Morgunblaðið - 29.07.1965, Page 14

Morgunblaðið - 29.07.1965, Page 14
14 MOKCUNHLA&IÐ Ftmmtudagur 29. júlí 1965 (ítgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar; . Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STJÓRNMÁLAMENN FRAMTÍÐARINNAR að skiptir auðvitað miklu máli, hverjir veljast til þátttöku í stjórnmálum og ekki síður menntun þeirra og reynsla. Á síðari árum hefur þróunin hér hjá okkur, eins og annars staðar, verið í þá átt, að þátttaka í stjórnmála- gtarfi verður lífsstarf þeirra, sem því sinna. — Atvinnu- mennskan situr í fyrirrúmi á stjórnmálasviðinu. Glöggir menn geta yfirleitt gert sér nokkra grein fyrir, hverjir eru stjórnmálamenn framtíðarinnar. Það gera þeir með því að svipast um í sam- tökum yngri manna stjórn- málaflokkanna, en það færist nú mjög í vöxt, hjá öllum flokkum, að ungir menn eru beinlínis aldir upp innan flokkanna og ábyrgðarstörf lögð þeim á herðar, að loknu skólanámi. Það er ekki óeðli- legt þótt slíkt freisti ungra manna, þar sem hvers kyns stjórnmálaframi er mikils- virtur hérlendis. Spurningin er hins vegar, þvort þetta fyrirkomulag á vali stjórnmálamanna fram- tíðarinnar sé þjóðinni hag- kvæmt og henni fyrir beztu. Um það hljóta menn að hafa miklar efasemdir. Við eigum vissulega á að skipa mörgum velmenntuð- um, ungum hæfileikamönn- um, sem vafalaust eru góðum kostum búnir til þess að taka áð sér stjórn landsins í fram- tíðinni. En tvennt vekur efa- semdir um kosti þess „kerfis“, sem hér virðist komið á. í fyrsta lagi hafa þessir ungu mehn yfirleitt takmarkaða þekkingu á atvinnuvegum þjóðarinnar. Þeir sem stunda langt skólanám hafa lítil tækifæri til að afla sér þeirr- ar þekkingar og hún fæst heldur ekki nema á nokkrum tíma. í öðru lagi verður stjórn- málastarfið yfirleitt lífsviður- væri þessara ungu manna og þá erum við vissulega komnir út á hættulegar brautir, ef beinir f járhagslegir hagsmun- ir eru tengdir stjórnmálastarf inu. Sannleikurinn er sá, að það þarf að verða meira um það hér á landi, að áhugamenn um stjórnmál, sem aflað hafa sér dýrmætrar og langvinnr- ar reynslu í atvinnulífinu með rekstri fyrirtækja eða öðrum störfum, veiti stjórn- málaflokkunum og þjóðinni kost á þjþnustu sinni Um nokk urra ára skeið, þannig að tækifæri gefist til að hagnýta reynslu þeirra í þágu þjóðar- innar og hagsmuna hennar. Þessir menn þurfa ekki og eiga ekki að verða eilífðar- stjórnmálamenn, en það væri vafalaust heilsusamlegt fyrir íslenzk stjórnmál, ef þeir af áhuga og hollustu gæfu sig að þeim um nokkurra ára bil, eitthvert skeið ævinnar. Sú pólitíska atvinnu- mennska, sem ryður sér til rúms í vaxandi mæli hefur ýmsa ókosti í för með sér og nauðsynlegt er, að hún verði ekki allsráðandi í stjórn málunum, þótt hún verði allt- af stór þáttur í þeim. Við eigum mikið af ungum hæfileikamönnum, og við eig- um að búa þá betur undir stjórnmálastarfið með því að veita þeim kost á ábyrgðar- stöðum í atvinnulífinu, þar sem þeir hafa aðstöðu til að kynnast af eigin raun, dagleg- um vandamálum sem við er að stríða, þar sem lífæð þjóð- arinnar slær. EDWARD HEATH TVFú virðist liggja ljóst fyrir, ' að Edward Heath verður næsti leiðtogi brezka íhalds- flokksins. Hann hlaut að vísu ekki tilskilinn meiri hluta við fyrstu atkvæðagreiðslu, en keppinautar hans í henni hafa dregið sig til baka og allt bendir til þess, að nýir komi ekki fram á sjónarsviðið við aðra atkvæðagreiðslu. Heath er yngsti maður, sem kjörinn hefur verið leiðtogi íhaldsflokksins um langt skeið og einn af örfáum piparsvein- um síðan Pitt yngri var við völd nokkru fyrir aldamótin 1800. Það sem sérstaklega vek ur athygli við kosningu leið- toga íhaldsflokksins nú, fyrir utan það, að þetta er í fyrsta sinn, sem hann er kjörinn í kosningu innan þingflokksins, er það hvað baráttan fyrir hin um einstöku frambjóðendum var miklu skaplegri en 1963, þegar Sir Alec Douglas-Home varð fyrir valinu. Er það árangur breytinga, sem Sir Alec beitti sér fyrir og hafa orðið flokknum mjög mikilsverðar, því að þessar kosningar og framkvæmd þeirra munu vafalaust styrkja íhaldsflokkinn mjög. Edward Heath hefur verið vaxandi maður í brezkum stjórnmálum síðustu árin og eflzt við hverja raun. Hann mun Vafalaust veita íhalds- flokknum styrka óg húg- myndaríka forustu, en verða Leysist Efnahags- bandalagið upp? FRANSKI utanríkisráðherr- ann, Couve de Murviile tek- ur ekki þátt í fundi utanríkis- ráðherra Efnahagsbandalags- ins, sem átti að hefjast sl. mánudag en það er fyrsti ráð- herrafundurinn, sem haldinn er, frá því að deilan innan bandalagsins hófst fyrir skömmu. Ljóst er og, að eng- ar ákvarðanir verða teknar í fjarveru ráðherrans, sem bandaiagið snerta. Er ekki annað að sjá en, að Efnahags- bandalagið standi nú frammi fyrir erfiðasta þröskuldinum, sem orðið hefur á vegi þess til þessa vegna afstöðu Frakka nú. Með fjarveru franska full- trúans verður starfsemi flestra stofnana Efnahags- bandalagsins lömuð, hvað svo sem hin þátttökuríkin reyna í því skyni að láta líta svo út, sem allt sé með felldu um starfsemi bandalagsins. Sú afstaða Frakklands að virða Efnahagsbandalagið að vettugi er enn ekki algjör, og franskir sérfræðingar taka enn þátt í þeim nefndum, sem glíma við vandamál Efhahags bandalagsins, er snerta undir- búning ákvarðanna innan bandalagsins í framtíðinni. Það er ekki auðvelt að koma auga á, hvar takmörkin eru, hvar þátttöku er haldið áfram eða hvar franski fulltrúinn er fjarverandi og í nokkrum tilfellum virðist ákvörðunin um þátttöku eða fjarveru tek- in af handahófi af franska forsætisráðherranum persónu- . lega. De Gaulle hefur hinsvegar tekizt að taka fyrir starf hinna fjöimörgu ráðgefandi nefnda, þar sem sérfræðingar með- limaríkjanna vinna að fram- tíðarviðfangsefnum innan bandalagsins, auk þess sem ekki er sýnna en að hann muni koma í veg fyrir allar pólitiskar ákvarðanir með því að láta Frakkland ekki taka þátt í ráðherrafundi banda- lagsins. Þrátt fyrir þá stað- reynd, að hinar ýmsu nefndir de Gaulle halda áfram fundum sínum, viðurkenna allir að án þátt- töku Frakklands hefur starf þeirra aðeins mjög takmark- að gildi. Afstaða Frakklands hefur þegar haft áhrif á samskipti Efnahagsbandalagsins gagn- vart rikjum utan þess og ger- ir það æ erfiðara fyrir sex- veldin að skipa sér saman á alþjóðaráðstefnum. Samstarfs skipulagning Efnahagsbanda- lagsins innan OECD, Efna- hagsmálastofnunar Evrópu er þegar komin öll úr skorðum og ríki bandalagsins munu eiga í miklum erfiðleikum, er til kemur, með að taka af- stöðu innan takmarka banda- lagsins gagnvart fjölmörgum alþjóðastofnunum. Hvað Efnahagsbandalagið sjálft snertir, hefur de Gaulle engu að isíður valið heppileg- astan tímann til þess að hætta þáttöku í starfsemi þess, því að hún er að öllum jafnaði minnst yfir hásumarið. Ef Frakkar hins vegar halda fast við fjarveru sína lengi eftir að sumarfríum tekur að ljúka, mun það hafa alvarlegri af- leiðingar í för með sér. Au' þess sem slíkt myndi stöðva alla almenna starfsemi banda- lagsins, þá myndi það einnig valda seinkun á framkvæmd fyrstu efnahagsáætlunar þess, sem almennt hefur verið tal- in myndu brjóta blað í þró- un þess. Lagalegar afleiðingar fjar- veru Frakka virðast nokkuð óákveðnar, og enginn virðist vita með vissu, hvort ráð- herranefndin geti tekið á- kvarðanir, þegar eitt þátttöku ríkið tekur ekki þátt í störfum hennar. Hin fimm ríkin hafa ákveðið að taka engar ákvarð- anir að svo stöddu, en þau gera þau af stjórnmálaástæð- um að sjálfsögðu og þá í því skyni að koma í veg fyrir frek ari fleyg á mil'li bandalagsins og Frakka. Hversu lengi unnt verður að halda starfsemi nefndarinnar áfram eins og málum nú er háttað, er svo annað vandamál, sem knýr að, en víst er, að í lok ágúst- mánaðar munu ýmsir samning ar innan bandalagsins taka að renna út, einkum á sviði land- búnaðar, og þá verður ráð- herranefndin að endurnýja. Það vandamál, sem mest að kallandi er að finna lausn á, er, hvort unnt verður að taka að nýju upp viðræður við Frakkland á grundvelli hins sameiginlega markaðar og halda í hinar upprunalegu til- lögur óskertar að mestu leyti. Svar við þessu verður vart að finna, fyrr en að afloknum kosningum í V-Þýzkalandi í september n.k. Það er samt skoðun margra, að núverandi afstaða Frakka se vottur um, að de Gaulle sé fast ákveðinn í því að koma í veg fyrir, að Efnahagsbandalagið þróist á- fram í þá átt, sem það hefur gert. Ef það reynist rétt, þá mun Efnahagsbandalagið aldrei verða að nýju, það sem það var, hvort sem hin ríkin fimm taka þann kost að haldá starfseminni áfram eða gefast upp. (Lauslega tekið upp úr Financial Times) Gjafir til Ásólfs- staðakirkju VIÐ guðsþjónustu í Ásóifsskála- kirkju á annan í hvítasunnu af- henti sóknarpresturinn, séra Sig- urður Einarsson í Holti, sóknar- nefnd og söfnuði veglegar gjafir, Harold Wilson harðskeyttari andstæðingur, en hann hefur hingað til átt við að etja. — Hann er staðfastur Evrópu- sinni og mun vafalaust beita sér fyrir auknum samskiptum Breta og annarra Evrópu- þjóða. Með Heath verða kynslóða- skipti í brezka íhaldsflokkn- um og áhrif brezkrar yfir- stéttar á forustu íhaldsflokks- ins réna verulega. sem hann hafði veitt viðtöku tii handa Ásólfsskálakirkju. 1. Silfurbúnað á altari til alt- arisgöngu, forkunnarfagran bik- ar, oblátuöskjur, 20 sérbikara og bakka. Þessir múnir eru gefnir af börnum og tengdabörnum hjónanna Ingigerðar Sigurðar- dóttur og Jóns Gunnlaugs Jóns- sonar, sem bjuggu að Björns- koti í Ásólfsskálasókn á árunum frá 1914—1945, til minningar um þau. 2. Sjóð að upphæð kr. 50,000,00, sem ber nafnið „Gjöf Sighvats Einarssonar“. Sjóður þessi er gef- inn af konu hans, frú Sigríði Vigfúsdóttur, Garðastræti 45 Reykjavík, ásamt Sigurbjörgu dóttúr hennar og manni hennar, Oskari Þorkelssyni, til minn- ingar um mann hehnar, Sighvat Einarsson kaupmann, Garða- ströéti 45, sem gréftraður var að Ásólfsskálákirkju 2i6. september 1964. ' J 3. Bronsemyndskjöld af yfir- smið við Ásólfsskálakirkju, þjóð- haganum Sigurjóni Magnússyni, Hvammi, sem sá um smíði kirkj- unnar, vann að henni frá upp- hafi, unz lokið var, og gaf a* mestu alla vinnu sína við kirkj- una. F’rummyndina gerði Rík- arður Jónsson myndhöggvari að beiðni frú Hönnu Karlsdóttur i Holti, og er hún varðveitt i Byggðasafninu í Skógum, en bronsmyndina gaf hún kirkjunni, og hefur henni verið komið fyrir í anddyri hennar. 4. Þá afhenti formaður sóknar- nefndar, Einar Jónsson bóndi i Moldnúpi, kirkjunni einnig kr, 15.400.00, sem sóknarfólk haí'ði gefið með frjálsum samskotuna tii þess að standa straum af áfali- andi kostnaði vegna raflýsipgar kirkjunnar. Sóknarnefnd og söfnuður tjá geféndum innilegar þakkir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.