Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 2
2
MORGUN*' **>IÐ
Laugardagur 31. júlí 1965
Aðstoð við bændur
vegna kalskemmda
SEM kunnugt er urðu gífurlega
miklar kalskemmdir á túnum á
Austurlandi í vor. Langvarandi
óþurrkar í vor og í sumar höfðu
það í för með sér. að spretta
varð með minnsta móti og eru
'því allar líkur til þess, að hey-
fengur verði með allra minnsta
móti fyrir austan í sumar.
Landbúnaðarráðherrann, Ing-
„Polana“, þar sem hún liggur við bryggju á Akureyri með 7000 mál innanborðs.
Polana með fullfermi
af Hjaltlandsmiðum
Akureyri, 30. júlí.
M!S. POLANA, síldarflutninga
skip Krossaness, kom hingað
skömmu fyrir hádegi í dag
með fyrsta síldarfarminn, sem
til landsins berst af Hjalt-
landsmiðum.
Fréttamáður Mbl. fór um
borð og hitti fyrir Sten Eng-
berg 1. stýrimann eh skip-
stjóri var þá farinn í land.
— Við komum með 7000
mál, sem er fullfermi, sagði
stýrimaður, og tókum það
magn um borð á 20 klukku-
stundum, byrjum að taka á
móti á þriðjudagskvöld kl. 10
og höfðum fyllt skipið kl. 6
á miðvikudagskvöld. Héldum
þá þegar af stað hingað.
— Er aflinn af mörgum
skipum?
— Við skulum nú sjá. Hann
er víst úr sjö skipum, Jörundi
III., Heimi, Helgu Guðm., Snæ
felli, sem losaði tvisvar, Krist-
nesi, Sigurði Bjarnasyni og
Þorsteini.
— Hvernig gekk að dæla
síldinni um borð?
Það gekk ágætlega enda
máttum við liggja í landhelgi
á meðan, jafnvel inni í höfn-
inni í Leirvík, gegn dálitlu
gjaldi. Ætli það séu ekki
svona 6—7 þús. krónur fyrir
farminn í þetta skipti.
— Hvernig gekk ferðin hing
að?
— Ágætlega. Við fengum
gott verður þangað til í morg-
un. Bryggjan í Krossanesi er
svo stutt, að við getum ekki
lagt þar, meðan þessi norðan-
stormur er. Við reyndum
þrisvar að leggjast í morgun
en urðum frá að hverfa og
verðum að bíða þangað til
lægir.
— Eruð þið ekki með fjöl-
skyldur ykkar hér, yfirmenn-
irnir?
— í>að búa tvær fjölskyld-
ur skipsmanna hérna á Akur-
eyri í sumar. Svo var konan
mín með okkur við Hjaltland.
— Sv. P.
Sten Engberg, 1. stýrimaður.
Góð síldveiði við Hrollaugseyjar
Skipin á heimleið frá Hjaltlandi
ÁGÆTT veður var á síldarmið- á miðunum þar. Á miðunum við
■mitn við Hrollaugseyjar í fyrri- Hjaltland var bræla. Öll ís-
nótt og fengu allmörg skip þar ( lenzku skipin eru hætt veiðum
ágæta veiðL Nokkur skip voru þar og lögð af stað heim á leið.
að veiðum um 160 mílur austur , Frá kl. 7 á fimmtudagsmorgun
til norðurs frá Dalatanga, en til kl. 7 á föstudagsmorgun til-
veiði var fremur treg og kaldi 1 * * 4 kynntu 26 skip síldarleitinni á
Deila risin um
næturþjónustu
lækna i Keflavík
og Njarðvíkum
ólfur Jónsson hefur nú skipað
nefnd til að kanna, á hvern hátt
megi helzt bæta bændum þennan
skaða. Formaður nefndarinnar er
Pétur Gunnarsson, tilnefndur af
landbúnaðarráðherra, og með
honum í nefndinni eru þeir Gísli
I Kristjánsson frá Búnaðarfélagi
| íslands og Kristján Karlsson frá
i Stéttarsambandi bænda.
Óeirðir í Kalkútta
Kalkútta, 30. júlí, (NTB)
INDVERSKIR lögreglumenn
gripu í dag til skotvopna til að
dreifa mannfjölda, sem stöðvað
hafði jámbrautarlest eina
skammt frá stöðkini í Barrack-
pore (sem er nokkrar mílur veg-
ac frá Kalkútta) og grýtt hana.
Tveir óeirðairseggjanna særðust í
viðureigninni við lögreglumenn
ina en 12 hinna síðamefndu lágu
í valnum eftir grjóthríð hdnna.
1 Kalkútta kom einnig til óeirða
í dag og þar réðust menn á spor-
vagna og kveiktu í.
Óeirðir þessar voru þáttur í
mó'tmælaaðgerðum gegn áform-
aðri hækkun á fargjöldum með
sporvögnum og járnbrautum þar
í héraði. Verzlanir voru flestair
lokaðar í ífalkútta í dag og ekki
unnið í verksmiðjum, og var
I MBL. í dag er auglýsing frá
Læknafélagi Reykjavíkur þar
sem segir, að vegna ágreiniings
um næturlæknisþjónustu í
Keflavík og Njarðvíkum hafi
samningar ekki tekizt við
Tryggingastofnun ríkisins, og
því yrði læknisþjónusta á
þessu svæði innt af hendi ein-
ungis gegn greiðslu sam-
kvæmt gjaldskrá Læknafélags
Beykjavíkur frá og með 1.
ágúst nk.
Varaformaður Læknafélags
Beykjavíkur, Jón Þorsteins-
son, skýrði svo frá í gær, að
á þessu svæði væru starfandi
4 læknar og væru þeir með-
limir í Læknafélagi Reykja-
víkur. tbúafjöldinn væri milli
10 og 15 þús. manns og væri
því næturlæknaþjónusta mjög
umfangsmikil fyrir svo fáa
lækna. Hann sagði, að samn-
ingar hefðu runnið út hinn 1.
apríl sl. og hefðu ekki tekizt
á nýjan leik síðan. Þess vegna
hefði verið ákveðið, að veita
umrædda þjónustu aðeins sam
kvæmt gjaldskrá Læknafélags
ins, en eigi að síður héldi
læknaþjónustan að sjálfsögðu
áfram eftir sem áður.
Blaðið hafði samband við
þá Sverri J. Þorbjörnsson for-
stjóra Tryggingastofnunar rík
isins og Baldur Möller ráðu-
neytisstjóra, og vildu þeir ekk
ert segja um deiluna að svn
komnu máli.
Dalatanga um afla, alls 30,600
mál og tunnur.
í gærkveldi var gott veður á
miðunum við Hrollaugseyjar.
Frá kl. 7 i gærmorgun til kl. 9
í gærkveldi var síldarleitinni á
Dalatanga tilkynnt um afla 11
skipa, samtals 12950 mál og
tunnur. Síld þessi er af svipaðri
stærð og áður, þó ívið smærri.
Síldarleitarskipin Ægir og Pétur
Thorsteinsson lóðuðu í gær á all-
mikla síld djúpt austur af Dala-
tanga, en torfurnar voru dreifð-
ar og smáar.
Eftirfarandi skip tilkýnntu úm
afla frá kl. 7 á fimmtudagsmorg-
un þar til kl. 9 í gærkveldi:
Náttfari ÞH 300 tn., Barði NK
1600 mál, Jón Þórðarson BA 850
mál, Elliði GK 1200 mál, Friðrik
Sgurðsson AR 1000 mál, Arnkell
SH 100 mál, Sigrún AK 100 mál,
Reykjanes GK 1150 mál, Sæ-
úlfur BA 900 mál, Halldór Jóns-
son SH 600 mál, Mímir IS 700
mál, Jón Jónsson SH 600 mál,
Sigurpáll GK 1400 mál, Viðey
RE 1500 mál, Hugrún IS 1100
mál Gullberg NS 1600 mál, Akur
ey RE 1600 mál, Svanur RE 800
mál, Faxi GK 1400 mál, Fákur
GK 1700 mál, Manni KE 1100 tn.,
Einar Hálfdáns 300 tn., Gissur
hvíti SF 1200 tn., Sigurður Jóns-
son 1000 mál, Þorlákur 600 mál,
Sunnutindur 900 mál, Árni Magn
ússon 1100 mál, Stefán Árnason
1050 mál, Sæfaxi II 850 mál, Sól-
fari 700 mál, Jón á Stapa 600
mál, Keflvíkingur 2200 tn.,
Bjartur 2550 mál Jón Eiríksson
1400 mál, Kambaröst 1150 mál,
Arnar RE 4200 tn. Haraldur AK
2400 tn.
Afli fimm síðast töldu skip-
anna var fenginn á tveimur sól-
arhringum.
Sigmar í Sigtúni
greiðir 221 þús.
f YFIRLITI um þá gjaldendur í
Reykjavík, sem greiða meira en
150 þús. í útsvör og aðstöðugjald
mun hafa fallið niður nafn Sig-
mars Péturssonar, veitingamanns
í Sigtúni, en hann greiðir opin-
ber gjöld til borgarsjóðs samtals
kr. 221 þús. Leiðréttist þetta hér
með.
Gífurleg umferð
austan fjalls
LÖGREGLAN á Selfossí tjáði
blaðinu, að gífurleg umferð hefði
verið um þjóðvegina austan
fjalls í gær og hefði hún aukizt
með kvöldinu. Voru margir lang
ferðabílar á ferð og voru flestir
þeirra að fara austuir í Þórsmörk.
Ekki var annað vitað en að allt
hefði gengið slysalaust.
hvorttveggja að undirlagi fram-
kvæmdanefndar vinstri flokk-
anna, sem unnið hefur gegn fasr-
gjaldahækkuninni með ým íra
ráðum í tæpa viku.
Norðmenn
fyrir innan
en Islend-
ingar utan
EINS og skýrt var frá í blaS-
inu í gær, hafa Norðmenn
undanfarið verið að veiðum
fjórum sjómílum fyrir innan
12 mílna landhelgina við Hjalt
land, en aftur á móti hefðu
íslenzk veiðiskip ekki fengið
undanþágu til veiða innan
landhelginnar. Blaðið hafði í
gær tal af Davíð Ólafssyni
fiskimálastjóra og spurðist
fyrir um hvað þessu ylli.
Davíð kvað skýringuna á
þessu vera þá, að Norðmenn
og Bretar hefðu gert sín á
milli gagnkvæman samning,
þannig að hvort landið mætti
veiða fyrir innan lanlhelgi
hins. Væri svo einrnig um ýms- i
ar aðrar þjóðir en aftur á
móti hefðu Íslendingar ekki
gert neinn slíkan samning við
Breta og væri það ástæðan til
þess, að þeir yrðu að vera
fyrir utan 12 mílna landhelg-
ina.
Þá var einruig skýrt frá því
í blaðinu í gær að yfirvöldum
í Skotlandi og Leirvík beri
ekki saman, hversu innarlega
íslenzku skipin megi veiða, en
ekki gat blaðið aflað sér upp-
lýsinga um í hverju sá ágrein-
t ingur væri fólginn.
MYND þessi sýnir, hvemig
stundum endar fyrir þeim öku
mönnum, sem eru í kappakstri
um götur borgarinnar. Þetta
atvikaðist þannig, að í fyrra-
kvöld var ungur maður und-
ir stýri þessarar bifreiðar og
sat vinkona hans frammí hjá
honum. Ökuþórinn var í kapp
akstri við annan. Hraðinn var
svo mikill, að ökuþórinn náði
ekki smábeygju, sem þarna
er. Afleiðingamar urðu þær,
að bifreiðin kastaðist yfir
steinkant, sem sést á myndinni
og í gegn um vírgirðingu,
sópaði einum girðingarstólp-
anum með sér, týndi við það
toppgrindinni og hlíf yfir
framrúðu, og lenti að lokum í
járnarusli úr gamalli mjöl-
skemmu. Eins og myndin sýn-
ir komst vinkona ökuþórsins
ekki út úr bifreiðinni sín meg
in vegna þess að einn girðing-
arstólpinn lokaði hurðinni.
(Ljósm.Mbl. Sv. Þonm.)