Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. júlí 1965 MORGUNBLAÐID 13 kallandi en nokkuð annað um þessar n undir. — Aðstaða til útgerðar fer að öðru leyti batnandi. í>essa dagana er unnið að miklum umbótum á lJatrekshöfn. Ver- ið er að lengja fram stálþilið við hafnargarðinn um 60 metra og stórbatnar við það inn- og útsigling í höfninni og eykur um Ieið viðiegu- pláss. Ennfremur er verið að bæta aðstöðu bátaflotans í efri höfninni moð dýpkunum; áætlunin er að auka þar í náinni framlíð viðlegupláss og athafnasvæði fiskiskipa. í KRÓKSFJARÐARNESI Þar var margt um mann- inn, enda þótt samkomugest- ir kæmu seint til mótsins, og var varla furða, þvj að brak- andi þerrir var þennan laug- ardag, og bændur í Reykhóia- sveit og nærsveitum í hey- skap. Mótinu stjórnaði AðaJ- steinn Aðalsteinsson skipa- smiður í Hvallátruin í Breiða- firði. A höfuðbólinu Bæ í Króks- firði hafa lcngurn setið bú- höldar og íorystumenn í hér- aðsmálum íæðingarsveitar þjóðskáldsins séra Matthías- ar. Þar býr nú miklu myndar- búi Ingimundur Magnússon hreppstjóri. Við spyrjum hann um landbúnaðinn í Aust ur-Barðastrandarsýslu: — Horfur eru heldur að batna í landbúnaði í aust- ustu hreppum sýslunnar. í • v..y.v. < 'W-'-' ' • r • • -rs"---* f •>' ’«' vwi'ff Kristinn Jónsson útgerðar- maður á Patreksfirði. Geiradals- og Reykhólahrepp um urðu algjör straumhvörf, þegar okkur opnuðust mögu- leikar til að selja mjólk í Búðardal, en við erum svo- lítið uggandi um þessa flutn- inga að vetrinum, og þó að nokkuð hafi verið unmð að vegabótum, er það ekki nema áfangi til að tryggja það, að við séum öruggir um að geta komið afurðunum á markað árið um kring. Bændur hér um slóðir hafa lagt alinukið í ræktun á undantörnum ár- um og búin verið heldur stækkuð á þann veg að fjölga kúm og framleiða mjólk. — Mikilvægasta frarnfaro- mál okkar er, að þingmenn ©kkar beiti sér fyrir bættu vegasambandi til Búðardals; það er okkar sölustaöur, og þar sem Framleiosiuráð iand búnaðarins mælir ekki með, því, að haldið veröi áfram með fyrirhugaða mjólkurstöð á Reykhólum, er ekki um annað að ræða en snúa sér í hina áttina. Ef við fáum ekki tryggt vegasamband, er sú hætta yfirvofandi, að við komum ekki frá okkur mjðlk inni, en á heimilunum er ekki vinnuafl til að vinna úr henni eins og áður var. Ég tei, að fyrir þá sök fari menn sér nú hægar í aukningú framleiðslunnar. ■ — Sýslunefnd Austur- 3arðastrandasýslu gekkst ný- lega fyrir lántöku að upphæð 620 þús. kr.j sem er sú fjár- veiting, sem ætluð er til vega gerðar í Gilsfirði norðanverð- um á næsta ári. Sýnir það bezt, hverja nauðsyn heima- menn telja á því, að hrinda þeirri vegagerð í fram- kvæmd, að okkar fámenna sýslufélag tekur á sig vaxta- greiðslur af þessu láni til að tryggja þessar vegabætur þeg ar á þessu ári. — Nú væntum við þess fast lega, þegar jafn myndarlegt átak er gert í vegagerð sunn- an Þingmannaheiðar í sam- gönguáætlun Vestfjarða, að ekki verði látið staðar numið, heldur haldi áfram hér í aust ursýslunni, og tel ég vafamál, að nokkur byggðarlög búi við jafn erfiðar samgöngur og Múlahreppur og Gufudals- hreppur. — Plyrir nokkrum árum fengum við hér rafmagn, sem var feikna mikill ávinningur, og tel ég, að það sé eitt af frumskilyrðum fyrir því, að fólk geti byggt þessar sveit- ir. Rafmagn frá Þverárvirkj- un við Hólmavík er komið í Geiradalshrepp og megin- hluta Reykhólasveitar, en vantar alveg í Gufudals- og Múlahrepp. — Mér virðist yfirleitt vera gott hljóð í mönnum hér um slóðir. Sums staðar háir okk- ur fólksfæð, sérstaklega um vetrartímann, þar sem allmik il vinna og jafnvel meiri er að vetrinum en um heyskap- artímann, þegar vélakostur er mikið notaður, en telja má að vélakostur bænda hér um slóðir sé góður. Allmikið hef Kristján Ólafsson, bifreiðar- stjóri á Bildudal. ur verið keypt í ár áf drátt- arvélum og heyvinnutækjum hér í sveit. Bændur treysta hva mest á það að hafa ung- linga sér til aðstoðar við hey- vinnuna, en láta vélarnar vinna meginverkin. Næst tökum við tali á héraðsmótinu í Króksfjarðar- nesi Aðalstein Aðalsteinsson skipasmið í Látrum, eða Hval látrum, eins og eyjarnar heifa fullu nafni. Við spyrjum hann um ástand og horfur í Fiateyjarhréppi, biðjum hann að segja okkur. frá lífi og starfi þeirra manna. sem búa á þeim fáu eyjum, sem enn eru i byggð á norðanverðum Breiðafirði. — Til þessa hefur byggðin í eyjunum verið þverrandi vegna þess, að mistekizt hafa þær tilraunir til atvinnu- rekstrar, sem gerðar hafa ver ið í Flatey, og einnig vegna þess, að þau nútímaþægindi, sem fólk gerir kröfur til, eru þar ekki fyrir hendi. Þegar leitað hefur verið eftir því, að bætt yrði úr þessu, er venju- lega svarið, að þar sem fólk- ið sé að fara, sé ekki hægt að leggja í kostnað til að bæta úr ástandinu. Sé fólk hins vegar spurt, hvort það sé reiðubúið að flytja til Flat eyjar og taka þátt í viðreisn atvinnulífsins þar, þá er fyrst spurt um það, hvort þar sé rafmagn, hvort þar séu góðar samgöngur, hvort heilbrigðis- þjónustan sé góð, hvort síma- málin séu í lagi. Og niðurstað an af því verður sú, að ann- aðhvort verður að bæta þessi skilyrði, til að fólkið fáist til að koma, eða fólkið kem- ur ekki, og það, sem fyrir er, verður því að fara. — Um lífsskilyrðin í eyj- unum vil ég segja það, að reynsla síðari ára sýnir, að sífellt er að aukast fiskigengd á Breiðafjarðar- og Flateyj- armiðum, og i sívaxandi mæli veiða bátar á þessum slóðum, sem langt þurfa að sækja, jafnvel allt norðan frá Djúpi. Því finnst mér eðlilegt, að telja mætti lífvænlegt að flytja heldur fiskinn til Flat- eyjar og verka hann þar. Á þessu hefur vaxið skilningur hjá ýmsum aðilum, t.d. hefur fjármálaráðuneytið ákveðið að leggja nokkurt fé til við- gerða og endurbóta á frysti- húsinu, sem það á í Flatey, til þess að hægt sé að róa þaðan og verka þar fisk. Við þetta hefur bjartsýni aukizt hjá heimafólki, en til þess að það geti orðið byggðarlaginu til gagns, verður að skapa þau skilyrði, að fólk vilji flytja til Flateyjar. Þá finnst mér að þær stofnanir, sem til þess eru ætlaðar í þjóðfélaginu, eins og til dæmis að taka hér- aðsveiturnar,, verði að leysa rafmagnsvandamálið, Landsím inn að leysa sína hlið á mál- inu, flugbrautina þarf að end- úrbæta, svo að litlar tveggja hreyfla vélar geti lent þar, en samgöngur á sjó vonum við að séu að leysast með nýju Breiðafjarðarskipi, sem er í Smíðum og væntanlega kem- ur í haust. Heilbrigðismálin eru í ólági á meðan styttri tíma tekur að ná í lækni til Reykjavikur, en þann héraðs- lækni, sem okkur er gert að leita til. — Fari fólki fjölgandi í Flatey, verður að bora eftir vatni. i landbúnaðihum ér nauðsynlegt að gera grund- vallarbreynngu í Flatey. Um langan aldur hefur eyjunum verið skipt í átta bújarðir, sem hver um sig er svo lítil, að útilokað er að reka sjálf- stæðan atvinnurekstur á hverri um sig, enda er svo komið, að ekki er til nýti- legt hús, hvorki yfir jörð eða skepnur á neinni jörðinni. Og núverandi eigendur, sem flest ir eru Reykvíkingar, eru ólík- bóndi á Geitaskarði legir til að koma sér saman um neinar breytingar í þessu efni. Þess vegna þarf með einhverjum hætti að safna eignum þessum á eina hönd, þá annað hvort hrepps eða ríkis, og gera úr þeim tvær jarðir, sem a.m.k. önnur yrði strax kúabú, svo að fáanleg yrði mjólk handa íbúum eyj- arinnar, ef þeim fjölgar, og jafnvel nú er mjólkurfram- leiðslan ekki nægjanleg fyrir þessa fáu menn, sem búa í Flatey. — Nú finnst mér blasa al- veg við, að ef ekki verður byrjað strax að leysa eitt eða helzt öll þessi verkefni, þá fer Flatey í eyði, kannski á næsta ári, og hinar þrjár eyjarnar, sem enn eru 1 byggð í Eyjahreppi, líka. — Vel getur verið, að ekki skipti miklu máli fyrir þjóð- félagið í heild, hvort þessi byggð lifir lengur eða skem- ur. En samt held ég að það yrði þjóðinni enginn ávinn- ingur ef fólk hætti alast þar upp og komast til manns. Á BLÖNDUÓSI Síðasta héraðsmótið um siðustu hélgi var haldið í hinu stórglæsilega félagsheim ili á Blönduósi á sunnudags- kvöld. Gesturinn verður stór- lega hissa á þeim myndar- skap óg glæsibrag, sem lýsir sér í því mikla átaki, sem naúðsynlegt er til að koma upp slíkri byggingu. Fólkið dreif áð, énda þótt hesta- mahnámót væri að vénju haldið'í nágrenninu sama dag inn og héraðsmótið. Mótið á Blönduósi setti og stjórnaði Erlendur Eysteinsson bóndi á Beinakeldu, form. ungra Sjálfstæðismanna í Austur- Húnavatnssýslu. Við leitum á vit yfirvalds Húnvetninga, Jóns ísbergs sýslumanns, og spyrjum fyrst um félagsheimilið: — Við tókum þetta félags- heimili í notkun fyrir tveim- ur árum og að því standa auk hreppsins og sýslufélagsins sex félög og félagasamtök hér á staðnum. Þetta hefur verið fjárfrek framkvæmd, kostar í dag um 13,5 millj. kr. með vöxtum og Félagsheimilasjóð ur skuldar okkur um 4 millj. kr. Reksturinn hefur gengið mjög vel, en byggingarskuld- in er okkur ákaflega erfið. Engu að síður lítum við svo á, að slíkt hús sé einstaklega mikils virði fyrir menningar- og félagslíf í okkar héraði. Við höfum nú aðstöðu til að taka á móti öllum leikflokk- um og skemmtikröftum, sem leggja leið sína um landið og stytta okkur stundir hér í dreifbýlinu. — Að sumrinu til er hér mikil umferð og mikill fjöldi manna kemur hér við á leið sinni til eða frá Norður- og Austurlandi. Hér á staðnum er þjónusta við ferðamenn að mörgu leyti mjög ákjósanleg. Hér höfum við gistihús, sem rúmar 70 næturgesti, og ferða þjónusta verður að teljast hér góð. —■- Ástand og horfur í at- vinnumálum hér á Blönduósi eru góðar. Þó má segja, að iðnaðarfyrirtækjum, sem við erum að reyna að koma upp, hái markaðsörðugleikar og sú staðreynd, að hér á staðn- um eru engir fjársterkir aðil- ar, og því höfum við þurft að leita til bankastofnana, sem að vísu hafa liðsinnt okkur vel, en meira má, ef duga s.kal. í þessu sambandi vil ég geta þess, að hér hefur verið komið á fót plastfyrirtæki, sem haft hefur sína byrjun- arörðugleika. Fyrirtæki þetta vinnur ýmislegt úr trefja- plasti og hefur framleiðslan yfirleitt líkað vel, en fjár- magn hefur skort. — Atvinnuástand á Skaga- strönd hefur verið slæmt vegna aflaleysis, en þó er rétt að geta þess, að þar hafa menn fengið fyrirgreiðslu rík issjóðs til að endurbæta frysti hús kaupfélagsins og einnig frystihús Hólaness h.f. sem er 1 eign hreppsins að hálfu leyti. Sú hjálp stoðar þó ekki, þeg- Snæbjörn Thoroddsen, oddviti í Kvígindisdal. ar fiskurinn fæst ekki í Húna flóa, t.d. brást alveg drag- nótaveiðin í vor, sem þó gafst ágætlega s.l. ár. — í héraðinu í heild má ástand teljast gott þrátt fyr- ir hafís og kalt vor. Landbúri- aðarframleiðsla er hér mikil og tíðarfar undanfarin niiss- eri hefur yfirleitt verið land- búnaðinum hagstætt. Sam- göngumál hér í Austursýsl- unni verða að teljast í sæmi- legu lagi, en þó fer ekki á milíi mála, að þjóðbrautina Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.