Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 13
Laugardagur 31. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 Heilir og hressir ■ Kalmanstungu eftir 12 daga ferð frá Egilsstöðum Rabbað við hestamenn á bökkum Hvítár hjá Húsafelli ■ EINHVERSSTAÐAR, skammt frá þeim stað, er Sörli Skúla féll niður dauð- ur forðum á bökkum Hvít- ár við Húsafell, hitti blaða- maður Mbl. ferðalangana 5, sem nú hafa riðið nærfellt endilangt landið og komu á 12. degi niður að Kalmans- tungu heilir og hressir. Þá sjálfa hafði ekkert slys hent, en þeir höfðu lent í nokkr- um erfiðleikum, eins og gengur á langferðum, misst frá sér þrjá hesta, sem síðar komu fram að Brú á Jökul- dal, og helt tvo hesta, svo skilja varð þá eftir, annan að Skriðuklaustri í upphafi ferðarinnar, en hinn að Kal- manstungu undir lok henn- ar. — Þeir félagar voru sólbrenndir og sumir skeggjaðir, eins og úti- legumönnum og langþreyttum ferðamönnum sæmir, en þeir voru glaðir og hressir þar sem þeir sátu á þúfu og rifu í sig hangikjöt og harðan fisk úr nestismal, er þeir höfðu fengið sendan í Kerlingarfjöll. Þeir Stýfðu hangikjötið frá Þorbirni í Borg úr hnefa og smurðu með gæðasmjöri. Mér kom í hug sagan af vermanninum, sem sneiddi í sig þverhandarþykk- an magálinn og sagði: „Hann er svo helvíti feitur að ég verð að hafa smjör við honum“. Og þið skulið bara reyna! Það er merki lega gott að smyrja feitt hangi- kjöt með vænni smjörklípu. Hestamennirnir hlógu í skegg íð og klóruðu sólbrunninn og flögnuð kinnbeinin og léku við hvern sinn fingur. Klárarnir úðuðu í sig iðgrænum vallendis gróðrinum. Við þáðum hjá þeim hangikjötsbita. Það var eitt- hvert sérs.takt rammíslenzkt bragð að því, vegna þess «ð það var búið að hossast é brúnni meri í bikaðri klif- tösku alla leið sunnan úr Kerlingarfjöllum. — Það var búið að fara Kjöl upp í Þjófa- dali, sem Pétur Jónsson á Egil- Stöðum sagði að nú væru svo gersamlega haglausir að þeir væru eins og vel rakaður hrútspungur. Og kjötið hafði haldið áfram yfir Þröskuld, norður Tjarnardali, ofan við Seyðisárdrög og með Hunda- vötnum, einhvern djöfullegasta veg allrar leiðarinnar. Og það hafði verið í umbiotafærð í fenjum í fjórar klukkustundir í Fljótsdrögum, eftir að hafa farið á bak vio Krák. Og það hafði hossazt í sólskini og blíðu niðui yfir Halimundarhraun. Er hægt að neita því að éta slíkt hangikjöt? Ég er viss um að þetta er heirr?írægasta hangi- kjöt, sem komið hefir inn fyr- ir mínar varir. Og bragðið! Mér fannst ég smjatta á öllu miðhálendi íslands þegar ég velti þessu víðfræga fjallakjöti upp í mér. Og þarna stóðum við og mös uðum og í einu hendingskasti fékk ég ofurlítið brot af ferða- sögu, þar sem aðeins verður stiklað á langstærstu steinun- um. Ferðalangarnir eru fimm tals ins, Pétur Jónsson á Egilstöð- um, aidursforseti orðinn 61 árs, Sverrir Scheving Thorsteinsson jarðfræðingur, Gunnar Egils- son, Ármann Jónsson og Ing- ó.'fur örnólfsson. Sverrir og Pétur rekja Búið upp á trússahesta. Uyttað að fótabúnaði hestanna Ferðalangarnir snæða á þúfu á bökkum Hvítár fyrir ofan Húsafell. Ljósm. vig. Allar aðrar myndir úr ferðalaginu tók Sverrir Sch. Thorsteinsson. aðeins tveggja tíma hvíld, en héldum síðan áfram og í Jök- uldal. Yið höfðum ætlað Von- arskarð, en sökum heyleysis héldum við í Jökuldal eftir slóð sem þangað liggur. Þang að feingium við fjóra bagga af heyi með fjallabílstjórunum Gísla Eiríkssyni og Pétri Kristjánssyni. Við bundum nú hestana á streng og settum heyið fyrir þá og átu þeir ,upp þrjá bagga en sá fjórði er þar enn. Á níunda degi er svo haldið úr Jökuldal í Nauthaga, eða þvert yfir Sprengisand. Er við vöknuðum um morguninn I Jökuldal var þar algrátt yfir allt og 2ja stiga frost. í Naut- haga er gósenland bæði fyrir menn og méllieysingjia. Góð girð ing fyrir hestana og nægrr hagar, ilmandi valllendi. Þar er hægt að hvílast áhyggju- laust. Og allir gátum við farið í bað, ýmist í heita laug eða jökulkvíslar. Kvíslar Þjórsár voru litlsir, vegna þess hve kalt hafði verið, og var það okkur til.mikils hagræðis. Þó lentum við í slæmum sandbleytum, sem þó varð engum að teljandi tjóni. Á tíunda degi, að kvöldi hins 27. júlí komum við svo í Kerl- ingarfjöll og fengum þar kon- unglegar móttökur. Þar var stoppað vel, enda hagar góðir og kom það sér vel, því engir hagar, eða sáralitlir, voru í Þjófadölum, eins og Pétur hef- ir skilmerkilega lýst með forn- um og ramíslenzkum saman- burði. Á 11. degi var svo haldið úr Kerlingarf jöllum í Fljótsdrög og vorum við þá búniæ að fara rneð Hofsjökli á 3 vegu. Við áftum um þrjár leiðir að velja vestur með Langjökli að norð- an, en völdum þá næst jöklim- um, sem er styzt, en senmilega torfærust. Það erhinin versti veg ur með Hundavötraum og á bak við Krák. Þar skall á okkur fyrsta regnið í ferðinmi, en ann ars höfðum við alltaf haft gott veður og bjart, utain kuldanm 1 Jökuldal. Við komum að næt- urþeli efst í Fljótsdrögim umd- iir hjöllunum norðam í Larng- jökli og þar lentum við í f jög- urra tíma reið um fem þar sem hestarnir lágu í svartakafi af og til og femguim við nóg af. Þetta orsakaði nátthúmið, þoku slæðingurinn og regnið. Framhald á bts. 23. fyrir okkur ferðasöguna sem er í stórum dráttum á þessa leið: — Hinn 18. júlí lögðum við upp frá Egilsstöðum klukkam að verða sjö um kvöldið. Við ætluðum að komast fyrr af stað, en það vill vera tafsamiaira, em ætlað er, að smala saman hross unum og búa upp á þau. Það er enginn vancb að ferðast á hestum, ef maðui er laus við trússið. En hér urðum við að hafa allt með, þrjá hesta und- ir klyftöskum og 2 undir bögg- um með tjöldu n og svefnbún- aði. Um kvöldið riðum við svo fram að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Á þeriri leið heltist hjá okkur einn hestur og urðum við að skilja hann eftir. Næsta dag var haldið að Brú á Jökuldal. Þriðja daginn í Fagradal á Fjöllum og fjórða daginn yfir Kverká og Kreppu í Hvannalindir. Bílar frá Egilsstöðum komu með vistir til okkar að Kverká. Fimmta daginn var staðið við og hvílzt í Hvannalindum. Þar struku frá okkur þrír h'estar. 6. daginn var svo haldið að Gæsavötnum og þar áttum við von á heyi, en það var þá ekki komið. Þar höfðum við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.