Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNA*ilD Laugardagur 31. júlí 1965 ÞAÐ má með sanni segja, að verzlunarmannahelgin sé mesta ferðaheígi íslendinga. Þá flykkjast menn út í nátt- úruna, til þess að gera sér dagamun frá önnum hins daglega lífs, enda oft gott veður og unaðslegt á björt- um ágústnóttum. Mbl. sneri sér til ýmissa ferðaskrif- stofa og ferðafrömuða, til þess að fá fregnir, sem ryk- ugir ferðamenn gætu haft gagn og gaman af. um verzlunarmannahelgina'. Fjölmennasta ferð félagsins er ferð í Þórsmörk, en þátttakend ur í þeirri ferð eru um 120 talsins. Lagt er af stað í dag klukkan 2 og komið til baka í á mánudagskvöld. Farið verð- ur í gönguferðir um Mörkina á sunnudag og fyrri hluta mánudags. Gengið verður m.a. í Langadal. Ferð í Breiðafjarðareyjar er næst fjölmennasta ferð F.í. í henni eru 60 þátttakendur. Far ið verður fyrst til Stykkis- hólms, þar sem gist verður að- gist í Grafarnesi, Grundarfirði. Á mánudag verður ekið út Snæfellsnes um Búlandshöfða og fyrir Ólafsvíkurenni um- hverfis Jökul og inn nesið að sunnan. Komið verður til Reykjavíkur á mánudagskvöld. Þá er ferð í Landmannalaug- ar og eru þátttakendur 40. Lagt er af stað kl. 2 í dag. Gist er í sæluhúsi Ferðafélagsins báð- ar nætur og verður farið í gönguferðir um nágrennið. Til Reykjavíkur verður svo komið á mánudagskvöld. 40 þátttakehdur höfðu í gær skráð sig í ferð til Hvera- Kirkjufell í Grundarfirði skammt frá Grafarnetd, en þar munu þátttakendur í ferð FÍ um Breiðafjarðaeyjar gista að- faranótt mánudags. (Ljósm. Þ. Jósefsson) ið. Gengið mun á Stóru-Súlu og Háskerðing. Fámennasta ferð FÍ mun vera ferð inn í Jökuldal við Sprengisand upp undir Tungna fellsjökli. Mun farið allt norð ur að Fjórðungsöldu og gist í tjöldum. Ferðin hefst í dag kl. 8 f.h. og voru þátttakendur í gær orðnir um 12 talsins. Frá Þórsmörk. Þangað munu einkum Sunnlendingar flykkjast nú um helgina. Margt verður gert fólki til skemmtunar m.a. verður dansað á kvöldin. Gera má ráð fyrir að um 5 þús. manns verði þar, þegar mest verður. Bindindismót i Húsafellsskógi BINDINDISMÓT var haldið í Húsafellsskógi um verzlunar- mannahelgina í fyrra á vegum Góðtemplara og sóttu það hátt á 4 þús. manns — aðallega ungt fólk. Bindindismót verð- ur aftur haldið í Húsafellsskógi um þessa helgi, en ekki tökst blaðinu að fá upplýsingar um þátttöku í því. Þó taldi móts- nefndin, að þátttaka yrði jafn- vel enn meiri en í fyrra. Mót- ið verður sett kl. 8 í kvöld og verður dansleikur bæði í kvöld og annað kvöld. Flugeldasýn- ing verður að dansinum lo<m- um. Hljómsveitin Tempó mun leika nýjustu lögin fyrir unga fólkið. Á sunnudag kl. 2 verð- ur guðsþjónusta. Séra Björn i Keflayík • prédikar og síðan verður þjóðdansa sýning. Þá mun bóndinn á Húsafelli flytja staðarlýsingu og Guðmundur Böðvarsson, skáld, les upp ljóð. Að dagskránni lokinni er gert ráð fyrir að mótsgestir fari í gönguferðir um nágrennið og ef til vill verður farið í Surts- helli. Þess má geta, að tveir lang- ferðabílar fara fullsetnir frá Akureyri á mótið í Húsafells- skógi. Ferðir Ferðafélags íslands FERÐAFÉLAG ISLANDS efn- ir að venju til margra ferða faranótt sunnudags. Á laugar- dagskvöld mun gengið á Helga fell og um umhverfið. Á sunnudag verður siglt um (Sreiðafjörð. Farið verður í land á tveimur eyjum, Brokey og Klakkeyjar. Klakkeyjar munu vera óbyggðar og mun fuglalíf þar mjög fjölskrúðugt sem í öðrum Breiðafjarðareyj- um Aðfaranótt mánudags mun valla og Kerlingarfjalla. Geng- ið mun á Snækoll og Bláfell og um Hveradali. Þá verður gengið frá Hveravöllum inn í Þjófadali. 1 bakaleiðinni mun svo komið við 1 Hvítárnesi. Fjallabaksleið syðri. í þá ferð höfðu í gær skrá sig 20 manns. Ferðalangarnir munu gista í tjöldum í Hvannagili og fara í gönguferð irum nágrenn Hringferð i Þjórsárdal NÁTTÚRUFEGURÐ er mikil og sérstæð í Þjórsárdal. Fyrir mynni dalsins fellur Þjórsá, lengsta og vatnsmesta á lands- ins. Yfir 20 bæir voru í daln- um að fornu, en nú eru aðeins tveir eftir fremst í •dalnum, hinir hafa eyðzt í Heklugos- um. Bæjarrústirnar að Stöng eru með merkari fornleifa- | fundum á íslandi, en þær voru grafnar upp árið 1939. Þó að mikill hluti dalsins sé nú auðn ein, eru þar samt allstór skóg- arsvæði og óviða er meira víð- sýni eða meiri andstæður gróð- urs og auðnar. Fagrir fossar eru í dalnum og má t.d. nefna Hjálp, Tröllkonuhlaup og Þjófafossa, og handan Þjórsár gnæfir Hekla, sem er hvergi fegurri að sjá en úr Þjórsárdal. Fleiri náttúrufyrirbrigði mætti nefna, m.a. Gjána, sem öllum verður minnisstæð, er hana hafa séð. Þá er og skemmtilegt að aka í kringum Búrfell og kynna sér væntanlegar virkj- unarframkvæmdir, sem þar eiga að fara fram. Frá Hveravöllum. Þangað munu um 40 félagar í Fí dveljast nú um helgina. Landleiðir h.f. annast áætl- unarferðir í Þjórsárdal og i dag verður farið frá Reykja.- vík kl. 2 og aftur til Reykja- víkur kl. 5 á sunnudag og á sama tíma á mánudag. Verður ekið um Grímsnes og höfð við- dvöl í Skálholti. Þá verða og sérstakar hringferðir fyrir þá, sem tjalda í dalnum, en komast ekki um hann á venjulegum fólksbílum. Verður farið frá tjaldstæðum á sunnudagsmorg un kl 10.30 og farin hringferð um dalinn, komið að Stöng, Gjánni, Tröllkonuhlaupi, ekið kringum Búrfell að Þjófafossi og komið .að Hjálp í bakaleið. Ferð þessi tekur fjóra til fimm tíma. Landleiðir hafa í samvinnu við F.Í.B. og Skógrækt ríkis- ins stórbætt alla aðstöðu fyrir- ferðafólk í dalnum og hafa Landleiðir söluskála við tjald- stæðin, þar sem einnig eru veittar upplýsingar, er ferða- menn þurfa á að halda. Sér- stakur umsjónarmaður skóg-_ ræktarinnar úthlutar tjaldstæð um við vægu verði, en oft hef- ur viljað bregða við að óþrifa- lega væri gengið um og er gjaldið því innheimt til að mæta kostnaði af hreinsun á svæðinu. Það þarf ekki að taka fram, að þess er vænzt af ferðafólki að ganga þrifalega um og leita sér tjaldstæðis, þar sem það er heimilt. Ef að líkum lætur verður fjölmennt í Þjórsárdal um helg ina og munu menn óspart njóta einstakrar náttúrufegurðar, sem þar er að finna / Bjarkarlundi BJARKARLUNDUR í Reyk hólasveit er orðinn mjög fjöl- sóttur dvalarstaður um verzl- unarmannahelgina. Þó að langt sé að fara úr Reykjavík skipta fjarlægðir engu máli, þegar um er að ræða leit að fögru og skemmtilegu umhverfi eins og í Reykhólasveitinni. í nágrenni Bjarkarlundar er land vaxið skógarkjarri og ekki allangt þaðan er Barmahlíð, sem Jón Thoroddsen orti um í kvæði sínu og lýsir vel náttúrufegurð á þessum slóðum. Barðstrendingafélagið I Reykjavík rekur sumargistihús í Bjarkarlundi, sem Vikar Davíðsson veitir forstöðu. Við hringdum vestur og áttum stutt samtal við Vikar í gær um undirbúning fyrir komu ferðamanna um helgina. — Hvað hyggjist þið gera til hátíðarbrigða í Bjarkarlundi? — í rauninni þá er ekkert sérstakt áætlað nema dansleik ir á laugardags- og sunnudags- kvöld. Við getum tekið á móti 40 gestum hér í hótelinu, en allt í kring éru skógivaxnir ásar og hæðir, þar sem menn geta tjaldað án ruokkurra tak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.