi nú ekki trúa mér fyrir því, en svo sagði hann mér loksins alla söguna, þegar ég hótaði að segja þér frá þessum grun mín- um. Hann leit fast á hana. — Ég veit, að ég hefði sjálfur átt að sjá, að Hubert lá eitthvað þungt á hjarta. JAMES BOND * * * Eftir IAN FLEMING Bond býr sig undir mesta fjár- vítinu. Honum gengur vel og hann maður leggur undir á sömu tölur og hættuspil sitt við „rúllettuna“ í spila- vinnur 1.100.000 franka. Og annar Bond og nýtur góðs a£ Blaðið kostar I 5 krónur í lausasölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.