Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLADID
Laugardagur 31. júlí 1965
Þórsmörk
** ' **** ~ * * "
FERÐAFÉLAG islands hefur
gefið út nákvæmt kort af
Þórsmörk. Kortinu fylgir
eftirfarandi staðarlýsing eftir
Gest Guðfinnsson:
í DAL þeim, liggur inn að
Mýrdalsjökli, milli Tindafjalla-
jökuls og Eyjafjallajökuls, er
Þórsmörk. Um fyrstu byggð í
’ Þórsmörk er farið svofelldum
orðum í Landnámu: „Ásbjörn
Reyrketilsson ok Steinfiðr, bróð-
ir hans, námu land fyrir ofan
Krossá fyrir austan Fljót. Stein-
fiðr bjó á Steinfinnsstöðum, ok
er ekki manna frá honum kom-
it. Ásbjörn helgaði landnám sitt
Þór, o>g kallaði Þórsmörk. Tal
ið er, að byggð í Þórsmörk hafi
fljótíega lagst niður oig eikki hef-
izt aftur, nema hvað eitthvað
mun hafa verið búið þar um
tveggja ára skeið kringum alda-
mótin 1800. Nú er Mörkin hins
vegar einhver fjölsóttasti ferða-
mannastaður landsins, enda setja
stórbrotið landslag og óvenjuleg
nátúrufegurð svip sinn á stað-
inn, og veðursæld er þar með af-
brigðum mikil.
Takmörk Þórsmerkur eru
skýr: að sunnanverðu Krossá,
hún fellur í Markarfljót niðri á
eyrum; að norðanverðu Þröngá,
hún fellur einnig í Markarfljót,
en miklu ofar en Krossá; síðan
Markarfljót; að austanverðu und
ihhlíðar Mjýrdalsjökuls. Fjalls-
hryggur, skorinn af giljum og
dalverpum, liggur eftir Mörk-
inni endilangri frá austri til vest
urs. Sunnan í móti eru brekkur
og gil mjög vaxin skógi; að norð
anverðu er landið einnig mikið
gróið, en skóglaust að kalla nema
vestast. Þar heita Hamraskógar.
Framan til í Mörkinni ber
mest á höfða einum eða hnúk,
fast norðan við Krossá. Hann
heitir Valahnúkur. Norðan Vala
hnúks er Húsadalur, en Langi-
dalur austan. í Langadal hefur
Ferðafélag Islands reist mynd-
arlegt sæluhús, Skagfjörðsskála,
til minningar um Kristján Ó.
Skagfjörð, sem lengi var fram-
kvæmdastjóri félagsins og ötull
ferðamaður. Skálinn rúmar um
100 manns. Langidalur er grænn
og grösugur að sumarlagi, að
nokkru vaxinn víði og birki-
skógi. Dálítill lækur rennur eft-
ir dalnum, hið ákjósanlegasta
vatnsból fyrir dvalargesti.
Helztu gönguleiffir í Þórsmörk
Hér verður í örstuttu máli
minnt á nokkra markverðustu
og sérkennilegustu staðina í Þórs
mörk og nágrenni hennar og
bent á helztu gönguleiðir fyrir
þá, sem lítið þekkja til, kunnug-
um þarf ekki að vísa til vegar. ,
Nokkrir þessara staða eru sunn-
an Krossár, sem getur orðið
slæmur farartálmi gangandi
fólki, en oftast má þó sullast yf-
ir hana á brotum.
Segja má, að Valahnúkur sé
bæjarfjnllið í Mörkinni og sjálf-
kjörinn útsýnisstaður fyrir alla,
sem þangað koma. Af honum
fæst býsna gott yfirlit yfir um-
hverfið, svo að auðveldara verð-
ur að átta sig á staháttum.
Skemmtileg gönguleið er um-
hverfis Valahnúk. Er þá farið
eftir götuslóða miðhlíðis sunn-
I an í Valahnúksskriðunum og
síðan norður yfir Merkurranann
; vestan við hnúkinn, en um Húsa
dal til baka. í leiðinni gefst tæki
I færi til að koma i Valahnúkis-
| ból, hellisskúta, sem lengi var
náttstaður gangnamanna, vestan
í hnúknum neðarlega. Fleira
markvert er að sjá á þessari
t leið. Norðan megin á rananum
j er að finna síöustu leifarnar af
Þuríðarstaðabænum, sem byggð-
ur var af landnámsmönnum Þórs
j merkur, grjótdreif á uppblásnu
svæði. Sóttarhellir er í brekku
i nokkuð utan við Húsadal.
I Þorsmörk.
i Margir leggja leið sína í
Hamraskóga, enda stutt að fara
eða aðeins yfir hæðina norður
af Langadal. Hamraskógar liggja
niur að Þröngá, en handan við
ána taka við AImenningar.
Skammt norðan við ána er tal-
ið, að bær Steinfinns landnáms-
manns, Steinfinnsstaðir, hafi
staðið, og sér þar enn nokkur
verksummerki. Á Almenningum
er annars markverðast að skoða
gigana í Fauskheiffi, en þeir
sjást greinilega úr Mörkinni,
gjallrauðir á að líta.
1 Alldrjúg ganga er á Rjúpna-
fell heiman frá Skagfjörðsskála.
að Tindafjallagili, en eftir að
yfir það er komið, er stefnan
tekin á suðvesturöxl fellsins.
Fellið er nokkuð bratt, en gróið
og auðvelt uppgöngu. Fallegt
er þar uppi í björtu veðri og sér
víða.
Búðarhamar stendur rétt norð
an við Krossá innarlega. Þar
þykir mörgum einna fegurst i
Mörkinni. Beinast liggur auðvit-
að við að fylgja Krossá, þegar
farið er að Búðarhamri. Margir
j kjósa þó frekar að leggja lykkju
Framhald á bls. 17
Seance on a Wet After-
noon. Brezk frá 1964. Allied
Film Makers. Háskólabíó.
íslenzkur texti. Kvikmynd-
un: Gerry Turpin. Tónlist:
John Barry. Framleiðandi:
Richard Attenborough. —
Handrit og leikstjórn: Bry-
an Forbes.
FÁ SUMUR hafa verið jafn
fátæklega undirbúin af kaup-
mönnum þeim í borginni er
verzla með kvikmyndir. Þessi
árstími er sagður lélegastur
markaðstími fyrir kvikmyndir
og okkur er sagt að góðu
myndirnar verði geymdar
þangað til í haust eða vetur.
En það er nú líkt með slíkt
og útvarpsdagskrána. Það ból-
ar seint á góðmetinu þegar
haustar og fer að líða á vetur-
inn. Afburðamyndirnar virð-
ast hafa verið saltaðar niður
til næsta hausts. En í miðri
deyfðinni og endursýninga-
flóðinu kemur Háskólabíó með
kvikmynd sem rís svo hátt, að
það er þess virði að sjöundu
listgreininni sé fórnað einu
kveldi með heimsókn í kvik-
myndahús. Að vísu er Miðill-
inn ekki meistaraverk, en er
blessunarleg tilbreyting í
kvikmyndadoða sumarmánað-
anna. Og myndin er jafnvel
nýleg; ekki nema ársgömul.
Þrátt fyrir auglýsingar get
ég ekki séð að Bryan Forbes
eða Alfred Hitchcock sé nokk-
ur greiði gerður með því að
líkja myndinni við afurðir
Alfreds gamla. Þótt spenna sé
mikil á köflum í myndinni, þá
á hún ekki mikið skylt við
Hitchcock, enda er Forbes á
allt öðru gáfnaplani (eða á að
segja gáfnatorgi?). Bryan For-
bes tilheyrir nefnilega þeirri
kynslóð sem nefnd hefur verið
„reiðir ungir menn“, og þar
skilur á milli. Reiði hans
brauzt fyrst út í myndinni
The Angry Silence (Verk-
fallsbrjóturinn), en hann skrif
aði handritið að þeirri mynd.
Það var sú fyrsta er hann og
Richard Attenborough unnu
saman. Forbes byrjaði sem
handritshöfundur, síðar varð
hann leikari og hóf svo leik-
stjórnarferil sinn með Whistle
Down the Wind (ekkert ís-
lenzkt nafn sett á myndina),
sem ásamt Verkfallsbrjótnum
hefur verið sýnd í Háskólabíói.
Á undan Miðlinum gerði hann
The L-Shaped Room, sem
ekki hefur verið sýnd hér enn.
Miðillinn ber samt ekki
sterk merki um „reiðan ungan
mann“ eins og fyrri verk For-
bes, sem fjalla fremur um fé-
lagsleg vandamál á breiðari
grundvelli. En í Mifflinum tek
ur hann til meðferðar fremur
einangrað fyrirbrigði, spírit-
isma og miðilssvik. Er þá ekki
miðað við þann óvenjulega á-
huga sem ríkir hér á landi á
því fyrirbrigði. Forbes leggur
raunar engan dóm á gildi eða
sannvirði spíritsismans. Hann
er að nokkru leyti umgjörð
um spennumynd um barnsrán
og geðheilbrigði miðilsins
Myru Savage (Kim Stanley),
sem notar undirgefinn eigin-
mann við að fremja verknað,
sem á að færa heim sanninn
um frábæra hæfileika hennar.
Myra er atvinnumiðill, sem
býr með heilsuveilum manni
(sem líklega er giftur en ekki
kvæntur, eins og Oddur
Björnsson leikskáld mundi
orða það). Sambönd hennar
„hinum megin" eru í gegnum
son þeirra, Arthur, sem raun-
ar fæddist andvana, þótt hún
vilji ekki gera sér þá stað-
reynd ljósa. Vegna vanmats á
hæfileikum hennar, áætlar
hún að ræna barni og krefjast
lausnargjalds. Þegar það hef-
ur tekizt ætlar hún að koma
upp um ránið og „finna“ lausn
argjaldið og hljóta þar með að
dáin almenniings vegna hæfi-
leika sinna. Eiginmaðurinn,
Billy (Richard Attenborough),
fellst á að framkvæma áætlun
hennar vegna ástar og með-
aumkvunar og rænir dóttur
auðugs iðnrekanda. Ráðagerð
þeirra fer samt ekki eftir á-
ætlun og verður ekki rakin
hér frekar. Endirinn kemur
nokkuð á óvart. Áhorfendur
ættu samt ekki að láta efnis-
skrá þá sem Háskólabíó gefur
út rugla sig. Hún er æði furðu
leg og virðist nú, sem oft áður,
samin undir spíritískum áhrif-
um, svo erfitt er stundum að
samræma hana myndinni.
Forbes sannar hér vel hve
hann er fær um að skrifa sam-
Billy (R. Attenborough), hinn veikgeffja eiginmaður, og miðill-
inn, kona hans Myrna (Kim Stanley), ræffa bamsrániff.
töl fyrir kvikmyndir, þótt
sviðsetning hans á þeásari
mynd sé furðulega gamaldags,
miðað við það nýjasta í
brezkri kvikmyndagerð. En
samtölin eru mjög eðlilega
unnin, en það sem er raunar
aðall myndarinnar er leikur
Kim Stanley, lítt þekktrar en
mjög góðrar leikkonu, sem
minnisstæðust er fyrir frábær-
an leik í bandarísku myndinni
Gyffjan (The Godess, Stjörnu-
bíó). Leikur hennar er svo
blæbrigðaríkur og eftirtektar-
verður í hlutverki hinnar hálf
geðveiku konu, að hún mætti
gjarnan fá einhver Óskarsverð
laun fyrir, ef þau væru ein-
hvers virði.
Þau atriði myndarinnar, sem
athyglisverðust mega teljast,
eru t.d. framkvæmd barnsráns
ins og allt umhverfið í sam-
bandi við það og einnig loka-
þáttur myndarinnar. Eða mið-
ilsfundurinn, þar sem móðir
stúlkunnar er viðstödd og
barnið fárveikt í næsta her-
bergi og getur komið upp um
návist sína þá og þegar. —
Richard Attenborough slagar
hátt upp í leik Kim Stanleys
í hlutverki hins undirgefna og
þjáða eiginmanns. En þrátt
fyrir öll hans góðu hlutverk í
fjölda ára, er eins og hann
skorti ávallt herzlumuninn til
að ná einhverju einstöku. En
í þessu hlutverki hefur honum
tekizt einn bezt upp á sínum
langa leikferli. Og má þar lík-
lega að nokkru leyti þakka því
sérlega góða tilliti sem Forbes
sýnir leikendum sínum og þar
kemur honum sjálfsagt til
góða reynsla hans sem leikari.
Pétur Ólafsson.