Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 3
Laugárdagtrr 31. Jðlí 1965 MORCU N BLAÐIÐ 3 í SÓLINNI og góða veðrinu 1 fyrradag brugðum við okkur í I heimsókn í Umferðamiðstöð I i Reykjavíkur. Þangað fluttist i þá fyrsti leigjandinn, — I Umferðamáladeild póst- og II símamálastjórnarinnar, sem , verið hefur til húsa að Klapp I arstíg 25-2/7. I Húsið, sem mun verða hið vistlegasta er 1300 fermetrax að stærð. í miðju þess er stór salur, þar sem öll almenn af- ! greiðsla mun fara fram. Þar | verður farmiðasala, greiðasala, í 1 pósthús, banki og sælgætis- I i sala. Fyrir sunnan húsið er i, 4000 fermetra bifreiðastæði 1 fyrir áætlunarbifreiðir og 1 mun ætlunin að malbika það ! eftir helgL Fyrir norðan og Fyrstí leigjandinn flyzt í nýju Umf erðarmi östöðina austan húsið er um 3000 fer- metra bifreiðastæði og mun stæðið fyrir norðan aðallega ætlað bifreiðum fó'lks, sem erindi á í stöðina. Áætlunar- bifreiðarnar munu aka inn á stöðina frá Njarðargötu, en út frá henni austur með Hring- braut og um Miklatorg. Á efri hæð hússins verða ýmsar skrifstofur, eins og t.d. Umferðamáladeildin, en hún var einmitt að flytjast um það leyti, er við litum inn. Það var allt á „rúi og stúi“ eins og einn af starfsmönnum skrifstofunnar komst að orði, er við birtumst í dyrunum. — Þið hefðuð betur komið á morgun, þegar allt verður komið í lag. — Hvenær hófst flutningur inn?, spyrjum við deildar- stjóra umferðamáladeildar, Vilhjálm Heiðdal. — Hann hófst í morgun. — Og er opið á gamla staðnum eða er lokað vegna flutninga? — Nei, það er opið hér, seg- ir Vilhjálmur og brosir. — Hvenær á allt að vera komið í lag? — í fyrramálið klukkan níu, segir Vilhjálmur og lítur á innbúið allt í pappakössum og okkur skilst að þeir eigi mikið verk fyrir höndum. — Hvert er það starf, sem hér fer fram? — Héðan er öllum sérleyf- isflutningum út á land stjórn- að. Um 70-80% alls pósts eru flutt með bifreiðum. Afgang- urinn 20-30% eru send með flugi. Skipapóstur er sama og enginn. — Hvað um póstflutninga með mjólkurbifreiðum? — Þeir eru algjörlega á okk ar snærum. Við semjum um ferðafjölda og annað slíkt við mjóikurbúin. — Hvenær flytjast svo sér- í gaer fluttust fyrstu leigjendurnir inn í Umferðamiðstöð Reykjavíkur. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Vilhjálmur Heiðdal. leyfishafarnir hingað? — Það má gera ráð fyrir að það verði um miðjan ágúst, og þá mun aðstaða ökkar verða öll miklu betri, þegar þetta er allt komið á einn stað. — Hve mikið starfsfólk er eða verður hér á vegum Pósts og síma? — Hér á þessari skrifstofu verða þrír, en á pósthúsinu á neðri hæðinni munu líklegast vinna 12-15 manns. Þar um mun allur póstur á landi, til og frá Reykjavík fara, segir Vilhjálmur að lokum. Það er því ljóst eftir þessa stuttu heimsókn, að bráðlega mun létta af miðbæjarumferð- inni hinni þungu og miklu umferð stórra áætlunarbif- reiða og er það vel, því að B.S.Í.-stæðið er fyrir löngu orðið alR of lítið. STAKSTFI^AR Mikilvægi heilbrigðr- ar stjómarandstöðu Rótgrónar lýðræðisþjóðir leggja mikið upp úr heilbrigðri stjóm- arandstöðu. í Bretlandi er laun- að starf, sem ber titilinn, leið- togi stjómarandstöðu Hennar Hátignar, og þykir það mikils- vert og ábyrgðarmikið starf. Heilbrigð stjórnarandstaða á að veita ríkisstjórn nauðsynlegt að- hald og ekki sízt að hafa fram að færa við kjósendur aðra stefnu, frábrugðna stefnu ríkis- stjórnarinnar, svo að kjósendur hafi milli einhvers að velja. Það hefur því miður reynzt veikur blettur á okkar stjórnarfari, að stjórnarandstaðan hefur yfir- leitt ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Sérstaklega hefur það verið áberandi í fari nú- verandi stjórnarandstöðu, að hún hefur ekki hirt um að marka skýra og ákveðna stefnu í þeim málum, sem umdeild hafa verið í tíð núverandi ríkisstjórn- ar, en kosið þá leið að reka ábyrgðarlausa hentistefnupóli- tík. Það er auðvitað miklu auð- veldara og krefst ekki jafn mik- illar vinnu. En um leið hefur stjórnarandstaðan hér á landi brugðist frumskyldu sinni, sem stjórnarandstöðu, hún hefur ekki veitt kjósendum kost á að velja á milli eins eða neins. Hvenær eiga leið- togar stjórnarand- stöðu að segja af sér? Svo sem kunnugt er, sagði leið togi stjórnarandstöðunnar í Bret landi af sér fyrir rúmri viku. Það gerði hann vegna vaxandi óánægju í eigin flokki og vegna þess, að almennt Var stjórnar- andstaðan undir forustu hans ekki talin nægilega sterk, ekki talin veita ríkisstjórninni þar í landi hæfilegt aðhald. Hér á landi er enginn ákveð- inn leiðtogi stjómarandstöðunn- ar, en væntanlega mundi for- maður stærsta stjórnarandstöðu- flokksins vera talinn helzti for- svarsmaður stjórnarandstöðunn- ar hér á landi. Sá maður er nú Eysteinn Jónsson fyrrv. ráð- herra. Það. fer ekki milli mála, að Eysteinn Jónsson hefur brugðizt skyldu sinni, sem helzti forsvars- maður stjórnarandstöðunnar. Hann hefur ekki markað neina ákveðna stefnu, sem frábrugðin er stefnu núverandi ríkisstjóm- ar. Hann hefur valið auðveldari leiðina, þá leið sem kostar minni vinnu og minna erfiði, að vera stefnulaus í mikilvægum málum eins og stóriðjumálum, en yfir- bjóða á öðrum sviðum án nokk- urs tillits til greiðslugetu ríkisins. Sem fyrrverandi fjármálaráð- herra hefði verið hægt að búast við öðru af honum, en það hefur ekki reynzt. Við þetta bætist, að Eysteinn Jónsson situr undir vaxandi gagnrýni í eigin flokki og sam- þingmenn hans í þingflokki Framsóknarflokksins tala opin- skátt um nauðsyn þess að velta honum úr sessi. Eysteinn Jónsson hefur því bæði brugðizt skyldu sinni gagn vart þjóðinni sem ábyrgur leið- togi stjórnarandstöðunnar og nýtur ekki lengur trausts stórs hóps eigin flokksmanna. Hefur hann nægilega karl- mennsku til að bera til að segja af sér, úr því svo er komið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.