Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 24
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað iandsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 171. tbl. — Laugardagur 31. júlí 1965 Síldveiðibátur ferst 99 Björn Jónsson46 frá Reykja- vík sekkur við Tvísker Mannbiörg varð VÉLBÁTURINN Björn Jónsson fórst á miðnætti í fyrrinótt, þar sem hann var að veiðum við Tvísker. Áhöfnin, ellefu menn, komst öll í bátana og var bjargað um borð í Eldinguna og fór síðan til Seyðisfjarðar með vélbátnum Faxa. Björn Jónsson var nýbúinn að háfa upp 900 til 1000 mála kast, er skyndilegur leki kom að bátn- um og sökk hann á um það bil 20 mínútum. Björn Jónsson var 105 brúttólesta bátur, smíðaður úr eik í Djúpvík 1947. Eigandi skipsins var ísbjörninn hf. í Reykjavík. Morgunblaðið átti í gær tal af skipstjóranum á Birni Jónssyni, en hann heitir einnig Björn Jóns- son. Sagði hann, að þeir hefðu verið nýbúnir að háfa upp 900 til 1000 mál síldar, er óhappið varð. Þeir höfðu fengið mjög stórt kast og orðið að sleppa um 300 mál- um af því. Verið var að ganga frá á þilfari skipsins, er það byrj- aði skyndilega að síga hratt að framan. Rétt áður hafði allt verið í bezta lagi frammi í skipinu, en nú var kominn þar mikill leki. Reyndu skipsmenn árangurslaust að komast fyrir lekann og að bjarga skipinu með því að_ létta það. . Tíu mínútum eftir að lek- ans varð vart var sýnt hvert stefndi og fór þá öll áhöfnin. í bátana. Örstuttu seinna seig skip- ið á stjórnborðshliðina og sökk von bráðar. Skammt frá Birni Jónssyni var staddur vélbátur Hafsteins kaf- ara, Elding, og fóru skipbrots- menn þangað um borð. Stuttu seinna kom á vettvang vélbáturinn Faxi, skipstjóri Bjöm Þorfinnsson, og tók hann við skipbrotsmönnum. Voru þeir fluttir til Seyðisfjarðar og komu þangað lun kl. 15 í gær. — Björn Jónsson skipstjóri, sagði að 'lok- um, að allri áhöfninni liði vel og hefði engum orðið meint af. Björn Jónsson RE 22. Ljósm.: Snorri Snorrason. Stórskemmdir á heyi og húsumíHjarðarfelli Borg í Miklaholtshireppi, . 30. júlí. SNBMMA í motrgun vairð elds vairt í fjárhúsi áfösbu við stóra heyhlöðu á Hjarðarfelli. Þegar að var komið var fjárhúsið, sem telkur um 60 kiindur, brunnið að mestu og sömuleiðis skúr, sem vair áfaetur við hlöðuna. Ennfreim ur var eldur kominn í önnur stór fjárhús, sem taka um 240 kindux og hey í hlöðunni var að byrja að btrenna. Kvikoað hefur í út frá rafmagni. Kona á næsta bæ sá eldinn snemma í morgun leggja upp frá húsunum og lét strax vita á Hjarðarfelli. Fljótlega barst hjálp úr sveitinni til aðstoðar við slökkvistarfið. Ennfremur var beðið um aðstoð frá slökkvi- liðinu í Stykkishólmi og Borgar- nesi. Notrðan gola var og æsti það fljótlega upp eldiun. Hlað- an var full af heyi. Munu þær hafa verið 1200-1500 hestburðir. Eldurinn læsti sig fljótlega ofan á heyinu og magnaðist við það reykur, sem olli því að mjög erfitt var að eiga við slökkvi- starfið. í dag, er ég átti viðtal við Gunnar Guðbjantsson, bónda á Hjarðarfelli, sagði hann að erfitt væri að gera sér grein fyrir hve mikið af heyi hefði orðið ónýtt af eldi og vatni, en hlaðan er mjög mikið skemmd og brennd. Hefur því orðið geysilegt tjón, sem erfitt er að meta til fjár. Hlaðan og fjárhúsið voru vá- tryggð. — PP Tvö rektorsembætti í Reykiavík veitt í gar í GÆR skipaði forseti Islands Eiiiar Magnússon, yfirkennara, rektor Menntaskólans við Lækj- argötu og Guðmund Arnlaugs- son, yfirkennara, rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð í Reykja- guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1925. Einar varð kennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1922 og yfirkennari við sama skóla frá 1939. Hann var um skeið stundakennari við Verzlun- Guðmundur Arnlaugsson vík, báða frá 1. s«mtemb«*r að telja. Hinn nýi rektor Menntaskól- ans við Lækjargötu, Einar Magn- ússon, er fæddur á Miðfelli í Hrunamannahreppi í Árnessýslu hinn 17. marz árið 1900. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1919 og lauk Fimmmenningarnir, sem riðu frá Héraði yfir miðhálendið, komu til Kalmanstungu í Myndin hér er af þeim í tjaldstað á leiðinni. — Sjá frásögn á bls. 13. gær. — eðlis-, efna- stjörnufræði sem aukagreinar við Kaupmannahafn arháskóla á árunum 1933-36 og aftur 1939-42. Lauk embættis- próf i þaðan 1942 og prófi I kennslutækni sama ár. Guðmund ur var stundakennari við Mennta skólann á Akureyri á’árurium 1936-39. Hann kenndi á árunum 1942-45 við ýmsa danska mennta skóla, en fékk veitingu fyrir Framhaid á bls. 23. Vörurýrnun1 í Fríhöfn inni? Einar Magnússon arskóla Islands, Kvennaskólann í Reykjavík, Gagnfræðaskólann í Reykjavík og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Hann stundaði mik ið einkakennslu, bjó m. a. í mörg ár unglinga undir inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík. — Hann sat í fræðsluráði á árun- um 1950-53,- Einar Jiefur skrifað margar kennslubækur. Kvæntur er hann Rósu Guðmundsdóttur. Hinn nýi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Guðmundur Arn- laugsson er fæddur í Reykjavík hinn 1. september árið 1913. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1933. Stundaði nági i stærðfræði með Ágústa Thors í heimsókn FRÚ ÁGÚSTA THORS, ekkja :: Thor Thors, sendiherra í Was- : hington og hjá Sameinuðu þjoð- unum, er stödd hér heima um p þessar mundir. Hefur hún m. a. heimsótt vini og venzlamenn á Norðurlandi. Hún hefur verið hér heima í þrjár vikur og II dvelst hér í Reykjavík hjá frú Guðrúnu Johnson að Grenimel II 35. Frú Ágústa stóð jafnan við hlið manns síns af frábærum glæsileik í hinum þýðingarmiklu störfum hans fyrir íslenzku þjóð ina. Er ekki að efa að hinn fjöl- menni hópur vina hennar og heimilis hennar muni heimkomu hennar að sinni eins og jafnan áður, GRUNUR leikur á, a» um óeðlilega vörurýrnun hafi ver s* a» ræða í áfengisbirgðum 1 Fríhafnarinnar á Keflavíkur- flugvelli fyrir nokkru. Mál ( þetta var fyrst til rannsóknar ! hjá Saksóknara rikisins, en ' með bréfi dagsettu 28. júlí sl. ! var það sent lögreglustjóran- i um á Keflavíkurflugvelli. Það j !an var málið aftur senit í gær til vamarmáladeildar utanrík * isráðuneytisins með þeirri ósk, I að setudómari verði skipaður j V múlinu. Enn hefur ekki ver- | !ið ákveðið, hver verður skip- aður setudómari til að rann- ! saka mál þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.