Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIO
Fimmtuðagur 29. júlí 1965
Fyrir verzlunannanr.s!ielgina
Sportslakkor
Tízkulitir
ButterfSy
Tizkusnið
í'ást í eftirtöldum
verzlunum:
Verzl. Treyjan, Skólav.st.
Verzl. Tízkan, KjörgarðL
Verzl. Iða, Laugavegi.
Verzl. Embla, Hafnarfirði.
Verzl. Fons, Keflavík.
Verzl. Drífandi, Akranesi.
Kf. Borgfirðinga, Borgarn.
Verzlunarfél. Grund,
Grafarnesi.
Verzl. Sig. Ágústssonar,
Stykkishólmi.
Verzl. Einars Guðfinnssonar,
Bolungarvík.
Kaupfélag ísfirðinga, ísaf.
Kf. Eyfirðinga, Akureyri.
Verzl. Guðrúnar Rögnvalds,
Siglufirði.
Verzl. Fönn, Norðfirði.
Markaðurinn, Vestm.eyjum.
Verzl. Sigurbjargar Ólafs-
dóttur, Vestm.eyjum.
Verzl. E J. Waage, Seyðisf.
Verzl. Bjarg, HellissandL
framleiðslti
Heildsölubirgðir:
Bergnes sf.
Atvinna
Stúlka óskast til lagerstarfa. — Upplýs-
ingar frá kl. 4—5 e.h. — Ekki svarað
í síma.
Kristinn Árnason
bifreiðastjðri - Minning
EFTIR því sem æviárin verða
fieiri, eftir því stækkar með sí-
vaxandi hraða hópur gamalla
vina og ættingja, samstarfs-
manna og félagsbræðra, sem
hverfa yfir landamæri lífs oS
dauða, yfir á hina ókunnu strönd
fyrir handan móðuna miklu.
f dag verður til moldar bor-
inn gamall og góður vinur minn,
Kristinn Árnason, bifreiðastjóri.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast hans með fáeinum orð-
um hér í Morgunblaðinu, svo ljúf
ar sem mér eru minningarnar
um samstarf okkar í þágu Sjálf-
stæðisflokksins fyrr á árum, og
til að þakka þá vináttu, sem upp
af því spratt.
Kristinn Árnason var fæddur
13. marz 1895 að Bergskoti á
Vatnsleysuströnd og stóð því á
sjötugu þegar hann andaðist,
laugardaginn 24. júlí sl. Foreldr-
ar Kristins voru Árni Þorláksson
frá Minna- Knarranesi á Vatns-
leysuströnd og Helga Kjartans-
dóttir ættuð úr Borgarfirði. Að
öðru leyti eru mér ættir hans
ókunnar.
Þegar Kristinn var á fyrsta
ári tóku þau hjónin séra Árni
Þorsteinsson á Kálfatjörn á
Vatnsleysuströnd og kona hans
Ingibjörg Sigurðardóttir hann í
fóstur, og ólu hann síðari upp sem
eitt af sínum eigin börnum. Eng-
an mann hefi ég heyrt tala af
meiri hlýhug og ástúð um æsku-
heimili sitt en Kristin Árnason,
enda minntist hann prestshjón-
anna á Kálfatjörn sem góður
sonur ástríkra foreldra, og við
börn þeirra hélt hann ævilangri
vináttu, eins og hún getur bezt
orðið milli góðra systkina.
Kristinn var kvæntur Vil-
björgu Guðvarðardóttur, ættaðri
úr Reykjavík. Hún lézt árið 1942.
Ég var tíður gestur á heimili
þeirra hjóna þrjú til fjögur sein-
ustu árin, sem Vilbjörg lifði. Hún
var góð og hjartahlý kona og fyr-
irmyndar húsmóðir. Á heimili
þeirra hjóna ríkti mikil og einlæg
vinátta og skilningur. Þau voru
bæði með afbrigðum gestrisin og
skemmtileg heim að sækja, enda
samhent eins og bezt má verða.
Þau Kristinn og Vilbjörg eign-
uðust sinn son, Árna, er nam
prentiðn. Árni stofnaði heimili
um tíma, en bar ekki gæfu til að
halda því saman. Dóttur hans,
Halldóru, ól Kristinn upp frá
því að hún var fimm ára og hjá
henni andaðist hann, þá nýflutt-
ur á hennar heimili.
Leiðir okkar Kristins lágu fyrst
saman snemma á árinu 1938. Ég
var þá nýbúinn að gangast fyrir
stofnun Málfundafélagsins Óð-
ins, en Kristinn var einn af þeim
fyrstu, sem gerðust þar félagar.
Hann var um þær mundir for-
maður í Vörubílstjórafélaginu
Þrótti og naut mikils og óskoraðs
trausts starfsfélaga sinna, og
Höfum til sölu
Endaíbúð
mjög glæsilega í Háaleitishverfi, samtals 6 herbergi,
þar af 4 svefnherbergi. íbúðin er máluð, með isett
um hurðum og frágengnu baðkari og selst þannig.
Tvær svalir. Tvöfalt gler. Eirofnar. Hitaveita. —
Sameign fullfrágengin. — Allar vélar í þvottahúsi.
Glæsileg eign.
FASTEIGNA- og LÖGFRÆÐISTOFAN
Laugavegi 28b — Sími 19455.
Jón Grétar Sigurösson, hdl.
Gísli Theodórsson, fasteignaviðskipti.
Heimasími 18758.
Austin Gipsy er farartækið, sem óhætt er að treysta við verstu aðstæður.
Austin Gipsy hefur líka þann stóra kost að vera akstursþýður og samverugóður.
Austin Gipsy vélarnar eru löngu viðurkenndar fyrir endingu og öryggi.
Austin Gipsy með benzínvél til afgreiðslu um nk. mánaðamót.
Garöar Gíslason h.f.
bifreiðaverzlun
mun svo hafa verið fram til hins
síðasta, þó að hann drægi sig í
hlé og gæfi sig lítið að félags-
málum hin siðari ár.
Kristinn var traustur og góður
félagsmaður, ágætlega vel máli
farinn og stefnufastur eins og
bezt verður á kosið. Hann var
prýðilega vel gefinn og ágætlega
skáldmæltur. Kristinn var tví-
vegis kosinn formaður Óðins og
fór það vel úr hendi, eins og
önnur þau félagsstörf, sem hon-
um voru falin.
Kristinn Árnason er einn af
þeim mörgu Óðinsfélögum, sem
ég minnist' með hlýhug og þakk-
læti. Hann setti sinn sérstæða
svip á félagslífið og umhverfið,
var snyrtimaður í háttum og
klæðaburði, alltaf hreinskiptinn
og einlægur, en gat verið bein-
skeyttur og ómyrkur í máli, ef
því var að skiþta. Slíka menn er
gott að eiga að félögum og slíkir
menn eru flokki sínum heilir.
Við Kristinn Árnason áttum
margar ánægjulegar stundir sam
an, bæði í önnum félagsmálanna
og utan þeirra. Hann reyndist
mér jafnan góður vinur og
skemmtilegur félagi. Fyrir það
vil ég þakka með þessum fáu
orðum.
Far þú í fríði. gamli vinur.
Sigurður Halldórsson.
Látinn ís-
landsvinur
UMSVIFAMESTI umboðsmaður
við sölu á íslenzkum fiski í Banda
ríkjunum, Robert B. Koff, andað-
ist fyrir nokkrum öögum. Hann
var í hópi íslendinga á ráðstefnu
í Washington, er hann kenndi sér
skyndilega meins og var látinn
næstum samstundis.
Hann var fæddur 9. ágúst 1909
og bjó í Philadelphia alla ævL
Hann var lögfræðingur að mennt
un og stundaði lögfræðistörf un>
hríð. í seinni heimsstyrjöldinni
særðist hann mjög alvarlega.
Eftir að hann tók að stunda
sölu á íslenzkum afurðum 1946,
kom hann oft og einatt til íslands
og eignaðist þar fjölmarga vinL
Hann hlakkaði til næstu íslands-
ferðar, sem átti að verða eftir
nokkrar vikur.
. Skrifstofa hans bar svo mikinri
blæ af vináttu hans við ísland. að
þar var sem komið væri á ís-
lenzka grund. Hann var rétt urri
þessar mundir að búa sig undiri
að taka við auknum skyldum serri
ræðismaður.fyrir Island.
Fyrir hönd allra íslendinga,
sem kynntust Robert B. Koff,
vildi ég mega þakka látnum vini
fyrir öll hans störf í þágu íslend-
inga, og fyrir hans einlægu vin-
áttu í garð íslenzku þjóðarinnar.
Blaðamaður fórst
New York, 27. júlí (AP). —
Allen Jensen, einn kunnasti
erlendi fréttaritarinn í New
York, lézt þar í dag eftir fall
út um glugga í fjölbýlishúsi.
Hann héfur vérið fréttaritari
Berlingske Tidende frá því
hann gerðist gandarískur borg
ari árið 1932. Sagði lögreglari
að ekki væri vitað hvort
1 Jensen hefði fallið eða stokkið
út um gluggann.