Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAblD Laugardagur 31. júlí 1965 Útgefandi: Framkvæmdasti ó.ri: Bitstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur.- Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. o Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SKATTARNIR rpvennt vekur sérstaka at- hygli við álagningu út- svara og aðstöðugjalds í Reykjavík að þessu sinni. í fyrsta lagi hefur reynzt unnt að veita 4% afslátt frá út- svarsstiganum, á sama tíma og flest önnur bæjarfélög á landinu, hafa orðið að bæta verulega við. hann, og í öðru lagi er heildarupphæð á- ' lagðra tekjuútsvara á ein- staklinga nokkru lægri en í fyrra. Það er vissulega athyglis- vert, að Reykjavíkurborg hef- ur reynzt fært að veita 4% afslátt af útsvörunum að þessu sinni, jafnframt því sem útsvör að upphæð kr. 1500 og lægri eru felld niður. Útsvars- stiginn er nú töluvert breytt- ur frá því í fyrra, persónufrá- dráttur hefur verið aukinn til muna og skattþrepum fjölgað. Önnur bæjarfélög hafa yfir leitt orðið að leggja verulega á útsvarsstigann við niður- jöfnun útsvara, en ekkert bæj arfélag mun standa fyrir jafn- miklum framkvæmdum og Reykjavíkurborg nú. Þá vekur það einnig mikla athygli, að heildarupphæð á- lagðra tekjuútsvara er til muna lægri en í fyrra og er það mjög óvenjulegt, þar sem heildarupphæð tekjuútsvara hefur yfirleitt hækkað ár frá ári. í fyrra nam þessi upp- hæð 364,2 millj. en í ár er hún 357,4 millj. Eignaútsvör hækka hins vegar verulega og er skýringr in sú, að nú er lagt á þrefallt fasteignamat miðað við fyrri ár. Þá er einnig ljóst, að félög greiða nú mun hærri útsvör og aðstöðugjöld en sl. ár. Þau greiða nú í tekju- og eignaútsvör samtals 94,7 millj. en greiddu í fyrra 61,9 millj. Aðstöðugjöld hækka einnig mikið frá því sl. ár. Heildar- upphæð þeirra nú er 101,3 millj. en var í fyrra 83,8 millj. Sú heildarmynd, sem við fáum af álagningu opinberra gjalda í Reykjavíkurborg í ár er því sú, að greiðslubyrði einstaklinga léttist nokkuð, en félög og fyrirtæki greiða nú töluvert hærri gjöld en áður. Næstu dagaú kemur svo í ljós, hvernig menn taka skött- um sínum, en þegar er þó ljóst, að skattgreiðslur verða auðveldari, það sem eftir er ársins, en var sl. ár, þar sem skattgreiðendur hafa greitt fyrirfram upp í skatta, greiðsl ur, sem miðaðar eru við skatta fyrra árs. Líklega verða menn alltaf óánægðir með skattana sína og er það ekki nema mann- legt. Nútímaþjóðfélag krefst þess þó, að þegnarnir leggi fram nokkurt fé í sameigin- legan sjóð til þess að standa straum af kostnaði við sam- eiginleg útgjöld og þannig hlýtur það alltaf að verða. Hitt er svo annað mál, að skattheimtunni verður að stilla í hóf, hún má ekki fara yfir ákveðið hámark og jafn- framt er mikilsvert, að skatt- greiðendur sjái fé sínu varið á skynsamlegan hátt og um það munu menn sammála, að svo er í Reykjavíkurborg nú. FRÍDAGUR VERZLUNAR- MANNA ]\Tú fer í hönd verzlunar- ' mannahelgin og á n*ánu- dag er frídagur verzlunar- manna. Það er gömul venja, að verzlunarmenn helgi sér. frídag fyrstu helgina í ágúst og raunar er verzlunarmanna helgin orðin almenn ferða- helgi á hverju sumri. Flestir reyna þá að komast frá ysi og þysi borgarinnar og aldrei er meira um ferðalög en þá. Verzlunarmannastéttin hef- ur gegnt, og gegnir enn, merku hlutverki í íslenzku þjóðlífi. Um aldir var verzlun hér á landi í höndum erlendra manna, en upp úr aldamótun- um hófu dugandi verzlunar- menn, íslenzkir, að færa verzl unina inn í landið og áhrif er- lendra kaupmanna fóru dvín- andi. Verzlunin hér á landi átti lengi erfitt uppdráttar vegna hafta og banna stjórnarvalda, en á síðustu árum hefur verzl unarfrelsið verið aukið til mikilla muna. Verzlanir hafa nú á boðstólum fjölbreyttari varning en áður og í kjölfar þess hefur þjónusta þeirra við neytendur batnað mikið. Verzlunin hefur því tekið miklum framförum frá því fyrstu innlendu kaupmennirn ir hófu viðskipti og á Morgun- blaðið þá ósk bezta, verzlun- arstéttinni til handa, að frjáls- ræði í verzlun og viðskiptum aukist enn á komandi árum. ÁSTANDIÐ í VÍETNAM Á standið í Víetnam verður æ ískyggilegra og styrjöld- in þar harðnar stöðugt. Að undangengnum víðtækum við ræðum við ráðunauta sína hef ur Johnson, Bandaríkjafor- seti, nú ákveðið að auka til muna herafla Bandaríkja- manna í Suður-Víeínam. Baráttan við eitursmyglarana Norski lyfjafræðingurirm Olav stofnunin i Genf Brænden og UNO HÖLLIN mikla, sem Al- fþjóðabandalagið sáluga reisti í Genéve fyrir 35 árum, er ekki eyðibýli þó bandalagið lognaðist útaf um leið og síð- ari heimsstyrjöldin skall á. UNO, erfinginn að heims- vandamálunum, notar hana óspart — bæði fyrir ýmsar velferðarstofnanir sínar og fyrir nefndir, sem sumar sitja árum saman og hafa ekki „lokið störfum“ enn, eins og t.d. afvopnunarnefndin. i En meðal fastastofnananna 1 í Geneve er ein, sem hér skal sagt frá. Það er „Rannsókna- stofa eiturlyfja", en henni stjórnar norskur lyfjafræð- ingur, Olav J. Brænden. Hann er 45 ára, lauk lyfja- fræðiprófi 1942 og gerðist þá „provisor“ í lyfjabúð á Hönefoss og var þar til 1947, að undanteknu einu ári, sem hann „sat inni“ á Grini. Síðan fór hann til Ameríku og stundaði nám í Minnesotahá- skóla, tók doktorspróf í lyf- efnafræði 1950 en réðst í þjón ustu UNO árið eftir. Honum var falið að fara til Geneve og stofna þar áðurnefnda rannsóknastofu árið 1955. Hún átti að finna ráð til að rekja uppruna smygleiturs til heimalandsins, sem opíums- valmúan er það kom úr væri ræktuð í. — Eitursmyglun og — notk un er vandamál ýmsra þjóða, ekki sízt hinna ríkustu. í Bandaríkjunum er þetta orS- ið landplága, og verður fyrir sjáanlega verri, ef ekki tekst að hefta smyglið. Á stríðsár- unum dró talsvert úr því vegna samgönguleysisins, en síðan — sérstaklega með auknum flugsamgöngum um alla veröldina —• hefur bar- áttan við smyglarana orðið erfiðari en nokkru sinni. — Hér vill UNO berjast við hættulegan óvin, sem á hverju ári gerir efnileg ung- menni að aumingjum á sál og líkama og gerir þeim lífið að óbærilegri kvöl, nema rétt þá stuttu stund sem þeir lifa í s vímu eituráhrifanna. Hlutverk UNO í þessu máli er það að kanna leiðir smygl varningsins og finna bófana, sem þama eru að verki. Það er peningagræðgin, von- in um fljóttekin gróða, sem stjórnar athöfnum smyglar- anna. Kílóið- af ópíum kostar rúmar 500 kr. á löglegum markaði, þar sem það er fram leitt, en' er því hefur verið breytt í 100 gr. af heróíni er hægt að selja fyrir 600 þús- und kr. á leynimarkaði í New York. Og eitt kíló af kokaíni, sem kostar 6000 kr. frá fram- leiðslustaðnum, getur komist upp í 21 milljón þegar neyt- endurnir borga það. Enda er það sannað, að „milliliðirnir" hafa oft efni á að styrkja með ríflegum framlögum stjórnarbyltingar og uppþot í her landa sinna, — einkum í Vestur-Asíu. Olav J. Brænden var skip- aður forstöðumaður rannsókn arstofunnar í Geneve árið 1956 og falið að finna ráð til þess, að ákveða upprúna ým- iskonar eiturs ,sem lögreglu- lið ýmsra landa og alþjóðalög reglan Interpol í París komst yfir. Fjöldi vsíindamanna í ýmsum löndum hafði áður spreytt sig á þessu verkefni, án árangurs. Og Brænden var vondaufur fyrst í stað. En að fangadagskvöTd 1957, eftir að hann hafði gert „vonbrigða- tilráunir“ allan daginn — og marga mámuði áður — kom árangurinn eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brænden hafði, af tilviljun blandað ým iskonar ópíumsdropum sam- an við ferrosulfat-vökva, o«g tók eftir ýmsum „litbrigðum“ á vökvanum. En það var ekki fyrr en 2 árum síðar, sem Brænden gat lagt sannanir sínar undir dóm vísinda- manna. Þá hafði honum tek- izt að sýna fram á, að ópíum veldur sex mismunandi lit- brigðum í ferrósulfatvökvan- um eftir því hvar þa ðer rækt að. Fjögur sjást með berum augum, en tvö eru í útfjólu- bláu geislunum. Liturinn vott ar hvar opíumsjurtin hefur sprottið, og segir bæði til um, hvernig loftslagið er þar, og hve langan vaxtartíma jurtin þarf. Þessi leiðbeining gefur ómetanlegan vegvísi, er rekja skal til upprunans. Rannsóknarstofan hefur aflað sér ópíums í uppruna- legu formi frá ýmsum valmú ulöndum. Þetta eru kögglar, ekki ósvipaðir mókögglum, en smærri og mórauðari á lit- inn. Þeir eru storknaður safi frá ópíumvalmúinni, og í þeim er ca 10% morfín. Úr þessu morfíni geta menn með einföldu móti bruggað heró- ín, sem er 3-falt sterkara en Framh. á bls. 14 Dr. Olav Brænden og affstoðarkona hans, Esmé Lundén. — Hún heldur á ópíums-köggli og hann á öðrum. En þeir eru sinn úr hvorri áttinni og sýna ekki í sama lit. 1 / Erfitt er að sjá, að önnur leið hafi verið fær, en sú, sem Bandaríkjastjórn hefur valið. Forsetinn og helztu aðstoðar- menn hans, hafa marglýst yf- ir vilja sínum til að taka upp samningaviðræður um lausn Víetnam-málsins, en allar til- raunir þeirra og annarra, t.d. friðarnefndar samveldisland- anna, hafa reynzt 'árangurs- lausar, þar sem kommúnistar hafa neitað öllum tilboðum um viðræður. Það verður því ekki sagt, að Bandaríkjastjórn og banda- menn hennar hafi engar til- á í þessu þjáða landi, þar sem styrjöld hefur ' geysað nær linnulaust í aldarfjórðung. í landi, sem Víetnam, er styrjaldarrekstur mjög erfið- ur, ekki sízt þar sem engar fastar víglínur eru, heldur stórir hópar skæruliða dreifð- ir víðs vegar um landið, sem gera árásir, þar sem andstæð- ingarnir eru veikastir fyrir, þeim að óvörum. Bretum tókst þó að sigrast á slíkum baráttuaðferðum kommúnista á Malaya á sínum tíma, og ástæðulaust er annað en vera vongóður um, að takast muni að hrekja kommúnista frá Víetnam. Það mun vafalaust taka sinn tíma og meðan kommún- istar halda áfram árásum og hermdarverkastarfi, hljóta Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra að mæta því af fullri einbeitni. Vonandi verð- ur þó samhliða aukningu her- afla Bandaríkjamanna í Víet- nam, leitast við að finna frið- samlega lausn þessa máls. raunir gert til að koma friði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.