Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. júlí 1965 ! I I - Edward Heath - Verði hann forsætisrdðherro Bretn, verðnr hann 4. piparsveinninn í þvi embætti ÞAÐ kom nokkuð á óvart, að Edward Heath skyldi verða íyrir valinu sem foringi brezka íhaldsflokksins, því að almcnnt hafði verið talið, að Reginald Maudling, fyrrum fjármálaráðherra, yrði þar hlutskarpari. Við fyrstu at- kvæðagreiðslu hlaut Heath hins vegar 150 atkv., Maudl- ing 133 og þriðji frambjóðand- inn, Enoch Powell, 15. Átti síð an að fara fram önnur at- kvæðagreiðsla, þar eð enginn frambjóðenda hafði fengið til- skildan atkvæðafjölda, en þeir Maudling og Powell drógu þá til baka framboð sín, svo að Heath var kjörinn. Edward Heath er 49 ára að aldri og af alþýðufólki kom- inn, sem er óvenjulegt um for ingja íhaldsflokksins, en faðir hans var trésmiður. Heath brauzt til mennta af eigin rammleik og stundaði nám í Oxford. í síðari heimsstyrjöld- inni gegndi hann herþjónustu í konwnglega stórskotaliðinu, en að henni lokinni sneri hann sér að banka- og fjármála- starfsemi og á hann nú m.a. sæti í bankaráði Lundúna- banka. Heath tók frá upphafi mik- inn þátt í félagsstarfsemi ungra ihaldsmanna. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Bexley-kjördæmi 1950. Verka- málaráðherra varð hann 1959 og hafði þá átt sæti í stjórn- inni frá 1950 og einkum fjall- að um efnahagsmál. Hann hef- ur haft mikil afskipti af utan- ríkismálum og þegar aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu var efst á baugi fyrir nokkrum árum, var Heath for maður nefndar þeirrar, sem með það mál fór í Bretlandi William Pitt, yngri. og þótti frammistaða hans þar með ágætum. Heath er lýst sem glæsileg- um manni. Hann þykir mjög snjall ræðumaður og á auð- velt með að telja aðra á sitt mál. Hann nýtur aðdáunar andstæðinga sinna sem stuðn- ingsmanna fyrir framkomu sína, enda þótt sumir haldi því fram, að hann sé dálítið fráhrindandi. Eitt þykir sérstætt um Heath og er talið, að ýmsir Bretar sætti sig ekki fullkom- lega við þá tilhugsun, ef Heath yrði síðar forsætisráðherra, sem vel má verða. Hann er maður ókvæntur og yrði hann forsætisráðherra, væri hann aðeins fjórði forsætisráðherra Bretlands, sem væri pipar- sveinn. Af þeim 46 forsætisráðherr- um, sem verið hafa í Bret- landi, frá því embættið varð til 1720, hafa aðeins þrír verið piparsveinar. Frægastur þess- ara manna var William Pitt yngri, en hinir Wilmington jarl og Balfour jarl. Wilmington varð forsætis- ráðherra 1742 og hélt embætt- Balfour jarl. inu í 18 mánuði. Hann var álitinn vera aðeins verkfæri £ höndum Georgs II. konungs og var mjög hafður að háði og spotti af almenningi. William Pitt yngri er sá mað ur, sem yngstur hefur orðið forsætisráðherra í Bretlandi. Hann tók við því embætti 1783, þá aðeins 24 ára gamall og var forsætisráðherra nær óslitið allt til ársins 1806, er hann lézt. Hann var mikill námsmaður en heilsulítill. Á meðan hann var forsætisráð- herra geisuðu Napoleonsstyrj- aldirnar sem ákafast og stóðu Bretar þá oft nær einir í bar- áttunni gegn Frökkum. Pitt mun aldrei hafa sýnt neinn áhuga á því að ganga í hjóna- band, enda þótt talið væri, að hann hefði um tíma litið hýru auga á dóttur Aucklands lávarðs. Balfour var forsætisráð- herra Bretlands frá 1902— 1905. Hann var menntamaður af aðalsættum og hafði lykil- aðstöðu í íhaldsflokknum í nær 50 ár. Hann hafði mikinn hug á að kvænast May Lyttle- ton, frænku helzta stjórnmála andstæðings síns, Gladstone. Var Balfour þá 27 ára gam- all. Þau trúlofuðust en ekki opinberlega. Mánuði seinna lézt hún. Eftir það mun Bal- four aldrei hafa haft áhuga á því að ganga í hjónaband. SLYSALAUS Gifurlegur ferðamannasfrumur úr bænum um verzlúnarmannahelgia Gifurlegur ferðamannastrumur GÍFTJRLEGUR fjöldi Reykvík- inga miun leggja land undir fót og fara I ferðalag um næstu belgi, en á mánudag er sem kunnugt er frídagur verzlunar- manna. Mestur fjöldinn fer aust- ur í Þórsmörk. Þangað mun Ulf- ar Jacobsen flytja farþega að venju, en í fyrra fóru í Þórs- mörk á hans vegum nær 1.000 m&nns. Þá mun ferðaskrifstofa Úlfars einnig halda dansleik í Þórsmörk á svæði, sem Skógrækt ríkisins hefur útvegað henni til afnota í Húsadal. Yfirfararstjór- ar verða þeir Úlfar Jacobsen og Sigurður Þorsteinsson og auk þeirra verða fjölmargir aðstoðar fararstjórar með í ferðinni. Fjör ug unglingahljómsveit, Sóló, mun leika fyrir dansi. Þá efnir Ferðafélag íslands til 6 hópferða um helgina. Farið verður í Þórsmör'k, Landmanna- laugar, Brei'ðafjarðareyjar og kring um Snæfellsnes, Hvera- velli, Kerlingarfjöll og í Hvann- gil um Fjallabaksveg syðri. Þá munu Kjartan og Ingimar einnig fara í hópferðir til Þórsmerkur á langferðabifreiðum sínum. Búizt er við mjög mikilli um- ferð um þjóðvegi landsins um helgina. Lögreglan hefur uppi mikinn viðbúnað til að allt fari vel og greiðlega fram. Flokkar lögreglumanna verða í Þórs- mórk, á Laugarvatni og í Bjark- arlundi. Þá verða lögreglumenn og bifreíðaeftirlitsmenn saman úti á vegunum yfir helgina. Ef vart verður við óspektir ein- hvers staðar verður flok'kur lög- reglumanna tiltækur í Reykja- vík og fer á staðinn. Einnig lög- gæzlan skipulögð þannig, að hægt verður að flytja löggæzlu- menn milli staða án mikillar fyrirhafnar. Verður allt gert sem unnt er til að koma í veg fyrir að slys verði í umferðinni yfir helgina. Þá hafði blaðið tal af Magnúsi H. Valdimarssyni framkvæmda- stjóra Félags islenzkra bifreiða- eigenda. Sagði hann, að vega- þjónusta FÍB um helgina yrði meiri en nokkru sinni fyrr. Alls verða 17 bílar á vegum félagsins víða um landið. Alilir bílarnir eru búnir langdrægum talstöðv- um og góðum sjúkrakössum. Til að ná sambandi vfð bílana er fólki ráðlagt að hafa samband við loftskeytastöðina i Gufu- nesi og Akureyrarradió.J Magnús sagði, að tveir bílanna á vegum FÍB væru upplýsinga- bilar, tveir væru hjólbarðavið- gerðabílar og einn væri sjúkra- bíll. í sjúkrabílnum verður auk ökumanns einn ma’ður frá hjálp- arsveit skáta í Reykjavík. Sjúkra bifreiðin er Opel-bifreið, blá að lit, merkt FÍB — Slysahjálp. Hiún hefur hvorki sírenu né rauð ljósmerki og eru vegfar- endur vinsamlegast beðnir að hliðra til fyrir henni í umferð- inni. Um staðsetningu vegaþjónustu bifreiðanna sagði Magnús að 1 yrði í nánd vfð Neskaupstað, 1 í nánd við Seyðisfjörð, 1 nálægt Húsavík, 1 við Akureyri, á Vest- fjörðum verður 1 bíll í Vatns- firði, 1 milli ísafjarðar og Vatns fjarðar, 1 milli Bjarkarlundar og Þorskafjarðarheiðar, 1 í Borgar- fjarðarsýslu og Dalasýslu 1 í Hvalfii'ði og Borgarfirði, 1 við- gerðarbill á Þingvöllum ásamt hjólibarðaviðgerðarbíil, 1 í ná- grenni Laugarvatns, 1 á Kamba- brún, 1 á svæðinu frá Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum vestur eftir RangárvaMa- og Árnessýsl- um og þar verður einnig hjól- barðaviðgerðarbíll. Um síðustu fcöldu bifreiðina er það að segja, áð hún er frá Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar og hefur einnig til sölu hjóibarða. Sjúkrabifreiðin verður staðsett fyrir austan fjall. Magnús sagði svo frá, að í fyrra, er hún var notuð í fyrsta sinn, hefðu alls 15 veikir og slasaðir verið fluttir með henni að aust- an til Selfoss og Reykjavíkur. Væri ómetanlegt gagn áð bif- reiðinni eins og bezt hefði komið fram um síðustu hvítasunnu, en þá varð nærvera hennar til að bjarga mannslífi. Þá sagði Magnús að nauðsyn- legt væri, að ökumenn hefðu með sér nokkuð af varaihlutum, þar sem tegundir væru allt of margar til þess, áð FÍB gæti legið með lager af varahlutum í þær allar. Benti hann á, að einkum væri nauðsynlegt að hafa með sér viftureim, kveikju- lok, kvei'kjuhamar, platinur og svo auðvitað tjakk og felgulykiU Og svo yrðu ökumenn auðvitað að gæta þess vel, áð öryggistæki bifreiðanna væru i fullkomnu lagi, þegar lagt væri af stað I ferðina. Aðspurður sagði Magnús H. Valdimarsson, að vegaþjónustan væri órðin óhemjudýrt fyrirtæki. Félagið nyti stuðnings þriggja stærstu tryggingafyrirtækjanna við reksturinn. Af félagsmönn- um væri tekfð vægt gjaíd en meira af öðrum. Hins vegar gætu menn gengið í félagið þar sem þeir eru staddir, þegar vega þjónustuibíl ber að og notið þá ódýrari viðgerðaþjónustu en ella. Að lokum sagði Magnús, að vegaþjónustan mundi hvergi starfa inni á öræfum og hér sunn an lands ekki austar en á Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum. Mark- miðið, sem allir ættu að samein- azt um að keppa að væri „Slysa- laus verzlunarmannahe]gi.“ Akranesi, 28. júlí: — SÍLD barst hingað af tveim bát um í morgun. Höfrungur III landaði 100 tunnum og Ólafur Sigurðsson 75 tunnum. Síldin veiddist vestur undir Jökli og var hraðfryst. — Oddur. Nökkrar bitreiðanna, sem aot aðar eru í vegaþjónustu FÍB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.