Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 10
10 WORGUNBLAÐID Fimmtudagur 26. ágúst 1965 Bók Schlesingers: Dean Rusk sem utanríkisráðherra SCHLESINGER segir í upptiafi kiaflans um Dean Rusk, að erf- iðleikar sumarsins 1961 hafi orðið til þess að óánægja Kennedys með utanríkisráðu- neytið hafi náð hámarki. Hvert axarskaptið á fætur öðru- — þegjandi sam- þykki ráðuneytisisins varð- andi Svínaflóamálið, hirðuleys islegar tillögur þess eftir aevin týrið, bersvnilegt getuleysi til að finna viðræðugrundvöll í jBerlínarmálinu — urðu til þess að Kennedy komet á þá skoð- un, að utanrikisráðuneytið væri ekkl enn fyllilega það verkfæri, sem svaraði til til- gangs forsetans. Hann skildi vel erfiðleikana á að uanbreyta hefðbundnu skxifstofubákni til þess að vera tæki bil skjótrar upplýsinga- öflunar og skjótra ákvarðana. En andstaðan hafði ekki síður verið mikil í hermilaráðuneyt inu, þar sem McNamara varð greinilega mikið ágengt í því að tengja það bandarísku rikis stjórninni. Það var Kennedy stöðug ráð gáta, að utanríkisráðuneytið hélt áfram að vera svo klunna- leg og silaleg stofnun. Hann sagði stundum við Jacqueline: „Svei mér þá, McGeorge Bundy og ég komum meira í verk á einum degi í Hvíta húsinu, en þeir gera á sex mánuðum í ut- anríkisráðuneytinu“. „Að gefa því fyrirmæli væri eins og henda sendibréfi út um glugg- ann“. ,Utanríkisráðuneytið er eins og staður hestur", sagði hann. Kennedy var ákveðinn í því, þegar hann tók við forsetaem- bættinu, að gera utanríkisráðu- neytið, næst forsetanum sjálf- um, að miðpunkti stjómar ut- anríkismálanna. Söhelsinger telur, að vonbrigði hans hafi að nokkru átt rætur sínar að rekja til álhuga hans á utan- ríkisþjónustunni. Undir öðrum kringumstæðum hefði hann sjálfur gjarnan viljað vera sendiherra. Hin nýja ríkisstjóm flæktist næstum þegar í stað í skrif- stofumennsku utanríkisráðu- neytisins. Kennedy var vanur að láta sig dreyma um að koma á fót leynilegri skrif- stofu 30 manna eða svo til að fara með stjórn utanríkismál- anna jafnframt því, sem utan- ríkisráðuneytið væri starf- rækt áfram og þar gæti fólk ánægt borið pappjpa frá sfcrif- stofu til skrifstofu. í októbermánuði 1961 fékk hann mjög óformlega upp- sprettu vizku og stuðnings í al þjóðamálum, þegar hinn gamli vinur hans David Ormsby Gore (nú Harleeh lávarður) kom til Washington sem sendiherra Breta. Mörg bönd höfðu treyst samband þeirra frá því þeir hittust fyrst í London árið 1938. Sissy, hin fagra kona Ormsby Gore, var vinur Kath- leen, systur Kennedys. Um ára- bil höfðu Kennedy og Orrns- by átt sameiginlegan áhuga á bókmenntum, sögu og opin- berum málefnum. Þegar Orms- by Gore var í New York árið 1959, sem starfsmaður brezka utanríkisráðuneytisins ræddi hann mikið við Kennedy úm samningaviðræðurnar um bann við notkun kjamorku- vopna. Það var hjá Ormsby Gore, sem Kennedy komst að því, hversu kraftlausar allar ráðagerðir Bandaríkjanna um afvopnun voru, en það var at- riði, se mhann hamraði stöðugt á í kosningabaráttu sinni 1960. Eftir að hafa náð kjöri, sagði Kennedy við Ormsby Gore, sem þá var I New York, sem fulltrúi Breta hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann yrði að koma til Wghington, sem sendi herra. Þessum skilaboðum var komið áleiðis til forsætisráð- herrans, Harold Macmillans, og á sínum tíma birtist Ormsby Gore. Kennedy-hjónin nutu fé- lagsskapar Ormsby Gore hjón- anna meira en nokiburra ann- arra (öllum erlendum sendi- fulltrúum í Washington til skapraunar). Hin löngu. samtöl hans við brezka sendiherrann í trúnaði og ró og næði, hvort sem var í Hyannis Port, Palm Beach eða á kyrrlátum stund- um í Hvíta húsinu gáfu Kenne Dean Rusk. dy líklega bezta tækifæri hans til að fastmóta markmið sín í alþjóðamálum. Fremur en nokkur annar innan ríkisstjórn arinnar varð hann uppspretta hugmyndafrumkvæð'is og hug- myndaflugs varðandi utanríkis mál. Hann var vanur að segja: „Stefnan í innanlandsmálum getur aðeins valdið okkur ó- sigri. Utanríkismálin geta vald ið okkur öllum dauða“. Kennedy hafði ákveðið að skipa Dean Rusk utanríkisráð- herra eftir eitt samtal. Það var sfciljanlegt val. Rusk hafði margvíslega reynslu og var greinilega búinn miklum hæfi- leikum. Eftir þjónustu í styrj- öldinni í Austurlöndum starf- aði hann í hermálaráðuneyt- inu áður en hann varð yfir- maður Rockefellersjóðsins ár- ið 1952. Meðferð hinna flóknu þátta utanríkismálanna léku í höndum hans og hann var fljótur að skilja kjarnann frá hisminu. Hann sýndi þessa hæfileika í samskiptum sínum við Bandaríkjaþing og hann reyndist áhrifarikasti utanrík- isráðherra I samskiptum við það frá tíma Cordell Hull. — Innan ríkisstjórnarinnar hafði hann sérlega góð samskipti við McNamara. En ólíkt honum beindust hæfileikar Rusks að þjónustu en ékki að ná valdi á hlutunum. Hann var litlaus, þótt hann hefði skarpar gáfur. Ræður, sem forsetinn sendi til utanríkisráðuneytisins til um- sagnar Rusks, korou til baka með útstrikaða þá kafla, sem eftirtektarverðastir voru, en í staðinn komnar útjaskaðar for múlur utanríkisráðuneytisins. Hann sýndi frábæra tækni í sfarfi sínu. Það var bæði styrk- ur hans og veikleiki. Hann hafði þjálfað sig alla ævi til að vera næstráðandi, maðurinn nr. 2. Þegar aðstoðarmenn hans komu með vandamálin til hans hlustaði hann kurteislega á þá, þakfcaði þeim og lét þá svo fara. Þeir fóru oft án þess að hafa íengið úrlausn. Afleið ingin var sú, að hann markaði ekki stefnu ráðuneytisins og til gang. Eitt símtal við forsetann var margra funda virði með ráðherranum. Rusk var jafn afskiptalítill í Hvíta húsinu og lét Bundy og forsetanum sjálfum það iðu- lega eftir að undirstrika hags- muni utanríkisþjónustunnar. Hann virtist sjaldan hafa á- kveðnar skoðanir um það, sem gera þurfti, umfram það, sem þegar var unnið að. Segir Sdhlesinger, að Rusk hafi sjaldan rökrætt nauðsyn til- tekinnar afstöðu og menn hafi haft það á tilfinningunni, að honum hafn liðið illa í Hvíta húsinu. Samband hans við forsetann var formfast. Kennedy sagði eitt sinn við vin í utanríkis- ráðuneytinu, að Rusk væri eini ráðherrann, sem ekki á- varpaði hann með fornafni. Þegar Rusk var bent á þetta sagði hann, að sér félli það betur. Schlesinger segir, að menn hafi vafalaust ekki tekið tillit til hins erfiða starfs Rusks I dómum sínum um hann. Hann hafi verið stoltur og viðkvæm- ur maður og umkringdur í ut- anríkisráðuneytinu af sér miklu þekktari mönnurn eins og Sfcevenson, Bowles og Harri man — og haft yfir sér for- seta, sem vildi sjálfur vera sinn eigin utanríkisráðherra. Hann hafi lifað í ótta um að vera auðmýktur og eftir því, sem tímar liðu hafi hann sýnt vaxandi skort á öryggi og byrj að að hugsa um að segja af sér. Hinar hefðbundnu hliðar starfs hans voru stundum tekn ar fram yfir ábyrgðina, eina og hann væri á flótta frá þvf að taka ákvörðun. Schelsinger segir, að hann hafi samt verið tilfinningaríkari en hann hafi viljað vera láta. Þá segir hann, að Kennedy hafi haldið áfram að dást að hæfileikum Rusk til að útskýra mál, en hafi haft vaxandi á- hyggjur af tregðu hans til að taka ákvarðanir. „Hann setur aldrei neitt mál á oddinn. Mað- ur veit aldrei hvað hann hugs- ar“, sagði Kennedy. Þegar útgefaadi blaðsina Washington Post, Phil Gra- ham, sem nú er látinn, reyndl árið 1962 að telja Kennedy á að senda Rusk til Sameinuðu þjóðanna, Stevenson til Lond- on og gera David Bruce að utanríkisráðherra, svaraði Kennedy samt sem áður: „Ég get ekki gert Rusk það. Hana er svo indæll maður“. Schles- inger segir, að hann hafi lika verið fær maður og gagnlegur, en þó hafi ef til vill ráðið mestu um, að Kennedy hafi óttazt, að ræki hann utanríkis- ráðherrann yrði hann sjálfur fyrir áfalli í augum manna vegna sinnar upphaflegu á- kvörðunar um skipun hans. Schlesinger segir, að utanrík isráðuneytið hafi verið Kenne- dy ráðgáta til hinztu stundar. Enginn hafi stjórnað því. Rusk; George Jlall og Harriman hafi myndað nokkurs konar þrí- stirni og sent málin fram og aftur sín í milli og rétt tekizt að koma í veg fyrir alvarleg áföll. Þá segir Schlesinger að lok- um, að þegar komið hafi verið fram á haustið 1963 hafi for- setinn verið búinn a gera það upp við sig, þótt með toegðu væri, að láta Rusk hætta eftir kosningamar 1964 og leita að nýjum utanríkisráðherra. Hann hafi alltaf dreymt um, að einihver eins og Robert Mc Namara tæki við yfirstjórn ut- anríkisráðuneytisins og gerði það að dugmiklum þátttakanda í mótun utanríkisstefnunnar og framkvæmd hennar. Sóttu námskeii í mannkynsögu og ensku DAGANA 1—10. ágúst var hald- ið samnorrænt mót og námsskeið fyrir framhaldsskólakennara í mannkynssögu og ensku á vegum sænska menntamálaráðuneytis- ins og Fulbright-stofnunarinnar í Bandaríkjunum. Mót þetta var haldið í Mora í Svíþjóð og hið fjórða, sem haldið hefur verið þar. Tveir þátttakendur sóttu mótið að þessu sinni fyrir hönd íslands, þau frú Guðrún Ólafs- dóttir og Egill Jónasson Stardal. Mbl. náði snöggvast tali af Agli eftir heimkomuna og innti hann fregna af mótinu. Hann lét hið bezta yfir ferð- inni og kvað mjög ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til þess að dvelja meðal norrænna menntamanna á jafnyndislegum #tað sem Mora er. Þetta er lítill bær við Siljanvatn upp I Döl- um. Mora er annars kunnur bær hér á landi fyrir hina frábæru hnífa, því varla er til sá strákur sem ekki héfur átt Mora slíður- hníf á seinni árum og þúsundir Mora eggjáma eru notuð í fisk- iðjunni til þess að afhausa þorsk og ýsu. Annars er timburiðja ein mest atvinnugreina þar upp í Dölum og hvarvetna á vatninu má sjá timburflotana bíða við sögunarmyllurnar. — Fóruð þið víða um þarna? — Nei, því miður gafst ekki tími til þess að sinni, því þarna er margt merkilegt að sjá, og náttúrufegurðin óviðjafnanleg. Þarna er t.d. að finna eitt merk- asta byggðasafn Svía, Zornsafn- I ið, og eins og menn vita hafa margir merkisatburðir gerzt þarna. f Dölunum hóf t.d. Gústaf Vasa uppreisnina gegn Dönum og Kalmarsambandinu eftir blóð- baðið mikla í Stokkhólmi 1520, og Dalakarlar hafa gert margt til að heiðra minningu hans. — Er ekki sérkennileg mál- ýzka þama? — Ég fékk nú ekki mikið tæki- færi til þess að staðreyna það, en fljótt á litið virðist mér koma hvergi betur í ljós hinn náni skyldleiki sænsku og íslenzku sem þarna, enda var mér fortalið af kunnugum að í Dölum hefði varðveitzt betur en annars staðar hið forna mál. — A.m.k. átti ég ekki í neinum málfarsörðugleikum í þau fáu skipti sem ég átti tal við eða hlýddi á mál Dalakarla og fannst mér betra að grípa til íslenzku en dönsku ef orð þraut. — Hvað segirðu um tilgang mótsins? — Það var haldið á vegum Svía og Ameríkumanna eins og ég sagði áður og tilgangur þess var að gefa þátttakendum kost á námskeið í sögu, bókmennt- um og stjórnmálaþróun Banda- ríkjanna. Þátttakendur voru um 50 og þarna voru mættir 3 pró- fessorar auk annarra gesta frá bandarískum háskólum, ailir kunnir menn á sínu sviði. H. J. Abraham,-prófessor í stjórnfræði í Pennsylvaníu, dr. Josef Wall, prófessor í bandarískri sögu við Grinnell College, og dr. A. Oras, prófessor í enskum bókmenntum við Florida háskólann. Dr. A. Oras var afar athyglisverður maður. Hann varð landflótta eft- ir að Rússar innlimuðu föður- land hans í Ráðstjórnarríkin og er nú prófessor í enskum og amerískum bókmenntum í Banda ríkjunum. Hann hafði mikinn hug á að kynnast íslenzkum bók- menntum og menningu. Ég held að ein bóka hans hafi verið þýdd á íslenzku? Já, það var mesta furða hvaS þessum, það er óhætt að segja frábæru fyrirlesurum tókst að komast yfir að segja og koma fyrir í kolli þessara kollega Framhald á bls. 15 Nokkrir fyrirlesaranna og þátttakendur í mótinu. EgiU Jónas- son Stardal er fyrir miðju í öftustu röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.