Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 17
LaugardagfUT 31. JWT 1965 MORCUNBL AlifÐ 17 Ingólfur Davíðsson: Sjdkddmar í matjurtum GABÐYRKJUFÉLAG íslands faefur ákveðið að' fá birta 5—7 Ktutta fræðsluþætti í dagblöð- unum á tímabilinu ágnist — október n.k. Þetta er í samræmi við á- kvörðun félagsins nýleg-a um að auka fræðslustarfsemi fé- lagsins til almennings. Reynt verður að haga svo til, að efni þáttanna komi á þeim tíma, sem mest þörf er á við- komandi efni. Fyrsti þátturinn, sem hér birtist, er um sjúkdóma í mat- jurtum, en nú fer einmitt í faönd rétti tíminn til að vera á verði og meðhöndla vágest þennan á réttan hátt. Er svo ætlunin að birta nokkra þætti, sem vonandi koma að góðu gagni, og enda á þætti sem fjallar um frágang skrúð garða undir veturinn. Margir af okkar hæfustu mönnum á þessu sviði munu skrifa þessa þætti. Til að fyrirbyggja misskiln Ing, skal það tekið fram, að Garðyrtkjufélag íslands er ekki atvinnumannafélag held ur áhugamannafélag opið öll- um, sem áhuga hafa á garð- yrkju. Kristinn Helgason v.form. 1) Kartöflumyglu verður vart á hverju sumri í lágsveitum eunnanlandis, en tíðarfar ræður úrslitum hvort sýkin gerir mik- inn eða lítinn skaða. Ef veður er rakt og hlýtt seinni hluta júlí — Þórsmörk • Framhald af bls. 8 á leið sína og sjá meira í ferð- inni. Er þá oft fylgt Slyppugili að Tindafjallagili, en farið síðan norðan Tindfjalla og suður yfir slétturnar austan við þau og komið beint niður að Búðar- hamri. En einnig kemur til greina að fara upp Stangarháls, og er það styttra. Síðan er far- ið um Krossáraura til baka. Þeir, sem nauman tíma hafa til umráða, láta sér gjarnan nægja að fara í Stóraenda. Er þá ýmist farið upp úr Slyppu- gili og háhrygginn að Tindfjöll- um, en síðan um dálítið skarð niður í Stóraenda vestanverðan og með ánni til baka — eða öf- ugt. Mikill og sterklegur stein- bogi er þama efst við skógar- mörkin. Góðan tíma þarf hins vegar til að fara inn að Krossárjökli og Tungnakvíslarjökli. Ekki er ráðlegt að hætta sér langt upp í skriðjöklana nema hafa sæmi- legan tbúnað. Sjálfsagt er að skoða Teigstungur í leiðinni, ef tími vinnst til. Þar er margt að sjá. Heiðarhom blasir við frá sælu húsinu. Leiðin þangað liggur upp úr Strákagili neðarlega, síð- an er stefnt á hvilftina vestan við Heiðarhornið, og er þar gott uppgöngu. Af Heiðarhorni má svo halda ferðinni áfram um Morinsheiði, Heljarkamb og Bröttufönn að skála Fjalla- manna á Fimmvörðuhálisi, en það er töluverð viðbót. Réttarfell og Útigönguhöfða er bezt að ganga á úr Básum, upp í skarðið milli þeirra, en þaðan má ganga beint af aug- um á fellið og höfðann og er torfærulaust. Einnig er fært úr Hvannárgili upp í Básaskarðið, en eftir gilinu er skemmtileg gönguleið. Hátindar eru góður útsýnis- staður. Leiðin þangað liggur upp Stakk'.sholtið og er auðveldast að fara rétt vestan við mynni Hvann árgilsins. Hið efra taka við grasbrekkur. Jökullónin við Gígjökul og Steinsholtsjökul svo og Stakk- holtsgjá liggur bezt við að skoða á leið í eða úr Mörkinni.enda ltíill afkrókur þangað. Gestur Guðfinsson og í ágústmánuði, má búast við ' mikilli kartöflumyglu. Fyrstu ein . kenni eru grágrænir blettir á blaðjöðrum og sést ljós myglu- | rönd í röndum blettanna neðan á blöðunum, ef veður er rakt. I Geta þá blettirnir dökknað og j breiðzt ört út, unz mikið af blöð- j unum verður svart og visið og leggur af rotnunarlykt. Regn ' ber gró myglusveppsins niður j a'ð kartöflunum, sem geta smit- j azt og fengið blýgráa bletti er j eta sig inn í þær í garðinum eða j síðar í geymslu. Skemmdirnar geta komið fram í geymslu, þótt ekki sjái á kartöflunum við upp ( töku. j Varnir. Úðun með varnarlyfj- j um um mánaðarmótin júlí-ágúst j er hagkvæm vátrygging gegn myglunni. Úða skal í þurru veðri vel og valddega og má nota kop- arlyf, zineblyf o.fl. lyf, er fást í Sölufélagi garðyrkjumanna. Úðunarvökvinn læknar ekki sýki, sem þegar er komin, en myndar varnarhimnu gegn smit- un. í ö’ðru lagi er mikilsvert að tekið sé upp í þurru veðri. 2) Stönguteýki er varasamur kartöflusjúkdómur, er oft veld- ur miklum skemmdum á kart- öflum í geymshi. Stönglar kart- öflugrasanna verða svartir og linir niðri við moldina, þegar líður á sumarið. Oft krypl ast blöðin í toppinn. Gerlar vaida veikinni, sem er bráðsmitandi og fylgir útsæðinu. Kartöflurnar blotna og rotna. í hlýrri geymslu getur veikin breiðst ört út og skemrnt miklar birgðir á skömm um tíma. Varnir. Lítið eftir í gör’ðunum grafið stöngulsjúk grös upp og flytjið burt áður en tekið er upp, svo að smitaðar kartöflur lendi ekki saman við uppskeruna. Ef tekið er upp með vélum, sær- ast jafnan margar kartöflur og getur þá orðið mikil smitun, ef ekki er búið að fjarlægja sjúku jurtirnar. 3) Tiglaveiki, (Virus), er al- geng í guUaugnakartöflum- og finnst í fleiri tegundum. Blöð kartöflugrasanna fá gulleita, oft upphleypta díla, en á milli eru þau eðlilega græn. Þetta sézt bezt ef blaðinu er haldið upp á móti birtunni. Stundum verða blöðin ennfremur hrukkótt og oft mjög rýr. Veikin fylgir út- sæði en smitun getur og farið fram, ef sár koma á jurtina, t.d. af verkfærum, eða ef blöðin slást saman í stormi. Mikið getur dregið úr uppskeru, en ekkert sér á kartöflunum. Varnir. Notkun heilbrigðs út- sæðis og að gæta þess, að kart- Friðmey Gubmunds- dóttir — Minning öflur undan sýktum grösum lendi ekki saman við útsæði. Er rétt að taka tiglasjúk grös upp í tíma eins og stöngulsjúk grös. 4) Kartöfluhnúðormar mynda örsmáa, en þó vel sýnilega, ljósa I hnúða, sem festir eru á stilk á j rætur kartöflugrasanna. Þessir hnúðar eru bakhluti kvenorm- anna fulilir af eggjum. Hnúðorm- j arnir geta dregið mikið úr upp- j skeru. Ef sýking er mikil verða j kartöflugrösin gulleit og rýrðar- ieg. Athugið ræturnar til að sjá hvort ormahnúðar eru á þeim, fljótlegast er að finna Þá með , stækkunargleri. Skal grafa grös- j in varlega upp ella geta orm- j arnir hrunið af svo erfiðara er að finna þá. Grunuð grös með mold og rótum má senda At- vinnudeild háskólans til skoð- unar. Hnúðormarnir berast með kartöflum og mold, verkfærum og kartöflupokum. Gafðurinn er sýktur í mörg ár. Ætti að leggja alla „ormagarða“ niður og hefur svo víðast verið gert, en þó er vitað um sýkt garðlönd einkum j á Eyrarbakka og Akranesi. Er j mjög hæpið að taka kartöflur j úr hnúðormasmituðum görðum | tid verzlunarmeðfefðar. Bannað- ; ur er innflutingur kartaflna frá j sýktum svæðum erlendis og j gildir sama regla í öllum helztu j viðskiptalöndum vorum. Enginn vill kaupa kartöflur frá hnúð- , ormasmituðum stöðum. 5) Æxlaveiki á rótum káls og á rófum er illræmdur sveppa- i sjúkdómur, sem veldur ljótum, vörtukenndum æxlum og upp- skerubresti. Veikin getur lifað mörg ár í moldinni og ber að leggja smitaða garða og upp- eldisreiti niður. Pest þessi berst aðallega með jurtum til gróður- setningar úr smituðum reitum. Getur og borizt með búfjárá- burði, ef gripirnir eta sjúkt kál eða rófur. 6) Flestir þekkja kálmaðka og skemmdir af þeirra völdum í káli og rófum og kunna ráð gegn þeim. Síðustu árin hefur einnig orðið vart í Reykjavík a.m.k. ormaskemmda í gulrótum. Veld ur því önnur flugulirfa, gulrótar maðkur. Gæti’ð vel að, þegar þið takið upp gulrætur og ef þær reynast ormsmognar er mjög óráðlegt að rækta aftur gulræt- ur í sama garði eða í grennd. Betra er að leggja garðinn nið- ur eða rækta þar eitthvað ann- áð en gulrætur til að svelta orm- ana til útrýmingar, en það ætti enn að vera fært. Gulrótarmaðk- urinn leggst aðeins á jurtir af sveipjurtaætt, en kálmaðkurinn heldur sig að krossblómaættinni. Fædd 15.2 1908 — Dáin 26.6 1965. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt, ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf Tæmt er hússins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal) Jafnskjótt og ég í fyrsta sinn hitti Fríðu hreifst ég af glað- værð hennar og glæsibrag í hví- vetna. Sú hrif.ning hefur varað frá fyrstu kynnum og þróazt ein- læg vinátta okkar millum. Á þess um árum kynntist ég mamnkost- um Fríðu, tryggð henmar og höfð inslund, hugrekiki og viljastyrk. Hún vair boðin og búin að gera allt fyrir alla, enda flestir Akur- nesingar notið gestrisni hennar og manms herrnar Magnúsar Gunnlaugssonar. Fyrr en varði syrti að. Hún var tekin burt frá öllum ástvimum, en þó er gott að vita, að hún þarf ekki að líða meira vegna sjúkdóms þess, er hún þjáðist af síðustu árirn. Á þeim árum er Fríða átti við sinn sjúkdóm að stríða, sýndd hú fádæma stillingu og hugrekki. Hún var eftir sem áður hrókur alls fa.gnaða.r. Bngan hefði grun- að, að hún ætti við dauðans kvöl að stríða. Við getum ekki gert ökkur grein fyrir því, en meðan |Guð gaf henni þrótt, vildi hún allt fyrir alla gera. Við vitum ekki né sjáum tilgamg þessa lífs. Kannske er eitthvað handan landamæranna sem við verðum svo vör við. Ég bið til Guðs, að Fríða fái að bljóta þá hvíld, ar hún á skilið hjá Drottnd. Guð veri með öllum ættingjum, vin- um og vandamönnum hennar og etyrki þá og styðji í þessairi þungu sorg. Ármann Hreiðar. íékkrieskur námsstyrkur TÉKKNESK stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Tékkóslóvakíu næsta háskólaár, þ.e. tímabilið 1. september 1965 til 30. júni 1966. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, stjórnarráðshúsinu við Lækj- artorg, fyrir 15. ágúst nk., og skulu fylgja staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Um- sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu. (Frá menntamálaráðu- neytinu). ATHUGIÐ að borið saman við útbrexðslu er iangtum ódýrara að auglýsa I Morgunbiaðinu en öðrum biöðum. Stórar myndir — fallegar myndir FÓTÓFIX framkallar rnyndirnar. Fljót afgreiðsla. — Póstsendum. Fótófix Vesturveri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.