Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 21
Fim'mtudagTrr Í9. jólí 1965 MnfíGUNBLAÐID 21 JEjJL Guðmundur Guðjónsson - Minning J F. 17/8 1889 — D. 20/7 1965 ' Þegar Bifreiðastöð Reykjavík- wr var stofnuð árið 1921 var Guð mundur Guðjónsson einn af stofn endunum, en þá má segja að samstarf okkar hæfist, og síðan haldizt allt til hinstu stundar Guðmundur hafði þá um skeið stundað bifreiðaakstur hér í Reykjavík eða frá 1918 að hann tók bílpróf. Kynni okkar Guð- mundar á B. S. R. urðu þegar í upphafi með þeim ágætum að segja má að aldrei siðan hafi fall ið á þau nokkur skuggi. Þegar ég hinn 1. nóv. 1929 stofnaði mitt eigið fyrirtæki réð ist Guðmundur þá þegar til mín sem gjaldkeri, og hafði það starf á hendi til dauðadags. Starfs- gleði hans og trúmennska brást mér ekki né vinátta. Helsjúkur kom hann til starfa síðustu dag ana, sem hann gat hreift sig og tjáði þá ekki að aftra honum svar ið var að á meðan hann gæti hreyft sig væri kyrrsetan ekki að sínu skapi. Mun honum þá þeg- ar hafa búið í grun að sitt skapa dægur væri ekki langt undan, en um uppgjöf skyldi ekki að ræða fyrr en í fulla hnefa. Guðmundur Guðjónsson var fæddur að Yzta-Skála undir Eyjafjöllum hinn 17. ágúst 1889 eonur hjónanna Guðjóns Jóns- Bonar og Kristínar Ólafsdóttur, en fluttist ungur að Hlíðarenda- koti í Fljótshlíð til Ólafs Pálsson ar og Guðrúnar Árnadóttur, og mun honum ætíð hafa fundizt rætur sínar liggja þar í jörðu eystra. Auk almennra starfa, sem þá tíðkuðaðist til sveita fór Guð mundur á vertíð til Vestmanna- eyja, og þótti þar sem annarsstað ar hinn ágætasti liðsmaður. Árið 1917 fluttist hann til Reykjavík- ur þar sem hann átti sitt heim ili æ síðan. Þann 26. ágúst árið 1922 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Breyjólfs- dóttur. Eignuðust þau 8 börn, en af þeim eru nú fimm á lífi. Auk þess ólu þau upp bróðurson Guð mundar og mun hann telja sig aem son þeirra hjóna. Þegar ég nú kveð Guðmund Guðjónsson, lít ég yfir langan Bamstarfsveg, þakklátur fyrir dygga þjónustu og órofa vináttu þessa mæta manns. Hans ágætu konu, sem ég veit hver stoð og stytta var manni sínum fram til hinstu stundar, votta ég mína dýpstu samúð, svo ©g börnum hans og öðrum að- standendum. Egill Vilhjálmsson. 1 Daginn, sem æskuvinur minn, Guðmundur Guðjónsson gjald- keri, er lagður til hinztu hvílu, langar mig til að færa honum mínar síðustu kveðjur og þakk- ir fyrir ævilanga vináttu og tryggð, og ástvinum hans inni- iegustu samúðaróskir mínar. Vngur má en gamall skal, stendur þar. Samt er það svo að ©kkur sem þekktum Guðmund ©g umgengumst hann fannst hann síður en svo kominn að fót- um fram, þótt orðinn væri rúm- lega hálfáttræður og hefði um langt skeið á miðjum aldri tekizt á við þrálátan og skæðan sjúk- dóm. Allt til hins síðasta stund- aði hann af einstakri alúð og kostgæfni störf sín á skrifstofu Egils Vilhjálmssonar, og til skamms tíma mátti tíðum sjá hann í hópi annarra hestamanna ríða út í nágrenni Reykjavíkur. Ef til vill hefur hann fundið feigðina kalla að sér, þegar hann varð að fella síðasta gæðinginn sinn af þeim mörgu, sem hann átti um dagana. Þá kvaðst hann ekki treysta sér til að eignast þá fleiri, ef hann yrði að sjá á bak þeim. Eftir hart nær 70 ára kynni er mér tregt um tungu að hræra við leiðarlok. Frá því að við lékum okkur saman drengir austur i Hlíðarendakoti í Fljótehlíð er mér þessi vinur minn ógleym- anlegur, glaðvær og gamansam- ur, greiðvikinn og einstakt tryggðatröll. Ævisaga Guðmundar er ekki rík af stórviðburðum, þó að hann væri flestum farsælli, þegar á allt er litið. Hann fæddist hinn 17. ágúst 1889 í Yzta-Skála und- ir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Kristínar Ólafsdóttur frá Stóru- Mörk (hún var í fjórða lið frá hinum kunna klerki Jóni Stein- grímssyni) og Guðjóns Jónsson- ar bónda. Þó að sveitin ætti alla ævi rík ítök í Guðmundi fór svo, að hann ílentist ekki þar, heldur fluttist hann til Reykjavíkur og þar átti hann síðan heima til dauðadags. Hann var með þeim fyrstu hér- lendis, sem lærði að aka bíl, og stundaði alllengi akstur sem at- vinnu. Mun leitun á mönnum sem jafnlegi hafa stýrt bíl og jafn- marga kílómetra hafa lagt að baki án þess að berast neitt á, enda var gætni hans og forsjá í þeim efnum sem öðrum við- brugðið. Ófáa órofa vini eignað- ist hann þau ár sem hann ók á- ætlunarbíl eins langt og vegir leyfðu austur í Rangárvallasýslu. Og þeir sem einu sinni öðluðust vináttu Guðmundar glötuðu henni ógjarnan, svo var trygg- lyndi hans og mannblendni fyrir að þakka. Þegar Egill Vilhjálmsson hvarf frá Bifreiðastöð Reykjavík ur og stofnaði sitt landskunna fyrirtæki, tók hann Guðmund með sér. Hefur sá kunni athafna maður þar kunnað mann að sjá, enda mun nú á tímum leitun á jafn dyggum starfsmanni og Guðmundur var, manni sem jafn an hafði hag og velferð húsbónda síns í huga og vann fyrst og fremst af ást á starfi sínu og hús bónda, en ekki í eiginhagsmuna- skyni. Mun Egill líka fullkom- lega hafa kunnað að meta dyggð þessa samstarfsmanns síns. Loks er þess ógetið, að Guð mundi hlotnaðist það, sem hverj I um manni má dýrmætast verða á lífsleiðinni, samhent og sam- valin eiginkona, Kristín Bryn- jólfsdóttir. Eignuðust þau mörg börn og mannvænleg. en af þeim eru nú fimm á lífi. Auk þess ólu þau upp einn fósturson. Vil ég enn á ný votta þeim, svo og tengdabörnum og barnabörnum, mína innilegustu samúð. Á ég þeim ekki aðra ósk betri en að þau láti huggast við minninguna um vammlausan maka, föður, tengdaföður og afa, sem undir lokin átti ekki aðra ósk heitari en að fá að losna frá þrautum helstríðsins. Jón Árnason frá Vatnsdal. — Því dæmist Framhald af bls. 10 hefðu sýnt sér vítavert aðgerðar leysi, þar sem enginn þeirra reyndi að koma í veg fyrir slys- ið með aðvörunum eða leiðbein- ingum. Þar sem hér hefði verið um hættulegan atvinnurekstur að ræða bæru báðir stefndu sam eiginlega ábyrgð á öllu því tjóni sem stefnandi hefði orðið fyrir. Stefndi Umbúðaverksmiðjan h.f. krafðist sýknu og reisti þær kröfur sínar á því, að ósannað væri, að Magnús Einarsson hefði sýnt af sér nokkra þá vangæzlu, sem Umbúðaverksmiðjan h.f. ætti að bera ábyrgð á. Magnús hefði þannað stefnanda að vinna við vélina að sér fjarverandi. Á hinn bóginn hefði Magnús kennt stefnanda að fara með vélina og svo virtist sem stefnandi hefði verið orðinn svo vanur þessu verki, að hann hefði vitað full- komiega, hvernig hann átti að framkvæma það. Aðalorsök slyss ins væri hins vegar vanbúnaður vélarinnar og hefði verið ófor- svaranlegt af eiganda vélarinnar, Stálumbúðir h.f. að hleypa nokkrum manni í vélina í því á- standi, sem hún var í. Stefndi, Stálumbúðir h.f. krafð ist og sýknu og hélt því fram, að hann hefði einungis borið á- byrgð á því, að vélin sem slík væri forsvaranleg. Það hefði hún verið eins og fram kæmi í skýrslu öryggiseftirlits ríkisins. Niðurstaða málsins í héraðs- dómi varð sú, að báðir hinir stefndu voru in solidum dæmdir til greiðslu fullra skaðabóta. Um þátt Umbúðaverksmiðjunn- ar h.f. var talið, að Magnús Ein- arsson hefði eigi kennt stefn- anda tilhlýðilega meðferð vélar innar, né heldur gert honum ljós ar hættur þær, sem notkun henn ar væru samfara. Einnig yrði að líta svo á, þrátt fyrir mótmæli Magnúsar, að Magnús hefði æti azt til þess, að stefnandi mótaði áfram í þau skipti, sem hann brá sér frá, ella hefði honum borið að stöðva vélina, en stöðvun vélar- innar væri í því fólgin að styðja á einn rofa og væri því mjög auð veld. Magnús hefði við umrætt verk unnið í þágu Umbúðaverk- smiðjunnar h.f. og því ætti það fyrirtæki að bera ábyrgð á slys inu gagnvart stefnanda. Um þátt Stálumbúða var talið, að það fyrirtæki hefði lánað vélina, þrátt fyrir, að öryggisút- búnaði hennar hefði verið áfátt. Stálumbúðir h.f. voru því einnig taldir bera ábyrgð á slysinu gagn vart stefnanda, enda yrði eigi tal ið, að afnotasamningur stefndu um vélina byggju út þeirri á- byrgð. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu að því er snerti þátt Umbúðaverksmiðjunnar h.f. — Hinsvegar sýknaði Hæstiréttur Stálumbúðir h.f. Var talið, að forráðamenn fyrirtækisins hefðu ekki sýnt af sér slíka vangæzlu með því að hemiila Magnúsi Ein- arssyni afnot vélarinnar, að það varðaði bótaskyldu gagnvart Baldri. Var þá tekið tillit til þess að Magnús væri vélstjóri að menntun og hefði áður kynnt sér vélina og afnot hennar. Endanleg niðurstaða málsins varð því sú, að Umbúðaverk- smiðjan h.f. var dæmd til að greiða Baldri Álfssyni kr. 222.750,00 í skaðabætur ásamt vöxtum og kr. 55.000,00 í máls- kostnað fyrir báðum réttum. Einn Hæstaréttardómari, Giz- ur Bergsteinsson, skilaði sérat- kvæði í máli þessu. Niðurstöður hans voru þær, að sýkna bæri Stálumbúðir h.f. Hinsvegar taldi hann eðlilegt að skipta sök, þann ig að leggja 1/3 á stefnanda sjálf an vegna óaðgæzlu hans, en 2/3 á Umbúðaverksmiðjuna h.f. — Glatt á hjalla Framh. af bls. 13 um sýsluna þarf alia að end- urbyggja. — Hér í sýslu komast menn vel af, þó að ekki sé um nein uppgrip að ræða. • Á héraðsmótinu á Blöndu- ósi eru margir komnir langt að, enda var haldið þennan sama dag aðalfundur kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra. f hópnum greinum við Jón bónda Benediktsson í Höfnum á Skaga og biðjum hann að segja okkur stuttlega frá búi sínu og búnaðarhátt- um í sinni sveit: — Um mína jörð get ég sagt það, að Hafnir eru hlunn indajörð, þar er bæði selur og æður og jörðin góð til bú- skapar og bæði fjörubeit og landbeit. Skaginn er fyrst og fremst sauðfjárland, en þar eins og annars staðar hefur misræmi í verðlagningu land- búnaðarafurða komið niður á bændum. Þetta misræmi er búið að valda bændastéttinni meira tjóni en flestir gera sér ljóst í fljótu bragði. Vegna þess hafa bændur tek- ið upp óhentugri búskapar- hætti og sumir gefizt alveg upp. Ég vil þó taka fram, að þetta misræmi hefðu bænd- urnir getað lagað sjálfir, ef vilji hefði verið fyrir hendi. — í minni sveit t.d. hefur þetta valdið lakari afkomu en þurft hefði að vera. Skaginn er kostahérað til ræktunar og beitar. Byggð hefur haldizt nokkuð vel, en þó er nokkuð að losna um fólkið. — í*ú spyrð um stefnu ríkisstjórnarinnar í landbún- aðarmálum. Því vil ég svara, að mér líkar hún vel. Ég veit að í minni sveit hefur ríkis- stjórnin ekki minna traust en aðrar sem á undan fóru og við berum góðar vonir til þeirra stórframkvæmda, sem verið er að vinna að og í und irbúningi eru. — Það eru einkum fimm frumvörp, sem orðið hafa að lögum í tíð núverandi stjórn- ar, sem mér geðjast að varð- andi landbúnaðinn. Á ég þar við sölu og verðtryggingu á landbúnaðarafurðum til út- flutnings, hækkun á jarðrækt arstyrk, þannig að hámarks- styrkurinn er nú miðaður við 25 ha, breytingu á lausaskuld um bænda í föst lán, en slíkt hafði ekki borið við áður, lán út á dráttarvélar og súg- þurrkunarkerfi og loks efl- ing Stofnlánadeildar landbún aðarins. Þótt þetta sé mjög umdeilt mál, tel ég, að bænd ur geti ekki varið þessum eina hundraðshluta af sínum tekjum á hagkvæmari hátt fyrir sjálfa sig og landbún- aðinn í heild í framtíðinni. Þeim, sem þetta ritar, er það hugstætt, er hann átti leið í skóla til Norðuramts- ins með gömlu langferðabíln- um, sem hossuðu okkur strákl ingunum og fleiri góðum mönnum til höfuðstaðar Norð urlandsins, hversu staðarlegt og einstaklega snyrtilegt var að horfa heim til hins mikla stórbýlis, Geitaskarðs í Engi- hlíðarhreppi. Við höfðum orð á þessu við ábúanda jarðar- innar, Sigurð Þorbjörnsson, og hann svarar að bragði: — Já, faðir minn, Þorbjörn .Björnsson, var í fyrirmáta bú þegn, en snyrtimennska var ákaflega ríkur þáttur í hans fari og hann gerði miklar kröfur til sín og annarra um að allir hlutir væru í ströng- ustu reglu, sem hugsazt gæti. — Þarna bjó áður afi minn, Árni Þorkelsson, og var sömu sögu um hann að segja og föður minn, að báðir vildu, að vel væri gengið um og snyrtimennska ríkti á þeirra búi. Okkur verður nokkuð skraf drjúgt um þessa hlið búsýsl- unnar og Sigurður bóndi hef ur ekki orð á því, að hann viðheldur sinni arfleifð af sömu reisn og myndarskap og áar hans höfðu áður gert. Enn segir Sigurður: — Mér finnst vera full-lítið um snyrtimennsku á bænda- býlum og þó stendur það til bóta. Á síðari árum hefur mjög færzt í vöxt, að menn hafi snyrtilegt og þrifalegt í kringum sig. Við viljum forvitnast um búskap Sigurðar og annarra bænda í Austur-Húnavatns- sýslu: — Ég byrjaði að búa vorið 1946. Ég held ég megi segja, að hjá okkur sé blandaður bú skapur, eins og það er kallað við höfum sauðfé, mjólkur- búskap og hross. Hrossarækt- in er sennilega full-mikil og kann að spilla fyrir verðmæt- ari framleiðslu, og vafamál að hagarnir þoli þessa hrossa- mergð, sem getur gengið yfir aðrar greinar búskaparins. Af koma bænda, sem stunda hrossarækt, hefur þó lagazt á seinni árum, því að betra verð hefur fengizt fyrir afurðinar, t.d. hækkaði verð á folaldakjöti s.l. vor, en kostn aður við hrossarækt er lítill. — Mitt bú? Ég hef um 400 fjár á fóðrum, í fjósi um 30 nautgripi og 40—50 hross. Þetta mun vera yfir meðallag en yfirleitt eru búin stór hér í Húnaþingi og mörg mikið stærri. — Ræktun er mikil og fer stöðugt vaxandi og er mikill hugur í mönnum að auka hana. Stór hluti af héraðinu er mjög vel fallinn til rækt- unar og heita má, að hér séu nær ótæmandi ræktunarmögu leikar. Og segja má, að véla- kostur bænda sé hér mikill. — Annars er ekki eins auð- velt að halda þessum mikla vélakosti gangandi eins og að afla hans, því að varahluta þjónusta er mjög slæm og bændur verða árlega fyrir stórtjóni af þeim sökum. — Vandamálið, sem fast- ast herjar á bændur nú, er, hversu erfitt þeim reynist að ráða til sín fólk til búverka. Hér gæti verið nær ótakmörk uð framleiðsla, ef ekki haml- aði mannekla, ekki svo mjög að sumrinu, heldur fyrst og fremst vor og haust og að vetrinum til. — Þú spyrð um viðhorf mitt til stefnu ríkisstjórnar- innar í landbúnaðarmálum. Ég vil svara því, að ég er yfirleitt ánægður með þá stefnu, sem hún hefur tekið upp og rekið í landbúnaðar- málunum. Mér líkar vel laga setningarnar um Stofnlána- deild landbúnaðarins og álít, að það hafi verið alveg sér- stök firra af stjórnarandstöð- unni að beita sér eins og hún gerði gegn því máli. — Ræktunarlöggjöfin nýja er mjög stórt spor í þá átt ,að færa nýtt líf í jarðrækt 1 landbúnaðinum. En töluvert betur má, ef duga skal, til að efla stofnlánasjóðinn, sem enn er vanmegnugur, en af ríkisstjórnin fær ekkj frið til að vinna að því máli, leikur á tveim tungum, hvort bænd ur geti eftir því beðið, að þetta þróist eðlilega og fyrir hendi verði nægilegt fjár- magn til að sinna þeim brýnu verkefnum, sem stofnlána- deildinni er ætlað að greiða fyrir. — Mér hefur blöskrað á- byrgðarleysi stjórnarandstöð- unnar; hvernig hún hefur rif ið niður hvert gott mál og hvernig hún hefur reynt að spana fólkið í landinu upp til að gera ótímabærar og óraunhæfar kröfur og gildir þetta jafnt um allar stéttir. Að þeim töluðum orðum ljúkum við þessari frásögn af héraðsmótum Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helgi og munum í næstu viku lýsa við horfum manna í Norðurlands kjördæmi eystra að loknum héraðsmótum, sem verða á Akureyri á föstudag, í Skjól- brekku í Mývatnssveit á laug ardag og að Skúlagarði í Kelduhverfi á sunnudaginn næsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.