Morgunblaðið - 31.07.1965, Side 6

Morgunblaðið - 31.07.1965, Side 6
0 MORCUNBLAÐBÐ Laugardagur 31. júlí 1965 Unnio fyrir á 3ja hundrað miiij. kr. i vegum og brúm í sumar Rætt við Sigurð Jóhannsson, vegamálastjóra, um helztu framkvæmdir í sumar MORGUNBLAÐIÐ kom að máli við Sigurð Jóhannsson, vegamálastjóra, í gær og spurðist frétta af vegagerð og brúasmíði í sumar. Sigurði sagðist svo frá: — Eins og kunnugt er, var vegaáætlun til fjögurra ára sam þykkt á Alþingi síðastliðið vor. Nú í ár er unaiið eftir fyrsta ári þessarar áætlunar. — Heildartekjur vegasjóðs eru áætlaðar 263,7 millj. krónur á þessu ári, og eru helztu út- gjaldaliðir hans þessir: millj. kr. Viðhald þjóðvega ......... 93,5 Gerð nýrra þjóðvega .... 60,3 Fjallvegir og reiðvegir .. 1,9 Brúargerðir .............. 31,2 Sýsluvegasjóðir .......... 10,0 Þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum .......... 32,9 — Framlög til nýrra þjóðvega skiptist þannig: millj. kr. Hraðbrautir .............. 10,0 Þjóðbrautir .............. 22,7 Landsbrautir ............. 27,6 — Framlagið til brúargerða skiptist þannig: millj. kr. Stórbrýr ................. 13,2 Tíu metra langar brýr og lengri ............. 12,4 Smábrýr.................... 5,7 — Til viðbótar fjárveitingum í vegaáætlun til nýrra þjóðvega er unnið fyrir lánsfé að sérstök um vegaframkvæmdum í ein- stökum vegum samkvæmt Fram kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn- ar og Vestfjarðaáætlun, eins og heimilað er í vegáætlun. Þessar lánsfjárupphæðir nema samtals 134,6 millj. kr. og skiptast þann- ig: millj. kr. Til hraðbrauta .......um 112,0 Til þjóðbrauta .......um 17,4 Til landsbrauta ......um 5,2 — 1 ár verður þvi varið nokk- nð á þriðja hundrað millj. kr. til framkvæmda við smíði nýrra brúa og lagnángu nýrta vega, og hefur þó verið tekið tiilit til frestunar einstakra framkv. samkvæmt sérstakri heimild í fjárlögum. — Fjárveitingar til þjóðvega i vegáætlun skiptast í 158 staði. Byggðar verða tíu brýr, sem lengri eru en 10 metrar, og tutt- ugu smábrýr, þar af fjórar á sýsluvegum. Framkvæmdir verða þó ekki eins margar og þessi fjöldi fjárveitinga gæti bent til, þar eð margar fjárveit- ingar ganga til greiðslu bráða- birgðalána frá fyrri árum. — Framkvæmdir verða þó alls nokkuð á annað hundrað talsins. Of langt mál yrði að telja þær allar upp, og skal því hér aðeins tæpt á hinum helztu þeirra. — Á sunnanverðu Snæfells- nesi verður endurbyggð brúin á Haffjarðará, sem orðin er yfir hálfrar aldar gömul, og tekst þá af um leið þriggja kílómetra langur kafii um Landbrots- hraun, sem bæði er mjór og krókóttur. — í Dalasýslu verður byggð brú á Miðá hjá Skallhól og unn ið að ýmsum minni háttar fram kvæmdum innan héraðs. — Vestur við Gilsfjörð á Vest urlandsvegi er unnið nokkuð í Geiradalshreppi. Unnið er nú að vegalagningu sunnan Þing- mannaheiðar, og standa vonir til, að hægt verði að leggja nið- ur veginn um Þingmannaheiði á árinu 1968. — Talsverðar vegagætur hafa verið gerðar á leiðinni frá Vatn eyri i Patreksfirði til flugvallar- ins. Lokið er lagningu vegar milli Patreksfjarðar og Tálkna- fjarðar, og töluvert er unnið að lagningu nýs vegar milli Tálkna fjarðar og Bíldudals yfir fjallið Hálfdán. — Á Breiðdalsheiði er unnið að vegagerð Breiðdalsmegin, og gerðar verða mælingar og jarð- fræðiathuganir vegna fyrirhug- aðra jarðganga á þeim vegi. — Umbætur verða gerðar á Bolungarvíkurvegi og eins á veg inum frá ísafjarðarkaupstað út á flugvöll. Smábrýr verða gerð- ar á þessum vegum. — Á leiðinni úr Gilsfirði til Isafjarðarkaupstaðar verða byggðar þrjár smábrýr í Djúpa- firði og Kollafirði og einnig þrjár bráðabirgðabrýr á óbrúað- ar ár á Þingmannaheiði. — Verður þá búið að brúa allar ár á Vestfjarðavegi. — Nokkur verður unnið i Djúpvegi, bæði að austan og vestan, og eins í Strandavegi, áleiðis í Árneshrepp. — Á Norðvesturlandi verður gyggð ný brú á ’Miðfjarðará á Norðurlandsvegi. Er það 84ra metra löng brú með tvöfaldri ak braut. og kemur hún í stað gömlu brúarinnar, sém laskaðist mikið fyrir nokkrum árum. — Þá verður endurbyggð brú á Þverá á Útblönduhlíðarvegi á leiðinni til Siglufjarðar. Á Siglu fjarðarvegi hefur verið unnið mikið á leiðinni frá Fljótum á- leiðis að jarðgöngum um Stráka. Framkvæmdir við sjálf jarð- göngin eru nú að hefjast. Þeirri vegagerð Og jarðgangagerðinni á að vera lokið næsta haust. — Unnið er nú í Ólafsfjarðar- vegi um ólafsfjarðarmúla frá báðum endum, og standa vonir til þess, að vegasamband milli ólafsfjarðar og Dalvíkur um Múlann opnist í haust. — Á Norðurlandi er unnið að ýmsum vegabótum, sérstaklega á Þingeyjarsýslubraut sunnan Húsavíkur og á leiðinni um Tjörnes og Kelduhverfi. P!~urður Jóhaninsson, vegamálastjóri. — Á Austurlandi verður hald- ið áfram vegagerð á Austurlands vegi milli Möðrudals og vestari fjallgarðsins, endurbættir vegir í Hróarstungu, í Breiðdal og í Berufirði, auk ýmissa annarra vegaframkvæmda á vegum utan aðalleiðarinnar. — A Austurlandsvegi i Aust- ur-Skaftafellssýslu verður unnið að vegabótum í Lóni og Suður- sveit, og byggðar hafa verið 3 brýr í öræfum. — Á Suðurlandsvegi i Vestur- Skaftafellssýslu er unnið að bygg ingu nýs vegar um vestanvert Eldhraun og byggingu nýrrar brúar á Eldvatn hjá Ásum. Lögð var niður núverandi leið um vestanvert Eldhraun. — Tekin verður í notkun nýr vegarkafli hjá Vík í Mýrdal nið ur með Víkurgili. Byggð hefur verið ný brú á írá undir Eyja- • Verzlunarmarma- helgin og umferðin Nú fer sú helgi í hönd, þegar allir borgar- og bæjarbúar, sem vettlingi geta valdið, þyrpast út um byggðir landsins. Álagið á þjóðvegina er gífurlegt, því að allir þurfa að leggja land undir fót á sömu helgi suimars- ins. Margir þykjast þurfa að flýta sér, en sá flýtir getur orðfð afdrifaríkur. Slysahættan ea- aldrei meiri á áriniu, enda má segja, að megihhiluti bíla- kosits Reykvíkinga sé allur á ferðinni á sömu vegunum. Ekki verður það ofbrýnt fyrir fólki, a@ einmitt nú má ékki slaka til í neinu við aksturinn. Alitaf verður til dæmis að reikna með því, að bíll komi á móti á blindhæð eða vfð blindbeygj u. Þau eru ótalin hin hörmulegu og hræðilegu slys, sem orðið hafla vegna þess að menn hafa tekið áhættuna. Mikla aðgát verður að hafa við framúrakstur, og fullt tiilit verður skilyrðislaust áð taka til umferðarmerkja. Við hraðan akstur verður ökumaðurinn að hafa athyglis- gáfuna í skarpasta lagi og full- komið vald á farartæki sínu. Þá er og mjög mikilvægt, að flarkostirnir séu í algeru lagi, því að lítill galli getur valdið voðaverkum. • Afglapar á öræfum Hin sfðari ár hefur færzt mjög í vöxt, að fólk aki upp um fjöll og fimindi að sumar- lagi. Furðulegt er, hve margir fama fyrirhyggjuilausir í slilk ferðalög; það er eins og sum- um finnist, að þetta sé eins og að skreppa suður í Fjörð. Dæmi eru þess, að fólk hefur strand- að uppi á háheiðum (stundum af benzínskorti!) matarlaust og illa búið i óþéttum bílum. Þar sem hér er ekki um neina al- faravegi að ræða, getur orðið bið á því, að hjálp berist. Fólk- ið fer af stað í léttium sumar- klæðnaði og hlífðarfatalaust, af því að það er sólskin í Reykja- vík, en svo bilar bíllinn kanniske í fáviðri uppi á öræf- um. Fyrst og fremst verða menn að reyna að hafa samflot vi'ð aðra; leggja ekki einbi.la upp á fjöllin og heiðarnar. Þá þurfa menn að vera á góðum bifreiðum, tveggja drifa, og vera vel birgir af matvælum, hlýjiun fatnaði og benzíni. Já, dæmdn samna að ekki er van- þörf á að minna á hið síðast- talda. • Óhæfa í kvikmynda- húsi Kunningi Velvakanda var að fjöllum í stað gamallar timbúr- brúar og unnið verður að endur bótum á ýmsum vegum bæði þar og í Árnessýslu. Meðal annars verða byggðar brýr á Fossá og Sandá í Þjórsárdal á vegum Landsvirkjunar og unnar nokkr ar aðrar framkvæmdir í því sambandi. Þá verður unnið áfram að undirbyggingu Suður- landsvegar í Þrengslum. — Mesta framkvæmdin i vega málum á þessu ári er lagning Suðurnesjavegar, og er gert ráð fyrir, að lokið verði við að steypa 18 km. slitlag frá Kúa- gerði og Fitjum og malbika lið- lega þriggja kílómetra kafla frá Fitjum í Njarðvík að bæjarmörk um í Keflavík. Verður kostnað- ur við þær framkvæmdir um 100 millj. kr. Vonazt er til þess, að hægt verði að taka hinn nýja veg í notkun seint á þessu hausti. • Farið með gát! Að lokum minnti vegamála- stjóri á, að nú um helgina (verzl usarmannahelgina) yrði meiri umferð á vegum en á nokkrum öðrum árstíma. Færu þá margir að kanna ókunna stigu, bæði I byggð og í óbyggðum. Kvaðst hann vilja brýna fyrir þeim, sem hyggðust leggja leið sína inn á öræfi landsins, að vera vel útbúnir að birgðum og hafa far- kost sinn í fullkomnu lagi. Menn mættu ekki tefla í neina tvisýnu í þeim efnum, og mjög æskilegt væri, að fólk hefði samflot, ef þess væri nokkur kostur. 250 km. væru milli byggða á Sprengi sandsleið. Þá leið ætti ekki að fara nema á tveggja drifa gíl- um, og minnst tveir bílar ættu að hafa samflot. Þá kvaðst vega málastjóri vilja sérstaklega brýna það fyrir öllum ökumönn- um, að þeir flýttu sér með gát og tækju fullt tillit til umferðar merkja, einkum þegar þeir ækju vegi, sem þeir þekkja lítt eða ekki til. Rétt væri að gera altlaf ráð fyrir því, að bíll kæmi á móti á blindhæð eða við blind- beygju. Mörg sorgleg slys hefðu hlotizt af óvarkárni í þeim efnum. sjá eina af þessum „stórmynd- um“, í Tónabíói síðastliðið mið- v ikudagák völd. Kvikmiyndimii lauk ekki fyrr en kl. rúmlega tólf. Seinasti hluti henmar var kynning myndarinnar, leikenda skrá, niöfn leikstjóra o.s.frv., en slík kynning er annars venju- lega í uppbafi kvikmynda, eina og kunnugit er. Þeim, sem þarna ráða húsum, þótti ekki meiri þörf á að kynma gestum sínum myndina en svo, að um leið og þessi kafli hófst, voiru ljós kveikt í salnum og fólk fór að þyrpast á dyr, en þeir, sem eitt- hvað vildu vita um gerð mynd- arinnar, urðu að fara heim jafnnær og þeir komiu. Svona lagað á auðvitað ekki að líðast, enda er viðbúið, að þeir, sem höfunda.rréttinn eiga að mynd- inni, yrðu lítt hrifnir af slíkum sýningaraðferðum. Annars virð ast margir íslenzkir kvikmynda húsaeigendur vera nokkuð „kaldiir“ fyrir því, hvernig myndir eru sýndar. Þeim er sama, þótit listrænu gildi mynd- anna sé spillt, t.d. með of litlu (og lágu) tjaldi, svo að eflsta og neðsita hlutann vantar á tjald- irnu. Þeir skáka í því skjólinu, að eigendur myndanna eða höf undar ná ekki til þeirra. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f Vesturgötu 3. — Lágmúla 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.