Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 12
r 12 MORCUNBLAÐIÐ i Fimmtudagur 29. julí iflSð Úr fundarsalnum í félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðarnesi. Um síðustu helgi voru hér- aðsmót Sjálfstæðisflokksins haldin á tveimur stöðum vest anlands; Patreksfirði og Króksfjarðarnesi og einnig á 31önduósi. Hvarvetna var geysimikil aðsókn að þessum mótum. Þrír ræðumenn voru á hverjum stað og hljómsveit Svavars skemmti. Á öllum mótunum talaði Jóhann Haf- stein dómsmálaráðherra, en auk þess þingmenn Sjálfstæð isflokksins og fulltrúar ungu kynslóðarinnar. Á Patreks- firði talaði Sigurður Bjarna- son alþingismaður frá Vigur, £ Króksfjarðarnesi Matthías Bjarnason alþingismaður og á Blönduósi Einar Ingimundar- son alþingismaður. Af hálfu ungra Sjálfstæðismanna fluttu ræður Þórir Einarsson viðskiptafræðingur á Patreks firði, Ragnar Kjartansson frkvstj. í Króksfjarðarnesi og Bragi Hannesson á Blöndu- ósi. Á PATREKSFIRÐI Héraðsmótið á Patreksfirði var haldið í Skjaldborg, sam- komuhúsi Sjálfstæðisfélags- ins Skjaldar á staðnum. Var þar mikið fjölmenni og sóttu mótið, auk Patreksfirðinga, fjölmargir úr næstu byggðar- lögum; Bílddælingar, Tálkn- firðingar, Rauðsendingar og fleiri. Mótinu stjórnaði Jó- Aðalsteinn Aðalsteinsson, skipasmiður í Látrum í Breiða firði. hani.es Árnason sveitarstjóri Patrekshrepps. Þrjár aldnar kempur, sem sópaði að komu á mótið. Voru þar á ferð Há- kon Kristófersson, fyrrum al- þingismaður og bóndi í Haga, Eiríkur Kristófersson fyrrum skipherra og Jónas Magnús- son sparisjóðsstjóri á Vatn- eyri. A mótinu hittum við að máli einn mesta héraðshöfð- ingja Rauðsendinga, Snæ- björn Thoroddsen oddvita í Kvígindisdal. Talið berst að flugvallargerðinni hjá Sauð- lauksdal. — Okkar stærsta mál um þessar mundir er flugvallar- gerðin á Sauðlauksdalssönd- um. f vor var byrjað að gera þar fullkominn flugvöll, þar sem stærstu vélar í innanland flugi eiga að geta athafnað síg. Aðalbrautin verður um 1400 metra löng og 50 metra breið og krossbraut verður allt að 600 metra löng og 30 metra breið. Þetta verk hef- ur gengið vel og þegar er bú- ið að ganga alveg frá helm- ingi aðalbrautarinnar. Ix>kið er að ýta upp báðum braut- unum og nú er unnið að því að keyra ofaníburð á þær. Þessar framkvæmdir hafa skapað mikla atvinnu, sem héraðsbúar hafa að mestu notið. í samgönguáætlun Vest fjarða eru veittar á þessu ári rúmar 6 millj. kr. og um 1 millj. kr. á næsta ári. Ég tel að þessi flugvallargerð verði ekki aðeins til að bæta sam- gönguskilyrði við aðra slaði, heldur einnig samgöngur okk ar byggðarlaga við Patreks- fjörð og innbyrðis með bættu vegasambandi og vegavið- haldi vegna samgangna við flugvöllinn. — Um vegina hér í ná- grenni Patreksfjarðar vil - ég segja, að ég tel þá nú með betra móti. Hitt er svo annað mál, að ég vil samt sem áð- ur, að það komi fram, að ég ætla að leiðin frá Láganúp að Breiðdalsvík hafi verið tek in í þjóðvegatölu fyrir einum fjórum árum, en á þeirri leið hefur ekkert verið unnið enn. Hvað veldur? Brúin yfir Suð ur-Fossá á Rauðasandi er að- kallandi mjög, og ég harma, að hún verður ekki byggð á næsta sumri. Ég þakka fyrir það, að horfið var að því ráði að vinna meira en sam- gönguáætlunin mælti fyrir um á svokölluðum Nesjavegi og einnig á Hálfdán, erfiðasta fjallveginum á leiðinni milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Mér fellur samgönguáætlun Ingimundur Magnússon, hreppstjóri í Bæ í Króksfirði. Vestfjarða vel og fjárveiting- ar til vegar með fjörðum, sem svo er kallaður, og á að koma í stað hins erfiða fjallvegar yfir Þingmannaheiði. Ég tel skynsamlegra að skipta því fé, sem veitt er til vegafram- kvæmda á fjórum árum, í vinnu á tveimur árum, þótt slíkt sé vitanlega erfítt í fram kvæmd. — Hvað um hagi fólks i þínum hreppi, Snæbjórn? — Fólkið er alltaf að fiytj- ast burt, jarðir að fara í eyði, en engum líður illa, en hjá okkur er framleiðslan meiri, þó að fólkinu fækkx. Ræktun er mikil, en það, sem ég tel að okkur skorti, eru upplönd, og þau þarf að rækta með dreifingu áburðar úr lofti. Meira hefur verið um sauðfjárbúskap en mjólk- urframleiðslu, en þó hefur verið mikil mjólkursala til Patreksfjarðar, en síðan verð á afurðum sauðfjár hækkaði, sýnist mér hugur manna vera aftur tekinn að snúast meira til sauðfjárræktar. Fyrú-hug- að er að setja upp mjóíkur- stöð á Patreksfirði; henni hef ur þegar verið valinn staður og vélakaup eru í undirbún- ingi og er henni ætlað að taka við mjólk frá væntan- legu samlagi, sem á að heita: Mjólkursamlag Vestur-Barða strandasýslu, en til þess munu leggja mjólk bændur í Barðastrandar-, Rauðasands-, Tálknafjarðar- og Patreks- hreppum. Skoðun mín er sú, að nauðsyn sé á að koma þar upp tækjum til að geril- sneyða mjólk. — í smíðum er nú heima- vist fyrir barna- og jafnvel unglingafræðslustig við fé- lagsheimili okkar Rauðsend- inga í Örlygshöfn. Eina fimm undanfarna vetur hefur kennslan verið í félagsneim- ilinu og heimavistin verið á tveim næstu bæjum. Akveðið var á sínum tíma, að skóli og heimavist skyldu byggð í Sauðlauksdal, en var ekki hægt af fjárhagsástæðum, og hagkvæmara þótti að leysa þetta vandamál með því að nota félagsheimiiið sem kennslustofur. — Ég vil ítreka að lokum, að í okkar hreppi tei ég, að öllum líði vel, þar líður eng inn skort og mér vitanlega er fólk þar ánægt. • Næst tökum við tali Kristj- án Þ. Ólafsson, bifreiðarst.ióra frá Bildudal. Kristján stund- ar sjóinn að vetrinum, en hef ur nokkuð á anna.n áratug starfað að vegagerð og hefur þessa daga verið að bera of- an í veginn á Barðaströnd-i Við víkjum talinu að vega- málunum og Kristján segir: — Ég er mjög ánægður með hiria nýju samgönguaætl un Vestfjarða og vænti þess, að hún verði til mikils hag- ræðis fyrir okkur. Fyrirhugað er að verja miklu fé til vega- bóta yfir Hálfdán, sem í raun inni hefur ekki verið annað en ruðningur, en nú sj'áum við fram á mikiar fram- kvæmdir við veginn, og það er von okkar, að þessi vega- gerð gangi það vel, að í haust verði hægt að vinna við kaflann yfir háfjallið. Jón Benediktsson, bóndi í Höfnum á Skaga. — S.l. tvö sumur var unn- ið við svokallaðan Trostans- fjarðarveg, og með honum fengum við Bílddælingar beint samband við Vestfjarða leiðina. Þessi vegur styttir okkur leiðina til Reykjavík- ur um 45 km og til ísafjarðar enn meir. í Suðurfjörðum og þó sérstaklega í vestanverð- um Trostansfirði og í Reykja firði er vegur mjög erfiður jrfirferðar og þyrfti lagfær. ingar við. — Afkoma manna á Bíldudal er yfirleitt sæmileg, en atvinna er þó árstíðabund- in, og margir fara úr byggð- arlaginu í atvinnuleit að sum- arlagi. Okkur er það mikið áhugamál, að hreppsfélagið verði stutt eftir föngum til að ljúka byggingu barnaskól- ans, enda gamla barnaskóla- húsið orðið mjög gamalt og úr sér gengið. — Vatnsveitu er verið að leggja á staðnum og vænt- um við þess, að hún leysi úr vatnsskortinum, sem háð hef- ur bæði atvinnurekstri og einstaklingum. — Við þurfum nauðs.vniega bætta aðstöðu við höfnina og mjög er óþægilegt að þurfa oftast að hafa bátana úti við legufæri eða þurfa að flytja þá frá bryggju, þegar strand ferða eða flutningaskip koma. Úr þessu er nú að rælast, þvi í samgönguáætlun Vestfjarða er veitt rífleg fjárveiting til hafnargerðar á Bíldudal, sem leýsa mun okkar vanda til frambúðar. • Aflakóngurinn Finnbogi Magnússon, sem stýrir þeirri happafleytu Heigu Guð- mundsdóttur, er landskunnur maður að verðleikum, en ii-tt þekktari er félagi hans í út- gerðinni, Kristinn Jónsson út gerðarmaður. Þeir stofnuðu fyrir fáum árum fyrirtækið Fiskiver h.f. og við spyrjum Kristin um rekstur þess: — Við i höfum fengið afla af Helgu Guðmundsdóttur og Jóni Þórðarsyni, sem hingað var keyptur í fyrra. Helga mun hafa fengið um 1460 lestir og Jón um 1260 lestir á vetrarvertíðinni og verkuðum við allan þennan afla, að und anteknum 300 lestum, 1 skreið og salt og lítils háttar var fryst. Um 180 lestir af þessu aflamagni var línufisk- ur, en hitt allt netafiskur. Við spyrjum Kristin um álit hans á útgerðaraðstöðu á Patreksfirði. — Ég tel aðstöðu til útgerð ar héðan mjög góða og þá beztu á Vestfjörðum. Á neta- veiðunum er .afli Vestfjarða- báta að mestu sóttur á Breiðafjarðarmið, og bátarnir okkar hafa oftsinnis getað landað hér daglega í vetur, því að þeir eiga styttra aij fara en aðrir bátar Hé? u> gengu í vetur 4 stórir bátar, en ég tel, að leikandi sé hægt að gera út miklu fleiri báta. — Hér er nú starfandi eitt frystihús; annað er á staðn- um, sem ekki er starfrækt, eu ég álít lífsnauðsyn fyrir byggðalagið að það taki til starfa og sömuleiðis síldar- og fiskimj ölsvei ksmiðj an hér. Við höfum orð ð að flytja öll bein og fiskúigang úr pláss- inu bæði til 1 aJknafjarðar og jafnvel alla ltið til Bolung- arvíkur, sem er mjög kostn- aðarsamt og skapar útgerð- inni hér mikla örðugleika. Bæði þessi fyrirtæki hafa átt í fjárhagsvandræðum a und- anförnum árum, en þau vandamál verður að leysa, ef takast á að tryggja blomlegt atvinnulíf hér á staðnum til frambúðar. Jón Isberg, sýslumaður Húnvetninga. — Hér er ekki einungis að- staða til að vinna fiskinvjöl, heldur einnig skilyrði til að bræða mikið síldarmagn, ef verksmiðjan væri starfrækt og síldin ger.gi vor og haust á miðin út af Jökli, en af þeim er jafn iangt og st stund um styttra hirgað til Patreks fjarðar en til Faxaflóahafna. — Ég tel að lausn þessa vanda í útgerðarmálum okkar Patreksfirðinga sé meira að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.